Morgunblaðið - 08.03.1958, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 08.03.1958, Blaðsíða 9
MORCVNBl 4 ÐIÐ 9 Laugardagur 8. marz 1958 Skóggrœðsla og markmið hennar FYJRSTA takmark skóggræðslu er auðvitað að rækta skóga, sem gefi af sér timbur, er tímar líða. Af þeim sökum hlýtur að verða lagt mest kapp á að rækta barr- tré, þar sem um 90% af allri við- arnotkuninni er barrviður. Reynslan hefur nú sýnt, að það er auðvelt að rækta hér ýmsar teg. barrtrjáa, ef rétt er að far- ið. Gróðursetning þeirra verður nærri skilyrðislaust að fara fram í gömlu skóglendi, og því mun ekki seilzt til annarra landa und- ir skóg, nema þar sem sérstak- lega stendur á, og þá einkum ef menn eru að hugsa um ræktun trjáa til prýði. Þá þurfa menn og að hafa nokkra hugmynd um vaxtarhraða trjánna til þess að geta gert sér ljóst, hvort skógrækt sé arðvæn- legur atvinnuvegur í stærri stíl. Mælingar hafa verið gerðar á ýmsum af hinum erlendu trjám hér á landi, og samkvæmt þeim hefur viðarvöxturinn verið reikn- aður út. Er þá jafnan miðað við hver vöxturinn sé á hverjum hektara lands og hann talinn í teningsmetrum viðar. Við útreikninga á vexti hefur orðið að styðjast við norskar og rússneskar töflur um vöxt trjáa að noklcru, þar sem okkar eigm tré eru fremur fá talsins og hafa ekki náð fullum aldri. En með því að nota þær töflur með gætni og styðjast við þær mælingar, sem til eru, má fá nokkuð öruggt yfir- lit um vöxtinn fram í tímann. Sé miðað við 80 ára tímabil ætti lerkið frá Arkangelsk, þar sem nú standa 100 teningsmetr- ar viðar á hektara eftir 20 ár, að hafa vaxið upp í 460 tenings- metra alls. Rauðgreni og blá- greni ætti að komast upp í 435 teningsmetra, en skógarfura í 245 teningsmetra á hektara lands. Meðalársvöxtur er því 5,7 ten- ingsmetrar fyrir Ierki, 5,4 ten- ingsmctrar fyrir greni en 3,1 fyr- ir furu. Nú er verðlag á viði og timbri þannig hér á landi, að slík vara mun óvíða í heimi öllum vera jafndýr og hér. Miðað við þetta verðlag kostar hver teningsmetri af viði frá 800 og yfir 900 kr. eins og hann fyrir kemur í trján- um, þar sem þau standa í skógi á rót. 4 teningsmetra vöxtur á hektara lands á ári nemur því um 3200 krónum. Gróðursetning Gróðursetning barrtrjáa getur verið framkvæmd á ýmsan hátt. Skógrækt ríkisins mun ávallt taka mikinn þátt í henni, en hún mun samt ekki vera fremst í flokki, ef annars er kostur. Hlutur skógræktarfélaganna á að vera allmiklu meiri, og svo þyrfiu einstaklingar að geta tekið þátt í henni miklu meira en hingað til. Til er lagaheimild, er mundi auðvelda einstaklingum þátttöku í þessu starfi, en þá heimild hef- ur vart verið unnt að nota enn sem komið er. Ástæðan er, að ekki eru enn til skóglendi í eigu hins opinbera, sem unnt væri að taka til slíkra nota. Úr þessu þyrfti að bæta, og það sem fyrst. Undanfarin 3 ár hefur verið lögð stund á gróðursetningu síðla sumars, og hefur það tekizt mjög vel. Virðist nú vera unnt að lengja gróðursetningartímann á á hverju ári um 3—4 vikur. Er þá gróðursett í ágústmánuði og jafnvel fram í september. Þá er og verið að reyna ýmsar aðferð- ir við gróðursetningu, og ef hir- ar einfaldari gefast vel, mun slíkt gera gróðursetninguna miklu ó- dýrari en verið hefur, þar sem unnt er ';V h-urn yjð. Um birkiokóga og skóglendi 1 kafla þessum segir svo í upp- hafi: „íslenzka skóglendið, hvort sem það er hávaxið eða aðeins kræklótt kjarr, er alltof verð- mætt fyrir framtíð þjóðarinnar til þess að láta það eyðast af völdum uppblásturs og beitar." Þar segir og, að af hinum inn- lenda gróðri sé birkið hin eína tegund hins íslenzka gróðurríkis, sem geti komið í veg fyrir upp- blástur og eyðingu jarðvegs. Þá eykur birki'ð frjósemina í þeim jarðvegi, sem það vex í, og skóg- lendin eru yfirleitt frjósömustu blettirnir á öllu iandinu. Þá miðla skóglendin betur vatni en önnur gróðurlendi, og viða hindrar ís- lenzka skóglendið skriður úr fjallshlíðum. Því miður skortir enn mikið á, að fullkunnugt sé um stærð og gæði hins íslenzka skóglendis, en líkur eru til að það sé nálægt 100.000 hektörum, eða um 1% af flatarmáli landsins. Á fjárleysisárunum kom birki- gróð'ur ótrúlega víða upp, þar sem menn hafði ekki órað fyrir grein er enn dauður lagabók- stafur. Fræðsla og leiðbeiningar Þetta er snar þáttur í starfi Skógræktar ríkisins. Skógræktar- stjóri og skógarverðir veita mönnum alla þá fræðslu, sem þeir geta í té látið, og komið hef- ur verið á fót námsskeiðum við Kennaraskólann til þess að kenn- araefnin viti nokkur skil á skóg- græðslu almennt. Þau námsskeið hafa gefizt mjög vel. En drýgst hefir verið að haga fræðslunm í samstarfi við skógræktarfélögm, og á þann hátt hefir mest gagn af henni orðið. því að enn skortir mikið á um- vega, hreinsun skóganna-og jafn- ferðarmenningu. Tilraunir í skógrækt Brýn þörf er á að koma upp tilraunum vegna ýmissa þáua skógræktarstarfsins, og hefur verið farið fram á að þetta yrði gert undanfarin tvö ár, en ekk- ert hefur hafzt upp úr þeirri málaleitan enn. Meðal þess, sem leysa þarf úr, er þetta: 1. Tilraunir með gróðursetn- ingu sömu trjátegunda við mis- jöfn vaxtarskilyrði. 2. Nákvæmur samanburður á ýmsum afbrigðum sömu teg- Úr gróðrarstööinni á Hallormsstað. Ilér standa hundruð þúsunda af sitkagreni og rauðgreni, sem gróðursetja verður á næstu árum. Hlíðarnar andspænis Hallormsstað þyrfti að græða og gera að arðbæru landi með skógi. að hann væri til. Því miður er nú flest af þessu uppurið á ný. í skóggræðsluáætluninni er gert ráð fyrir, að skóglendi lands- ins væru mæld, og heildarlýsing gerð af þeim. Yrðu þau þá um leið flokkuð með hliðsjón af því, hver væru bezt fallin til þess að gróðursetja barrtré í. En hins vegar mun friðun skóg- lenda fyrst um sinn verða að tak markast við þau skóglendi, sem bezt eru fallin til gróðursetning- ar á annan bóginn, en á hinn bóginn við þau lönd, sem eru í hættu af uppblæstri og beit. Fjár- hagsleg geta þjóðarinnar mun vart leyfa meira að sinni. Loks má heldur ekki gleyma því, að vel hirtir og grisjaðir birkiskógar geta gefið af sér fyx- irtaks húsgagnavið, og innan tíð- ar mun unnt að nota birkivið og birkibörk til þess að framleiða þilplötur. Aðstoff við skóggræðslu ein^taklinga Skógræktarlögin gera ráð fyr- ir þrenns konar aðstoð við ein- staklinga til þess að rækta skog. Undanfarin ár hafa verið veittar kr. 100.000 til þess að koma upp girðingum um skóglendi og að styðja einstaklinga til skógrækt- ar. Þetta hefur gefizt vel, en þyi'fti að vera miklu meira. Þá er heimilt að leyfa einstaki - ingum að setja niður barrviði í skóglendi, sem Skógrækt ríkis- ins á, en á þann hátt, að allt er upp vex verði eign þess, sem gróðursetur og erfingja hans. Þessi heimild hefur strandað á því, að skort hefur skóglendi til þess að láta í té í þessu skyni Annars gæti þessi heimild kom- ið að drjúgum notum og lyft und- ir skógræktina á ýmsum stöðum, ef kostur væri á að beita henni. Þá er og til í skógræktarlög- unum almenn heimild til að styrkja skógargirðingar að upp- fylltum vissum skilyrðum, en sú Skjólbelti Ræktun skjólbelta er fyrst og fremst hagsmunamál fyrir garð- yrkju, kornrækt og landbúnað- inn yfirleitt. Hér á landi er eng- inn aðili til, sem hefur tök á að gera tilraunir með skjólbexti nema Skógrækt ríkisins, og því hefur henni verið veitt kr. 50.000 fjárveiting nú um tvö ár til slíkra tilrauna. Áður en sú fjárveiting fékkst, Siðari hluti var orðið ljóst, að hér er yfir- leitt hægt að koma upp skjól- beltum. Þó er enn margt á huldu um ræktun þeirra, svo að gexa verður ýmiss konar tilraunir á næstu árum áður en ræktun þeirra getur oi-ðið almenn. Náttúruvernd og ferðafólk Þegar undan er skilin friðun Þingvalla og Dimmuborga má heita að öll náttúruvernd á landi hér hafi til skamms tíma hvilt á Skógrækt ríkisins. Margir af stöðum þeim, sem girtir og frið- aðir hafa verið á vegum hennai mundu nú vera lítils eða einskis virði, ef friðunar hefði ekki not- ið um skeið. Auk þess eru ýmsir staðir fjölsóttir af ferðafólki, svo sem Þórsmörk, Þjórsárdalur, Ás- byrgi, Vaglaskógur og Hallorms- staðaskógur. Kostað hefur verið kapps um að greiða götu ferða- manna um þessi lönd og önnur, svo sem kostur hefur verið á. Því miður hefur það verið alltof lítið, miðað við það, er æskilegt væri, enda hefur aldrei verið veitt neitt fé til slíkra hluta sér- staklega, þegar frá eru skildar nokkrar lítils háttar fjárveiting- ar til vegagerða. En oft er tölw- verður kostnaður samfara þessu, sem stafar af auknu viðhaldi vel fjárleitir og smalamennska, undar. 3. Tilraunir með staðarval fyx-- ir hinar ýmsu trjátegundir. 4. Tilraunir með ýmsar gróður- setningaraðferðir og áburðar- gjöf. 5. Tilraunir með sáningu trjá- fræs í stað gróðursetningar. 6. Tilraunir með gróðursetning- artíma. 7. Mælingar á vexti og þroska trj ánna. 8. Gróðurathuganir og jarð- vegsrannsóknir í sambandi við vöxtinn. 9. Veðurathuganir í sambandi við vöxt og þrif trjánna. 10. Rannsóknir á íslenzka bii'k- inu og afbrigðum þess. 11. Ýmiss konar tilraunir í sam bandi við uppeldi trjáplantna í gróðrarstöðvunum, t. d. sáning- artíma, áburðargjöf, vetrarum- búnað, upptöku, geymslu o.m.fl Auk þessa eru mörg vandamál óupptalin, sem ekki verða leyst nema með tilraunum. Skógræktarfélag íslands er sambandsfélag allra héraðsskóg- ræktarfélaga landsins, en þau eru nú 29 alis, og nær starfssvið þeirra yfir allar sýslur landsins nema 3. Alls eru nú yfir 9000 félagar innan vébanda skógrækl- arsamtakanna. Skógræktarfélag íslands — Stjórn og markmið þess Aðalfundir Skógræktarfélags ins, sem haldnir eru á hverju sumri á ýmsum stöðum landsins, kjósa fimm manna stjórn til þess að fara með málefni félagsins í þeirri stjórn eru nú Valtýr Stefánsson, form., Hermann Jóa- asson ráðherra, varaformaður, Haukur Jörundarson, ritari, vEiii- ar Sæmundsen, gjaldkeri og Hákon Guðmundsson, hæstarétt- arritari. Framkvæmdastjóri fe- lagsins er Hákon Bjarnason, en erindreki þess er Snorri Sigurðs- son, skógfræðingur. Takmark félagsins er að kynna almenningi skógrækt og allt er v* henni lýtur og vinna að henm eftir föngum með gróðursetn- ingu skóga. Héraðsfélögin koma sér upp girðingum, útvega plönt- ur og fá sjálfboðaliða til þess að setja þær niður. Við gróðursetn- inguna gefst mönnum kostur á að læra að handleika plöntur og fara vel með þær. Félögin eiga nú girðmgar, sem eru yfir 3000 ha að flatarmáli, og undanfarin ár hafa þau gróð- ursett um % allra þeii'ra trjá- plantna, sem komið hafa úr gróðr arstöðvum landsins. Til starfs þessa njóta félög- in nokkurs styrks úr ríkissjóði, mörg hafa líka styrk frá bæjar- félögum og sýslufélögum, njóta gjafa og framlaga frá mörgum aðilum, og auk þess greiða fé- lagar árgjöld til þeirra. Undanfarin 2 ár hefur ríkis- styrkur til skógræktarfélaganna numið kr. 400 þús., en samkvæmt skýrslum félaganna hafa þau lagt fram 3 kr. á móti hverri 1 kr., sem þau hafa fengið í ríkis- styrk um allmörg ár. En í fyrra munu framlög félaganna hafa numið hátt í 4 kr. á móti hveiri 1 kr. frá ríkinu. Tvennt háir nú einkum starf- semi sumra skógræktarfélaganna. Annað er að ungu fólki fækkar enn í ýmsum héruðum, og því reynist sums staðar erfitt að vinna að gróðursetningu á vorin. Hitt er að styrkir til þeirra hafa staðið í stað þrátt fyrir vaxandi dýrtíð, svo að mörg hver, og þó einkum þau, sem eru í hinum af- skekktari landshlutum, eiga miklu erfiðara en áður með að setja upp nýjar girðingar og gróðursetja í þær, sem fyrir eru. Undanfarin ár hafa félögin gróðursett í allt frá 60 hektörum lands upp í 100 hektara, auk þess, sem þau hafa verið að koma upp girðingum. Tvö stærstu félögin hafa einnig allmikið uppeidi trjáplantna með höndum. Þá hafa félögin staðið að skipt- um á ungu fólki milli Noregs og íslands á þriggja ára fresti, og hefur þetta verið til rnikils góðs fyrir skógræktina. Nú skortir félögin mjög alís konar faglegar leiðbeiningar, og hefur sérstakur erindreki starfað á vegum Skógræktarfélags ís- lands sl. ár. Starf hans hefur orð. ið félögunum hinn mesti styrkur. Ef skóggræðsluáætlunin á fram að ganga er það skilyrðis- laus nauðsyn, að skógræktarfé- lögin eflist og styrkist, og hér verður ríkisvaldið að ganga á undan með því að hækka styrk- inn til heirra allverulega. ' •'ræðslusjóður Sjóðurinn var stofnaður sam- tímis lýðveldiskosningunum árið 1944. Markmið sjóðsins er hvers konar landgræðsla en þó fyrst og fremst skógrækt. Stofnfé hans varð ekki nema um kr. 330 þús., og hefur hann þvi ekki getað innt af höndum nema brot af því, sem æskilegt hefði verið. Þegar sjóðurinn var nýstofu. aður var hugmynd manna að láta arðinn af sölu setuliðseigna renna ,í hann, en frá slíku var horfið af skammsýni. Síðar hefur sjóð- urinn vaxið nokkuð og er orð- inn rösklega 1,2 milljónir króna. Þótt hann sé ekki stærri en þetta, hefur margt gott af honum leiti, og með útlánum í þágu skógrækt- ar hefur verið unnt að koma mörgu til leiðar, sem ekki hefði verið nokkur kostur án hans. Sjóðsstjórnin hefur aflað hon- um fjár með happdrætti og sölu jólatrjáa um nokkur ár. Auk þess rennur 10. hluti af því, sem inn kemur fyrir sölu merktra vindl- inga, beint í höfuðstól sjóðsins. En 90% af því, sem inn kemur fyrir hina merktu vindlinga, er varið beint til þess að auka upp- eldi trjáplantna, og eru þær tekj- ur orsök til þess, hve vel hefur tekizt að stækka gróðrarstöðv- arnar og auka uppeldið. Skógræktarstarfinu í landinu er hin mesta nauðsyn að efla sjóðinn svo sem framast er kost- ur, ekki sizt fyrir þá sök, að sá höfuðstóll sjóðsins, sem ekki er í fasteign, rýrnar með hverju ári. Tíl 1»-! -»?i halda í horfinu er vi'amh á bls. 11

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.