Morgunblaðið - 14.03.1958, Side 6
6
MORCVN BL 4Ð1Ð
Fðstudagur 14. marz 1958
RAUÐU SKÖRNIR í ROCHDALE
FYRIR rösklega hálfum
mánuði vann frjálslyndi
flokkurinn í Englandi svo
stórkostlega á í aukakosningum
í Rochdale í Englandi, að hann
varð þar næststærsti flokkur-
inn. Komst hann upp fyrir íhalds-
menn en vantaði nokkur þúsund
atkvæði á til að sigra verka-
mannaflokkinn. Þetta mikla at-
kvæðamagn frjálslynda flokks-
ins kom mjög á óvart. Frambjóð-
andi frjálslyndra í Rochdale var
einhver þekktasta stjarna Eng-
lendinga í fjarsýni og kona hans
Moira Shearer, sem rrær því allir
Bretar þekkja úr ballett-kvik-
myndinni „Rauðu skórnir", hafði
sig mikið í frammi í kosninga-
hríðinni og er talið að hún hafi
haft nokkur áhrif á þessi úrslit.
Sagt er að frjálslyndir menn í
Bretlandi séu nú að hugsa um
að halda þessu sömu braut áfram
við aukakosningar, sem nú fara
í hönd, til að vita til fulls, hvort
ekki geti svo farið, að þessi andi
rauðu skónna frá Rochdale verði
til þess að lyfta þessum gamla
og æruverðuga flokki Gladstones
til nýrrar virðingar í brezkum
stjórnmálum. Við næstu auka-
kosningar, sem nú eru framund-
an, hefur frjálslyndi flokkurinn
fyrir þingmannsefni mann nokk-
Shearer Gladstone
urn, sem kvað vera mjög vænn
álitum og frægur fyrir hreysti
sína í styrjöldinni. Og ekki skað-
ar það, að margoft hefur hann
sézt á myndum, sem dansherra
Margrétar prinsessu og er alþjóð
kunnur af ýmsum frásögnum
úr myndablöðum og svokölluðum
samkvæmisdálkum dagblaðanna.
(Það er svo aftur talið minna um
vert að hann er líka afkomandi
Herberts Asquiths, hins gamla
foringja frjálslynda flokksins).
★
Það má nú segja, að frjólslyndi
flokkurinn i Englandi má muna
fífii sinn fegri. England er
hið klassiska land liberalismans,
eða hinnar frjálslyndu stjórn-
málastefnu. Flokkurinn átti upp-
runa sinn meðal hins frjálslynd-
ara hluta aðalsins á 17. öld. Á
19. öld vann flokkurinn hvert
stórvirkið á fætur öðru í brezk-
um stjórnmálum, en svo skeði
hið óvænta, að flokkurinn féll al-
gerlega í mola á fyrsta fjórðungi
þessarar aldar og hefur aldrei
borið barr sitt eftir það. Sá klofn
ingur hófst með því að deilur
komu upp milli foringjanna
Asquiths og Lloyd George árið
1916 en þegar þessi brot söfnuð-
ust saman aftur árið 1924 var
það orðið of seint, því þá hafði
Verkamannaflokkurinn náð
þeirri stöðu, að vera næststærsti
flokkurinn og eftir það visnaði
frjálslyndi flokkurinn sífellt meir
og meir, þar til hann er nú kom-
inn niður í það að hafa tæplega
2 milljónir atkvæða eða aðeins
um 1/6 atkvæðamagnsins í heild.
En það stoðar lítt að rekja þá
sögu, heldur er hitt meira um
vert, að virða fyrir sér, hvaða
möguleika frjálslyndir hafa til
þess að rétta nú hlut sinn aftur.
Það skiptir hér ekki ýkjamiklu
máli, þó flokkurinn hafi farið
inn á þær brautir, að nota fjar-
sýnisstjörnur og filmdrottningar
sér til trausts og halds. Einhvern
tímann hefur lýðskrum leitt til
veri'i afleiðinga en þessara. Það
sem öllu máli skiptir er það,
hvort hinn gamli frjálslyndi
flokkur Englands, hefur enn þann
boðskap að flytja og því hlut-
verki að gegna, að fyrir hann
sé staður í brezkum stjórnmólum.
Enginn lifir til lengdar á göml-
um afrekum og hefur það ekki
sannazt betur á neinum en frjáls-
lynda flokknum í Englandi. Á
síðari árum hefur flokkurinn tek-
ið upp nýja og kröftuga stefnu
í ýmsum þjóðmálum. Með þessu
hefur hann getað á ný látið á
sér bera, þannig að almenningur
hefur farið að veita honum at-
hygli. Flokkurinn hefur t. d. bar-
izt mjög ákaft og harðlega gegn
þeirri stefnu stjórnarinnar, að
hervæða landið með kjarnorku-
vopnum. Þá hefur flokkurinn
einnig algerlega kveðið upp úr
um það, að hann' væri gersam-
lega andstæður öllum tilraunum
til þjóðnýtingar og yfirleitt til
efnahagsmálastefnu sem benti í
átt til jafnaðarmennsku. Hingað
til hefur flokkurinn of mjög leg-
ið undir grun um það, að standa
nærri sósíalistum en nú hefur
flokkurinn tekið alveg skýra af-
stöðu í þeim málum. Mjög stór-
um hópi af borgaralega sinnuð-
um mönnum fellur vel í geð bæði
þessi höfuðmál flokksins og hef-
ur það orðið til að skapa honum
nýjar vonir.
En svo er það einnig ásigkomu-
lag hinna flokkanna, sem sýnist
geta orðið frjálslynda flokknum
til mikillar bjargar. Englending-
ar eru orðnir mjög leiðir ó
íhaldsstjórninni og telja að hún
hafi gersamlega gengið sér til
húðar enda sé flokkurinn forystu
lítill og margklofinn í hinum
helztu málum, bæði hvað varðar
utanrikisstefnu, hermál og al-
menn innanríkismál. Og það er
fjarri því að brezkur almenning-
ur sé ánægður með helzta and-
stöðuflokkinn, jafnaðarmennina.
Þar ber einnig mjög á alls konar
tvískinnungi í hinum helztu mál-
um og flokkurinn er einnig inn-
byrðis klofinn í róttækan arm og
annan, sem fremur er hægfara
og veit raunar enginn, hvað verð-
ur þar ofan á. Það er því aug-
ljóst, að hér er um mjög gott
færi að ræða fyrir þriðja flokk-
inn og er auðséð að frjálslyndir
ætla nú að nota þetta tækifæri
svo sem framast er unnt og beita
til þess þeim ráðum, sem nútíma-
kjósendum falla vel í geð.
★
Það mætti margt segja um
möguleika frjálslyndra flokka
almennt í stjórnmálum Evrópu
og sérstaklega frjálslynda flokks-
ins í Bretlandi. Frjálslyndu flokk
arnir hafa átt erfitt uppdráttar
á liðnum tíma og hafa þar orðið
fyrir ásókn úr tveim áttum.
Kjósendurnir hafa hallazt að
skýrum og skörpum línum til
hægri og vinstri, en milliflokka-
aðstaða hinna frjálslyndu manna
hefur þeim ekki geðjazt. Á þessu
hefur á seinni árum orðið nokkur
breyting. Kenningar sósíalista
um ríkisafskipti hafa beðið mik-
ið skipbrot og frjálslynd efna-
hagsstefna hefur víða setzt í há-
sætið. Þar sem hún heíur fengið
að njóta sín bezt hefur hún líka
borið ríkulegastan ávöxt. Frjáls-
lyndir flokkar og frjálslynd hugs
un í stjórnmálum hefur verið í
sókn undanfarið í Evrópu og er
atkvæðaaukning frjálslynda
fi okksins í Englandi aðeins einn
vottur þess. Vitaskuld getur
frjálslyndi flokkurinn ekki gert
sér von um að verða á skömm-
um tima aftur voldugur flokk-
ur, eins og hann forðum var.
Flokkur Pits, Gladstones og
Asquiths á nú ekki I neðri mál-
stofunni nema 6 sæti og er lang-
ur vegur þaða«. upp í valdastól-
ana.
Margar konur, sem legið hafa í sjúkrahúsum lengri eða skemmri tíma, eiga erfitt með að
samlagast umheiminum aftur. Þær finna til minnimáttarkenndar og verða mannfælnar,
Sjúkrahús í Englandi hafa nú tekið upp þann hátt að þjáifa hjúkrunarkonur í almennri kven-
snyrtingu. Þegar þær hafa farið höndum um sjúklingana fara þeir að fá meiri áhuga á útlitt
sínu, hressast fyrr og verða ánægðari með lífið.
100 ára minning Cuft-
orms Einarssonar á Ósi
í DAG eru liðin 100 ár frá því að
mikilsvirtur fyrrverandi sveit-
ungi minn, Guttormur Einarsson
fæddist, en hann var óðalsbóndi
um langt skeið að Ösi í Hörgár-
dal.
í bernsku minni var ég hon-
um nákunnugur og heimili hans,
því að þar kom ég oft. Kona
hans, Elín Gunnlaugsdóttir, dó
fyrir nokkrum mánuðum í hárri
elli, en síðustu ár sín var hún
búsett á heimili þeirra hjóna,
Valgerðar, elztu dóttur hennar og
Friðriks Bergs, á Akureyri.
Guttormur var fæddur að Nesi
í Höfðahverfi, sonur þess víð-
fræga manns Einars Ásmunds-
sonar. Þeir voru tveir synir Ein-
ars, Gunnar og Guttormur, en
Gunnar var merkur kaupmaður
í Reykjavík og víðar.
Hann fluttist yfir Eyjafjörð
um 1885 og stofnaði bú á varp-
jörðinni, Ósi. Fljótlega varð hann
vinsæll í sveit sinni vestan meg-
in fjarðar. Hann var þar í líku
umhverfi, sem hann hafði alizt
upp í austan megin fjarðarins.
Voru honum falin trúnaðarstörf
eins og að vera um langt skeii
umsjónarmaður Möðruvalla-
klausturskirkju og gjaldkeri
sparisjóðs Arnarneshrepps.
Guttormur andaðist úr lungna-
bólgu 19. marz 1915. Þá hafði
hann verið bóndi að Ósi í um
30 ár. Mér stendur það enn fyr-
ir hugskotssjónum, hve reglu-
sumur og nákvæmur hann var í
öllu dagfari sínu og ekki sízt hve
léttlyndur og skrafhreyfinn hann
var við alla, eldri sem yngri, sem
bar að garði. Og framúrskarandi
greiðvikinn var hann og vildi
allra vandræði leysa, sem leituðu
til hans.
Ég sá ekki betur i bernsku
minni, en að hann væri sífellt
að leita færis eftir því, hvernig
hann gæti bezt gert sveitungum
sínum og hreppsfélaginu varan-
legt gagn. Þess vegna eru minn-
ingarnar um þennan snyrtilega
bónda og framfaramann mér svo
hugþekkar.
V. St.
sbrit’ar ur
daglega lifinu j
Fréttir frá Genf
ITÍMANUM eru dálkar með
svipuðu sniði og Velvakanda
dálkarnir. Nefnast þeir Baðstof-
an. Á miðvikudaginn birtist í Bað
stofunni spjall um „fréttaleysið
frá Genf“ og lögðu þeir þar sam-
an, K. J. nokkur og aðalumsjón-
armaður dálkanna, sem Finnur
nefnist.
K. J. er óánægður með frétta-
flutning frá Genfarraðstefnunni
um sjóréttarmálefni, sem nú
stendur yfir eins og allir vita.
Ekki vill nann skammast mikið
við dagblöðin, en ræðst á aum-
ingja ríkisstjórnina fyrir að hafa
alveg ómögulega fréttaþjónustu
og hnýtir svo aftan við nokkrum
köpuryrðum um útvarpið. Finnst
honum — og Finnur er honum
sammála í meginatnðum — að
útvarpið hefði átt að hafa frétta-
mann í Genf, láta hann senda
hingað fréttir daglega og semja
við og við yfirlit til frekari
glöggvunar.
Það er sagt, að til sé allmargt
fólk úti á landi, sem fái allar
sínar fréttir um umheiminn og
skýringar á þeim úr Tímanum.
Hinn fráleitu delluskrif um stjórn
mál, sem oft birtast í því blaði,
munu einkum vera ætluð til að
halda slíku fólki á línunni. K. J.
virðist að vísu eitthvað hlusta á
útvarpið, eða það gefur hann
a. m. k. í skyn, en hitt er aug-
ljóst, að hann fylgist lítið með
fréttaflutningi í hérlendum blöð-
um, þó að hann þykist maður til
að taka íslenzka fréttamenn á
kné sér.
Eins og allir vita, sem gera sér
eitthvert far um að fylgjast með
fréttum, hefur Morgunblaðið birt
ýtarleg tíðindi af Genfarráðstefn
unni, og síðan 5. marz hafa birzt
hbla’ðinu einkaskeyti frá Gunnari
G. Schram lögfræðingi, sem blað-
ið fékk til að fara til Genfar og
vera fréttaritara sinn þar. A
þriðjudaginn (daginn áður en
Tíminn birti rausið um lélegan
fréttaflutning frá Genf) kom ýt-
arleg yfirlitsgrein eftir Gunnar
hér í bláðinu, í gær kom önnur
og fleiri eru væntanlegar næstu
daga. Það verður því ekki sagt
með réttu, að Morgunblaðið fræði
ekki lesendur sína um þessa mikií
vægu ráðstefnu, en aumingja K.J
og e.t.v. Baðstofuritstjórinn Hka
halda sér við Tímann sinn, og
þá er auðvitað ekki á góðu von.
BeSlnn a8 sblla
peysunni
FTIRFARANDI atburður gerð
ist á hlutaveltu í miðbænum
sl. sunnudag:
Lítill drengur tók I einhverjum
óvitaskap nýlega blágræna jakka
peysu, sem kona ein átti er vann
við hlutaveltuna. Litli drengur-
inn gerði sér lítið fyrir og seldi
ókunnugri konu jakkapeysuna
fyrir 15 krónur. En sennilega hef-
ur peysan verið 4—500 kr. virði.
Nú eru það vinsamlega tilmæli
eiganda jakkapeysunnar til kon-
unnar, sem keypti hana af litla
drengnum að skila henni aftur
til eigandans, að sjálfsögðu gegn
endurgreiðslu þeirra 15 kr., sem
drengurinn fékk fyrir hana. Sími
eigandans er 3-29-66.
Elztu þingmennirnir
ÓN á Reynistað varð sjötugur
í gær eins og frá var sagt
í blöðunum. Tveir þingmenn eru
eldri en Jón: Jóhann Þ. Jósefsson,
sem verður 72 ára í júní nk. og
Páll Zóphóníasson, sem er 5 mán-
uðum yngri. Síðar á þessu ári
eiga sjötugsafmæli þeir Pétur
Ottesen og Jón Pálmason, og
Bernharð Stefánsson verður sjöt-
ugur rétt eftir næstu áramót.