Morgunblaðið - 08.03.1958, Blaðsíða 14
14
MORGVNBLAÐIÐ
T.augardagur 8. marz 1958
Bjarni Hávarðsson
MINNING
BJARNI Hávarðsson lézt í Lands
spítalanum 24. febr. sl. eftir all-
langa vanbeilsu. Með honum er
fallinn í valinn ein af hinum
ölanu kempum, sem fastast sóttu
sjóinn á íyrstu áratugum þess-
arar aldar, og drógu mesta og
bezta björg i bú vor íslendinga
úr hafdjúpuj.'um.
Bjarni var Austfirðingur að
ætterni, fæddur 31.7. 1882 að Hól-
um i Norðfirði, þannig hálfátt-
ræður orðinn. Foreldrar hans
voru Hávarður Einarsson bóndi
i Hellisfirði og Hólum, og síðari
kona hans, Björg Árnadóttir,
bónda á Hærukollsstöðum Sveins
sonar. Hávarður var son-
ur Einars Erlendssonar bónda í
HeJIisfirði og Þrúðar Hávarðar-
dóttur. Systir Hávarðs var Ólöf,
kona séra Finns Þorsteinssonar
á Klyppsstað, en sonarsynir
hennar eru þeir Eysteinn fjár-
málaráðherra og Jakob prestur.
Þrúður var systir séra Jóns
Hávarðssonar prests á Skorra-
stað, gáfumanns og hins mesta
karlmennis. Voru þau börn Há-
varðs Jónssonar bónda í Stakka-
hlíð í Loðmundarfirði og Hólum
í Norðfirði, Hávarðssonar bónda
í Stakkahlíð og Austdal í Seyðis-
firði. Jón var sonur Hávarðs
Magnússonar á Bakka og Gilsár-
twllum í Borgarfirði árið 1703.
Hann var nefndur Hávarður
stóri, sakir vaxtar síns, og var
hreppstjóri Borgfirðinga. Er
þetta Njarðvlkurætt, og voru
margir menn í þeirri ætt, sem
kyn sitt áttu að rekja til Björns
skafins, mikilhæfir og hraust-
menni.
Einar bóndi í Hellisfirði var
sonur Erlends Árnasonar bónda
í Hellisfirði Torfasonar á Græna
nesi. Einar var bróðir séra Þór-
arins, föður Erlends sýslumanns
í ísafjarðarsýslu, sem fórst á
ísafjarðardjúpi árið 1857. Kona
hans
Erlends Árnasonar var Ólöf Jóns
dóttir Oddssonar á Skeggjastöð-
um í Fellum, en kona Árna Torfa
sonar var Guðrún Þórarinsdóttir,
og er frá henni talin Hellisfjarð-
arætt. Guðrún var dóttir séra
Þórarins Jónssonar prests á
Þvottá og Skorrastað, Guttorms-
sonar prests að Hólmum, Sig-
fússonar prests að Hólmum.
Kona séra Þórarins Jónssonar
var Sesselja Bjarnadóttir, Einars
sonar prests í Ási og Guðrúnar,
dóttur séra Stefáns Ólafssonar
prests í Vallanesi og þjóðskálds.
Kona séra Jóns var Margrét Þór-
arinsdóttir Jónssonar prests á
Hrafnagili í Eyjafirði, en kona isonar
Guttorms Sigfússonar var Berg- úann
ljót Einarsdóttir Skúlasonar, son s°nur
ar Steinunnar, laundóttur Guð-
brands Þorlákssonar biskups á
Hólum. Af þessari stuttorðu ætt-
rakningu má ljóst vera, að Bjarni
var vel ættaður. Allt er þetta
nánar rakið í Ættum Austfirð-
inga eftir séra Einar Jónsson
á Hofi, en ekki er þó skírnar-
nafns hans þar getið, er nefnd er
til sögunnar síðari kona hans.
í fyrra hjónabandi, með Vig-
dísi Jónsdóttur eignaðist Há-
varður, faðir Bjarna 5 börn: Jón,
Einar, Þórarin, Guðmund og.
Guðrúnu og eru þau systkin
kunn. Guðmundur var hestamað
ur mikill og var ekiil Friðriks 8.
þegar hann kom hingað árið
1907. Albræður Bjarna voru
þessir: Magnús og Árni Bergþór.
Auk þessara mörgu barna var
alinn upp á heimili Hávarðs og
Bjargar, Óla£ur Gíslason, sonur
hennar og unnusta hennar. Há-
varður dó um 1890, uíii sextugs
aldur. Þá tvístraðist hemiilið og
fór Bjarni þá til Þórarins bróð-
ur síns, sem búinn var að festa
ráð sitt. Frá honum fermdist
hann 14 ára gamall áríð 1896 og
gefur sóknarprestur honum góð-
an vitnisburð. Segir hann lesa á-
gætlega, skrifa vel og reikna
sæmilega. Þórarinn bjó í Nesi í
Norðfirði og var Kona
Kristín Stefánsdóttir.
Bjarni gerðist snemma mikill
dugnaðarmaður og byrjaði ung-
ur að aldri að stunda sjóróðra á
árabátum, eins og þá tíðkaðist.
Var hann enn ungur, þegar hann
var tekinn til formennsku, svo
líklegur þótti hann snemma til
að verða aflamaður og góður
skipstjórnarmaður. Á þeim ár-
um var Bjarni einhverju sinni á
sjó út af Norðfirði, og var svört
þoka á, eins og Austfjarðaþok-
ar. getur svörtust verið, svo að
naumast sást út fyrir borðstokk-
mn. Kom þá reyndur foi'maður
róandi til Bjarna og stefndi frá
landi. Tóku þeir tal saman, og
kom þar að Bjarni spurði hann,
hvert hann væri að halda. Svar-
aði hinn því til að hann væri á
leið til lands. Kvaðst Bjarni þá
hafa sagt honum, að því væri
ekki að heilsa. Brást hinn reið-
ur við og hélt hann, grislinginn,
litið vita um það, og reri burt í
sömu átt og áður. Bjarni kom
á venjulegum tíma heim úr róðr
inum, en ekkert spurðist til hins
aldna formanns. Þokan hélzt hin
sama svo dögum skipti. Á þriðja
degi kom gamli sjógarpurinn
heim og sagði sínar farir ekki
sléttar. Hafði hann fyrst haft
veður af landi norður við Dala-
tanga. Sökum þess að hann
treysti sér ekki til að taka þaðan
beina stefnu á Norðfjörð og
halda henni, greip hann til þess
ráðs að róa með ströndum fram
suður tif Norðfjarðar. Áttaviti
hans mun hafa verið í ólagi.
Árið 1907 kvæntist Bjarm
Rannveigu, dóttur Ólafs Ásgeirs
smiðs á Norðfirði. Var
ættaður af Vestfjörðum,
Ásgeirs Magnússonar
bónda á Kleifum í Seyðisfirði
Þórðarsonar prests í Ögurþing-
um. Bjarni og Rannveig reistu
bú að Krossavík. Eignuðust þau
tvo syni, Ólaf Hjálmar 1908 og
Rannver Björgvin 1909. En
skömmu eftir siðari barnsburð-
inn 18. sept. 1909, andaðist Rann
veig, aðeins 23 ára að aldri.
Bjarni tók sér konumissinn
mjög nærri, og var nú á lausum
kili um skeið, og hallaðist eftir
það í of ríkum mæli að náðar-
meðulum Bakkusar. Börnin tók
Hjálmar Ólafsson verzlunarmað
ur að Ekru í Norðfirði að sér,
en hann var bróðir Rannveigar.
Synir Bjarna voru báðir iátnir
a undan honum, fyrir ekki all-
löngu. Ólafur átti eina dóttur,
Hrafnhildi ,en Rannver átti ekki
afkvæmi.
Bjarni lagði alla tíð stund á
sjómennsku. Gerðist hann
snemma formaður, eins og áður
segir, og síðan skipstjóri með
vélskipið Stellu, sem þótti mikið
skip á þeirri tíð. Stundaði hann
fiskveiðar á því fyrir Austur-
Vestur- og Suðurlandi á vetrar-
vertiðum. Vertíðina 1911 var
hann með Stellu við Vestmanna
eyjar, en 1914 var hann með v.b.
Ceres frá Vestmannaeyjum, sem
móðir mín og fleiri Vestmanna-
eyingar áttu. Mér er Bjarni enn
minnisstæður frá þeim árum fyr
ir sakir glæsimennsku hans og
dugnaðar. Sérstaklega er mér
minnisstæð ein heimkoma
Bjarna úr verstu svaðilför á
Ceres. Reri hann þá einskipa og
hreppti versta veður, en það var
svo með hann, að hann reyndist
því meira karlmenni sem hann
kom í meiri mannraunir.
Árið 1916 fluttist Bjarni frá
Norðfirði til Reykjavíkur og
ári síðar mun hann hafa lagt
leið sína til ísafjarðar. Var hann
hér fyrst með Stellu tvær ver-
tíðir, en gerðist þá skipstjóri
með v.b. Leif fyrir Helga Sveins
son, fyrrv. bankastjóra. Eftir
pað átti Bjarni heima á ísafirði
og stundaði jafnan sjó, nema
hvað hann hætti vetrarróðrum
þegar flann nálgaðist sjötugsald-
urinn. Mörg hin síðari ár stund-
aöi hann veiðar með dragnót og
var jafnan aflasæll. Liha tru
hafð.1 hann á því, að það veiðar-
færi ylli jafnmiklum spjöllum
og sumir teija.
Árið 1921 kvæntist Bjarni í
annað sinn, og átti nú Þóru, dótt
ur Jóns Einarssonar bónda á
Bóndastöðum Hjörleifssonar
prests í Vallanesi. Þóra var
fyrsta lærða hjúkrunarkonan, er
til starfa tók á íslandi og var
hún lengi yfirhjúkrunarkona við
sjúkrahúsið á ísafirði og síðan
rak hún hér veitingasölu. Þóra
var myndarkona og skörungur.
Þau ólu upp Jóhönnu Vilhjálms
dóttur, og eftir að hún missti
mann sinn, tóku þau Bjarna
Þór, son þeirra, í fóstur. Þóra
andaðist árið 1953.
Bjarni veiktist síðari hluta árs
1955 og var eftir það að mestu
leyti í sjúkrahúsum. En á sl.
ári var hann ráðinn til vistar í
dvalarheimili aldraðra sjó-
manna, Hrafnistu í Reykjavík,
en þá hraKaði heilsu hans, svo að
ekki varð af því.
Bjarni Hávarðsson var greind
ur maður og kunni frá mörgu að
segja^ frá langri ævi og bylja-
samn. Hann var vel lesinn og
hafði mikla ánægju af þjóðleg-
um fróðleik. Hann var glaðsinna
og gamansamur, og hnyttinn í
tilsvörum, ef því var að skipta.
Munu vinir hans jafnan minnast
hans með söknuði og ánægju.
Bjarni var barngóður með af-
brigðum og hændust bórn að hon
um hvar sem hann fór.
Bjarni fær gott eftirmæii
þeirra, sem bezt þekktu hann.
— JGÓ.
Frá Búnaðarþingi:
Þingið vonnr nð Lnndsmot
hestnmnnnn fnist hnldið
n Þingvollum
í GÆR var fjárhagsáætlun Bún-
aðarfélagsins til 2. umræðu á
Búnaðarþingi. Urðu nokkrar um
ræður um lítils háttar tilfærslur
á fj árhagsáætluninni en beinar
tillögur til breytinga komu ekki hátt.
Búnaðarþing leyfir sér þó að
vænta þess, að Þingvallanefnd
leyfi, að haldið verði landsmót
framvegis á þessum stað, enda
fari landsmótin vel fram á allan
fram við þessa umræðu.
Aukin smjörneyzla
Ályktun var i gær samþykkt
út af erindi Guðmundar Guðjóns
sonar þess efnis að Búnaðarþing
beini því til Framleiðsluráðs
landbúnaðarins, að gert verði alit
sem unnt er til aukningar smjör-
neyzlu í landinu og nendir sér-
staklega á sjúkrahús, heilsuhæli
og matsöluhús, sem líldegar stofn
anir til meiri viðskipta að þvi er
þetta snertir.
Landsmót hestamanna
Þá var til fyrri umræðu tillaga
búfjárræktarnefndar um lands-
mót Landssambands hestamanna
félaga á Skógarhólum í Þingvalla
sveit. Framsögumaður rtefndar-
innar Bjarni Barnason kvað nauð
synlegt að halda á því máh með
lagni en misskilningur hefði kom
ið upp í samskiptum Landssam-
bandsins og Þingvallanefndar út
af þessu máli.
Þingsályktunartillagan hljóðar
svo:
„Svo sem lög um búfjárrækt
mæla fyrir, er heimilt að hafa
landsmót og landssýningu fyrir
kynbótahross á komanda sumri.
Landssamband hestamannafélaga
hefir þegar‘gert allmiklar girð-
ingar, rutt og jafnað sýningar-
svæði og gert brautir til kupp-
reiða í samvinnu og semráði við
hrossaræktarráðunaut Búnaðar-
félags íslands.
Mannvirki þessu var valinn
staður í Skógarhóium í Svartal
gilslandi, skammt frá Þingvöll-
um.
í bréfi Þingvallanefndar til
Landssambands hestamannafé-
laga 7. okt. 1957, segir svo:
„Vill Þingvallanefnd eftir at-
vikum leyfa að svæðið verði not-
að sem skeiðvöllur og sýningar-
svæði fyrir næsta landsmót L. H.,
án þess, að svo stöddu, að taka
nokkra afstöðu til þess, að svo
verði framvegis.“
Þá treystir og Búnaðarþing því,
að Þingvallanefnd leyfi að reist
verði nokkur bráðabirgðaskýli,
sem numin verði brott að mótinu
loknu, svo og, að nauðsynlegar
girðingar fái að standa, enda
verði þær vel vandaðar og þeim
vel við haldið og hið nýgrædda
land til sóma og staðarprýði.
Búnaðarþing vonar, að Þing-
vallanefnd sýni máli þessu í heild
velvilja og skilning, svo sem
nefndin hefir áður gert og lætur
í Ijós ánægju sína yfir framan-
greindri framkvæmd, enda telur
Búnaðarþing nágrenni Þingvalia
ákjósanlegasta staðinn fyrir lands
mót þau, sem allir hestaeigendur
eru einhuga um.“
Ekki urðu umræður um þetta
mál.
Byggðasöfn og silungarækt
Þá voru til umræðu alyktanir
um byggöasöfn og silungarækt.
Var skorað á Búnaðarfélag ís-
lands að vinna að því við ríkis-
stjórn og Alþingi að veittur verði
styrkur til bygginga húsa yíir
byggðasöfn. Um erindi Gísla Ind-
riðasonar varðandi siiungarækt
lagði alisherjarnefnd fram áiykt-
un þess efnis að Búnaðarþing liti
svo á að silungarækt í sjó væri
merk nýjung sem vert sé að
reynd verði hér á landi, en telur
að slíka stöð verði að byggja af
fullri verkfræðilegri kunnáttu og
tilraunin fari fram undir eftir-
liti veiðimálastjóra.
Að fengnum slikum aðstæðum
mælir Búnaðarþing eindregið
með að fé verði veitt i þessu
skini.
Ekki urðu umræður um þessar
ályktanir og var þeim báöum vis-
að til síðari umræðu.
Næsti .fundur Búnaðarþings
hefst kl. 9. 30 í d. g.
«rósir ó stáovnr uppreisitfflrmannQ
JAKARTA, 5. marz. — Yfirmað-
ur indónesíska flotans upplýsti í
dag, að hörð skotríð hefði verið
gerð á hafnarbæinn Bitin á N-
Celebes, sem er á yfirráðasvæði
uppreisnarmanna. Þá hefur verið
skýrt frá því, að tundurdufla-
belti hafi verið lögð framan við
höfnina.
Flugherinn skýrir frá því, að
flugmiðum hafi verið kastað yfir
Mið-Súmötru í dag. Frétzt hefur,
að á þann hátt hafi Jakartastjórn
komið þeim boðum til fólksitis
að halda sig í hæfilegri fjarlægð
frá öllum hernaðarlega mikilvæg
um mannvirkjum vegna árasa
stj órnarher j anna. Einnig hefur
frétzt, að stjórnin hafi sett fót-
göngulið á land á N-Súmötru og
sé það nú á leið til átaka við
uppreisnarmenn á miðri eyjunni.
Hvorug þessara frétta hefur hlot-
ið staðfestingu.
Sendiráðsfulltrúi Indónesíu í
Haag hefur borið fram mótmæli
við hollenzka utanríkisráðuneyt-
ið vegna þess, að hollenzkt her-
skip hertók fyrir skemmstu hol-
lenzkt kaupfar, sem Indónesíu-
stjórn hafði lagt hald á og var á
siglingu á vegum Indónesíu-
stjórnar.
Tók herskipið kaupfarið í tog —
og fór með það til hafnar í hoi-
lenzku Nýju-Guineu.
Framkvæmdastjóri SEATO (Suð-
austurasíubandalagsins) skýtði
svo frá, að fulltrúar stjórnar upp
reisnarmanna á Súmötru munau
ekki fá að sitja ráðherrafui.d
bandalagsins, sem hefst í Manila
10. þ. m. Áður höfðu uppreisnar-
menn látið í veðri vaka að þeir
mundu reyna að senda fulltrúa
þangað.
□-
-□
MEISTARAMÓT íslands í körfu-
knattleik hélt áfram á þriðju-
dagskvöld. íþróttafélag starfs-
manna Keflavíkurflugvallar sigr-
aði íþróttafélag stúdenta með 38
stigum gegn 34. Leikurinn var
mjög jafn og spennandi. A-lið
Cörfuknattleiksfélags Reykjavík-
ur sigraði B-lið félagsins með 47
stigum gegn 22.
Staðan í mótinu er þessi:
ÍR með 4 stig eftir 2 leiki.
ÍKF með 4 stig eftir 3 leiki.
ÍS með 4 stig eftir 3 leiki.
A-Iið KFR með 2 st. eftir
2 leiki.
KR með ekkert stig efir 2 leiki.
B-lið KFR með ekkert stig
eftir 2 leiki.
□-------------------------n
- .(juooe*. iiættir
PRAG, 7. mai'z. — Emil Zatopek
hættir nú að keppa í íþróttum
eftir 17 ára íþróttakeppni. Hann
er einn mesti hlaupari þessarar
aldar og á nú 5 heimsmet. Metin
voru sett á árunum 1951—1955.
AIIs hefur Zatopek sett 18 heims
met. Hann er nú 35 ára.
Viimingsmiði
seldur í Sand«erði
DREGIÐ hefur verið í happdrætti
íþróttafélags Keflavíkurflugvall-
ar. Upp kom vinningur nr. 1342.
Vinningurinn var flugfar fyrir
tvo Rvík—Hamborg—Rvik. Mið-
inn mun hafa verið seldur í
Sándgerði.