Morgunblaðið - 08.03.1958, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 08.03.1958, Blaðsíða 15
Laugardagur 8. marz 1958 MORCUNRLAÐIÐ 15 Frabkor ætlu nð beito sér fyrír hernaðorboiidalagn Miðjarðar- halsþjóða Þeir senda 28 þús. hermenn fil viðbófar herafla sínum í Alsír PARÍS, 7. marz. — í kvöld fékk franska stjórnin traust, þegar þingið greiddi atkvæði um áætlun hennar um styrjaldarreksturinh i Alsír. 286 þingmenn greiddu stjórninni atkvæði, en 141 voru á móti. í áætlun stjórnarinnar er m. a. gert ráð fyrir því, að 28 þús. fianskir hermenn verði sendir til Alsír til viðbótar þeini 375 þús. liermönnum, sem þar eru nú. Innanlandstnál Frakka í i-æðu sinni sagði Gaillard, að í áætluninni væri bent á leiðir til að verja bæði Frakkland og Alsír, eins og hann komst að orði. Ráð- herrann sagði ennfremur, að ekki kæmi til mála, að Alsírdeilan yrði leyst á alþjóðlegum vettvangi, enda væri hér um algjört innan- ríkismál Frakklands að ræða. — Gaillard sagði, að Frakkar berð- ust ekki aðeins í Alsír fyrir sjálfa sig heldur allan hinn frjálsa heim. Þetta ættu sumir banda- menn Frakka erfitt með að skilja og væri leitt til þess að vita. Hernaðarbandalag Þá sagði forsætisráðherra Frakka, að stjórnin mundi leggja fram tillögur um stofn- un varnarbandalags þjóðanna við vestanvert Miðjarðarhaf ög yrði það nátengt Atlants- Eldur í smiðju SÍÐDEGIS í gær var slökkvilið- ið kallað út tvisvar sinnum. í fyrra skiptið var mikill eldur í litlu verkstæði við Vesturgöt- una en í síðara skiptið var eldur í íbúðarskúr. Verkstæðið er við húsið Vest- urgata 21. Verið var að kveikja upp í olíuofni. Maðurinn sem að þessu var, þurfti að bregða sér í síma. Þegar hann kom aftur má heita að litli verkstæðisskúi- inn væri allur í björtu báli. Þar var unnið við málmsmíðar. Tók það ekki langan tima fyrir slökkviliðið að ráða niðurlögum eldsins, en í smiðjunni litlu urðu þó töluverðar skemmdir. ÆskolýðssoB- kono í kvöld K.F.U.M. Fríkirkjunnar nefnist eitt af safnaðarfélögum þeirrar kirkju. Það starfar meðal ungs fólks innan safnaðarins. í vetur hefur starfsemi þess aukizt allverulega. Þess skal get- ið t. d., að félagið hefur aðstoð- að við barnaspurningar með skuggamyndasýningum, og hafa þær gefið mjög góða raun. Hafa forráðamenn félagsins fullan hug á því að halda þessari starfsemi áfram, og jafnvel auka hana, ef fært reynist. Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 8,30 gengst félagið fyrir æsku- lýðssamkomu í Fríkirkjunni. í henni munu taka þátt: Bassa- söngvarinn Hjálmar Kjartansson og Fríkirkjukórinn ásamt organ- ista kirkjunnar. Einnig verður lesinn kafii úr æfisögu enska stjórnmálamannsins, William Wilberforce. Að lokum tala svo safnaðarpresturinn, séra Þor- steinn Björnsson og Kolbeinn Þorleifsson, formaður félagsins. Gert er ráð fyrir almennum söng, og er fólk því beðið um að hafa með sér sálmabækur. Sagt mun verða nánar frá starfsemi félagsins á samkom- unni, og er gengið verður út, mun verða tekið á móti gjöfum, félaginu til styrktar. Allir eru velkomnir á samkomu þessa, sérstaklega ungt fólk, á meðan húsrúm leyfir. hafsbandalaginu. Auðvitað yrði Alsír aðili að slíku bancia lagi. — Talsmaður frönsku stjórnarinnar sagði í kvöld, að málið yrði rætt við stjórnir Ítalíu og Spánar, áður en end- anleg ákvörðun yrði tekin. Lönd þau, sem til greina koma sem aðildarríki þessa nýja bandalags eru: Túnis, Mar- okkó, Libýa og England, auk þeirra, sem nefnd voru að framan. Unglingur hætt hominn í sundlaug AKRANESI, 7. marz. — Sl. laug ardag meiddist 13 ára drengur hér í sundlauginni. Þennan dag var svo sem venja er á laugardögum margt um manninn í Bjarnarlaug. Dreng- urinn, sem heitir Hallgrímur Þór Hallgrímsson, hafði synt í kafi, en var rétt nýkominn upp á yfirborðið er 18 ára skriðsunds- maður kom á harðaspretti og er hann skaut hendinni fram fyrir sig í sundtaki, kom hún beint í annað auga Hallgríms Þórs, sem við það fafaðist sundið. Stein- sökk drengurinn niður á botn laugarinnar. Aðalsteinn Jónsson sundkennari sá er þetta gerðist og stakk sér samstundis á eftir drengnum og bjargaði honum upp úr lauginni. Var hann flutt- ur heim til sín, en næsta dag var læknis leitað. Kom í ljós að Hall- grímur Þór hafði fengið heila- hristing undan höggi skriðsunds mannsins og hornhimnan á auga drengsins hafði rifnað. — Oddur Batnandi afla- brögð við Eyjar VESTMANNAEYJUM, 7. marz. — Allur þorri báta hér er nú komin með *et, þó eru enn 10 bátar með línu, en þeir hafa ver ið með góðan afla 6—10 tonn í róðri. Afli netjabátanna hefur verið æði misjafn að undanförnu. í gær var aflinn frá 300 fiskum upp í 6700 fiska, en yfirleitt var aflinn þó í tregara lagi í gær. í gær voru aðeins nokkrir bátar með meiri afla en 3000 fiska og mestan afla hafði ms. Sindri er var með 6700 fiska, eða um 59 tonn upp úr sjó, og er það óhemju-góður afli. í dag er afli netjabátanna mikið jafnari, frá 1000 fiskum upp í 5000 fiska. Mjög margir bátar voru með 2000—3000 fiska. Handfærabát- arnir sem eru orðnir mjög marg ir hér í Eyjum og hingað til hafa verið með lélegan afla, fengu í dag í fyrsta skipti á vertíðinni allverulegan afla og sumir ágæt- an. — Sjómenn telja að mikill fiskur hafi gengið nú í straum- inn, en fiskurinn heldur sig mjög grunnt undan Sandi. Útlit er fyr- ir sjóveður í nótt. — Bj. Guðm. A fundi bæjarstjórnar í fyrrad. var samþykkt tillaga frá Guð- mundi Vigfússyni um, að vatn úr borholu við Sundlaugarnar skyldi leitt í laugarnar. Um þetta hafði hitaveitunefnd ritað bæj- arráði fyrir skömmu. 1. O. CL T. St. Verðandi no. 9 Fundur í kvöld kl. 8,30. 1. Inntaka riýliða. 2. Upplestur: Einbjörg Einars- dóttir. — Æt. Unglingastúkan Unnur nr. 38 fundur á morgun, sunnudag kl. 10 f.h. Inntaka nýrra félaga. — Kvikmyndasýning o. fl. skemmti atriði. Fjölsækið stundvíslega. — Gæzliumaffur. Lokað i kvöld KOPAVOGUR Sjálfstæ'ðisfélögin í Kópavogi efna til skemmtunar í Tjarnarcafé niðri, nk. sunnudag kl. 8,30 e. h. Aðgöngumiðar fást í skrifstofu flokksins að Mel- gerði 1, í dag kl. 7—9 e. h. og á morgun, sunnudag kl'. 1—4 e. h. ATH. Strætisvagn fer frá Tjarnarcafé í Kópavog að skemmtuninni lokinni. Skemmtinefndin. Háskólastúdentar! skemmtið ykkur að Gamla-Garði í kvöld. Hljómsveit leikur frá klukkan 9 Stúdentar vitji aðgöngumiða gegn skírteini milli kl. 5—7. Stjórnin. Einbýlishús Til sölu er einbýlishús í byggingu á góðum stað í Reykjavík. Upplýsingar í síma 3.30.85. Kvittanahefti (febrúarmánuður) frá Morgunblaðinu tapaðizt sl. fimmtudag, sennilega í Kópavogi. Reikningarnir eru í þessar götur: Kársnesbraut, Urðarbr; ut, Hraunbraut, Hófgerði og Holtagerði. — Finnandi vinsaml. skili því í skrifstofu Morgun- blaðsins, sími 2-24-80. Plymouth '47 sérlega góður og vel útlítandi er af sérstökum ástæðum til sölu nú þegar. Hagstætt verð. Uppl. í síma 19327, eftir hádegi í dag og á morgun. Unglinga vantar til blaðhuröar við Bráðræðlsliolt Baldursgofu Sími 2-24-80 GlSLI GUÐMUNDSSON bókbindari andaðist aðfaranótt föstudagsins 7. marz í sjúkrahúsi Hvítabandsins. Guðmundur Gíslason, Fanney Guðmundsdóttir. Bróðir minn , JÓHANNES ASKEVOLD JOHANNESSEN læknir í Rekovac, Júgoslavíu, andaðist þar 22. febrúar sl. Haraldur Johannessen. Hjartkær móðir mín, tengdamóðir og amma VALGERÐUR JÓNSDÓTTIR frá Tannstöðum, andaðist að heimili okkar, Barmahlíð 12, aðfaranótt 6. marz. Aðstandendur. Hjartkær eiginmaður minn og faðir okkar húsasmíðameistari andaðist í Landakotsspítala 7. þ.m. SVERRIR SVERRISSON Guðrún Magnúsdóttir og börn. Hjartans þakkir til allra fjær og nær er auðsýndu okk- ur samúð og vinarhug við andlát og jarðarför HJARTAR PALSSONAR Sigríður Þórðardóttir, Ágúst Pálsson og fjölsbylda Útför BENEDIKTS ERLENDSSONAR er lézt 4. marz, fer fram þriojudaginn 11. marz kl. 2 e. h. frá Aðventkirkjunni. Aðstandendur. Innilegustu þakkir færum við öllum þeim, bæði nær og fjær, sem sýndu okkur samúð og vinarhug við fráfall og jarðarför elsku di-engsins okkar GUÐJÓNS ELl Guð blessi ykkur öll. ísafirði, 3. marz 1958. Rebekka Stígsdóttir, Sturla Halldórsson og börn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.