Morgunblaðið - 08.02.1958, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 08.02.1958, Qupperneq 12
12 MORGVNBLAÐ1Ð Laugardagur 8. febrúar 1958 Eftir Weéaf reil / / EUCAR Mll'TEL HOI.ZER '?a n di Þýðii.g: ' 32 / Sverrir Haraldsson ó k ll Cý Cý Cl „Á líf, byggt á kristilegum grundvelli. ..." „Elska skaltu náunga þinn, aumka óvin þinn....“ „Lifðu í auðmýkt og leitaðu ekki eftir völdum eða metorð- um....“ „Og vænztu einskis", sönglaði séra Harmston hátíðlega, „meira en þessa lífs.....“ „Því að í þessu lífi er himna- ríki....“ „Og eftir dauðann aðeins skuggar....“ „Oh, ekkert — ekkert, nema skuggar, skuggar". 1 þögninni sem á eftir fylgdi, fann Gregory fögnuðinn og nán- ast titrandi anda freisis, sem sveif yfir söfnuðinum. — Hann fylitist einhverri barnslegri kæti og langaði mest til að hlæja og dansa. Séra Harmston boðaði annan sálm. Númer eitt hundrað og ellefu. Er hann hafði verið sunginn til enda, hvíslaði Gregory að Mabel: ,)yiðurkennir trú ykkar, að Krist ur hafi dáið til þess að friðþægja fyrir syndir heimsins?" Og Ma- bel hristi höfuðið og sagði: — „Nei“. Gregory leit á hana spurn araugum og hún skildi og hvísl- aði: „Þú átt við, að þetta sé passíusáknur? .... Við syngjum hann bara vegna þess að lagið er eitthvað svo dapurlegt og angur- vært. Við hirðum ekkert um merk ingu orðanna“. Gregory brosti skilningsríku brosi og snart hönd hennar. Þegar söngurinn var á enda, steig séra Harmston upp í pré- dikunarstólinn og fór að skýra fyrir söfnuðinum starfsáform næstu viku: „Á þriðjudaginn klukkan fjögur, mununi við halda gáfnapróf á börnum, á aldr inum milli sex og tíu ára — hið venjulega árshelmings-próf okk- ar. Komið með börnin í benab, þar sem kennslan fcr fram. — Innan skamms byrjar sumarleyf- ið og þá verður prófið að vera afstaðið. Ég hef heyrt því fleygt að eitt og eitt barn muni vera í Labour Squad (vinnuflokknum), sem á þessum sex mánuðum hefur þroskazt svo að skilningi og skyn semi, að nægja myndi henni eða honum til að flytjast í School Squad, sem ég finn að eru eitt- hvað bókhneigðari en gerist og gengur. Og þess vegna skuluð þið koma með þau, og svo sjáum við til....Og svo eru hér nokkrar góðar fréttir — sérstaklega fyr- ir þau af ykkur, sem hafið mik- inn áhug’a á tónlist. Næstkom- andi þriðjudagskvöld, klukkan átta, verða haldnir tónleikar hérna í kirkjunni. Herra Buck- master ætlar þá að koma með út- varpsgrammófóninn sinn og stórt safn af plötum, og skemmta okk- ur í tvær klukkustundir. — Við höfum ekki gengið fyllilega frá söngskránni ennþá, en þið megið búast við sjöundu sinfóníu Beet- hovens og Scheherazad eftir Rimsky-Korsakov og kannske eitt eða tvö atriði úr tónverkum Debussys. Þið megið öll koma og hlusta á þessa tónleika. Þar koma engin höft eða takmarkanir til greina. Að vísu munu fjórir fremstu stólarnir ætlaðir Music Squad (tónlistarfl.), þar sem það er einungis réttmætt, að tónlistar unnendur okkar fái beztu sætin. Og meðal annarva orða, ég veit að Book Squad vill eflaust fá að vita, hvenær æfingarnar eigi að byrja fyrir hið árlega Shake- speares-kvöld okkar. — Enginn skyldi halda, að ég hafi gleymt | Book Squad. Strax og sumarleyf- ið byrjar mun ég taka til óspil'ltra málanna. Ég hef hugsað mér að velja efnið beint úr Macbeth, í þetta skiptið, svo að þið getið á meðan varið tímanum til þess að hressa ofurlítið upp á minnið, með því að lesa Macbeth". Að loknum þessum upplýsing- um spennti séra Harmston greip- ar og virtist draga djúpt andann. Eftir stutta þögn hélt hann svo áfram. — „Sagan okkar á þess- um sunnudegi er tekin úr bók, sem nefnist: „Úrval dulrænna sagna“. Þetta er raunverulega hin ágætasta dæmisaga og ég vona, aff hún veiti ykkur bæði gagn og gleði“. Hann tók sér aftur stutta mál- hvíld og Gregory sá eftirvænting arfullan ánægjusvip á hvers manns andliti. Alls staðar heyrð- ist skrjáf í fötum og brak í sæt- um, eins og hver maður væri að laga um sig og koma sér sem bezt fyrir í sætum sínum. Hr. Buck- master kveikti í pípunni sinni og þegar Gregory litaðist betur um sig, sá hann hvarvetna bjarma frá logandi eldspýtum og hárfína reykjarþræði sem liðuðust upp í loftið frá pipum og vindlingum. „Nafn söguhetjunnar okkar“, hóf séra Harmston frásögnina og hallaði sér hægt fram á blaðbrík- ina í prédikunarstólnum. — „er Harry Moordaunt . . Moordaunt dvaldi í Cornwall í nokkra leyfis- daga og einn vinur hans hafði lofað honum að nota lítinn sum- arbústað, er hann átti. Þetta litla hús stóð á klettaströnd. Þið hafið öll séð myndir af Cornish-strönd- inni, svo að þið vitið hvers kon- ar landssvæði var umhverfis sum ai-húsið. Stórir, hrufóttir klettar og brattir stígar og troðningar og lengra fyrir neðan, mjó malar- strönd. Alls staðar fullt af hell- um, smáum og stórum. Og hafið, drynjandi og þrumandi, nætur og daga.... Þessari lýsingu var tekið með skilningsríkum höfuðhneigingum og hljóðskrafi og séra Harmston brosti og hélt áfram. Hann lýsti mjög nákvæmlega hellunum, inn anverðum og gat þess, að Harry hefði verið nokkuð sérvitur. — Hann kunni einverunni bezt. .. „Fremur bókhneigður náungi og mjög blátt áfram og hispurslaus. Hann var sízt af öllu að hugsa um nokkra yfirnáttúrlega hluti, þegar hann steig fæti sinum inn í .litla sumarbústaðinn. — Samt hafði hann ekki dvalið þarna í marga daga, þegar undarlegir og skelfilegir viðburðir gerðust. .“ 1 næstu fimmtán mínúturnar hélt séra Harmston áfram að út- skýra, með undarlega árangurs- ríkum hætti, hversu undarlegir og ógnvekjandi þessir viðburðir hefðu raunverulega verið. Gre- gory varð þegar ljóst, að hann var gæddur óvenjulega miklum frá- sagnareiginleikum. Framburðvr hans og áherzlur voru frábærar. Hann skapaði andrúmsloft: lækk aði röddina og gerði þagnir, með næmum leiklistarlegum skilningi. Hann var aldrei æsandi eða við- kvæmur. Meðan hann talaði, hætti kirkjan að vera til. Hún varð að litlum kofa úti á kletta- strönd við Cornwall. Sérhver í söfnuðinum varð að Harry Moor- daunt og allir hlustuðu á brimgný og stormhvin. Allir biðu í ógn- þrungnu ofvæni eftir því, að heyra draugalegt fótatak á göt- unni, sem lá heim að kofanum — og þeirri stund, þegar fótatak ið hljóðnaði úti fyrir kofadyrun- um. 1 hvert skipti .sem séra Harm- ston þagnaði, sendi Olivia nokkra lága, slitrótta tóna frá orgelinu, sem með dularfullu ósamræmi sínu seiddu undrunar og óttahljóð fram á varir flestra er í kirkj- unni voru. Gregory gaf frú Harrn ston hornauga og sá, að jafnvel hún var ekki ósnortin heldur. — Mabel sat alveg hreyfingarlaus, með hendurnar spenntar í kjöltu sinni og starði á lesborðið. Það leyndi sér ekki, að einnig hún var komin í mjög sterka geðshrær- ingu. Satt að segja þá veittist Gregory sjálfum það næsta erfitt, að kæfa undrunarópin, sem hvað eftir annað brutust fram á varir hans. Og hann átti gott með að skilja og afsaka Indíánakonuna, sem sat á sama bekknum og hann, þegar hún þreif í handlegg inn á manni sínum og kjökraði hræðslulega. Þegar séra Hannston hafði lokið sögunni, eftir tíma sem líkari var heilli klukkustund, en fimmtán mínútum, var hann orð- |inn kófsveittur. Hann þurnkaðd sér um ennið með stórum vasa- klút og leit í kringum sig, bros- andi og ánægður á svip. „Mér þykir vænt um, að sagan skyldi verða ykkur til skemmtun ar“, sagði hann. — „Og ég vona að hún hvetji ykkur til æsandi og dularfullra drauma í nótt. Ég get lofað ykkur því, að næsta sunnu- PALMOLIVE handsápan er nú aftur fáanleg í næstu verzlun. ENNFREMUR: PALMOLIVE rakkrem PALMOLIVE raksápa PALMOLIVE shampoo O. JOHNSON & KAABER HF. M ARKIIS Eftíi Ed Dodd dags-saga verður mjög hríf- andi. Hún heitir „Brosandi, bjarta veran“. Sálrnur nr. tvö hundruð sjötíu og fjögur“. Meðan Mabel var að leita að sálminum í bókinni, hvíslaði Gre gory: „Manstu hvað ég minntist á í morgun? Um bónina, sem ég ætlaði að biðja þig um, að lokinni messunni?" „Já“. „Ég held að és beri hana fram núna. Þetta er hernaðarlega mik- ilvæg stund til þes,s“. „Er það?“ sagði hún brosandi. „Jæja, látum okkur þá heyra hvernig bónin hljóðar“. „Þú hvíslar dásamlega. Þú myndir verða aðdáanlegur sam- særismaður". Hún sneri anditinu frá hon- um og hafði nærri misst sálmabók ina úr höndum sér. „Mig Iangaði að spyrja þig, hvort þú vildir vera svo góð ð koma með nvér í byggðarlag Indíánanna, í dag, eftir nvessu", „Þú hefur ekki komið þangað, énnþá, eða er það?“ „Nei“. „Auðvitað. Mér þætti bara gam an að því‘ , sagði hún. „Eigum við að læðast út um skrúðhúsið, um leið og messunni lýkur?" „Hver.v vegna með svoleiðis leynd?“ Ilann lagði við hlustirnar: — „Heyrirðu hvemig vatnsdroparn- ir falla, inni í skóginum Hlust- aðu“. Hún gaf frá sér eitthvert óljóst hljóð — og leit til hans snöggt og forvitnislega. Hann brosti: — „Hugsaðu þér bara“, hvíslaði hann — „hvað þau verða hrædd, þegar þau sakna okkar. Hún grúfði sig yfir bókina, en söng ekki. „Þau myndu eflaust halda, að ég hefði farið með þig inn í skóg arþykknið og rnyrt þig þar“. Hún hreyfði sig órólega í sæt- inu — og reyndi að brosa. „Segðu mér, heyrirðu ekki hljóðið — drip-drap, langt, langt inni í skóginum?" Hún bagði. „í dag, fyrir hádegi: fugl. Eft ir hádegi: þú“. Eftir stundarþögn hló hann lágt og tautaði fyrir munni sér: „Þetta, eilífa litla vandamál". Og hún tók andköf og þokaði sér lengra frá honum, því að hann hafði dregið hendina upp úr buxnavasanum sínrum og Mabel sá, að fingurnir krepptust utan um hausinn af hananum, er hann hafði drepið fyrr um dag- inn. 16. „Ég sendi yður heim í kærleika og vináttu og bið þess, að sálum yðar veitist margar ánægjulegar hugsanir og vitranir, þessa viku sem í hönd fer. Amen“. Séra Harmston lét hendina síga niður og rólegt, góðlegt bros lék- urn varir hans. Hann hafði flutt blessunina, eins og hann meinti ’ivert hennar orð. Hann hafði látið hana hljóma á einlæg- an hátt, en ekki eins og innan- tóma, helgisiðalega þulu. Gregory skotraði augunum til Mabel og hún brosti hikandi og óákveðin, en varð svo strax aft- ur alvarleg á svipinn. Hann skynjaði eitthvað nýtt í fram- Slllltvarpiö Meanwhile OaP 06CKER HURRIEOLV BREAK5 CAfAP AND BEGIN5 LOADING THE PACK HOR5ES ^ SOMETHING ODD ABOUT FRANK HOWARD...MAVBE IT'S MY IMAGINA- TION, BUT T DON'T FEEL RIGHT "7 ABOUT HIM f . THE WAV HE'5 QUESTIONED ME ABOUT MRS. BLITZ...AND THAT MAP HE WAS MAKING...IT MAKES ME WONDER / 1) Króka-Refur tekur saman far angur þeirra og leggur á trúss- hestana. 2) Á meðan: — Það er eitthvað undarlegt við þennan Friðrik. Þetta er sennilega ímyndun, en þó líkar mér það ekki alls kostar. 3) — Ég undrast, hvað hann spurði mikið um frú Onnu . . . og svo uppdratturmn, sem hann var að skoða. Luugurdugur 8. febrúur: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 Óskalög sjúklinga (Bryndís Sigurjónsdóttir). 14,00 „Laugar- dagslögm". 16,30 Endurtekið efni. 17,15 Skákþáttur (Baldur Möller). -—- Tónleikar. — 18,00 Tómstundaþáttur barna og ungl- inga (Jón Pálsson). 18,30 Út- varpssaga barnanna: „Hanna Dóra“ eftir Stefán Jónsson; II. (Höfundur les). 18,55 í kvöld- rökkrinu: Tónleikar af plötum. 20,30 Leikrit: „Tobías og engill- inn“ eftir James Bridie. Þýðandi: Helga Kalman. — Leikstjóri: Hildur Kalman. 22,10 Passíusálm ur (6.). — 22,20 Danslög (plöt- ur). 24,00 Dagskrárlok.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.