Morgunblaðið - 08.03.1958, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 08.03.1958, Blaðsíða 8
8 MORCVNfíLAÐIÐ L'augardagur 8. marz 1958 ITtg.: H.Í. Arvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri: öigfus Jónsson. Aðairxtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.) Bjarni Benediktsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur. Einar Asmundsson. Lesbók: Arni Ola, sími 33045 Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6 Sími 22480 Askriftargjald kr. 30.00 á mánuði innanlands. í lausasölu kr. i.50 emtakið. ÚRRÆÐALEYSI í EFNAHAGSMÁLUM EGAR núverandi ríkis- stjórn settist að völdum, taldi hún sig hafa tveim- ur meginverkefnum að gegna. Annað að koma því til leiðar, að varnarliðið hyrfi úr landi og var boðuð gerbreyting á þeirri stefnu, sem verið hafði í þeim málum, enda voru nú kommúnistar orð- inn stærsti stuðningsflokkur stjórnarinnar. Höfðu þeir þetta mál efst á stefnuskrá sinni, en Framsóknarflokkurinn hafði tek- ið það upp nokkru fyrir kosning- arnar. Allir vita, hvernig fór um þetta mál og er því óþarfi að rekja það hér. Varnarliðið situr enn og sú gerbi-eyting á stefn- unni í varnar- og utanríkismái- um\sem boðuð var, hefur ekki verið framkvæmd. Hitt aðalverk- efnið, sem ríkisstjórnin taldi sér skylt að leysa, var það sem hún nefndi alhliða viðreisn efnahags- málanna. Fyrir kosningar og þeg ar stjórnin var mynduð, voru miklar yfirlýsingar gefnar um þetta mál að hálfu stjórnarflokk anna. Forsætisráðherrann lýsti því, hversu „helsjúkt" efnahags- lífið væri, atvinnuvegirnir væru sokknir í ,styrkjafen‘ og fjármála ráðherrann tók í sama streng. Allir sungu flokkarnir í kór, að útilokað væri að leysa þessi mál ef Sjálfstæðismenn væru í ríkisstjórn, efnahagsmálin væri því aðeins unnt að leysa, að stærsta stjórnmálaflokki landsins, sem hafði að baki sér yfir 40% kjósenda, yrði haldið frá öllum áhrifum á gang þeirra mála. Ekki komu fram ákveðnar tillögur af hálfu flokkanna um það, hvernig hin „alhliða við- reisn“ skyldi framkvæmd. En fyrst var því heitið af stjórnar- flokkunum" að „úttekt á þjóðar- búskapnum" skyldi fara fram fyrir opnum tjöldum, og þegar kunnugt væri, hvað hún hefði leitt í ljós um efnahagsástandið, yrðu gerðar hinar nýju ráðstafan ir og „brotið blað í efnahags- málum landsins", eins og það var kallað. Erlendir sérfræðingar voru fengnir til landsins. til þess að athuga efnahagsmálin. Þeir skiluðú áliti sínu, en það hefur aldrei komið fyrir almennings- sjónir og hefur stranglega verið haldið leyndu. Sú úttekt, sem fara átti fram fyrir augliti al- mennings, var aldrei fram- kvæmd. ★ Þegar ríkisstjórnin hafði setið nokkurn tíma að völdum, var ljóst, að henni hafði ekki tekizt að finna þær varanlegu leiðir, sem hin alhliða viðreisn efna- hagsmálanna átti að byggjast á samkvæmt loforðum stórnar- flokkanna. Fyrir jólin 1956 voru lagðar á þyngstu skattbyrðar, sem í einu hafa verið lagðar á þjóðina og var því þá skotið á frest að brjóta blaðið í efna- hagsmálunum, sem svo mikið hafði verið talað um. Þannig var þá þessum málum fleytt fram árið 1957 en allt það ár leið án þess að nokkuð bólaði á varan- legu úrræðunum og hinni alhliða viðreisn. Þegar að því kom að fjármálaráðherrann skyldi leggja fram fjárlög fyrir árið 1958 kom ljóst fram, að hann hafði gefizt upp við að gera tillögur um efnahagsmálin. Hann lagði fram fjárlagafrumvarp með stórkost- leium halla og kvað Alþíngi verða að finna ráð til þess að jafna þau met. Ráðin fundust ekki, en því enn skótið á frest að afgreiða viðkvæmustu málin. Allar dýrtíðarráðstafanir voru teknar út úr fjárlögunum en af- greiddur aðeins hluti laganna og við það situr enn. ★ A dögunum kom saman fundur miðstjórnar Framsóknarflokks- ins og að honum loknum var gef- in út yfirlýsing, þar sem viður- kennt var, að algert úrræðaleysi ríkti í efnahags- og fjármálun- um. Þar var dregin upp mjög svört mynd af ástandinu, talið var að hættuleg verðbólguþróun væri fyrir dyrum í landinu og tilfinnanlegur gjaldeyrisskortur rikti. Kom berlega í ljós að ekk- ert samkomulag var fengið innan stjórnarflokkana um fjáröflunar- leiðir fyrir ríkissjóð. Alveg í sama mund flutti Vilhjálmur Þór, aðalbankastjóri Seðlabank- ans, ræðu þar sem hann ræddi um vandamálin á efnahagssvið- inu og iýsti ýmsum staðreyndum í sambandi við þau, þó hann drægi aðrar undan. Þegar banka stjórinn hafði haldið ræðu sína, risu kommúnistar upp og deildu harðlega á hann. í Þjóðviljanum var ræðan túlkuð þannig, að bankastjórinn hefði gerzt formæl andi gengislækkunar og þess kraf izt að honum yrði „umsvifalaust“ vikið frá störfum. Tíminn svar- aði á:rásunum á Vilhjálm Þór, sem komið höfðu fram í Þjóðvilj anum, en í því sambandi var sér- staklega athyglisvert, að Tíminn staðfesti raunverulega fullyrðing ar kommúnista um gengislækkun aráform stjórnarinnar. Þetta er enn ný staðfesting þess, hversu ósamkomulagið er djúptækt inn- an stjórnarherbúðanna um efna- hagsmálin og að hin varanlega lausn er sízt af öllu fundin enn. Talið er að innlendir sérfræð- ingar, sem rikisstjórnin hefur kvatt sér til ráðuneytis í efna- hagsmálum séu nú um það bil að skila áliti sínu en um niðurstöð- ur þeirra er ekkert vitað enn. Stjórnarflokkarnir sögðu, að það væri ekki hægt að leysa efna hagsmálin nema Sjálfstæðismenn væru gerðir áhrifalausir. Stjórnar flokkunum hefur sízt af öllu tekizt að leysa þessi mál. Það sem gerzt hefur er augljós sönnun þess, að útilokað er að leysa þessi miklu mál öðru vísi heldur en að langstærsti stjórnmálaflokkurinn sé kvaddur þar til. Það er glap- ræði að hugsa sér að stærstu vandamál íslenzkra stjórnmála verði leyst með því að útiloka þann flokk, sem hafði við kosn- ingarnir 1956 að baki sér meira en 40% allra greiddra atkvæða og hefur sýnilega stóraukið fylgi sitt, þegar litið er á síðustu bæjar stjórnarkosningar. Það er nú fyrsta skylda ríkisstjórnavinnar að ieggja málin undir dóm þjóð- arinnar og gefa kjósendum tæki- færi að velja nýtt Alþingi. Sú krafa verður sífellt einbeittari og háværari. Það er útilokað að unnt sé að daufheyrast við henni til lengdar. UTAN UR HEIMI Það er eins og að lesa eigin eftirmœli Tvær pennateikningar af Poul Reumert í hlutverki Ferrante konungs í „Den döde dronning“, sem hann heíur veriff aff æfa aff undanförnu. „FYRIR NOKKRU kom ég heim kl. hálftólf að kvöldi — og þá sagði konan mín: „Góðan dag, Poul“. „Hvað sagðirðu?", svar- aði ég. „Ég sagði góðan dag“, svaraði hún og hélt áfram — „þetta er í fyrsta sinn sem við sjáumst í dag — og þá er það venja að bjóða góðan dag“. Og hún hafði á réttu að standa. Á daginn er ég við æfingar, í skólanum síðdegis, á kvöldin leik ég — og læri ný hlutverk um nætur. Hún leikur sjálf og setur „Troubaduren“ samtímis á svið. Þannig er okkar líf. Góðan dag. Nú er komin nótt. ♦ ★ ♦ Það er Poul Reumert, sem seg- ir frá — og „hún“ er eiginkona hans Anna Borg. Þann 26. marz n.k. verður Poul Reumert 75 ára — og í tilefni þess fór blaðamað- ur frá „Politiken“ til fundar við afmælisbarnið. Viðtalið er langt — og birtast hér aðeins stuttir kaflar úr því. Ég hef aldrei reykt pappír, segir Reumert — hann reykir vindla, en blaðamaðurinn síga- rettur. Ég reyki vindla, stuttar og langar pípur og það hef ég gert síðan ég var 12 ára. Þá getið þér sjálfur reiknað út hve lengi ég hef reykt. Og hvorki hefur það orðið mér né hálslæknunum til óþæginda. ♦ ★ ♦ — Er það þá nokkuð, sem vinnur á yður? ■— Ég verð syfjaður af einni öl- flösku .... en um hvað á að spyrja. Eftirlætishlutverkið? Það þekki ég. En hvað get ég í rauninni sagt, aðeins vegna þess að ég er fæddur fyrir þremur aldarfjórðungum? Þér ættuð heldur að tala við hann Stefán, son minn. Hann er á íslandi, á síldarflotanum. Hann stóð í 18 klukkutíma á stjórnpalli með skipstjóranum — og fékk ekki svo mikið sem einn bolla af kaffi allan tímann. Þá var ofsa- veður. Þegar hann kom í land, fór hann heim, skipti um föt, át frænku sína út á gaddinn — og fór á eftir á dansleik. Það var ekki um að tala, að hann hvíldi sig. Hvernig lízt yður á strák- CAPRI, Ítalíu, 6. marz — Gray Davis, „alheimsborgari nr. 1“ hefur verið boðið landskiki hér á eyjunni til að auðvelda hon- um að fá leyfi til þess að setjast að á Ítalíu. Davis er 36 ára, fæddur Banda- ríkjamaður, og hefur sem kunn- ugt er afsalað sér bandarískum ríkisborgararétti og stofnað félagsskap, sem berst fyrir af- námi allra landamæra og að allir menn verði „alheimsborgarar", jafnréttháir í öllum löndum. Það er ekkja bresks hermanns, sem boðizt hefur til þess að gefa Davis 6.500 ferfeta skika. Hún hefur búið á Caprí í 33 ár — og á þar búgarð og stóra jörð. Fyrir skemmstu kom Davis til Ítalíu, en ítölsk stjórnarvöld voru ekki ánægð með vegabréf hans — og var hann því settur í gæzluvarðhald skammt utan við Rómaborg. Eftir nokkra daga tókst Davis að fá leyfi til þess að fara skamma ferð til Capri sem ferðamaður, en þetta leyfi rennur út á morgun. Davis hefur lýst því yfir, að honum líki vel á Capri — og finnist tilvalið að setja höfuðstöðvar „hreyfingar- innar“ upp þar á eyjunni. Kvaðst hann jafnvel vilja búa á Capri inn? Það er víkingablóð í æðun- um....... Og þér hefðuð átt að þekkja hana mömmu. Þegar hún varð niræð héldum við henni veizlu — og þegar nokkrir gestanna kvöddu um 3 leytið hristi hún höfuðið og sagði: „Já, þið eruð svo ung“.........og þegar hún gekk sjálf loksins til náða, sagði hún: „Poul, eigum við ekki að halda svona veizlu næsta ár?“ ♦ Á- ♦ Ég þoli ekki hól . . . . en ef þér ti’úið mér ekki, þá set ég yður upp á borðið — hjá bollun- um og smákökunum og svo hrópum við Anna húrra fyrir yður .... Maður gleðst yfir að fá viðurkenningu fyrir starf sitt, ef maður hefur gert sitt bezta. En hylling sjálfrar persónunn- ar, hana getur enginn þolað, sízt ég. Ég hef fundið mesta gleði það sem eftir er ævinnar — og bera bein sín þar. Bæjarráðið var ekki lengi að taka ákvörðun í málinu. Tilkynnti það honum þegar í stað, að honum mundi veittur ókeypis legstaður á Caprí. Virðist því Caprí-búar vera sam- taka um það að búa Davis og „hreyfingunni" samastað á eyj- unni. Er samband komið á ? LONDON, 6. marz — Macmillan gerði grein fyrir afstöðu stjórn- arinnar gagnvart hugsanlegum ríkisleiðtogafusdi á fv-»di neðri deildarinnar 1 dag. Sagði hann brezku stjórnina mundu gera allt til þess að tryggja árangursríkan fund æðstu manna. Skýrði hann frá því, að þegar hefði tekizt samband Rússa og Bandaríkja- manna „eftir diplomatiskum leið- um“, eins og það er orðað — og væri málið nú rætt á þeim vett- vangi. Heyrzt hefur og, að Rúss- ar verði e. t. v. íáanlegir til þess að ræða um friðarsamninga við Þýzkaland á rikisleiðtogafundi, en ekki sameiningu þess. í starfinu og daglega lífinu — og það hefur verið blessun mín. Ég er þakklátur. En að vera hyllt ur háaldraður á einskis verðum afmælisdegi er eins og að lesa engin eftirmæli — og gleymið ekki að minnið er mesti lygarinn. Efnafiagsmálin rædd á fundi F. í. I. ALMENNUR félagsfundur í Fé- lagi íslenzkra iðnrekenda var haldinn í Þjóðleikhúskjallaran- um sl. fimmtudag. Fundarstjóri var kjörinn Sigurjón Guðmunds- son. Frummælandi á fundinum var Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra, sem flutti ýtarlega yfirlits- ræðu um efnahagsmálin og gerði ráðherrann í lok ræðu sinnar í stórum dráttum grein fyrir frum varpi því til breytinga á skatta- lögunum, sem ríkisstjórnin hefur nýlega lagt fram á Alþingi. Að lokinni framsöguræðu svaraði fjármálaráðherra ýmsurn fyrir- spurnum frá fundarmönnum. í þessum umræðum bar margt á góma, er varðar framtíðarþróun iðnaðarins hér á landi, en fund- urinn var mjög fjölsóttur. (Frá Fél. ísl. iðnrekenda) Dvralæknar á Vesf- uriandi Á FUNDI í efri deild var ný- iega rætt um frumvarp Sgur- vins Einarssonar um breytingu á lögum um tjýralækna. Vill Sigur- vin, að sú breyting verði gerð á umdæmum dýralækna, að Vest- ur-Barðastrandarsýsla verði sam- einuð Dalahéraði í stað þess að vera með ísafjarðarhéraði, eins og nú er ákveðið í lögum. Taldi Sigurvin æskilegt, að dýralækn- irinn yrði búsettur í Króksfjarð- arnesi. Friffjón Þórðarson kvað það ekki æskilegt frá sjónarmiði Dalamanna, að umdæmi dýra- læknis þeirra yrði stækkað á þennan hátt, sízt ef aðsetur hans væri jafnframt flutt að Króks- fjarðarnesi, þar sem oft væri erfitt um ferðalög þaðan suður í Dali að vetrarlagi. Bavis iær ókeypis legslnð á Copri

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.