Morgunblaðið - 09.02.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.02.1958, Blaðsíða 8
8 MORGVrfKT 4 ÐIÐ Sunnudagur 9. febrúar 1958 Sr. Jóhann Hannesson: Felumynd atbrotanna Móðir heimspekingsins ALLIR Kínverjar kannast við söguna um móður Menciusar úr fornbókmenntunum. Þar greinir svo frá að hún hafi þrisvar sinn- um flutt sig búferlum með son sinn ungan til þess að forða hon- um frá slæmu umhverfi. Til er fræg mynd af þessari móður frá miðöldum kínverskra lista. Þessí mynd sýnir hana leiða dreng- hnokkann burt frá svínahirði einum, en drengurinn hafði haft mikla löngun til að dvelja með honum öllum stundum. Hvað sem þessum sögum líður, þá er Mencíus einn hinn mannúðlegasti rithöfundur, sem verður á vegi manns í fornum bókmenntum mannkynsins. Það er ástæða til að ætla að móðir hans hafi átt mikinn þátt í að móta hans göf ugu manngerð. íslenzkar kaupstaðarkonur töl- uðu lika oft á þessa leið áður fyrr: „Ég verð að koma drengnum í sveit í sumar“. Nú er aftur á móti svo komið málum sveitanna að þær geta með engu móti tekið við öllum þeim börnum, sem þangað vilja fara. Afköst sveita- fólksins hafa sexfaldazt á nokkr- um árum, segja sérfróðir ráðu- nautar, þegar miðað er við fækk un fólksins, ertda er oft unnið nætur og daga að vori og sumri. Tími er jafnvel orðinn of naum- ur til að sinna sveitabörnunum svo sem skyldi. Hvorki hin kínverska né hin ís lenzka móðir vissu fræðilega deili á þeirri sócíologisku grein, sem umhverfisfræði nefnist nú. (Umhverfsfræði — eclogy — er tekið að láni frá náttúruvísind- unum og er einnig notað í mann- vísindum). Á frumstigi er hún svo einföld að lesandinn skilur hana strax og mæðurnar hafa farið nær um margt, sem þar kemur í ljós. En þegar lengra kemur þarf mikið af rannsóknum og skýrslúm til þess að umhverí- isfræðin verði fulnægjandi. Þróun nútíma borga Rannsóknir hafa sýnt að borgir hafa tilhneigingu til að þróast í beltum eða hringum utan um ákveðinn kjarna. Þessi belti eru ekki æfinlega jafn mörg, heldur ekki regluleg eða í heilum hring- um, nema þar sem borgir eru á fljótsbökkum. Við ströndina þró- ast borgirnar í bogum eða „skeif um“. Lögunin skiptir þó ekki svo miklu máli, heldur miklu fremur sérkenni beltanna eða svæðanna. Tökum til dæmis borg, sem byggð er við skipgengt fljót á báðum bökkum þess. Innsti kjarn inn, (M) er höfnin, með vöru- skemmum heildverzlunarhúsum, tollstöðvum, póst- og símabygg- ingum, stórum fjölsölubúðum, gistihúsum, bönkum, skrifstofum, söfnum, veitingastöðum, klúbb- um og skemmtistöðum. Fáir eiga þar heimili sín, enda er lóða- og húsaverð þar mjög hátt. Fyrsti hringurinn (H 1) utan um M eða miðborgina er gamalt íbúðahverfi frá þeim tímum er borgin var lítil, en í honum eru einnig verkstæði og verzlanir. Þegar borgin tekur að eldast, koma gallar þessa hrings í ljós. Húsin þar verða úrelt og viðhaldi þeirra er ábótavant, meðal ann- ars af því að gert er ráð fyrir að þau séu ekki til frambúðar. Umferð, þrengsli, skrölt og ágengni miðborgarinnar gerir svæðið óæskilegt til íbúðar, eink um fyrir börn. Sum gömlu hús- anna eru keypt og nfin og stofn- anir miðborgarinnar byggja ný hús á lóðunum, einkum verzlanír og skrifstofuhús. Götur eru mjó- ar, garðar litlir og loftið tiltölu- lega óheilnæmt. Sæmilega efnum búnir menn flýja þetta hverfi og byggja sér hús í næsta hring (H 2). Hann hefir ýmsa kosti fram yfir M og H 1, með því að allar bygging- ar eru þar yngri. Af þeim sökum hafa menn þar fremur getað tekið ráð í tíma um skipulag gatna og bygginga. Þessi hringur er líka miklu stærri en H 1. Þar eru opin svæði, skemmtigarðar, leikvellir, íþrótta vellir og skólar og fremur litlar og nærtækar matvöruverzlanir. Umhverfið í H 2 er stórum betra en í H 1 og þar búa fjölskyldur þeirra, sem vinna í miðborginni eða í H 1. Áframhaldandi vöxtur borga veldur því að þriðji og fjórði hringur myndast einnig. Bifreið- ir og sporvagnar gera mönnum kleift að stunda vinnu í M þótt þeir eigi heima í H 3 eða H 4. Auðmenn, sem vilja njóta kosta II. grein dreifbýlisins og gróðamöguleika stórborga, gera sér „gullstranda- hverfi" í H 3 eða H 4. Nú gefur að skilja að í millj- ónaborgum eru þessir tveir síðast töldu hringar afar stórir, enda eru þar flugvellir, golf-leikvang- ar, veðhlaupabrautir, skógarblett ir og friðuð svæði. Byggðin verð ur því ekki samhangandi og menn finna ekki til þrengsla í umhverf- inu, en njóta þó allra kosta þétt- býlis. En því miður er það ekki nema nokkur hluti borgarbúa í heiminum sem hefir tækifæri til að njóta þessara gæða enn sem komið er. Vandræðasvæðin Þegar farið er að athuga vanda mál afbrota og glæpa, þá kemur fljótt í ljós að langmest af þeim er að finna í H 1, enda eru þar skuggahverfi stórborganna eða leifar af þeim. Um alllangt skeið hefir verið markvisst unnið að því að gjörbreyta þessum hverf- um, en það er bæði dýrt verk og seinlegt. Að vísu eru ekki öll vandamál stórborga og böl í heild á þessum svæðum. En geðsjúk- dómar, taugaveiklun, sjúkdómar, glæpir og afbrot eru þar svo miklu tíðari en annars staðar að það fær engum dulizt. T.d. var hlutfallstala geðsjúkdóma í einni stórborg 499 á verstu svæðunum á móti 48 í úthverfunum miðað við sama íbúafjölda á sama ári (100 þúsund manns). Dýrt er að dreifa byggðinni of mikið í borg- um, en dýrara þó að byggja of þétt og ófullkomlega, því að með því glatast ekki aðeins fjármunir, heldur andleg og líkamleg heill margra borgarbúa, einkum þó barna. Af reynslu stórþjóðanna mætti hér margt læra, en hér verður að fara fljótt yfir sögu rúmsins vegna. Við verðum að snúa okkur að umhverfisgrein- ingunni í þrengri merkingu frá sjónarmiði barna, sem eru borg- arar framtíðarinnar, en komum síðar aftur að öðrum sjónarmið- um. A. Greining á óhagstæðu umhverfi í borg 1. Heimili barnsins er í þröngri íbúð við hávaðasama umferðar- götu í þéttbýlu hverfi. Engin heppileg leiksvæði eru í nánd. Gatan er oft óhrein. Ryk og ben- zínloft er í andrúmlofti. 2. Þótt íbúðin sé Jítil, er reynt að halda henni „fínni“ en börn- unum hæfir og þar af leiðandi skortir barnið heppilegan stað til að leika sér, smíða, klippa, aka bílum og notfæra sérleikföng yfir leitt, jafnvel bolta. 3. Engin húsdýr nálæg og barn- ið hræðist öll dýr. í þröngum sundum milli húsa sér það „skuggalega“ menn, sem það ótt- ast líka. Umferðin veldur því að margt verður að banna fyrir hættu sakir ef barnið á ekki að fara sér að voða. 4. Margir nágrannanna ókunn- ir. Börn sjaldan velkomin í önnur hús. En sælgætisbúðir og kvik- myndahús eru á næstu gröum, tilbúin til að taka við aurum, sem börnum áskotnast og veita þeim stundaráængju í staðinn. 5. Verkefni barna verða eink- um sendiferðir, sala og útburður blaða, merkjasala og e.t.v. að veiða fisk við bryggju. Síðar verða börnin að gæta annarra barna. 6. Bjagað mál (slang) er talað á götunni og málinu heima er líka ábótavant. Barnið venst snemma á mál, hugmyndir og „lögmál“ götunnar. 7. „Hasarblöð“ og æsandi teiknimyndir eru í umferð meðal barna og verða með því fyrsta, sem þau kaupa og selja og skipta. Góðar og lélegar kvikmyndir eru sýndar fyrir börn (mismunandi kröfur eru gerðar um slíkar mynd ir í ýmsum löndum). 8. Háreysti, spenningur, slark og drykkjuskapur í umhverfinu kemur oft til vitundar barnsins eða í næsta nágrenni við það. (Vitað er með vissu að háreysti spillir starfsemi kirtlanna og spenningur hækkar blóðhitann hjá börnum og unglingum og truflar svefninn). Verður nánar vikið að þessum áhrifum síðar. 9. Skólinn er stór. Kennarar veita barninu margvíslegan stuðn ing. Áhrif skólans hafa oft úr- slitaþýðingu. Athyglin bein- ist mjög að leikum og íþróttum, en kennarar reyna að sveigja at- hyglina að námsefninu. Skólinn og gatan togast á um áhrif á baraiff. 10. Samvistir við foreldra og systkini verða tiltölulega litlar eftir að barnið kemst á legg. í stað þess leggja börnin mjög lag sitt við jafnaldra, mynda hópa og velja sér foringja, venjulega hina djörfustu í hópnum, en vilja komast hjó að hafa mikið saman við aðra aldursflokka að sælda. B. Greining á miðlunshagstæðu umhverfi í dreifbýli 1. Umhverfis heimilið er garð- ur, tún, akrar og haglendi. Um- ferð er lítil, loftið hreint, hávaði sjaldgæfur og börn geta víða leikið sér úti án verulegrar hættu frá umhverfinu. 2. Herbergin eru ekki of fín til að leika sér inni. Á sumrum má leika sér í hlöðum. Börn fá snemma að gera tilraunir til að smíða og búa til hluti og læra að nota verkfæri, jafnhliða leik- föngum. 3. Húsdýr nálæg allt árið og barnið óttast þau ekki. Lærir snemma að taka eftir skordýrum, blómum og fuglum og að láta sér þykja vænt um sín eigin og önnur dýr. Lærir að greina milii meinlausra og hættulegra dýra. Fátt er bannað í umhverfinu fyrir hættu sakir, en barnið lærir að gæta sín. Lítil slysahætta af um- ferð, en nú orðið nokkur af vél- um. 4. Allir nágrannar kunnir með nöfnum og börn eru velkomnir gestir á aðra bæi. Víðast vantar sælgætisbúðir og kvikmyndahús og lítið er um tækifæri til að eyða peningum. 5. Verkefni við barna hæfi eru, auk sendiferða, hjálp við hirð- ingu dýra, við heyskap, akur- yrkju og garðyrkju. Börnin geta týnt ber og blóm og geta unað sér langdvölum úti á sumrin. 6. Lítill munur er á máli barna og fullorðinna (samstætt mál). 7. Lítið um „hasarblöð" og æsimyndir, en börn heyra og lesa sögur, hlusta á útvarp og verða snemma mjög sólgin í sjónvarp þar sem það er komið. Þá sækjast þau mjög eftir dýrasögum, ævin týrum og ferðasögum. 8. Lítið er um háreysti og spenning í umhverfinu. Helztu til breytingar eru heimsóknir ná- granna og kunningja og breyting á veðurfari og árstíðum og breyt- ing á störfum og leikum í sam- ræmi við þær. 9. Skólinn er tiltölulega lítill og barnið verður að læra talsvert heima. Skólavistin verður ekki hversdagsleg, heldur kærkomin tilbreyting. 10. Mikil samskipti við for- eldra og systkini, en jafnaldrar eru fáir. Barnið væntir sér ekki ills af neinum að jafnaði og verð ur snemma að taka tillit til fólks ó öllum aldri. C. Hagstætt umhverfi í borg 1. Heimili barnsins er við kyrr láta götu. Garður með grasi og blómum er við húsið. Þéttbýli er ekki tilfinnanlegt. Gatan er hrein leg, ryk lítið, leikvöllur nálæg- ur. 2. Góð skilyrði eru til að leika úti og inni, sömuleiðis til tóm- stundaiðju. Félagslíf við barna- hæfi er í hverfinu. 3. Húsdýr eru víða erlendis í borgum,einkum hundar og kettir. Dúfur og spörfuglar koma í garð- inn og gleðja börnin. Almenn- ingsgarðar með nokkru dýra- og jurtalífi nálægir. 4. Margir nágrannanna kunnir og börnin velkomin í heimsóknir hvert til annars. Sjá einnig A 4. 5. Verkefni barna lík og í A 5, en auk þeirra eru möguleikar til að hjálpa til við vinnu í garðin- um og fylgjast með framförum jurta og runna og eiga nokkuð af þessu. 6. Málið betra en segir í A G. 7. Sömu áhrif frá umhverfinu og í A 7, en heimili og gott félagslíf vega á móti og bæta úr helztu göllunum. 8. Áhrifa afbrigðilegra við- burða, sbr. A 8, gætir mismun- andi eftir lífsvenjum heimilisins og samböndum. 9. Skólinn nýlegri og að jafnaði betri að ýmsu leyti en í A 9. 10. Meira um samvistir við foreldra og systkini en í A 10. Ferðalög fjölskyldunnar út úr borginni, dvöl í sumarbúðum eða sumarbústöðum og heimsóknir til vina utan borgar veita börnum mikla tilbreytingu og víkka sjón deildarhring þeirra. Ofangreind þrenn yfirlit taka aðeins tillit til nokkurra megin- atriða í umhverfi barna, svo sem staðsetningu bústaðar, leikskil- yrða, sambands við náttúruna, samskipta við nágranna, fyistu verkefna, tileinkun móðurmáls- ins, myndrænna áhrifa, afbrigði- legra viðburða, skóla og sam- banda út frá heimilinu. Sérhver lesandi gæti bætt mörgu við, jafnvel tugum nýrra atriða með athygli og nákvæmni. Ýmsu þyrfti einnig að breyta eft- ir staðháttum. En það væri þess virði að greina umhverfið hvar- vetna þar sem börn eru, gera upp reikninginn við umhverfið, eins og móðir Mencíusar gerði og at- huga hveriiig úr yrði bætt áður en það verður um seinan. Á síðari árum hafa margar félagslegar umbætur miðaff í þá átt að draga verulega úr göllum, sem frá er greint i yfirliti A hér að framan. Unga fólkið og borgin Frá sjónarmiði ungs fólks um tvítugt og þar yfir yrði umhverf- isgreiningi gjörólík þessu. Það myndi sleppa öllum skuggahlið- unum og sjá hina miklu kosti frá sjónarmiði ungs manns eða ungrar stúlku. Þeir yrðu eitt- hvað á þessa leið: í borginni er vinnutími stuttur, frítími langur, kaupið hátt, þæg- indin mikil. Félagslíf er mjög fjörugt í borginni, dansleikir, veizlur, hljómlist og áfengi; flest er á boðstólum, sem hugurinn girnist. Þar búa frægir menn og frægar konur á sviði vísinda, lista og íþrótta. Alls konar skólar eru þar og háskólar, söfn og sam- komustaðir. Mörg tækifæri eru til þátttöku í fundum, hópferð- um, íþróttum, verkföllum, hátíð- um og jafnvel langferðum út í heim. Mörg þessara tækifæra gefast ekki í dreifbýlinu, nema þá í heldur dauflegri útgáfu. Það er almenn staðreynd í flest um löndum að unga fólkið metur þetta mikils og streymir til borg anna til þess að höndla þessi gæði. Árangurinn er sá að víða er hlut- fallslega mikið af öldruðu fólki og ungbörnum í sveitum. En mik ill hluti borgarbúa er á hinum bézta starfsaldri, frá 20—55 ára. Enda draga borgirnar að sér auð og allsnægtir og í þeim efnum er þeim alltaf að fara fram, a.m.k. á friðartímum. Borgirnar eru nú orðnar stórum betri staðir en þær áður voru. Meðalaldur manna er nú í sumum löndum orðinn hærri í borg en í sveit, en áður var hann alls staðar lægri í borgunum. Frá sjónarmiði ein- staklings, sem þarf aðeins fyrir sjálfum sér að sjá, eru félagslegir yfirburðir borgarinnar yfir dreif býlinu miklir og glæsilegir. Gallar félagslegs eðlis Það hefir að vonum dregið að sér athygli fræðimanna að íbúum •gamalla og ráðsettra borga fjölg- ar ekki eðlilega, ekki einu sinni svo að íbúatalan haldist við. Þeir gera ráð fyrir — samkvæmt stað reyndum, sem þeir hafa yfir að ráða, að 100 börn, sem fæðast í borg, muni eignast 73 afkvæmi, en 100 börn sem fædd eru í dreifbýli muni eignast 156 af- kvæmi. Þetta er meðaltal margra stórborga og fræðimenn hafa ekki komizt hjá að renna augum til dýragarða þegar þeir höfðu fundið þessar tölur, en svo sem kunnugt er, fjölgar flestum dýr- um óeðlilega hægt eða alls ekki í dýragörðum. En þótt þessi lík- ing sé fyrir hendi, skyldu menn ekki kalla borgina dýragarð! Það er margt annað, sem til greina kemur. Ekki skyldu menn ætla að borgin með öllum sínum þægind um, spilli hamingju hjóna, en svo virðist þó vera. Tala hjóna- skilnaða er hærri í borgum en í dreifbýli hjá sömu þjóð. Hlutfallstala þeirra, sem fá taugaáfall eða verða geðveikir í borgum virðist fara mjög eftir umhverfinu í sjálfri borginni og hefir áður verið vikið að þessu. Að öllu samanlögðu virðist borg- in vera þung í skauti þeim mönn- um, sem eru að einhverju leyti minni máttar í samskiptum við aðra menn. Samkeppni, hraði og kröfur tímans valda því að menn leggja meira að sér en þeir þola. Borgin veldur mörgum mannin- um einhliða, andlegri þreytu, sem ekki líður frá fyrr en eftir langa hvíld í annarlegu umhverfi. Og þótt vinnutíminn sé hjá mörgum stuttur í borginni, þá sleppa sum- ar áhyggjur manninum hvorki dag né nótt. Gömul borgarmenning hefir þó haft lag á því að mynda hollar lífsvenjur til þess að starfsorkan endist betur. f nýjum borgum eru menn oft sljóir og kærulaus- ir um hvaða gildi þetta hefii og vakna ekki fyrr en um seinan. Því miður lendir þetta oft á börn um og öðrum lítilmögnum. Skemmtana- og skrifstofulíf er ekki góður skóh til að tileinka sér rétta meðferð lítilmagnans. Hann verður því oft út undan til þess að þeir, sem sterkari eru, geti notið lífsins. En síðar kann hann að knýja að dyrum á þann hátt að ekki verði fram hjá hon- um komizt. Þungavinnuvélar Sími 34-3-33 Þórarinn Jónsson löggiltur skjulaþýðandi og dómtúlkur í ensku. Kirkjulivoli. — Sími 18655.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.