Morgunblaðið - 09.02.1958, Blaðsíða 14
MORCUNBLAÐ1Ð
Sunnudagur 9. febrúar 1958
u
Reykjavíkurbréf
Framh. af bls. 13
dýrð til að sjá hvert skúta þeirra
stefnir nú.
Samstarfsmennirnir skilja þetta
aftur á móti eða a. m. k. mikili
fjöldi kjósenda úr þeirra liði. Það
er ekki vegna neinna fyrirskip-
ana annars staðar að, sem lýð-
ræðissinnar í verkalýðsfélögun-
um treysta nú samtök sín betur
en nokkru sinni áður, heldur
vegna þess, að þeim ofbýður fram
ferði valdhafanna og vilja ekki
láta samtök sín verða vopn í
hendi eigingjarnra valdstreitu-
manna, eins og Hannibal Valdi-
marsson berlega lýsti sjálfum sér
í grein, sem hann skrifaði í Þjoð-
viljann sl. fimmtudag.
A sama veg er samstarf Ai-
þýðuflokksmanna og Sjálfstæð-
ismanna í bæjarstjórn Reykjavík-
ur mótmæli gegn þeirri forsiá
og ráðstöfunarrétti, er Tíminn og
Þjóðviljinn voru farnir að áskilja
sér yfir málum Alþýðuflokksins
Með þessu samstarfi sýna Sjálf-
stæðismenn einnig, að ekkert er
þeim fjær skapi en að misnota
völd sín til einræðis eða vald
níðslu á andstæðingunum. Sjáif-
stæðismenn eru fúsir til sam-
starfs á jafnréttisgrundvelli,
hvort sem þeir þurfa sjálfir á
þvi að halda í bili eða ekki, að-
eins ef það horíir til þjóðarheilla.
Þess vegna ber að óska bæjar-
stjórn og borgarstjóra til ham-
ingju með þetta mikilsverða sam-
starf.
Skýringar
sigursins
í allri vimunni yfir sigri sín-
um yfir samstarfsmönnunum get-
ur Tíminn þó ekki gleymt þeirri
spurningu, hvernig standi á hin-
um mikla sigri Sjálfstæðismanna
yfir allri stjórnarfylkingunni í
heild. Þeirri spurningu skýtur
upp í ýmsum myndum í hverju
einasta blaði Tímans.
Þó að hann spyrji sjálfan sig
og aðra, er hann þó fyrirfram
sannfærður um, að eitt svar má
aldrei koma fram. Það er, að
þjóðmálabaráttan hafi haft nokk-
ur áhrif á kosningaúrslitin í
heild. Til að afsanna það, spyr
hann nú hróðugur: Er Gunnar
Thoroddsen ekki duglegur borg-
arstjóri? Þessari spurningu svara
allir Sjálfstæðismenn játandi.
Engum þeirra kemur til hugar að
efast um, að ágætt starf borgar-
stjóra og bæjarstjórnar í Reykja-
vík er undirstaða sigursins þar.
Alveg eins og allir Sjálfstæðis-
menn gera sér grein fyrir, að
sigurinn varð svo mikill sem raun
ber vitni, af því, að menn vilau
jafnframt lýsa vantrausti á
frammistöðu núverandi ríkis-
stjórnar og stuðningi við þjóð-
málastefnu Sjálfstæðisflokksins.
Þessu til viðbótar kom ágætt
Verzlunarhúsnœði
í miðbænum er til leigu nú þegar.
Tilboð sendist á afgr. Mbl. fyrir þriðjudagskvöld
merkt: „Strax —8617“.
Höfum til sölu
af sérstökum ástæðum uppgerða mótora fyrir Dodge
INNISKÓR
úr köflóttum flóka
kven — karlmanns — drengja — barna.
— Ódýrir og góðir —
Vafnsleðursk/ossar
fyrir unglinga með leður- og
gúmmisólum, hentugir á skíði
og skauta.
\
KUDASKÓR, kven- og barna, loðfóðraðir
. nýkomnir.
Nýkomnar kvenbomsur
með loðkanti fyrir hæla og flatbotna.
Fjölbreytt úrval.
Karlmanns- og kveninniskór
úr leðri
Skóverzlun
Péturs Andréssonar
Laugaveg 17 — Framnesveg 2.
af stærð 3 3/8 og 3 7/16. Ennfremur einn Chevrolet
mótor. — Ennfremur höfum við á boðstólum nýja
og uppgerða mótora í flestar gerðir af Ford bif-
reiðum.
Ford umboð
Sveinn Egilsson hf.
Laugaveg 105 — Sími 22466.
Veitingahúsaeiyendur — Bakarar!
. Höfum verið beðnir að annast sölu á nær ónotuðum
CREDA-bakaraofni.
i Ofninn er frístandandi — hæð 88 cm.,
breidd 105 cm. dýpt 72i/2 cm.
Rafmagnsverkstæði SÍS,
Hringbraut 119,
I Sími 19600.
Hefí fil sölu
á hitaveitusvæðinu.
3 herbergi og eldhús á hæð
og 2 herbergi í kjallara.
Ólafur Þorgr'imsson hrl.
Austurstræti 14 — Sími 15332.
starf áhugamanna á kjördag,
betra en nokkru sinni fyrr. Hinn
aukni áhugi var m. a. því að
þakka, að menn skildu, að á
Reykvíkingum átti að níðast með
kosningahömlunum.
Sigri Sjálfstæðismanna veldur
sem sé allt í senn, góður mál-
staður, traust almennings til
frambjóðenda flokksins og áhugi
kjósendanna á að gera sigur
flokksins sem allra mestan.
Bráðþroska
unglingar
Þegar á þetta er litið, verða
árásir andstæðinganna á einstaka
forustumenn Sjálfstæðisflokksms
harla marklitlar. Tíminn og Þjóð-
viljinn ráðast t. d. æ ofan í æ
á formann Fulltrúaráðsins í
Reykjavík, Birgi'Kjaran. Honum
er brugðið um að hafa á æsku-
árum verið þjóðernissinni. Tim-
inn vitnar t. d. í grein, sem birzt
hafi í einhverju blaði hinn 3.
ágúst 1933, er Birgir á að hafa
verið „einn aðalútgefandi að“
Hafi Birgir þá verið orðinn
umsvifamikill blaðaútgefandi hef
ur hann verið ennþá bráðþrosk-
aðri en jafnvel Steingrímur Her-
mannsson. Hinn 3. ágúst 1933 var
Birgir Kjaran rösklega 17 ára,
en Steingrímur Hermannsson var
þó kominn nær þrítugu, þegar
faðir hans fékk fram að hann var
gerður fulltrúi hjá SameinuðJ
þjóðunum og réðu þeirri ráð-
stöfun raunar verðleikar, sem
ekki eru bundnir við aldur, sem
sé faðernið eitt saman.
Brigzlyrðin í garð Birgis Kjaran
skaða hann ekki fremur en sams
konar vopnaburður gegn öðrum
íuustumönnum Sjálfstæðisflokks
ins hefur gert þeim tjón. Ástæðan
til þvílíks vopnaburðar kemur
fram í þessari spurningu og svari,
sem birtist í Tímanum 6. februar
1958. Tíminn spyr:
„Hefir þú ekki orðið þess var,
að fólk sé yfirleitt undrandi yfir
því, hvað íhal&ið gat fengið mörg
atkvæði út á sérlega lélega
frammistöðu í kosningabarátt-
unhi?“
Frambjóðandinn í Kópavogi
svarar:
„Fólk hefur á þessu ýmsar
skýringar og vafalaust eru ástæð-
urnar fyrir sigri Sjálfstæðis-
manna í Reykjavík fleiri en ein.
Ég er ekki frá því að yfir-
burðir þeirra í öllum áróðri og
kosningavinnu hafi þar meira að
segja en margan grunar."
Það er öfundin yfir betri mál-
stað, dugmeiri mönnum og fastari
samheldni, sem ræður penna Tím
ans að þessu sinni svo sem oft
áður.
Bókaútsala
í fyrramálið hefjum við útsölu á erlendum
bókum. — Fjölbreytt úrval
danskra og enskra bóka.
Bókabúð
NOBÐBA
Mikil verðlækkun.
Hafnarsu'æri 4.
d Suðurheimskautinu
Edmund Hillary ferðaðist á þrem Fergusondrátt-
arvélum með norskum snjóbeltum í hinni frægu
ferð til Suðurskautsins. 1800 íslenzkir bændur
eiga samskonar dráttarvélar.
FERGUSON — DRÁTTARVÉLAR H.F.