Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 28.01.1958, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 28. Janúar 1958 MORGTINBLÁÐIÐ Landið, keisarinn og kirkjan SKANDÍNAVÍSKUM kennara í gagníræðaskóla einum í Addis Abeba varð það eitt sinn á 1 landafræðitíma að segja, að Bandaríki Norður-Ameríku væra miklu stærri en Eþíópía. Nem- endur risu úr sætum sem einn maður og ruku á dyr — stór- móðgaðir. Ekki vegna þess að þeir eigi vissu betur. Orsökin var allt önnur var mér sagt. Útlendum manni leyfðist ekki slíkur samanburður. Smekklegt hefði verið og vel viðeigandi af honum að segja t. d., að Eþíópía væri miklu stærra land en Skandínavía, Noregur og Svi- þjóð til samans. Að þessu var brosað í okkar hóp, útlendinganna, og ber pó stundum við að bryddir á öfga- kenndu stolti hjá þjóðum, sem hafa af minnu að státa 211 Eþíópar. Nemendurnir voru Amharar. Það þarf ekki að taka fram. Þeim, sem til þekkja, mun þykja ofurskiljanlegt, að í þeirra vit- und tekur ekkert þjóðland fram eða kemst til nokkurs samjafn- ?- -? Eftir Ólaf Ólafsson kristniboba ?- -? aðar við Eþíópíu, hið söguríka land keisarans og kopta. Hvenær hófst byggð hvítra manna í Norður-Ameríku og Amhara í Eþíópíu? Hvaða ár fengu Bandaríkin sinn fyrsta forseta — og hve mörgum tugum alda áður var Menelik, sonur drottningarinnar frá Saba og Salómons konungs í Jerúsalem, krýndur í Axum? Hve margar aldir hafði Eþíópía verið kristið land, þegar kristni var lögtekin á fslandi? Liðu ekki þúsund ár eða jafn- vel lengri tími frá því að Biblí- unni var snúið á geez, hið forna helgisiðamál koptisku kirkjunn-. ar í Eþíópíu og þar til hún var gefin út á fslandi 1854? Þannig mætti lengi spyrja. Og að síðustu: Hvað eru þessir út- lendingar að derra sig? ? Hálendi Eþíópíu rís sem klett- ur úr hafi eða óvinnandi virki í auðnum Austur-Afríku, umlukt torfærum á alla vegu. Samfellt hálendi er hvergi meira í álfunni og engin lönd einangraðri. Brenn heitar auðnir Sómalilanda liggja að NA, A og SA landamærum Eþíópíu, en hrjóstur og fen Súdans meðfram öllum vestur- landamærunum, engu auðveldari yfirferðar en Sahara. Norður-Afríka hefur ávallt verið í nánu sambandi við Mið- jarðarhafslönd Asíu og Evrópu. Öðru máli gegnir um Eþíópíu. Rauðahafsströndin er sæbrött og afar hrjóstrug. Hafnir eru þar fáar og engar góðar, en aðrir möguleikar samgangna og sam- skipta við útlönd ekki teljandi. Vegna gróðurleysis og vatns- skorts hefur landleiðin — um Núbíu — til Egyptalands aldrei verið fjölfarin. Frá höfnum við Rauðahaf fluttu Eþíópíar út „framleiðslu sína og nágrannalanda, gull, fíla- bein, pipar og krydd, reykelsi frá Sómalilandi, þræla frá Súdan — og á síðari tímum kaffi frá Kaffahéraði í Eþíópiu". En inn í landið bárust iðnaðarvörur og margvísleg menningaráhrif, aðal- lega frá löndum við Miðjarð- arhaf. Hafnirnar voru sem „virkis- hlið", er auðvelt reyndist að loka, þegar þurfa þótti til verndar helgum véum og fornum arfi. Landslag er líklega í fáum löndum Afríku fjölbreyttara né heldur gróður- og dýralíf öllu fjölskrúðugra en í Eþiópíu. Einn mesti sigdalur jarðar ligg- ur um þvert land frá sunnan- verðu Rauðahafi í SV átt að Rúdólfsvatni á landamærum Kenýa. Minnstur gróður og mest strjálbýli er á láglendisgresjum og auðnum í suðausturhluta lands ins. Allur meginhluti landsins vestan sigdalsins er hálendur mjög, og er hvergi meira þétt- býli og jarðyrkjuskilyrði betri en á hásléttunni, 2—3000 m yfir hafflöt, par eru úrkomur mest- ar og þægilegt temprað hita- beltisloftslag. Þar er hjarta landsins í nyrztu héruðum háléndisins. Þar er heimkynni Amhara, hinnar fornkristnu menningar- þjóðar, sem ein á sögu í landinu. Enn sem fyrr ráða ' þeir einir ríkjum í Eþíópíu og eru þó eigi í meirihluta nema í 3 af alls 12 héruðum. Þar er Axum, hinn eldgamli höfuðstaður Meneliks I. konungs og Frumentíusar kristniboðs-biskups og margra kynslóða eftirkomenda þeirra í embætti. Þar gnæfir og hæsti fjallstindur landsins — eins og viðeigandi er — Ras Daschan, 4620 m yfir sjávarmál. Hálendinu hallar til vesturs, Efri-Nílardals, Súdans. Margar vatnsmiklar ár falla í ótal bugð- um um djúp gljúfur (sem eru hin mesta torfæra fyrir samgöng- ur) til vesturs og steypa sér í faðm móður Nílar. Þekktust þeirra er Bláa-Níl. Upptök kenn- ar eru í Tana-vatni, en hún fell- Haile Selassie keisari og abúna koptisku kirkjunnar honum á hægri hönd ur i Hvítu-Níl hjá Karþum. Flóð- in í Níl, sem Egyptar eiga allt sitt undir, stafa fyrst og fremst af vatnavöxtum í Bláu-Níl á rigningatíma hálendisins, júní til september. Egyptum er ekki ókunnugt, að fjöregg þeirra er í hendi Eþíópa. Með „lagfæringu" á farvegi fljótsins gætu þeir breytt hinu frjósama Egyptalandi á skömmum tíma í sandauðn og skugga um það. Þar eru til sýnis | sé í raun og sannleika afkomandi í skála einurri við Haile Selassie- Meneliks I konungs í Axum, son- stræti landbúnaðarafurðir, svo iar Salómons konungs og Makeddu sem kaf'fi af mörgum tegundum, ýmsar korntegundir, baðmull, tóbak, sykurreyr og olíuávextir. í annarri deild er gerð grein fyr- ir, hverjar eru helztu fugla- og villidýrategundir landsin's: Ljón, pardusdýr, gíraffar, fílar, sebra- hestar, gasellur, antílópur, apar Þrenningarkirkjan í Addis Abeba, sem keisarinn lét reisa hafa, þegar skarst í odda fyrr á tímum hótað því. Nú á að verja 12 millj. dala af skaðabótagreiðslu ítala til að hyggja orkuver við hina miklu fossa Bláu-Nílar. Sagt er, að Egyptum sé ekki um það gefið. Eru náttúruauðæfi Eþíópíu eins mikil og af er látið? Ekki þarf að fara lengra en til Addis Abeba til að ganga úr — margar tegundir, vatnsuxar, vatnshestar, krókódílar, slöngur og fuglategundir óteljandi frá strútum til kólibrífugla. Umhverfi höfuðborgarinnar ber því vitni, annars vegar hve frjósamt landið er, og hins veg- ar hve ræktunaraðferðir eru úreltar og ræktun þar af leið- andi ábótavant. Áburður er yfir- leitt litið notaður, og eru þó tvær uppskerur á ári þar sem frjósamast er. Á ferðalagi suður eftir sigdalnum mikla, um 800 km., sáum við víða miklar naut- gripahjarðir á beit. Húðir eru ein helzta útflutningsvara Eþíópíu. Nautgripir og annar búpeningur er hér algerlega sjálfala. Skepn- ur eru bragglegar í lok rigninga- tímans, en grindhoraðar er líður á þurrkatímann, fremur vegna skorts á vatni en fóðri. Mynd frá heimsókn Ólafs Ólafssonar til íslen zku kristniboðanna í Konsó. Á myndinni eru, auk hans: Hjúkrunarkonan, Ingunn Gísladóttir, — hjónin Felix Ólafsson og Kristín Guðleifsdóttir með litlu drengina sína, Kristin Friðrik og Ólaf, og loks hjónin Benedikt Jasonarson og Mar- grét Hróbjartsdóttir. Myndir frá starfi kristniboðanna komu því miður of seint til þess að þær yrðu birtar með grein Ólafs kristniboða í blaðinu í dag Talið er, að Amharar hafi upp- haflega flutzt til Eþíópíu frá Suður-Arabíu og blandazt hama- tískum frumbyggjum, en þeir voru í ætt við Berba í Norður- Afríku og Egypta. Lífsskilyrði eru í Jemen (hin forna Arabía Felix) svipuð og á hálendi Eþíópíu, en Amharar hafa ávallt verið hálendingar. Heiti forn- tungu þeirra, geez og landsins sjálfs, Abessinía, eru upphaflega nöfn arabískra ættflokka. Sögulegar heimildir eru vitan- lega engar til um uppruna kon- ungsættarinnar. En sá Amhari mundi þykja lítill ættjarðarvin- ur, er leyfði sér að draga það í efa, að hans hátign keisarinn drottningar. frá Saba. Sú trú hef- ur flestu fremur eflt konungs- hollustu, þjóðlega einingu og þjóðarmetnað. — Vitað er, að frá ómunatíð hefur verið samband nokkurt milli Eþiópíu og Gyð- ingalands. Eldgömul Gyðinga- byggð er í nánd við Tanavatn og var það löngu fyrir tímatal vort. Þá er og Amhörum það eigi síður metnaðarmál, að konungur þeirra og landsmenn allir hafi tekið kristna trú þegar á postula- timum, eða íyrstu öld e. Kr. — samkvæmt frásögn í 8. kap. Postulasögunnar um skírn eþíópska hirðmannsins. Hins vegar er það talin kirkjusöguleg \ staðreynd, að um miðja 4. öld hafi sýrlenzkur skipbrotsmaður frá Antiokkíu, Frumentíus að nafni, dvalizt við hirð konungs- ins í Axum og síðar verið vígður til biskups yfir Eþíópíu af heilög- um Aþanasíusi í Alexandríu. Kirkja Eþíópíu hefur á óllum öldum verið deild koptisku kirkj- unnar í Egyptalandi. Biskupar hennar eða abúna, eins og þeir eru nefndir, voru Egyptar og ávallt vígðir af yfirbiskupinum í Alexandríu allt fram til ársins 1951. Engin kirkjudeild kristninnar hefur verið jafneinangruð og koptiska kirkjan í EþÍQpíu, enda verður þess vart sem eðlilegt er. Hún heldur fast við ýmsa íorna trúarsiði gyðingdómsins, svo sem umskurn (en hefur einnig skírn), föstur og hreinsunarsiði. Heil- brigðar vakning'a- og siðbótar- hreyfingar náðu ekki til hennar. Það er táknrænt, að kirkjan hef- ur til þessa dags varðveitt forn- tungu sína, sem helgisiða- mál, þrátt fyrir aS hún hetur í margar aldir verið dautt mál, alveg óskiljanleg almenningi og öllum fjölda hinna fjölmennu prestastéttar. Prédikun og trúboð féll niður, en því meiri áherzla var lögð á helgisiði og dýrlinga- dýrkun. Kirkjan varð einkastofn- un Amhara og tákn yfirburða þeirra. Um hana sameinuðust þeir. Hún varð þeim aflgjafi þjóðrækniskenndar, verndari 'fornmenningar og listar og mátt- arstoð konungsvaldsins. Meginatriði hinnar löngu þjóð- arsögu Eþíópíu eru þessi: Frá byrjun tímatals vors og fram á 8. öld stóð ríki konung- anna í Axum jafnan með mikl- um blóma og var í allnánu sam- bandi við vestlægari menningar- ríki þeirra tíma. Fornkirkjuleg list ber glöggt vitni grískum áhrifum Þegar múhameðskir Arabar höfðu lagt undir sig hin kristnu lönd Vestur-Asíu og Framh. á bls. 14

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.