Morgunblaðið - 18.01.1958, Page 13

Morgunblaðið - 18.01.1958, Page 13
Laugardagur 18. jan. 1958 MORGVNBLAÐIÐ 13 Markús Sigurðsson húsasm'iðameisiari — minning i. ÞAÐ var ekki fyrr en ég var kom inn austur í Holt, eftir alllanga fjarveru erlendis að ég frétti lát Markúsar Sigurðssonar, frænda míns. Ég hugsaði mér þá þegar að minnast hans nokkrum orð- um, þó að ýmislegt annríki hafi valdið því, að ekki hefur af orð- ið fyrri en nú. Markús Sigurðsson fæddist að Fagurhóli í Landeyjum 4. nóv. 1878, en þar bjuggu þá foreldrar hans Sigurður bóndi Einarsson og Helga Einarsdóttir frá Lamba felli undir Eyjafjöllum. Helga var skörungur í allri gerð og drengur góður, Sigurður hvass- greindur, glettinn og fimur í orð- um, og hinn mesti kappsmaður. Erfði Markús í ríkum mæli þe'ssa höfuðeiginleika foreldra sinna beggja. Hann var yngstur þeirra Fagurhólsbræðra fjögurra og sá þeirra, er lengst lifði. Hinir voru Einar Sigurðsson, faðir minn, Steinn Sigui'ðsson, kennari og rit höfundur í Hafnarfirði, og Einar yngri Sigurðsson, er lengi var sjó maður í Reykjavík, harðger mað- ur og dugandi. Markús tók ungur að leggja stund á smíðar og urðu þær 1 rauninni ævistarf hans, enda var hann bráðhagur og verklaginn með afbrigðum. Sveitabúskap stundaði hann þó nokkur fyrstu árin eftir að hann gerðist full- vaxta, og þá sjómennsku jafn- framt á vertíðum. En vorið 1911 fiuttist hann til Vestmannaeyja og mátti heita, að upp frá því stundaði hann nær eingöngu húsa smíðar og húsamálningu. Hann var jafnvígur á bæði handverk, afkastasamur og vandvirkur, svo að af bar, og jafnan eftirsóttur til starfa. Frá Vestmannaeyjum fluttist Markús til Hafnarfjarðar og bjó þar nokkur ár, en átti heima í Reykjavík síðustu fjöríu- tíu ár ævi sinnar og stundaði þar iðn sina. Hann andaðist 30. okt. 1957 og gekk að verki hvern dag, þrátt fyrir háa elli, nema þrjár síðustu vikurnar, sem hann lifði. II. Markús Sigurðsson var fjöl- hæfur maður og fluggreindur. Hann hafði á yngri ái'um lært að leika á orgel, hjá hinum góð- kunna kennara Jóni Pálssyni, síð- ar bankaféhii'ði, og náði um skeið mikilli leikni í þeirri íþrótt. Var hann organleikari við kirkjur í Landeyjum meðan hann átti þar heima, og fékkst síðar nokkuð við orgelkennslu og söngkennslu og stjórnaði söngflokki í Vestmanna eyjum. Hann var gleðimaður og hrókur alls fagnaðar, hvar sem hann var með mönnum á yngri árum, og þó jafnan manna prúð- astur, snyrtimaður mikill og fág- aður í framkomu. Fylgdi það hon um og til æviloka, að með hon- um þótti öllum gott að vera yngri og eldri, og má ég þar vissulega trútt um tala. Kynni okkar Mai'kúsar náin hófust er ég var innan við ferm- ingu og átti þá heima með foreldr um mínum í Vestmannaeyjum- Síðar, eftir að ég var kominn yfir fermingu, rerum við tvær vertíð- ir í Vestmannaeyjum á sama báti. Markús var afbragðs sjómaður, glöggur, snar og athugull, allra manna glaðværastur í starfi og kunni ekki æðruorð að mæla, þó að ískyggilega liti út og augljós háski á ferðum. Á þessum árum urðum við svo samrýndir, þrátt fyrir mikið miseldri, að því var líkara, sem Markús væri eldri bróðir minn, en föðurbróðir. Eft- ir að ég var kominn í skóla, vann ég nokkur sumur hjá Markúsi í Hafnarfirði og heimili hans þar var mitt annað heimili. Aldrei hef ég unnið með manni, sem jafngaman var að vinna með, eins og Markúsi á þeim árum. Hann var þá enn á léttasta skeiði, dugur hans og verkhyggni frá- bær, svo að hvert verk varð auð- velt undir stjórn hans. En yfir samvistir þessara vinnudaga tókst honum einnig að breiða blæ af látlausri glaðværð og gaman- semi, sem honum var svo sér- staklega eiginleg. Hann gat verið bráðfyndinn í orðum og sagði skemmtilega frá. Og í öllu við- móti hans var einhver sú hjarta- hlýja og birta, sem veldur því, að ég minnist nú þessara sam- verudaga í starfi ,sem nokkurs konar sunnudaga. Það er einmitt yfir þeim einhver sunnudags- birta, sem í vaxandi mæli ein- kenndi líf Markúsar og persónu, eftir því sem á ævina leið. Betri Framh. á bls. 15. Aldrei meira vöruúrval ...... Aldrei meiri afsíáttur •••••• Flestar vörur á hálfvirði .... því að hjá okkur stendur nú yfir glæsileg s Kvenúlpur, kr. 350 Kvenkápur kr. 300 Kvenbuxur 100% nælon kr. 22 Kvenhanzkar kr. 22 Kvenslæður kr. 25 Telpnapiis og blússa kr. 85 Kvensokkar kr. 20 Sportsokkar kr. 20 Hosur kr. 6 AL A Pólarfrakkar, kr. 900 Karlmannaskyrtur kr. 70 Karlmannahlússur kr. 250 Kairlmannasokkar kr. 10 Karlmannanærföt kr. 17 Drengjajakkar m/loðkraga kr. 260 Barnafrakkar kr. 350 Drengjavinnubuxur kr. 70 Drengjavettlingar kr. 14 — Vetrzlið þar sem verðið er lægst Laugaveg 22 Laugaveg 38 SnorrabrgUt 38 Sírni: 1-26.00 Sími: 17-68-7 Simi: 1-499-7 Aimennur kjósendafundur.D-listans í Hafnarfirði n.k. mánudag Sjálfstæðisfélögin í Hafnarfirði halda almennan kjósendafund í Hafnarfjatrðarhíó n.k. mánudagskvöld klukkan 20.30. Á fundinum flytja ávörp og ræður: Valgarð Thoroddsen, Elín Jósepsdóttir, Helgi S. Guðmundsson, Eggetrt fsaksson, Hulda Sigurjónsdóttir, Páll V. Daníelsson, Ólafur Elísson, Þorgrímur Halldórsson, Árni Grétar Finnsson, Siguirveig Guðmundsdóttir, Stefán Jónsson. Fyrir fundinn leikutr hljómsveit Carls Billich létt lög, og einnig syngja þau Þuríður Pálsdóttir og Guðmun dur Jónsson, óperusöngvarar, eiiir söng og tvísöng. Allir kjösendur D-listans eru velkomnir á fundinn Vorboðinn, Þór, Fram, Stefnir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.