Morgunblaðið - 18.01.1958, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 18.01.1958, Qupperneq 14
14 MORCVNBLAÐIÐ Laugardagur 18. Jan. 1958 SamningraiéiagiS Svik og prettír Erlendar fréltir í stuttu máli VERKFALLINU mikla og langa var dembt á til þess að ryðja jarðveginn fyrir myndun núver- andi ríkisstjórnar. Kommúnistar reyndu að leyna þessum tilgangi sínum meðan á verkfallinu stóð. Þeir sögðust berjast fyrir því að hækka kaup verkamanna um 16%. Þegar stjórnin var komin á laggirnar, hefir víst ekki þótt þörf á leynd- inni lengur, því að stjórnin ákvað að leggja á 16% gengistoll, þ. e. a. s. að lækka gengið um 16%. — Þannig stal stjórnin allri kauphækkuninni — og meira til — af verkamönnum. Það er furðulegt að stjórnin skyldi lækka gengið um nákvæm lega sömu prósentutölu og komm ( únistar þóttust ætla að hsekka kaupið um með verkfallinu. Það er eins og stjórnarhersingin sé, að auglýsa svikin og prettina. En vafalaust hafa stjórnar- herrarnir ekki gert þetta vilj- andi. Það er líklegra, að á þeim sannist gamla spakmælið: „Þá, sem guðirnir ætla að eyðileggja, gera sig fyrst vitlausa“. Hlutur kommúnista í öllu þessu brölti er hinn versti. Þeir neyddu verkamenn út í langt verkfall, neyddu þá til þess að ganga at- vinnulausa og sjá konur sínar og börn hálfsvelta eða alsvelta, og hjálpuðu síðan til þess að stela af þeikja launahækkuninni. Og þó standa kommúnistar hin um stjórnarflokkunum ekkert framar í svikum og prettum. Þeir virðast allir standa jafn framarlega á þeim vettvangi. Kosningasvikin í síðustu al- þingiskosningum, svikin í her- stöðvamálinu og svikin og prett- irnir, sem þeir hafa látið Alþingi lögleiða, og nú eiga að koma til framkvæmda í næstu bæjarstjórn arkosningum, sýna, að þar er enginn öðrum betri. Margt er ótalið ennþá, en því verður að sleppa, nema einu, sem ekki má gleymast. Það er af- greiðsla fjárlaganna nú fyrir skemmstu. Stjórnina vantar nokkur hundr uð milljónir til þess að geta lafað við völd fram að næstu áramót- um. Hún þorði ekki að segja kjósendum sínum, hvað hún ætl- ast fyrir í því máli. Hún var hrædd við bæjarstjórnarkosning- arnar. Hún hefir því ákveðið að fresta því fram yfir bæjarstjórn- arkosningar að segja mönnum, hvernig hún ætlar að krækja í allar þessar milljónir. Almenn- ingur spyr, verður gengisfall eða hvað? Kommúnistar segja nei, við samþykkjum það ekki. En hver trúir þeim? Þeir sain- þykktu 16% gengisfeilinguna, sem getið er um hér að framan. Ný gengisfelling getur aldrei orð ið þeim til meiri skammar en sú fyrri. En eitt er víst. Fyrirætlanir stjórnarinnar í þessu máli eru illar og verða óvinsælar. Þess vegna er frestað að birta þær fram yfir kosningar. En eftir kosningar á höggið að ríða. Þá ætlar stjórnin að svíkjast aftan að kjósendum. Er nokkur furða þó að al- menningur sé farinn að kalla þessa stjórn Samvinnufélagið svik og pretti? EINN AF MÖRGUM. „Polaris" reynd enn CAPE CANAVERAL, 17. jan. — Bandaríski flotinn gerði í dag vel heppnaða tilraun með nýju eld- flaugina „Polaris", sem m. a. er hægt að skjóta úr kafbátum, „Polaris“ er eldflaug af meðal- stærð, sem fer um 2400 kílómetra, og er hægt að skjóta henni bæði af venjulégum skipum og kaf- bátum, hvort sem þeir eru undir eða yfir sjávarfletinum. Eldflaug in hefur verið reynd nokkrum sinnum á liðnu ári. Hverfakeppnin HIN árlega hverfakeppni hér í Reykjavík í handknattleik hefst að Hálogalandi í kvöld kl. 8,30. Keppa þá í kvennaflokki Vestur- bær og Austurbær, og í karla- flokki Vesturbær og Kleppsholt og Hlíðar og Austurbær. — Á þriðjudaginn heldur keppnin svo áfram með leik í kvennaflokki í Uthverfunum og kvenna í Vest urbæ, og karla úr Hlíðum og Vest urbæ og úr Austurbæ og Klepps- holti. * SINGAPÖRE, 17. jan. — Macmillan forsætisráðherra Breta mun ræða við Fujiyama utanríkisráðherra Japana, þegar hann dvelst í Singapore á ferð sinni um samveldislöndin. Hann mun dveljast 20 tíma í borginni, en Fujiyama kemur þar við á leið sinni til Dakarta í Indónesíu ★ BOGOTA, 17. jan. — Níu manns létu lífið og 41 særðist, þegar vörubíll, sem var að flytja bændur heim af sveitarhátíð, valt út af veginum nálægt Duitama, einu héraði Columbíu. Á kosningafundi í Bogota lét 18 ára stúlka lífið en 20 manns særðust, þegar sprengju var varp að inn á fundinn. Á PARÍS, 17. jan. — Franska þingið samþykkti í dag tillögu allsherjarnefndar um að halda umræður um utanríkismál í nætsu viku. Tillagan var sam- þykkt með 376 atkvæðum gegn 176, og fara umræðurnar að lík- indum fram þriðjudag, miðviku- dag og fimmtudag. Til umræðu verða m. a. viðsjár austurs og vesturs, tillögur um að setja upp „Fossar66 lireppa storma í liafi í GÆRKVÖLDI um miðnætti var Reykjafoss væntanlegur á ytri höfnina hér í Reykjavík frá meginlandinu. Hefur þessi ferð verið mjög erfið, þar sem skipið hefur hreppt mikil veður í hafi. Er Reykjafoss um tveim sólar- hringum á eftir áætlun. í fyrrakvöld kom Tungufoss frá útlöndum. Skipverjar höfðu þá sögu að segja, að þeir hefðu sjald an verið á sjó í öðru eins fár- viðri. Veðurhæðin mældist 13 vindstig, og stórsjór var. Frábær sjóhæfni Tungufoss kom berlega í ljós í þessu óveðri. Var skipið með bíla og ýmis konar annan varning á þilfari ofan á lestar- opum. Þrátt fyrir veður og sjó urðu engar skemmdir á þessum farmi. eldflaugastöðvar í Frakklandi og hin nýju vandamál, sem risið hafa milli Frakklands og Túnis. ★ VÍNARBORG, 17. jan. — Útlendingar, sem búa í Ungverja- landi, að undanskildum erlend- um erindrekum, og allir erlendir ferðamenn verða að láta skrá sig hjá ungverska innanríkisráðu neytinu fyrir 31. marz, sam- kvæmt fregn frá ungversku fréttastofunni MTI í dag. Ekki var gefin nein ástæða fyrir þess- ari skráningu. ★ HELSINKI, 17. jan. — Á 10 árum hefur frú Sirkka Kunelius eignast eina þríbura og þrenna tvíbura. Iðnskéli Palreksfj. PATREKSFIRÐI 17. janúar. — Iðnskóli Patreksfjarðar var sett- ur fimmtudaginn 9. jan. sl. Starf ar skólinn í tveim deildum, fyrsta og öðrum bekk. Nemendur eru 7, þar af ein stúlka. Skólastjóri er sem fyrr, séra Tómas Guðmunds son, sem kennir allar bóklegar nómsgreinar. Fríhendisteikning og skrautskrift er kennd af Pat- reksfirðingum. Sóklinn hefir undanfarin ár átt við erfiðleika að stríða með húsnæði og er enn svo. Skól- inn fékk að þessu sinni eitt her- bergi til afnota í samkomuhús- inu Skjaldborg. Vonir standa til að eitthvað rætist úr þessum vandræðum við tilkomu hinnar veglegu barnaskólabyggingar, sem hafin var sumarið 1956. — Þegar hún verður tekin í notkun losnar húsnæði í tveimur húsum sem áður hefir verið kennt í. —Karl. Þjóðleikhúsið sýnir „Horft af brúnni“ eftir Arthur Miller, í. kvöld. Ætlunin var að hætta sýningum á þessu leikriti í desember, en vegna mikillar fyrirspurnar um það, hvort ekki yrði fleiri sýningar, var ákveðið að sýna leikritið tvisvar enn. Er fyrri sýningin í kvöld. — Á myndinni sést Róbert Arnfinns- son í hlutverki Eddi Carbone. HEÍNDMLUR, F.U.S. efnir fi! almenns fundar í tilefni af bæjarsfjórnarkosningunum í Sjálfsfæðishúsinu sunnuuagmn 19. þ. m. klukkan 2 e.h. Ræ&ur flytja: Geir Hallgrímsson, bæjarfulltrúi Höskuldur Ólafsson, sparisjóðsstjóri Hörður Einarsson, menntaskólanemi Guðjón Sigurðsson, iðnverkamaður Skúli Möller, verzlunarskólanemi Ragnhildur Helgadóttir, alþm. Bkgir Gunnarsson, stud. jur. Guðmundur H. Garðarsson, viðskiptafr. ÆSKUFÓLK er sérsfaklega hvaff fil þess að fjölmenna á fundinn, en allf sfuðningsfólk Sjálfsfæðisflokksins er velkomið meðan húsrúm Seyfir,— Heimdallur F.U.S

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.