Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 6
6 MORCVNBLAÐIÐ T>riðiii(!agur 28. janúar 1958 Reykvíkingar stóðu af sér hnefahöggið Að lokinni orrustu VELVAKANDI gerði það sér til gamans á sunnudaginn að fara á milii nokkurra af kjör- stöðunum í Reykjavík til að fylgj ast um stund með því, er þar fór fram. í göngum framan við kjör- stofurnar voru nú ekki borða- lagðir umboðsmenn listanna ems og tíðkazt hefur hingað til. Þeir einu, sem nú báru einkenni, voru lögregluþjónarnir. í Miðbæjar- skólanum voru ýmsir lögreglu- menn, sem maður man eftir frá því í æsku sinni, en nú sjást sjaldan á götunum. Þeirra á með- al var Margrímur Gíslason varð- stjóri, sem nú mun vera á átt- ræðisaldri og Karl Guðmundsson. Velvakanda skilst, að ekki hafi dregið til neinna stórdeilna um framkvæmd kosninganna. Ýmis kostuleg atvik munu þó hafa kom ið fyrir. Lögreglan beitti sér t. d. fyrir því, að alsaklausum borg- urum, sem undanfainar vikur hafa borið merki Sjálfstæðis- flokksins á jakkalöfunum eða kápunni, var skipað að taka það niður. Merkið er eins og margir vita lítil málmplata og greyptur í fálki. Þetta merki munu verðir laganna hafa talið vera ólöglegt skv. ákvæðum þeim, sem sett voru á þingi í vetur um auð- kenni á kjörstað. Ýmsir höfðu og sett á sig merki, sem á stóð Reykjavík 1958 með sama letri og er utan á „bláu bókinni“ og á ýmsum kosninga- spjöldum Sjálfstæðismanna. — Þetta merki var líka bannfært. Ekki hefur Velvakandi hins vegar sannanir fyrir því, að ein- hverjum hafi verið skipað að taka niður merkið, sem Hringskonur seldu á kjördaginn til ágóða fyrir barnaspítalasjóð sinn. Sjálfur fékk hann að bera það óáreittur í kjörstofunni, en sögur voru á kreiki um, að athugasemdir hefðu verið gerðar út af slíku hátta lagi. Þá mun hafa verið kvartað yfir því, að upphitaðir vinnuskúrar voru settir upp við kjörstaðina til skjóls fyrir fólk, sem beið eftir bílum. Ekki kann Velvak- andi að rekja þá sögu til hlítar. Skúrarnir voru fyrir fólk af öll- um flokkum, en umboðsmenn minnihlutaflokkanna heimtuðu þessum afdrepum lokað og var svo gert einhvern tíma síðari hluta dagsins. Talning atkvæðanna hófst milli kl. 7 og 8 á sunnudagskvöldið. Var þá skipt um kjörkassa og um boðsmenn yfirkjörstjórnar og listanna lokaðir inni til að bunka seðlana. Þetta var ástæðan til þess, hve háar fyrstu atkvæða- tölurnar voru, sem lesnar voru í útvarpinu. Lokatölurnar komu svo um kl. hálf fimm í gærmorg- un, og þá var gaman að minnast hinna smámannlegu orða Bæjar- póstsins í Þjóðviljanum, sem sagði á morgni kosningadagsins: „Tvennt er það einkum, sem flest um ber saman um að bæjarstjórn arkosningarnar hér í Reykjavík muni leiða í ljós: Endalok Þjóð- varnarflokksins og hækkandi prósenttölu greiddra atkvæða til handa vinstri flokkunum." Það fyrra reyndist rétt, enda sá spá- dómur úr Morgunblaðinu! Hið seinna var hins vegar talsverð- ur misskilningur! Til að herða menn sína í baráttunni orti Bæj- arpósturinn stutt vers og birti feitletrað í kosningapistlinum. Það endar með þessum haglegu orðum: „Eins vil ég heyra óma þá útfararlagið, mínar eigin loftvarnarflautur leikið á“ ! 51 þús. kr söfnuðust ú 3 tímum til fjölskyldunnur í Múlukumpi Slikur vi&bragðsflýtir samborgarartna gengur kraftaverki næst, segir dr. Gunnlaugur Þórðarson Höfðinglegar gjafir Fata- og rúmfatagjafirnar til bágstöddu fjölskyldunnar a‘ð Mula- kampi 1-B fylltu þrjú herbergi hjá Rauða Krossi íslands. Þessi ntynd var tekin er mikið var búið a'ð taka af varningnum úr einu herberginu, og stjórnaði dr. Gunnlaugur Þórðarson verk- inu. — (Ljósm. Vignir). ÞAÐ er löngu kunnugl að Kevkvík ingar eru manna viðbragðsfljólast- ir að lijúlpa nauðstödduin samborg uruni, bæði nieð peningasainskot um og annarri aðstoð. Aldrei hefur þelta þó komið glcggra í ljós en síðastliðinn sunnudag og niú telja það ganga kraftaverki næsl, eða að minnsta kosti algjört niet licr ú Iandi og sjúlfsagt þótt Ieitað væri út fyrir landsteinana, er söfnuðust til Rauða Kross Islands ú þremur klukkustundum 51 þús. krónur í peningum úsamt firnum af fai.iaði og rúmfatnaði, handa fjölskyld- unni sem missti alcigu sína aðfara nótt laugardagsins í Múlakampi 1-B er húsið brann til kaldra kola. Fjölskyldan, !ijónin og 10 hörn, komst nauðuglega út úr eldinum á núttfötunum einum. Alls liafa safnazt 65,00,90 kr. Það var dr. Gunnlaugur Þórðar- son, framVvæmdastjóri Rauða Kross íslands, sem þetta sagði í viðtali við Morgunblaðið í gær. — Venzlafólk hinnar bágstöddu fjöl- skyldu, sneri sér til Rauða Kross- ins fyrir hádegi á sunnudaginn með hjálparbeiðni til handa fólk- inu. Rauði Krossinn brá skjótt við eins og endranær er til hans er leitað. Auglýsing var látin í út- varpið um hád. á sunnudaginn. Árangurinn er, að í gærdaó höfðu safnazt í hreinum peningum 65,300,00 krónur, auk slíkra birgða af fatnaði, rúmfatnaði, á- höldum og skófatnaði að þær fylltu þrjú herbergi hjá Rauða Krossinum. Einsdæmi um viðbragðsflýti samborgaranna . Mér er það full alvara, sagði dr. Gunnlaugur, að þetta er einsdæmi um viðbragðsflýti sam- borgaranna. Á 3 klst. eftir hád. í gærdag söfnuðust 51 þúsund krón- ur, en fram til miðnættis á sunnu- daginn 52.500 kr., þar af ávísun á úttekt hjá Sameinuðu verksmiðju- afgreiðslunni fyrir 1.500 krónur. Þessum peningum var veitt mót- taka hjá Rauða Krossinun. en til hjónanna sjálfra safnaðist í gær 3.200 kr., ásamt fleiri gjöfum. 1 morgun söfnuðust ti'l Rauða Kross ms 2.700 kr. Þá hefur verið til- kynnt mjög rausnarleg gjöf frá Akranesi, sem ekki er komin, 2 þús. kr. og 3.400 kr. frá skipshöfn inni á Þorsteini Ingólfssyni. Alls nema þessar upphæðir 65,300,00 krónum í peningum. Þá hafa borizt loforð um gjafir frá skóverzlununum Hvannbergs- bræðrum, Lárusi Lúðvígssyni og Pétri Andréssyni. Ofnasmiðjan hefur tilkynnt um búsáhaldagjöf og einnig hafa borizt loforð frá ýmsum fleiri veizlunum um fatn- að og fleira. Klœðaverzlun Andrés ar Andréssonar gaf eina stærstu gjöfina en það þar alfatnaður á bæði hjónin. Stærsta peningagjöf- in kom frá tveimur litlum stúlk- um, Möggu og Hillu, 2000 krónur í peningum og önnur stærsta pen- ingagjöfin héðan úr Reykjavík frá Lyfjabúðinni Iðunni 1000 kr. Hér er átt við þær gjafir er Rauði Krossinn \ eitti móttöku. „ÞaS varS okkur til lífs aS drengurinn vaknaS;“ Hjónin að Múlakampi 1-B eru Sigtryggur Runólfsson, trésmiður, 36 ára og Guðbjörg Sigurpálsdótt- ir 31 árs. Börnin eru, sem fyrr hefur verið sagt, 10, það elzta 13 ára en það yngsta 1 árs. Mbl. náði tali af frú Guðbjörgu snöggvast í gærdag, en þá var hún stödd hjá Rauða Krossinum, að taka á móti gjöfunum sem höfðu borizt. — Þetta var mikil skelfingar- nótt, sagði frú Guðbjörg. Það vildi okkur til lífs, vid ég segja, að sonur okkar, sem er tveggja ára, vaknaði kl. um hálffjögur um nóttina og ætlaði að skríða upp í rúmið til okkar hjónanna. Þá var allt orðið fullt af reyk, svo varla sá handaskil. Það var drengurinn sem vakti okkur. Okkur var strax ljóst hvað gerzt hafði, enda -var þilið við rúmið okkar orðið sjóð- andi heitt af eldinum. Við hugsuð- um ekki um annað en að rífa börn in upp úr rúmunum og hlaupa t með þau á náttfötunum. — Við urðum að bjarga okkur út um gluggann því eldur var búinn að loka útidyrunum. Við hjónin gáfum okkur heldur ekki tíma til að klæða okkur. Það mátti ekki tæpara standa að unnt væri að bjarga síðasta barninu sem er sex ára. Það vaknaði ekki. — Maðurinn minn hljóp inn í reyk- inn og varð að leita lengi að barn inu, því ekki sáust handaskil fyrir reyk og myrkri. Barnið eða hann sakaði þó ekki. — Varð börnunum ekki ákaf- lega mikið um þetta? — Það var mesta furða. — Ein teipan okkar sem er 10 ára fékk þó aðkenningu að taugaáfalli, en hún er að ná sér. Þau eru samt öll mjög dösuð og ég líka. Búa lijú skyldfólki — Hvað varð ykkur svo 'tiil hjálpar er út var komið? — Nágiannarnir brugðu mjög fljótt við. Maður, sem átti leið um gerði slökkviliðinu aðvart og bíl- stjóri, sem kom þarna að tók okk- ur hjónin og börnin og ók okkur strax um nóttina til systur minn- ar sem býr að Melgerði 15. Þar voru börnin strax háttuð og hlúð að þeim. Veðrið var slæmt, kalt og hvasst. Slökkviliðið kom í þann mund sem við vorum að fara. Það var ekkert að gera. Loginn fór eins og elding um húsið um leið og við komumst út úr því. 14 þúsunil krónur brunnu — Það hefur ekki verið reynt að bjarga neinu? — Ne:, það var tilgangslaust. Við misstum allt sem við áttum, fatnaðinn okkar hvað þá annað. — Þi voruð byrjuð að byggja? — Já, við vorum byrjuð á þvi, það er að Sólheimum 32. En það er skammt á veg komið. Það var byrjað að slá upp fyrir kjallar- anum fyrir jólin. Maðurinn minn var búinn að fá 14 þúsund krón- ur í peningum heim og ætlaöi að kaupa glugga í nýja húsið í dag fyrir þá peninga. Okkur vannst ekki tími til að bjarga þessum peningum, þeir brunnu ásamt mat arpeningunum okkar og öllu öðru. En þótt það væri ömurlegt að vakna daginn eftir við það að eiga ekki einu sinni föt til að klæðast í, sagði frú Guðbjörg, sem sýnt hefur aðdáanlegan kjark og dugn- að í þessum erfiðleikum, þá get- um við þó sannarlega þakkað Guði fyrir að ekkert alvarlegt skyldi verða að börnunum okkar. — Við getum aldrei fullþakkað Reykvik- ingum og Rauða Krossinum, svo og öðrum þeim sem hafa hjálpað okkur í þessum erfiðleikum. Við eigum ekkert til annað en einlæg- an hlýjan hug til þessa fólks. Sér staklega viljum við biðja blaðið að 'flytja dr. Gunnlaugi Þórðarsyni, iþakkir okkar fyrir þá ómetanlegu 'hjálp sem hann og Rauði Krossinn hafa veitt okkur. — H. Th. Enn einn Ástralíumaður hefur nú hlaupið míluna undir fjórum mínútum. Sá er 19 ára — og var tíminn 3,59,9 mín. Metið var sett í Belgíu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.