Morgunblaðið - 08.03.1958, Page 3

Morgunblaðið - 08.03.1958, Page 3
T_aup;ardaE'ur 8 marz 1958 MORCinVfíT 4Ð1Ð 3 íslendingar þurfa að eignast togara af hinni nýju gerð Kjartan J. Jóhannsson reifar málib á Alþingi Á FUNDI í neðri deild Alþingisvoru fyrir Norðmenn í Þýzka- í vikunni var raett um frumvarp | landi. það um togarakaup, sem flutt er af Kjartani J. Jóhannssyni, Jó- hanni Hafstein, Sigurði Ágústs- syni og Magnúsi Jónssyni. Frum- varpið var lagt fram fyrir nokkr- um dögum, eins og áður hefur verið sagt frá í blaðinu. Eíni þess er það, að tvö af fyrstu fjórum skipunum, sem samið veröur um að smíða eftir Iögun- um frá 195tí um togarakaup, skuli vera af hinni nýju gerð, sem nokkuð er tekin að ryðja sér til rúms erlendis. Eru skip af þessari gerð tveggja þilfara og taka vörp una inn yfir skutinn. Kjartan J. Jóhannsson fylgdi Munurinn á nýju og gömlu gerðinni Þá skal ég leitast við að gera lauslega grein fyrir þeim mun, sem er á togurum af venjuleg'-j gerð og þessum nýju skipum. Venjulegur togari hefur eitt þilfar. Á því er togvindan, og inn á það er varpan og aflinn tekinn. Þar fer einnig fram óli vinna við fiskinn, þar til hann er tilbúinn til að leggjast í salt eða ís í lest skipsins. Einnig for þar fram aðgerð á vörpunni, ef með þarf. Þarna eru menn að vinnu liit frumvarpinu úr hlaði og sagði varðir fyrir sjó og veðrum, meðal annars: Tiltölulega litlar breytingar Frá því að togveiðar hófust hér fyrir alvöru hafa skipin, veiðar- færin og aðferðin sjálf við veið- arnar tiltölulega lítið breytzt, að öðru leyti en því, að skipin hata verið stækkuð og fengið aflmeiri vélar. Jafnframt því hefur varp- an verið stækkuð og vírarnir lengdir. Þessar breytingar valda því, að skipin eru nú afkastameiri, ef fiskigengd er jöfn, auk þess sem þau geta togað á meira dýpi cn áður var. En aðferðin, gerð vörp- unnar og skipanna, er að mestu hin sama. Þó varð sú breyting á hjá okkur íslendingum, þegar ný- sköpunarskipin svonefndu voru keypt, að vélar nokkurra þeiria eru nú díselvélar í slað gufuvéia. Gufuvélarnar allar eru og oliu- kyntar en voru kolakymar áð- ur. Ný gerð togara reynd erlendis Þaö mun aniangt, siðan þvi var hre^ Zt hér á landi, að byggja ælti tveggja þiífara togara, þar sem varpan og fiskurinn vaeri tckinu inn yfir skut, en ckki á síðu skips ins eins og verið hefur. Ég hygg að Andrés Gunnars- son vélstjóri, hafi fyrstur hreyft þessu máli 1945 eða 1946. Hann smíðaði likan af slíku skipi cg reyndi að koma því til leiðar að slíkt slcip yrði byggt. Til þess fékkst þó ekki sá sluðningur sem þurft hefði, hvorki hér eða i Englandi. Næst fréttist svo það, að enskt fyrirtæki fær tundurspilli, lætur breyta honum og hefja á honum togveiðar, en taka vörpuna með aflanum í inn yfir skutinn. tíú tilraun gafst svo vel, að fyrir- tækið hefur síðan látið byggja stórt verksmiðjuskip með svip- uðu iagi. Þá er vitað að Rússar hafa lat- ið byggja nokkur slík skip. Og á sl. ári hafa Vestur-Þjóðverjar látið byggja þrjú slík skip. Ensku og rússnesku skipin eru verksmiðjuskip, gerð til veiða á fjarlægum miðum og vera lengi í veiðiferð. Þýzku togararnir eiu minni eða af svipaðri stærð og stærstu togarar okkar, og sé rétt frá greint í tímaritum þeirra, er verðið svipað og á nýjustu togur- um okkar. Þeir eru hálf-verk- smiðjuskip, þ. e. gert er ráð fyrir, að þegar sótt er á fjarlæg mið, sé í upphafi veiðiferðar unnið úr aflanum um borð, einkum ef afh er tregur, en síðarihluta veiðiferð arinnar er skipið fyllt af ísuðum fiski á venjulegan hátt. Þjóðverjar hafa um leið reyiit nýjungar í véla- og skrúfuútbui'- aði, sem þó eru meiri aukaatriði að sinni, nema það, að á einu skipinu er skiptiskrúfa. Það er vafalaust hentugt fyrir skip, sem þurfa ýmist að toga eða sigia langan veg, en hefur áður verið notað á togurum, sem byggðn- meðan varpan er tekin, og auk þess liggja togvírarnir fram og aftur um þilfarið, en á virunum Reynsla af nýju gerðinni Að sögn skipverja, sem reynt hafa báðar gerðirnar, er mikill munur á, hve skemmri tími fer í að taka inn vörpuna og aflann á nýju skipunum. Ætti því tim- inn sem þau hafa veiðarfærin í sjó, að lengjast að öðru jöfnu. Auk þess segja þeir, að auðvelt sé og hættulaust að toga, þótt veðrið sé mun verra en verst má verða nú. Þetta eru aðalatriðin og ástæð- urnar til að sjálfsagt er fyrir okkur að fá þessa nýju gerð tog- ara. Ýmsar aðrar nýjungar skipta minna máli, en auðvelda þó stjórn skipsins og auka nýtni þess, eins og t. d. skiptiskrúfan og sjálfstýring svo eitthvað sé nefnt. Ákvörðun á að taka nú Það er enginn vafi á því, að sérstaklega er heppilegt að ákveða þetta nú, áður en gengið STAKSTEIIVAR togarinn Sagitta kom til Reykjavíkur fyrir sköxuuiu. — Hann er með liinu nýja lagi, sem lýst var fyrir Alþingisniönn- um í gær. Á myndínni sést skutur skipsins, en þar er varpan aregin inn. (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) er talið að sé 10—15 tonna átak og enn meira, ef festur koma fyrir. Hefur þá iðulega komið fyr ir, að togvírarnir hafa slitnað og jafnvel valijið slysum. Meðan varpan er tekin, liggur skipið flatt fyrir sjó og vindi. Á nýju gerðinni eru þilförin tvö. Á efra þilfari er togvindan, og inn á það er varpan dregin með aflanum í. Síðan er aflan- um hleypt úr henni niður um op aftast á efra þilfari niður á neðra þilfar. Vírarnir liggja beint frá togvindu í gálgana. Þegar varp- an er dregin inn, eru mennirn- ir, sem að því vinna á efra þil- fari, allhátt yfir sjó, auk þess sem skipinu er haldið upp í á meðan. Öll vinnan við aflann fer fram undir þilj<um, og færibönd eru notuð til að létta vinnuna, líkt og í verksmiðju í landi. Vegna þess að ekki er geymd- ur fiskur eða unnið að honum á efra þilfari, verður þar góð að- staða til aðgerða á vörpunni, ef með þarf. Þótt þessar lýsingar séu mjög ófullkomnar, vona ég, að af þeim sé ljóst, hvað aðstaða öll til vinnu er betri á nýju gerðinni. Er og alveg vafalaust, að slysahætta er verulega minni. er frá samningum um smíði þeirra 15 togara, sem ákveðið hefur v'erið að fá til landsins. Það er mikilsvert að a. m. k. tvö af fyrstu fjórum skipunum, sem við fáum, verði með þessu lagi, því að eftir þeim upplýs- ingum, sem fengizt hafa, er ekki búizt við að fleiri skip fáist á ári en 4—5. Væri sjálfsagt, að við áskildum okkur rétt til að fá öll síðari skipin af nýju gerð- inni, ef við óskum og segjum til um það með hæfilegum fyi-ir- vara. Eg er eklti í vafa um að þeir sem reyna nýju gerðina, vilja ekki síðar eldri gerðina. Hitt er ekki víst aftur á móti, að við teljum okkur henta að hafa út- búnað að öllu eins til vinnslu aflans, eins og aðrar þjóðir hafa gert. Við stöndum þar allt öðru vísi að vígi, erum nær fiskimið- unum og eigum nægar verksmiðj ur til að vinna aflann í landi. Sá útbúnaður fer eftir því, sem væntanlegir eigendur kynnu að óska og um semst, enda auðvelt að breyta því eða bæta úr síðar, ef henta þykir. ★ Að ræðu Kjartans lokinni tók dr. Gunnlaugur Þórðarson til máls. Mælti hann með samþykkt tillögunnar. Kvað hann nokkuð Kjarlan J. Jóhannsson. hafa á því borið um skeið, að menn óttuðust, að fiskurinn merð ist meira á skipum með hinu nýja lagi, en nú væri komið í ljós, að sá ótti væri ástæðulaus. Frumvarpinu var síðan vísað til 2. umr. og sjávarútvegsnefnd- ar. Rætt um aðalbrautir Á FUNDI bæjarstjórnar Reykja- víkur í fyrradag var rætt um til- lögu umferðarnefndar um að gera Sundlaugaveg og Brúnaveg að aðalbrautun*. Hafði bæjarráð mælt með þeirri ráðstöfun. — Nokkrar umræður urðu um mál- ið. Alfreð Gíslason (K) taldi vafasamt, að Brúnavegur ætti að verða aðalbraut, en Einar Thor- oddsen (S) kvað ekki heppilegt, að undanskilja hann. Brúnavegur er beint framhald Sundlauga- vegar og verður nafnbreytingin við Dalbraut. Sagði Einar, að um- ferðarnefnd teldi ekki rétt, að aðalbrautarrétturinn á götu þess- ari næði aðeins að Dalbraut. — Einnig bar á góma í umræðun- um, hvort gera ætti Laugarásveg og Langholtsveg að aðalbcautum. Einar kvað umferðarnefnd ekki vera því meðmælta vegna þess, hve mörg íbúðarhús væru við göturnar. — Frestað. var að taka ákvörðun um tillögu umferðar- nefndar. Verksmiðjan á Kletti _• UNDI bæjarstjórnar Reykja- víkur í fyrradag lagði Þórðiir Björnsson til, að endurbygging verksmiðjunnar á . Kletti yrði ekki leyfð. Kvað hann ástæðuna ekki aðeins vera þá, að óþefur bærist út þaðan, heldur og ekki síður hitt, að verksmiðjan væn of nálægt hinu fyrirhugaða hafn- arsvæði. — Geir Hallgrímsson benti á, að verksmiðjan væri nú starfrækt, og eigendunum hefði í haust verið gefinn 6 mánaoa frestur til að eyða óþef frá verk- smiðjunni. Taldi hann rétt, að málið yrði tekið upp í sambandi við gerð nýs lóðarsamnings, þeg- ar fresturinn er úti. Tillögu, sem Þórður lagði fram, var sam- kvæmt uppástungu Geirs vísað frá jneð 14 atkvæðum gegn 1. Fé til Olympíuleika WASHINGTON, 7 marz. — í dag fór Eisenhower Barwlaríkjafor- seti þess á leit við Bandaríkja- þing, að það veiti 3.5 millj. doll- ara í framkvæmdir í Squrw Valley í Kaliíorníu, þar sem Bandaiíkjamenn ætla að reisa Olympíuborg sína. Fjárhæðin verður m.a. notuð til þess að byggja íþróttasvæði o.þh. Kali- forníuríki hefur veitt 5 millj. dóllara í þessu skyni. — Ráðgert er, að Vetrar-Olympiuleikarnir 1960 fari fram í Bandaríkjunum. Ánægðir með árang- urinn „Þegar litið er á það, að stjórn- in hefur enn ekki starfað nema í rúmlega 1(4 ár, verður ekki annað sagt cn að hér sé um mik- inn árangur að ræða“ Þannig komst Tíminn m. a. að orði, er hann ræddi árangur sam- starfs vinstri stjórnarflokkanna í forystugrein sinni í gær. Má um þessi ummæli segja, að litlu verður Vöggur feginn. í hverju birtist árangurinn af starfi vinstri stjórnarinnar ? Hann blasir við öllum almenn- ingi. Versnandi fjárhagur þjóð- arinnar, stórkostleg skuldasöfn- un, vaxandi dýrtíð og verðbólga, sligandi skattar á allan almenn- ing og yfirvofandi öngþveiti. Sjálfur Tíminn talar í þessari sömu forystugrein sinni í gær um „atvinnuleysi framundan" ef ekki verði tekið á vandamálunum „með festu og raunsæi því að ella verður ekki hægt að halda framleiðslunni áfram“ Þannig étur Tíminn í einni setningu ofan í sig allt gortið af árangrinum af starfi vinstri stjórnarinnar! Vaxandi umræður um kjördæmamálið Undanfarna mánuði hafa verið uppi miltlar og vaxandi umræður um kjördæmaskipun okkar. Sætir það vissulega engri furðu. Allir sanngjarnir og skynsamir menn sjá að hún er orðin gersamlega úrelt. Alþingi er nú viðs fjarri því að vera rétt mynd af þjóðar- viljanum. A þetta hefur verið bent í mörg um greinum, bæði í Morgunblað- inu cg Alþýðublaðinu. Innan kommúnistaflokksins er einnig vitað að áhugi ríkir á breyt- ingu á kjördæmaskipuninni. í’ramsóknarflokkurinn er eini flokkurinn á íslandi, sem alltaf hefur barizt gegn öllum leiðrétt- ingum í lýðræðisátt á kjördæma- skipuninni. Það er vegna þess að hann hefur alltaf grætt á rang- lætinu. Og Framsóknarmenn fylgja alltaf hentistefnu. Þá varð ar aldrei um það hvað er sann- gjarnt og réttlátt. Lofcrð um endurskoðun Vinstri stjórnin lofaði þvi i míl cfnasamningi sínum að láta end- urskoða stjórnarskrána. En hvergi bólar á efndum þess lof- orðs, frekar en efndum á öðrum loforðum hennar. í samþykkt flokksstjórnar Alþýðuflokksins um daginn var þó tæpt á því að standa þyrfti við það. En ekki er líklegt að Framsóknarmadd- aman taki mikið tillit til þeirrar óskar samstarfsflokks síns. Hún er nú alltof upptekin við að styðja kommúnista í verkalýðs- félögunum til þess að hafa tíma til að ræða um endurskoðun stjórnarskrár og kjördæmaskipun ar við Alþýðuflokkinn. Kjarni málsins er þó sá, að þjóðin mun ekki sætta sig öllu lengur við það ranglæti, sem ríkir í kjördæmaskipuninni. Inn- an skamms tíma hlýtur að koma að því, að tilraun verði gerð til Ieiðréttingar því. Framsóknar- afturhaldið, sem veit að ranglæt- ið er Iíftaug þess mun auðvitað eins og áður berjast gegn öllu réttlæti. En þörf íslenzks lýðræðis og þingræðis fyrir nýja og sanngjarn ari kjördæmaskipun mun engu að síður knýja fram breytingar, sem skapa munu möguleika betra stjórnarfars en nú ríkir í landinu. Enginn stjórnarflokkur nema Framsókn græðir á ranglæti nú- re. ■ ’i ''iördæmaskipunar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.