Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 15
Þriðjudagur 28. janúar 1958 son, Árni Símonarson og Helgi ívarsson, fulltrúar kommúnista Björgvin Sigurðsson og Þorkell Guðjónsson. Sjálfkjörin var í sýslunefnd Ásgeir Eiríksson. Eyrarbakki Á Eyrarbakka var 311 á kjör- skrá, 262 kúsu, 14 ónýttu seðla sína. Atkv. skiptust þannig á lista A-listinn (Hræðslubandalagið) 166 og 5 menn kjörna. Við kosn- ingarnar 1954 hlaut Alþýðuflokk urinn 155 atkv. og 4 menn, Fram sókn 40 og 1 mann, — D-listi (Sjálfstæðisfl.) hlaut 82 atkv. (85), 2 (2). í sýslunefnd var kos- inn Vigfús Jónsson. f gærkv. lágu ekki fyrir nöfn væntanlegra hreppsnefndar- manna, þar eð kjósendur höfðu gert miklar breytingar á fram- boðslistum beggja flokka. Selfoss 812 á kjörskná, T45 kusu (89,3%). A (samvinnum.) 424 (246) 4 (3) D (Sj.) ......296 (251) 3 (4) 1954 kom fram þriðji listinn (utan flokka). Hann hlaut 55 atkv., en engan kjörinH. Kosningu hlutu: D: Sigurður Ó. Ólafsson, Þorsteinn Sigurðs- son og Snorri Árnason. A: Sig- urður Ingi Þorsteinsson, Unnur Þorgeirsdóttir, Hjalti Þorvarðs- son og Skúli Guðmundsson. Sýslunefnd: Hjalti Gestsson (A). MORGVNBLAÐIÐ „Stuðiiingsmenn ríkisstjórnarinnar" hlutu háðulega útreið 15 Á EINUM staS á landinu var sam- eiginlegur bræðingslisli allra vinstri stjórnarflokkanna nefndur „framboSslisti stuoningsnianna rík isstjórnarinnar". Var þaS í Stykk- ishólmi. En á fáum stöSum hlaut bræSingsliSiS eins háSuIega útreiS og eínmitt á þessum stað. Þar hlaut „vinstri" listinn 153 atkv. og tvo menn kjörna, en framboSs- listi SjálfstæSismanna og sluðnings manna þeirra 303 atkvæSi og 5 menn kjörna í hreppsnefnd kaup túnsins. ÞaS virSist því ekki vera mikil meSmæli með framboSslista vestur þar aS hann sé lisli „stuSn- ingsmanna ríkisstjórnarinnar"!!! Júgóslavar senda Frökkum mótmœli Skilið aftur vopnunum BELGRAD, 24. jan. (Reuter) — Júgóslavar krefjast þess nú af Frökkum, að þeir skili óskemmd- um og óskertum öllum vopna- farminum, sem þeir gerðu upp- tækan um borð í júgóslavneska skipinu „Slovenija" fyrir um viku. Krafa þessi er borin fram í langri mótmælaorðsendingu, sem birt var í dag. Málavextir eru þeir að frönsk herskip stöðvuðu hið júgóslav- neska skip undan Alsírströnd, fluttu það til hafnarborgarinnar Oran. Þar voru 148 smálestir af vopnum sem fundust í lestum skipsins gerðar upptækar. Frakk ar staðhæfa að vopn þessi, sem smíðuð voru í Tékkóslóvakíu haf i Hverag«roi 307 á kjörskrá, 291 kaus. (94,8%). A (Alþ.fl.) .... 31 0 B (Frams.fl.) .. 37 1 D (Sjálfst.fl) ., 142 (116) 3 (3) G (vinstri m.) .. 67 (77) 1 (1) 1954 báru Alþýðufl. og Frams. fram sameiginlegan lista, sem hlaut 64 atkv. og 1 mann kjörinn. Efstu menn listanna voru: D: Oddgeir Ottesen, Eggert Engil- bertsson, Gunnar Björnsson, B: Jóhannes Þorsteinsson, G: Rögn- valdur Guðjónsson. Sýslunefnd Helgi Sveinsson (óháður). Grindavík í Grindavík voru 394 á kjör- skrá, þar af kusu 315 og voru 12 seðlar auðir og ógildir. í Grinda vík hefur einn listi jafnan ver- ið í framboði sjálfkjörinn, sem Alþýðuflokksmenn hafa borið þar fram. Við þessar kosningar hlaut listi Alþýðuflokksins 210 atkv. og 4 menn kjörna og D-listi (Sjálfstæðismenn) hlaut 93 at- kvæði og 1 mann kjörinn. Það vantaði 13 menn á að Sjálfstæð- ismenn fengju kjörna 2 menn i hreppsnefndina, en í henni taka nú sæti Svavar Arnason, Einar Kr. Einarsson, Sigurður Gíslason og Kristinn Jónsson, allir A-lista menn, og Jón Daníelsson er full trúi Sjálfstæðismanna. Guðsteinn Einarsson var kjörinn í sýslu- nefnd. — Sandgerði (Miðneshreppur) 446 á kjörskrá, 405 kusu 90,8%). A(Alþ.fl.) .... 176 (173) 2 (3) B (frjálsl. kj.) 77 1 D (Sjálfst.fl) .. 132 (96) 2 (1) 1954 bauð Sósíalistafl. fram, hlaut 90 atkv. og 1 mann. í hreppsnefnd eiga sæti: D: Jón Júlíusson, Gísli Guðmunds- son, A: Ólafur Vilhjálmsson, Brynjar Pétursson, B: Hjörtur Helgason. Sýslunefnd: Ólafur Vilhjálms- son (A). Mittislína vortízkunnar „hoppar" PARÍS 27. jan. (Reuter). Fyrstu vortízkusýningarnar eru byrjaðar með kjólasýningum Jacques Heim og Jean Patou. Helztu sérkenni hinnar væntanlegu tízku eru: — Pokakjólarnir og pokapilsin eru alveg ríkjandi. Pilsfaldurinn hef- ur hækkað og nemur nú rétt við hnéð, þó ekki svo að hnéskelin sjá- ist, þegar konan stendur bein. — Hálsmál kjólsins lækkar verulega að framan, svo mjög að það þykir furðudjörf sýning brjós*anna, einkum á kvöldkjólnum. En mesta stökkbreytmgin sr að mittislínan, sém á vetrartízkunni var alveg niður við mjaðmir hopp- ar upp „eins og gervitungl", eins og tízkufrœðingarnir lýsa því. — Hún „hoppar" upp á bringsmalir. Kyrin fannst í rúmi yngis- meyj arinnar NjarSvíkur kjörskrá, 460 kusu 136 58 (49) 248 (195) (1) (3) 544 á (84,6%). A (frjálsl.) C (Alþ.bl.) D (Sjálfst.) 1954 bauð Alþýðufl. fram í Njarðvíkum, fékk 49 atkvæði og einn mann kjörinn. _ í hreppsn. eiga sæti: D: Karvel Ögmundsson, Magnús Kristins- son, Ólafur Egilsson, A: Ólafur Sigurjónsson, Jón Bjarnason. Sýslunefnd: Valdimar Björns- son (D). BRESICA (Italíu) — Mjólkurkýr ein mikil að vöxtum yfirgaf vin- konur sínar á dögunum þar sem þær voru saman í einum hóp skammt utan við þorpið Rovato. Hélt hún til íbúðarhúss eins í ná- grenninu, fór inn um opnar dyr — og inn í svefnherbergi heima- sætunnar. Var heimasætan ný- komin á fætur og farin út, en hafði ekki búið um rúmið. Lagð ist kýrin þvert yfir rúm yngis meyjarinnar, en vann þó nokkur spöll á sunnudagsfötum stúlk- unnar áður en hún lagðist fyrir Varð heimilisfólk furðulostið, er það varð gestsins vart w og þurfti þrjá fíleflda karlmenn til þess að koma honum út aftur. í orðsendingunni sem Júgóslav átt að fara til uppreisnarmanna í Alsír. ar hafa nú afhent Frökkum seg- ir, að hið júgóslavneska skip hafi verið á siglingu eftir alþjóða- siglingaleið á opnu hafi. Umrædd vopn voru send frá fyrirtæki í Svisslandi til fyrirtækis í Mar- okkó. Sending þeirra var full- komlega lögleg og skipti Frakka engu máli, þar sem bæði Sviss- land og Marokkó eru sjálfstæð ríki. Þess vegna hafa Frakkar þverbrotið alþjóðalög með töku skipsins. Hér er beinlínis um sjórán að ræða. í samræmi við það mótmæla Júgóslavar töku skipsins og krefjast þess að Frakkar greiði skaðabætur fyrir tafirnar og skili óskertum og 6- skemmdum þeim vopnum er þeir gerðu upptæk. Umbótamenn sigruðu í Monaco MONTE Carlo 27. jan. — Umbóta flokkur dr. Joseph Simons í Monaco vann allmikinn sigur í kosningunum á sunnudaginn. Hann hefir nú 11 fulltrúa af 18 sem sæti eiga á þjóðþingi þessa smáríkis. Það er stefna Simons að koma á meira þjóðræði í Monaco en ver ið hefur. Hingað til hafa aðeins um 1200 af 20 þúsund íbúum borgarinnar haft kosningarétt og furstinn af Monte Carlo hefur ríkt sem einvaldi. Simon ætlar að koma á þing- bundinni furstastjórn og veita konum kosningarétt. —- Reuter.. Vefrarhaika í Skagafirði BÆ, Höfðaströnd, 24. jan. — Hríð og snjókoma hefir verið hér um skeið og frost mikið. Bílfært er ekki til Sauðárkróks nema dag og dag, því í slóðina skefur jafn- l.arðan. Hægt er að komast dálít- ið um á hjarni á jeppum. Allar skepnur eru á húsi. Sennilega hafa farið milli 50 og 60 manns héðan suður í atvinnu- leit. — B. HÖFN f HORNAFIRÐI, 22. jan. — í gær var gerð frá Stafafells- kirkju útför Eiriks Sigmunds- sonar bónda frá Bæ í Lóni. Eirik- ur bjó allan sinn búskap á föð- urleifð sinni í Bæ ásamt systr- um sinum og rak þar stórbú þar til hann missti sjónina og flutt- ist á Höfn til fósturdóttur sinn- ar. Eiríkur var um fjölda ára ullarmatsmaður hjá verzlunun- um á Höfn. —Gunnar, Ég þakka hjartanlega öllum þéim, er glöddu mig með skeytum, heimsóknum og gjöfum á 60 ára afmæli mínu. Guð blessi ykkur öll. Ásgeir Auðunsson. Vinarkveðjur, er mér bárust víðsvegar frá í tilefni áttræðisafmælis míns, voru mér kærkomnar. Kærar þakkir. Jón Guðmundsson, frá Torfalæk. Jarðarför SÆMUNDAE TRYGGVA SÆMUNDSSONAR frá Stærra-Árskógi, fer fram frá Fossvogskirkju fimmtu- daginn 30. janúar kl. 2 e. h. og verður útvarpað. Húskveðja fer fram frá heimili hins látna Suðurgötu 108, Akranesi á miðvikudag 29. janúar kl. 1 e. h. Blóm eru afbeðin. Börn hins látna. Maðurinn minn og faðir okkar SIGURÐUR JÓNSSON, Seljavegi 33, andaðist að Landakotsspítala aðfaranótt 27. janúar. Jóhanna Björnsdóttir og börn. Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma SÓLVEIG STEINUNN STEFÁNSDÖTTIR lézt að heimili sínu Lindargötu 13, 26. þ. m. Jarðarför auglýst síðar. Njáll Guðmundsson, Anna Magnúsdóttír, Bjarni Guðmundsson, Guðbjörg Þorsteinsdóttir,* Guðmundur Guðmundsson, Guðrún Jónsdóttir, Stefán Guðmundsson, Jóna Erlingsdóttir Axel Guðmundsson Ástkær eiginmaður minn og faðir okkar GUÐMUNDUR KR. KRISTJÁNSSON lézt að heimili sínu mánudaginn 27. janúar. Aðalheiður Klemenzdóttir og börn. Maðurinn minn og faðir okkar SIGURJÓN GUÐMUNDSSON múrarameistari, Hraunteig 26, lézt hinn 26. þ. mán. í Bæjarspítalanum í Reykjavík. Anna Ólafsdóttir, Sigrún Sigurjónsdóttir, Sveinn Sigurjónsson, Arnheiður Sigurjónsdóttir. Guðbjörg Sigurjónsdóttir, Kveðjuathöfn móður okkar _1 MARÍU GUDMUNDSDÓTTUR frá Hellissandi fer fram frá Fríkirkjunni fimmtudaginn 30. þ.m. kl. 10.30 f.h. Athöfninni verður útvarpað. Jarðsett verður frá Keflavíkurkirkju sama dag kl. 2 e.h. Blóm eru vinsamlega afbeðin, en þeim sem vildu minnast hinnar látnu er bent á Slysavarnafélag íslands. Börnin. Systir okkar ASTRÍÐUR SÍMONARDÖTTIR hjúkrunarkona, lézt þann 26. þ.m. að Elli- og hjúkrunar- heimilinu Grund. Þuríður Símonardóttir, Kristinn Símonarson, Jón Símonarson. Konan mín ELÍSABET JÓNSDÓTTIR Dysjum, andaðist í St. Josephsspítala í Hafnarfiröi 26. janúar. Guðjón Hallgrímsson og btfrn. Hjartkær eiginmaður minn og faðir GUNNAR HALLGRÍMSSON SANDHOLT er andaðist 20. þ.m., verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju, miðvikudaginn 29. janúar kl. 1,30 e.h. Blóm og kranzar vinsamlega afþakkað. Sólveig P. Sandholt, Sigríður Soffía Sandholt. Móðir mín GUDLAUG VIGFCSDÓTTIR frá Hjallanesi, sem andaðist 24. þ.m. verður kvödd að heimili sínu Hallveigarstíg 4, þriðjudaginn 28. janúar kl. 5 e.h. Jarðarförin auglýst síðar. Vegna aðstandenda. Emilía Þórðardóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.