Morgunblaðið - 14.03.1958, Síða 12

Morgunblaðið - 14.03.1958, Síða 12
12 MORGUNBLAÐIH FSstudagur 14. man 1958 t FRÁ S.U.S. RITSTJÖRAR: JÖSEF H. ÞORGEIRSSON OG ÖLAFUR EGILSSON Sjólístœðismenn í Árnessýsln efnn til stjórnmálunámskeiSs Mynd þessari var ekki alls fyrir löngu smyglað út úr Eistlandi og er hún talin mjög einkennandi fyrir byggingarlag það sem tíðkast þar í landi við þjóðfélagskerfi sósialismans. Þar sem hel- köld krumla ríkisvaldsins gripur alls staðar inn, hefur almenningur litinn áhuga á að vanda verk tín. — Húsið á myndinni var byggt fyrir tveimur árum. Nú verður að reisa skástífur við það svo það ekki hrynji. Jarl Hjalmarson : • • i ' Orlög Eystrasaltsríkjanna geta orðið örlög allra frjálsra þjóða f KVÖLD kl. 20,30 hefst á Sel- fossi stjórnmálanámskeið á veg- um Sjálfstæðisflokksins í Árnes- sýslu. Er það haldið fyrir for- göngu flokksfélaganna í sýslunni í samráði við stjórn Sambands ungra Sjálfstæðismanna. Námskeiðið mun standa yfir i þrjár vikur og munu fundir verða haldnir um helgar. Iiinir fyrstu verða um n.k. helgi. Á námskeið- inu verða flutt ervndi um, lands- mál, sýndar stuttar kvikmyndir og þátttakendum veittar leiðbein ingar um fundarstjórn og ræðu- mennsku. Munu forustumenn Sjálfstæðisflokksins m.a. flytja erindi um stefnu Sjálfstæðis- flokksins, sögu stjórnmálaflokka á íslandi, kjördæmamálið, efna- hagsmálin og stjórnmálaviðhorf- ið. f kvöld verður námskeiðið sett kl. 20,30 og þá gerð nánari grein fyrir tilhögun þess, fundar- cfnum, ræðumönnum o. þ. h. Síðan nmn Guðm. H. Garðarsson, viðskiptafræðingur, flytja erindi um skipulag Sjálfstæðisflokksins og Árni Grétar Finnsson stud. jur. um skipulag og starfsemi S.U.S. og félaga ungra S jálfstæðismanna, en þeir sjá um stjórn námskeiðs- ins. Siðan verður sýnd stutt kvik mynd, sem fjallar um uppbygg- ingu lýðræðisþjóðfélags. Á morgun, laugardag mun nám skeiðið halda áfram kl. 16,00, en þá mun Magnús Jónsson, alþm. flytja erindi um ræðumennsku og leiðbeina þátttakendum um það efni. S'unnudaginn, 16. marz kl. 13,30 hefst fundur með framsöguerind- um þátttakenda um framtið Skál holts, en að þeim loknum mun Birgir Kjaran, hagfr. flytja er- indi um stefnu Sjálfstæðisflokks- ins. Mikill áhugi er meðal Sjálf- stæðismanna á Selfossi og í Ár- nessýslu fyrir námskeiði þessu og eru þeir, sem ekki hafa þegar tilkynnt þátttöku sina beðnlr um að gera það hið fyrsta til Þorsteins Sigurðssonar á Selfossi. — ». Sænskur þimgmaður fjallar uui kúgunarstefnu kuniíiMÍnisniaiis FRELSIÐ — frelsi einstaklinga og þjóða — getur því aðeins lif- að, að við öll, sem þess njótum og það þráum í hjarta okkar, stöndum fast saman og gerum okkur ljóst, að rétturinn til frelsisins er ótvíræður. Hver er sjálfum sér nsestur, segir mál- tækið. En einmitt þess vegna verðum við að standa hvor ná- lægt öðrum. Við verðum að skapa samfélag friðelskandi fólks af öllum þjóðernum. Hvort það eru Eistlendingar, Lettar eða Líthá- ar, Pólverjar eða Vestur-Þjóð- verjar, Svíar eða Bandaríkja- menn, skiptir ekki máli. Það sem uoáii skiptir er hitt, að við trú- um á rétt einstaklinga og þjóða til þess að ráða sjálfar málum sín- um. Við trúum á hann. Við erum reiðubúin til að játa þessa trú vora, vinna fyrir hana og stríða íyrir hana. ★ Það er auðvelt að styðja hug- sjónir, sem hrinda má í fram- kvæmd fyrirhaínarlaust. Að bíða ljóssins í dögun, krefst hvorki þolinmæði né sérstaks sannfær- ingarkrafts. Þá eru einnig marg- ir, sem vilja láta berast með vind inum, en það er ekki slíkt fólk, sem lýsir upp heiminn. Það fólk veldur ekki straumhvörfum. En \ hinir sem aldrei létu bugast, þótt á móti blési, þeir sem neituðu að viðurkenna það sem smámuna- semi varpaði þó skýru ljósi á, þeir sem ekki létu gneistann slokkna í fábreytni hversdags- leikans, þeir sköpuðu nýjan heim. Þreyttar hendur þeirra krepptust um kyndil frelsisins og héldu honum á lofti svo að kaldur blástur kúgaranna megnaði ekki að slökkva loga hans. Þeir færðu sönnur á, að andlega frjálst fólk er aldrei hægt að svipta frelsi sínu varanlega. Skriðdrekar geta kramið sitthvað undir beltum sínum, en samt ekki vakandi þjóðernistilfinningu, ekki það sem telja verður grundvöll mann- gildisins. ★ Það var eðlilegt að við Svíar tækjum okkur ferð á hendur til hinna nýju landa handan við Eystrasaltið á árunum fyrir síð- ustu heimsstyrjöld. Þar var að finna erfðavenjur frá þeirri tíð, er Eystrasaltið var sænskt inn- haf. Það var á margan hátt fram- andi heimur, sem við komumst i kynni við, en þrátt fyrir allar andstæður fannst okkur sem við værum þar heima — heima 1 vinahópi. Það sem umfram annað vakti athygli okkar var samt hin þrotlausa athafnasemi, það að kynnast landi í vexti og sköpun. Hvað gat smávægilegt mótlæti haft að segja gagnvart einbeitt- um viija, hver var þýðing skugg- ans af hinum stóra nágranna í austri gagnvart galopnum glugg- um í vesturátt, harðstjórnar og Merki kúgnnar sleifarlags iiðinna ára gagnvart Djartri framtið? þjóðfélagslega og menningariega — þrátt fyrir heimskreppu og efnahagserfiðleika. Stétt sjálfs- eignai-bænda óx upp i iandinu. Á frelsistímanum var allt í uppgangi í Eistlandi og mikiff nm byggingarframkvæmdir. Hér sjást verka- mannabústaðir í Tallinn. Ég minnist hans, eins og það hefði verið í gær, sem ég hitti hann — ungan og einbeittan kennara, sem dreymdi um að koma á fót bókasafni í byggðar- lagi sínu, stjórnaði þar söngkór og ól í brjósti vonir um að geta brugðið sér í ferð vestur yfir með nemendur sína — til lands míns. Hvar er hann í dag? Hann er ekki, hann var — í þræla- búðum. ★ Að líkindum geta þeir, sem hyggnir eru eftir á, fundið til ýmis mistök, sem áttu sér stað meðan frelsisins naut enn við. Slíkt hefur þó lítinn tilgang. Það skiptir á hinn bóginn máli, að í þann tíð var bundinn endi á margra ára kyrrstöðu. Á tíma, sem telja verður ótrúlega skamm an, þegar tillit er tekið til um- fangs framkvæmdanna, var iands svæðum, sem dregist höfðu aftur úr, fleytt fram — efnahagslega, Lýðskólar, menntaskólar og há- skólar voru ýmist reistir eða tóku til starfa að nýju. Landsfóikið fékk mannréttindi og borgaraleg réttindi. — Og ef þetta lýsir ekki getu fámennrar þjóðar til þess að lifa sjálfstæðu lífi, veit ég ekki, hvernig færa má sönnum á slíkt. ★ Endurminningar minar frá frjálsu Eistlandi, frjálsu Lett- landi og frjálsri Litháen eru bjartar og skýrar. Það eru end- urminningar um fólk sem söng. Mér þykir ólíklegt aff íólkið þar syngi nú, ekki aðeins í leikhús- um og hljómleikasölum, heldur frjálst og sjálfkrafa í hópi góðra félaga eftir að vinnudegi er lokið. Syngja menn þar nú um íram- tíðina, af því að þeir finni hjá sér hvöt, þörf til þess? Er nokkra gleði að finna, þar sem ekkert frelsi er til — aðeins fimm ára áætlanir? Eystrasaltsþjóðirnar unnu sjálf ar til frelsis síns, stefndu mark- víst að því með friðsamlegum aðgerðum. Þær höfðu ekki í hót- unum við neinn, fóru ekki fram á neitt annað en það eitt, að fá að ráða á eigin spýtur sér og framtíð sinni. Þær gengu langt, ef til vill of langt í því að halda voldugum nágranna í glöðu skapi. En einmitt þegar þetta er haft í huga sýnist það svo hast- arlegt, að þær skyldu vera svipt- ar sjálfstæði — réttinum til eig- in lífs. Einmitt þess vegna verð- um við að trúa á straumhvörf, á endurfætt Eistland, Lattland og Litháen. Lettneskir frelsisvinir, sem Rússar myrta njá Riga rétt áffur en þeir urðu að flýja undan Þjóffverjum.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.