Morgunblaðið - 09.02.1958, Blaðsíða 10
10
MORCUNBLAÐIÐ
Sunnudagur 9. febrúar 1958
- / fáum orðum sagt
Framh. af bls. 9
— Á fyrstu árum mínum hér
voru árstekjur okkar Eyrarkarla
600—800 krónur, og stundum
urðu þetta Hálfdánarheimtur.
Hvort það nægði? Það fór mik-
ið eftir því, hver húsmóðir var
heima að stjórna búr,u. Annars
var þetta mikið ta’ gastríð fyrir
fjölskyldumenn. peir fóru að
heiman um háixsex leytið að
morgni og vonuðu hið bezta.
Meira gátu þeir ekki gert. Á þess
um árum mínum í Reykjavík
kynntist ég jafnaðarstefnunni.
Hún var þá að skjóta hér rótum
og var ég einn þeirra, sem leit
svo á, að tími væri til kominn
fyrir verkamenn að mynda öflug
samtök sín á milli. Annars veit
ég ekki, hvers vegna ég gerðist
jafnaðarmaður. Sennilega hefur
þetta bara verið tilfallandi eins
og sagt er um sjúkdóma. Mér
fannst meiri ástæða til þess, að
við snerum okkur að mnanlands-
málum og framkvæmdum en að
vera sífelt að karpa við Dani. Um
þetta leyti voru framfarir litlar.
Um sjálfstæðismálið má segja,
að það hafi hjakkað í sama farið
þangað til 1918. Þá birti upp.
Mér er minnisstæðastur frá stjórn
málabaráttunni á þessum árum
ráðherradómur Sigurðar Eggerz,
og þó einkum, þegar hann hélt
einn síns liðs til Kaupmanna-
hafnar á konungsfund. Það var
1914, ef ég man rétt. Allir fylgd-
ust af kappi með för hans og
var mikið um hana rætt, og þótt-
ust allir dómbærir á málið eins
og gengur. Eggerz fór utan með
tillögu að nýrri stjórnarskrá og
átti að bera hana undir konung
utan ríkisráðsfundar. Hann náði
fundi konungs, en fékk ekki að
bera tillöguna undir hann einan
þrátt fyrir óskir Alþingis í því
efni. Þá hélt hann strax heim
aftur við góðan orðstír og var
vel fagnað, þegar heim kom,
enda fannst mörgum hann halda
fast og drengilega á okkar mál-
um. Heimastjórnarmenn réðust
á hann og flokksmenn hans fyrir
förina og urðu miklar umræður
milli manna, með og móti. Ég
var þá nýorðinn jafnaðarmaður,
þegar þetta gerðist, og lét sjálf-
stæðismálin afskiptalaus eins og
fjöldinn gerði, enda var pólitík-
in hér orðin leiðindaþras og oft
gengið nærri persónu manna.
Mér þótti innanlandsmálin hafa
verið vanrækt um of, eins og
ég sagði áðan, og fannst ástæða
að snúa sér að þeim. 1916 tók ég
sæti á lista jafnaðarmanna við
bæjarstjórnarkosningarnar hér í
bæ og var kjörinn í bæjarstjórn.
Það má segja um mín pólitísku
afskipti, eins og segir í kvæðinu
um Þorgeir í Vík: „Um árslok
hafði hann eignazt snót / það at-
vikaðist vist fljótt“. Annars hef ég
að mestu gleymt þessum afskipt-
um mínum af stjórnmálum og
man t.d. lítið eftir kosningabar-
áttunni. Þó man ég það, að hún
var ekki hörð, síður en svo. En
það er síðasti vals að tala um
Nýtt Nýtt
Snjóbarðar mynztia
i
frá SIO verksmiðjunum í
Odense
Útvegum sólunarvélar — og suðuvélar fyrir allar gerðir
hjólbarða frá hinum þekktu SIO verksmiðjum.
Viðgerðarvélar frá SIO verksmiðjunum eru m. a. seldar
til Norðurlandanna, Bretlands, Bandaríkjanna, Kanada,
Ástralíu o. fl. landa.
Einkaumboðsmenn:
ÓSKAR ÞORKELSSON & C0.
Garðastræti 45 — Sími: 10101,
Beykjavík, — Box 188.
þetta við mig. Eg sat út kjör-Jnotið sín: að ná einum sterkasta
tímabilið, eða til 1922. Var þá j mótstöðumanni sínum út úr
mál til komið fyrir jafnaðarmenn stjórnmálunum og veikja þannig
að losna við mig úr bæjarstjórn- I andstæðingana. „Þetta er Jóni
inni, því að samvinnan hafði tek- j líkt“, sögðu menn hver við ann-
izt illa og urðu friðslit eftir borg an. í þessu tali fólst mikil eftir-
arstjórakosninguna 1920. Þá kaus * sjá eftir Sveini Björnssyni, sem
ég Knud Zimsen og gekk í ber-
högg við flokk minn. Gerði ég
það með glöðu geði, enda kunn-
um við, þessir karlar sem vorum
vanir púli og striti, að meta ó-
venjulegan dugnað Zimsens og
iðjusemi. Jafnaðarmenn urðu
mér sárgramir. Tóku þeir þá til
bragðs að reka mig úr flokknum,
svo sem vera bar. Hygg ég að
var orðinn reyndur að verkleg-
um átökum fyrir þetta land. —
Um gott hugarfar manns og
manna mun lengi efað, sérstak-
lega þegar til stjórnmála kemur.
Það var því óvænt sjón fyrir
mig og nokkur lærdómur að sjá
Bjarna Jónsson frá Vogi og Jón
Magnússon saman á göngu upp
Hverfisgötuna haustið 1918. Þeir
báðir aðilar hafi unað vel þeim; vöppuðu og töluðu hljóðskraf.
málalokum. Verkamennirnir tóku
þessu „skipbroti" mínu með still-
ingu og varð ég aldrei fyrir að-
kasti vegna afstöðu minnar til
Zimsens. Veit ég, að þeir hafa
kunnað að meta kosti hans, ekki
síður en ég. Síðast skarst í odda
með mér og jafnaðarmönnum út
af konungskomunni 1921. Eins og
þú veizt, voru jafnaðarmenn á
Norðurlöndum andvigir konung-
dómi og hugðust koma á lýðveldi
i þessum löndum. Fékk sú hug-
mynd góðan byr hjá jafnaðar-
mönnum hér á landi og tóku þeir
Eg gaf þeim auga, er ég gekk
yfir Klapparstíginn og sá þá
'stjaldra við fyrir framan hús
Jóns, sem nú er félagsheimili
prentara. Þessir tveir menn voru
gjörólíkir að dómi margra sem
þóttust þekkja þá, Bjarni skáld
gott, en ósæll af fé, en Jón rík-
ur maður og kunni lög, svo sem
þeir er bezt höfðu kunnað fyrir í
landinu. En margt bendir til, að
þeir hafi deilt verðmætum sjón-
armiðum, sem voru hafin yfir
dægurþras. í Njálu hefði verið
sagt um þá, að þeir hefðu ekki
þá afstöðu að mæta ekki við einn flokk, er til þingreiðar
konungskomuna né í veizlum, i kom. En sætt lifði með þeim til
sem Hans Hátign voru haldnar. J ellidaga. — Þau 6 ár, sem ég
Allt þetta tróð ég undir fótum | sat í bæjarstjórn, var fátt gjört
mér og var bæði við landgöngu | stórra verka: Virkjun Elliðaánna
konungs og veizlufagnaðinn. Sá
ég það þá, ekki siður en nú,
að betra er fyrir þjóðirnar að
hafa konung að átrúnaðarmanni
en forseta, sem kjörinn er til
skamms tíma, oft að undan-
gengnum hatrömmum kosning-
um. Mér þótti því full ástæða til
að sýna konungi sóma, þótt ég
æskti þess síður en svo að hafa
danskan kóng á íslandi. Þótti mér
eðlilegast, að við kysum okkur
íslenzkan konung, þegar sjálf-
stæði væri fengið. Sveinn Björns-
son hefði til dæmis sómt sér vel
í kopungssæti, ekki síður en í
forsetastól: sonur Björns Jónsson-
ar og arftaki þeirrar íslenzku
stefnu sem hann hafði mótað.
Sveinn hafði fengið á sig góða
skjóltreyju, meðan hann var í
Höfn og hlífði það honum vel
að hafa ekki tekið þátt í stjórn-
málaþrasinu þau árin sem hann
var sendiherra erlendis. Annars
hafa íslendingar aldrei tekið
neinum stjórnmálamanni vel.
Þegar Hannes Hafstein kom hing
til að njóta hæfileika sinna, inn-
an þeirra takmarka, sem frjáls-
lynd löggjöf segir til um. Ég
veit það nú, að ég er það sem
kallað er einstaklingshyggjumað-
ur, en því miður vissi ég það
ekki 1916, og því fór sem fór. Það
verður að fylgja hverjum sem
fast er við hann, sagði gamla
fólkið. — Eins og ég þekki ís-
lendinga af sögum, þá eru þeir
dauðadæmdir í landinu um leið
og þeir eiga að vinna eftir for-
skriftum einum. Þá gæti endur-
tekið sig slysasaga Breiðafjarðar,
þegar 40 skip sigldu út í Græn-
landshaf skömmu fyrir 1000 og
fjöldi vaskra manna hvarf úr
mesta matar- og nægtarbúri
landsins. Ættu sagnfræðingar að
dómtaka þá sorgarsögu í lífi þjóð
arinnar betur en þeir hafa gert
hingað til.
6. Eins Off lömb í haga
— Að lokum? Jú, ég held, að
ég sé þakklátastur fyrir það að
hafa fengið mörg tækifæri til
að virða _ fyrir mér samferða-
mennina. f því er mikill lærdóm-
ur fólginn, hvernig sem manni
gengur að vinna úr honum. Ef
við vöknum aftur á annari stjörnu
eða einhversstaðar annarsstaðar,
munum við sjá, að við höfum
ekki lifað í neinum eymdardal.
Við erum hér í eilífðinni sjálfri
og hverfum svo sjónum eirin góð-
an veðurdag eins og við hefðum
fataskipti. Jú, ég reikna með því,
að við lifum áfram. Og ég vona
að nýju fötin venjist vel, þó áð
saumarnir verði kannski ekki
eftir okkar smekk fyrst í stað.
Annars hef ég alltaf látið annað
líf laust og bundið. Uppeldi mitt
fór fram á þeim timum, þegar
ekki mátti nefna neitt yfirnátt-
úrulegt á nafn og allar hugarór-
ar voru barðar úr börnunum.
Þess var einungis krafizt, að við
héldum okkur við þann veika og
sterka bókstaf sem þjóðin hafði
haldið dauðahaldi í öldum sam-
an. Kristindómurinn hafði á reið
um höndum svör við öllum spurn
ingum og var því ímyndunarafli
unglingsins fjötur um fót. Við
urðum því, eins og skáldið segir
í kvæðinu: „Hvorki er ég krist-
bar hæst og greiddi ég því stór-
máli atkvæði mitt; mörg orð og
skrif árum saman höfðu fallið um
þetta mál. Hafnarmálin voru
komin vel áleiðis fyrir aðgerðir
fyrrverandi borgarstjóra, Páls
Einarssonar, og hefur farsæld
mikil fylgt þeim málum til þessa
dags. Eru 50 ára gamlir borgarar
i þessum bæ vitnisbærir um þetta
efni. — Fundir bæjarstjórnar
voru jafnan lausir við persónu-
leg illyrði, en þó fast á málum
haldið. Borgarstjóra Knud Zim-
sen var gefin hófsemi í orðum
og fullt vald yfir miklum skaps-
munum, er á stjórn hans var
deilt. — Þótt í kosningunum til
bæjarstjórnar bæri að skilja eft-
ir utandyra deilumálin við Dani,
var það erfiðleikum bundið fyr-
ir einn og einn. Ágreiningurinn
í innanlandsmálum, þar á meðal
afsetning Tryggva Gunnarssonar
frá stjórn Landsbankans, kveikti ! inn n£ heiðinn"; létum trúmál
mikla elda manna á milli. Var ég
þeirra var út mitt kjörtímabil
í bæjarstjórninni. Knud Zimsen
að 1904, nýskipaður ráðherra og hafði tekið afstöðu í því máli
fríður foringi, var honum alls
ekki tekið tveimur höndum af
öllum. Þá gaf Skúli Thoroddsen
honúm, að mig minnir, það ágæta
heilræði, að halda vinum sínum
í hæfilegri fjarlægð. Ágætt fyr-
ir stjórnmálamenn að hafa það
heilræði í heiðri.
5. í bæjaTstjórn
— En við vorum víst að tala
um bæjarstjórnarkosningarnar
1916. í bæjarstjórn þeirri, er ég
átti sæti í, voru stórmerkir menn:
Jón Magnússon, Sveinn Björns-
son, Benedikt Sveinsson, Þor-
varður prentsmiðjustjóri, Jón
Þorláksson, Sighvatur Bjarnason,
Guðrún Lárusdóttir og Knud
Zimsen, borgarstjóri. Að lýsa
þessum mönnum er með öllu
óþarfi vegna góðra kynna
Reykvíkinga af þeim. Mest hafði
ég heyrt talað um Jón Magnús-
son. Sumir töldu hann slægvitr-
an og líktu honum við Snorra
goða. Aðrir töldu hann alltof
daufan mann til að fást við stjórn
mál, en góðan embættismann.
Ég kunni nokkur skil á embætt-
isgjörðum bæjarfógetans. Var
mér t. d. sýnt bréf frá 1915 sem
sinn í
gegn þáverandi ráðherra, ásamt
fjölda annarra manna. Stór orð
í blaðaskrifum munu þó mestu
hafa valdið, að þessi mislánaða
stjórnarráðstöfun varð óþarflega
langlíf á götum og gatnamótum
hér í bæ. Ég hygg, að banka-
stjórar Landsbankans, þeir Magn
[ ús Sigurðsson og Björn Kristjáns
son, hafi báðir verið andsnúnir
Knud Zimsen vegna afskipta
hans af málum Tryggva Gunnars-
sonar. Kom þetta niður á bæjar-
sjóði, enda féklc borgarstjóri oft
kaldar kveðjur í bankanum, þeg-
ar hann lagði inn lántökubeiðni
fyrir hönd bæjarins. Magnús
Sigurðsson hafði verið í rann-
sóknarnefndinni, sem fjallaði
um mál Tryggva Gunnarssonar,
en Björn Kristjánsson tók við af
honum, og voru þeir engir vinir
Zimsens. Knud Zimsen hafði
aftur á móti kallað saman
borgarafund út af þessu máli
og var í fullri andstöðu við
Björn Jónsson, og aðra and-
stæðinga Tryggva. Annars er
þetta leiðindamál, sem ætti að
vera gleymt og grafið og skal ég
ekki reyna að ýfa það frekar upp.
Hitt er víst að forystumenn
verða jafnan að sæta misvindum
átti uppruna sinn í skrifstpfu! °S komast litið áfram. A þeirra
Jóns Magnússonar og var það ! miðum er alltaf von stórra veora.
undirskrifað með hans hendi: J — Þú vilt fá að vita meira
„Hefi ofreiknað af dánarbúinu | um jnfnaðarstefnuna. Ja. eins og
kr. 00,01 — einn eyri, sem hér 1Þú getur séð, þá átti hun ekki
með sendist yður“. — Mér *vl^ mig. Auk þess hef ég aldrei
sýndist ekki mikið um Jón I yerið flokksmaður í þeirri merk-
fyrst i stað. Þó duldist hvergi | in_Su_ sem men,n leggja í það orð
prúð framkoma hans og festa í |nn á dögum. Ég hef alltaf reynt
málflutningi. Þegar Sveinn a® meta dægurmálin og sam-
Björnsson varð sendiherra | ferðamenn mína eftir því
fslands í Danmörku, var Jóni.sem Þeir hafa risið hæst a
Magnússyni kennt um og sögðu j hverjum tíma. Ég álít, að
menn, að þar hefði slægð hans I maðurinn eigi að fá tækifæri
liggja milli hluta og nutum ei-
lífðarinnar eins og lömb í haga.
Aðra trúarreynslu hafði ég ekki,
og lét eilífðarmálin lönd og leið,
en 1918 fékk ég Spönsku veik-
ina og var afskaplega veikur, lá
i marga sólarhringa á mörkum
lífs og dauða. Eina nóttina hef
ég líklega skilið við líkamann í
nokkrar mínútur. Ég hafði þá
verið með fullu óráði, eins og
kallað er, og meðvitundarlaus.
Allt í einu vakna ég til sjálfs
mín, en er þó ekki í rúminu,
heldur eins o_g fugl á flugi um
herbergið. Ég kenndi mér
þá einskis meins og þótti und-
arlegt, að ég hefði misst allt
samband við skrokkinn, sem ég
sá, að lá í rúminu. Virti ég hann
fyrir mér um stund og undraðist
mjög það ástand sem ég var í.
Ég var óhræddur, en saknaði
þess að komast ekki aftur í lík-
amann. Að nokkrum mínútum
liðnum tók ég mér þó aftur ból-
festu í líkamanum og þóttist
viss um, að ég væri úr allri lífs-
hættu; geri ráð fyrir, að ég hafi
í nokkrar mínútur glatað öllum
tengslum við j’arðneskt líf okkar
án þess þó að ég væri dómbær
á, hvað gerzt hefði. Draumur?
Nei. þetta var enginn draumur,
en mér er svo sem sama, hvað
það er kallað. Upp úr þessu fór
ég að gefa gaum vandamálum
lífs og dauða; þó aldrei án þess
að gleyma því, að líf okkar hér
á jörðu er sú eina staðreynd sem
við þekkjum, sú eina reynsla
sem með okkur býr. Skulum við
svo láta þessi mál liggja milli
hluta, en að síðustu þetta: ef
ég ætti ráð á einni ósk, yrði hún
sú, að þeir, sem kveðja þessa
öld, yrðu eiris hamingjusamir og
við höfum verið, sem fögnuðum
árroða aldarinnar og erum nú
! byrjaðir að líta til lofts.
J — M.