Morgunblaðið - 18.01.1958, Side 7

Morgunblaðið - 18.01.1958, Side 7
Laugardagur 18. jan. 1958 MORCTiiXTUAÐlÐ 7 Þegar Heiðmörk var opnuð 1950 gróðursetti bcrgarstjórinn, Gunnar Xhoroddsen, litla trjáplöntu, sem var eins konar vígslutré Keiðmerkur. Nú er planian að verða að stóru tré og er myndin tekin af trénu 195G. Yiarlotfar aihutjanir ióru irtr.wn á síaSarvaii iramtíSarhaiuar L/ðno dr/ð var mesta starfs- árið í sögu Heiðmerkur Friðland Reykvíkinga verður œ fegurra með hverju árinu Stutt samtal v/ð Einar G. E. Sæmundsson, skógíræbing ARIÐ 1957 var merkasta starfsárið í sögu Heiðmerkur, sagði Einar G. E. Sæmundssen, skógarvörður, þegar tíðindamað- ur Morgunblaðsins átti tal við hann í gær. Það sem hér ber til er að aldrei hefur verið gróðursett meira á einu ári en gert var í fyrra en þá voru samtals 166.555 trjáplóntur settar niður. Tegundirnar eru nú orðnar fleiri en áður og áhugi fyrir ræktun Heiðmerkur hefur aldrei verið meiri en nú. — Hverjir vinna að Heiðmörk? — Það eru margir aðilar, sagði . Einar. Vinnuskólinn gróðursetti1 milli 70—80 þúsund plöntur, en sjólfboðaliðar í 48 félögum í bæn um gróðursettu tæplega 90 þús- und plöntur. Alls munu um 1000 Reykvikingar taka þátt í sjálf- boðavinnunni á hverju ári. Þetta : sýnir að áhuginn fyrir gróður-1 setningunni í Heiðmörk er mjög mikill. í ár var hafin ny gróðursetn- ingaraðferð. Plönturnar eru gróð- ursettar með hnaus og hefur það reynzt mjög hentug aðferð Með þessu móti er hægt að gróð- ursetja allt sumarið og plantan fær næringarforða með sér í hnausnum, þegar verið er að flytja hana. Milli 50—60 þúsund slíkar plöntur voru gróðursettar í sumar. Svo eru það tegundirnar. Mest var sett niður af sitkagreni, segir Einar, eða milli 50 og 60 þúsund plöntur. Sitkagrenið hefur dafn- að bezt í Heiðmörk. Af bergfuru var gróðursett álíka mikið en þessi tegund er sérstaklega notud á lélegri vaxtarstöðum. Aðrar tegundir eru svo hvítgreni, sitka framtíð við að planta, græða landið o. m. fl. Það þarf ekki að kviða fram- tíð Heiðmerkur, því áhuginn fyr- ir henni er vaxandi. Hér er um að ræða gott samstarf bæjarbúa, skógræktarfélagsins og svo bæjar yfirvaldanna, sem hafa lagt sig fram um að styðja að ræktun Heiðmerkur svo sem framast er unnt. Tilgangurinn með ræktun Heið merkur er að klæða landið þeim gróðri, sem hæfir henni og sem Reykvíkingar vilja hafa á frið- landi sínu. Skógrækt tiF nytja kemur þar af sjálfu sér að | nokkru leyti, en aðalmarkmiðið J er að bæta landið og auka á feg- urð þess og fjölbreytni. Með þessu er höfuðstaðarbúum veitt- ur aðgangur að friðsælli náttúru og er þetta fagra land rétt við I sjálfan bæinn. AL.L.MIKLAR umræður urðu í bæjarstjórn Reykjavíkur í fyrra- kvöld um tillögur Sjálfstæðismanna um framtíðarstækkun Reykja- v íkurhafnar. Svo virtist þó að minnihlutaflokkarnir væru í öllum aðalatriðum samþykkir þessum tillögum og viðurkenndu, að hér væri verið að marka merkileg spor í sögu Reykjavíkur. Þeir gagnrýndu þó, að ekki hefðu komið fram nægilegar forsendur eða rök fyrir staðsetningu hinnar nýju hafnar. Var það þó leiðrétt og virtist misskilningurinn stafa af því að minnihlutafulltrúarnir sumir voru fjarverandi við fyrstu umræðu og heyrðu ekki þær upplýsingar, sem borgarstjóri gaf um þetta. „Kemur af fjöllum" Fyrstur talaði Bárður Daníels- son. Hann sagði að það væri mikilvægt að áætla framtíðar- höfn stað, alveg eins og það væri mikilvægt að fá að vita, hvort fiugvöllur skyldi vera í framtíð- inni þar sem hann er nú. Fyrr en það væri gert væri erfitt að ganga frá heildarskipulagi bæj- arins. Þess vegna kvaðst hann fagna þvi að ákvörðun væri tekin um staðsetningu hafnarinnar. A hinn bóginn taldi hann, að til- lögur Sjálfstæðismanna í þvi væri gerðar af of miklu flaustri og það vantaði allan rökstuðning fyrir staðarvali og samanburð við aðra hugsanlega staði fyrir höfnina. Björgvin Frederiksen undr- aðist, hve illa Bárður væri upplýstur í þessu máli. Það væri sem hann „kæmi af fjöllum“. — Sann- leikurinn væri sá, að borgar- stjóri hefði lesið ýtarlcgar for- sendur fyrir staðarvali hafn- arinnar við fyrstu umræðu. — Síðan vék Björgvin að tillögu frá Þóröi Björnssyni um að hafnarsjóður léti byggja drátt arbrautir og þurrkví í Engey, þegar hafnargarðar væru komnir. Taldi bann það nokk uð snemmt að fara strax að skipuleggja öll smáatriði í hinni nýju liöfn. Þetta væri svo mikið stórvirki, að það myndi taka áratugi að fram- kvæma það og við gætum ekki séð fyrir hvernig skipastærð eða samgöngur yrðu þá. Hitt væri aðalatriöið í fyrstu, að samþykkja, að hin miklu, mannvirki, hafnargarðarnir, skyldu gerðir. Hagsmunir iðnaðarins Hins vegar tók Björgvin það fram, að það væri óvíst, hvort það væri heppilegt, að höfnin sjálf tæki í sínar hendur skipa- viðgerðir. Við ættum í járniðn- aðinum stór og þróttmikil fyrir- tæki, sem hefðu yfir fullkomn- ustu tækjum og sérkunnáttu að ráða. Taldi Björgvin, að Þórði Björnssyni væri nær að stuðla að því að samtök sem hann stendur að sendu ekki skip sín til viðgerða í öðrum löndum og sviptu hina íslenzku stétt járniðnaðarmanna atvinnu með því. Magnús Ástmarsson taldi að ekki hefði farið fram nægileg rannsókn áhafnarstæði. Benti hann á, að þegar ráðhúsi var val- inn staður hefði nefnd haft mál- ið lengi til athugunar. Vandlega athugað Einar Thoroddsen flutti nú ýtarlega ræðu, þar sem hann rakti enn á ný, rökstuöning- inn fyrir staðarvali hinnar nýju hafnar. Kom í Ijós, að það hafði verið vandlega rannsakað og athuguð hafn- arskilyrði á mörgum stöðum, svo sem i Skerjafirði, við Akurey, á Viðeyjarsundi og Eiðisvik. Rannsóknin hefði sýnt það svo ekki yrði um villzt að hentugasta hafnar- stæðið væri milli Laugarness, Engeyjar og Örfiriseyjar. Þórður Björnsson flutti stutta , ræðu. Kvaðst hann vera á þeirri SJALFSTÆÐISMENN á Sel fossi hafa opnað kosningaskrif stofu í verzlunarhúsi S. Ó. Ólafssonar & Co. (2. hæð). Skrifstofan er opin daglega frá kl. 10 árdegis til kl. 10 síð degis. Sími skrifstofunnar er 119. Stuðningsfólk D listans á Selfossi er beðið að hafa sam- band við skrifstofuna. Sjalfboðaliðaflokkur í Heiðmörk skoðun, að réttast væri að hafn- arsjóður ætti dráttarbrautir og þurrkví í höfninni með sama hætti og hann á bryggjur, vöru- hús og krana. Hann myndi síðan leigja þetta út. Bárður Daníelsson ítrekaði enn þrátt fyrir skýringar Einars Thoroddsen að upplýsingarnar væru ekki nógu ýtarlegar. Hann sagði að engin ástæða væri til að forðast staðsetningu hafnar ná lægt Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. Það væri algengt er- lendis að áburðarverksmiðjur væru staðsettar innan um aðrar verksmiðjur. Krafðist Bárður þess að fá samanburðar kostnað- aráætlun um hvað kostaði að gera hafnargarða utan um höfn- ina við Engey og hins vegar hafnargarða um höfn á Þerneyj- arsundi og Viðeyjarsundi. Ingi R. Helgason vildi einnig fá ýtarlegri upplýsingar um for- sendur staðarvals. Að umræðum þessum loknum fór fram atkvæðagreiðsla og voru tillögur Sjálfstæðismanna sam- þykktar samhljóða. Séð yfir plantaðan bastarður, stafafura, birki, rauð- greni, blágreni og skógarfura. Alls hafa verið gróðursettar um 870 þúsund trjáplöntur í Heiðmörk. Vegagerð og stækkun Vegirnir um 'Heiðmörk lengj- ast alltaf. Nýir vegir voru gerðir á árinu sem leið, sem voru allt að 6 km að lengd, en enn er ekki búið að mölbera nema lítinn hluta þeirra. Svo var stigið það mikla spor, að taka Vífilsstaðahlíð og Grunnuvötn inn i Heiðmörk með sérstökum samningi við þá aðila, sem yfir landinu réðu. Þetta land, sem er 500 ha, er nú komið í friðun og er girt að mestu. — Hvað er að segja um fram- tíðina? — Það er mjög mikilsvert, seg- ir skógarvörðurinn, að gott sam- starf verði áfram við Vinnuskól- ann. Það væri æskilegt að hann fengi fastan samastað í Heiðmörk og er það tillaga Gunnars borg- arstjóra. Nægilegt verkefni er þarna fyrir börnin um langa blett í Heiðmörk Að lokum segir Einar: — Gróðurmáttur Heiðmerkur hef- ur aukizt svo við friðunina, að landið er nú vart þekkjanlegt frá því sem áður var. Norðlendingar eru að vonum hreyknir af hinum fögru heiðar- löndum sínum, þar sem gróður- inn er kraftmikill og fagur og litirnir undramargir. Mér þótti því mjög vænt um það, þegar þingeyskur bóndi kom í heim- sókn i Heiðmörk í sumar og lét þau orð falla, að þetta land væri svo fallegt, að það „væri rétt eins og heima hjá okkur“, sagði hann. Þetta land væri likast fal- legri heiði þar nyrðra. Þannig var viðtalið við Einar G. E. Sæmundsen skógarvörð. sem manna bezt þekkir til Heið- merkur. Fleiri og fleiri Reykvíkingar leggja nú leið sína þangað á liverju sumri og það er orðinn einn þátturinn í bæjarlífinu að skreppa þangað á góðum sumar- degi, annaðhvort til þess að vinna þar að ræktun Iandsins eða til þess að njóta sólar og birtu úti í náttúrunni. foss

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.