Morgunblaðið - 14.03.1958, Qupperneq 17
Föstudagur 14. marz 1958
MORCVTSBL 4ÐIÐ
17
ESéttindi vélsljóra
Á FUNDI í neðri deild Alþingis
í gær var 1. umr. um frumvarp
Karls G'uðjónssonar um breyting-
ar á lögunum um atvinnu við
siglingar. Frá frumv. var sagt í
Mbl. í fyrradag, en það snertir
þau ákvæði laganna, sem fjalla
um réttindi véistjóra. Vill flutn-
ingsmaður auka réttindi þeirra
manna, sem fengið hafa menntun
sína í vélstjórn á mótornámskeið-
um Fiskifélagsins.
Flutningsmaður skýrði frumv.
með framsöguræðu. Síðan tók
Ásgeir Sigurð'sson til máls. Hann
sagði, að endurskoðun lagaá-
kvæða um atvinnu við siglingar
væri lokið fyrir nokkru að því
er skipstjórnarmenn varðar, og
hefði lögum verið breytt í san>-
ræmi við það. Hins vegar starf-
aði enn nefnd að endurskoðun
ákvæðanna um vélstjóra, og teldi
hann, að bíða ætti álits hennar,
enda myndi þess að vænta á næst
unni. Þá taldi Ásgeir nauðsyn-
legt, að Farmanna- og fiskimanna
samband íslands fengi frumvarp
það, sem fyrir lá, til umsagnar,
en það er sá aðili, sem hér á hlut
að máli fyrir hönd vélstjóra.
Karl Guðjónsson sagði, að sjálf
sagt væri að senda frumvarpið
til umsagnar þeirra, sem það
* KVIKMYNDIR *
„Kiss me Kate”
ÞESSI bráðskemmtilega amer-
íska óperumynd sem sýnd er í
Gamla Bíói er gerð eftir hinum
fræga söngleik Cole Porters, en
hann byggir söngleikinn á leik-
riti þeirra hjónanna Sam og
Bellu Spewack, með sama nafni,
en þau hjón eru okkur hér að
góðu kunn fyrir leikritið „Væng-
stýfðir englar“, sem Menntaskóla
nemendur sýndu í vetur En efni
leiksins „Kiss me Kate“ má svo
rekja alla leið til leikrits
Sakespeares, „The Taming of the
Shrew.“ — Það standa því marg-
ir góðir höfundar að þessari
söngva- og dansmynd, enda er
myndin fjölbreytt, prýdd af-
burðaskemmtilegum dönsum sem
snillingar sýna, ágætum söngvum
sem eru Iistavel sungnir, og auk
þess er leikurinn prýðilegur og
fullur gáska og góðri kímni. Hina
skapmiklu og óviðráðanlegu
ungu stúlku Lilli Vanessi (Kate)
leikur hin snotra og ágæta söng-
kona Kathryn Grayson, en Fred
Graham (Petruckió), sem tekur
að sér að „temja“ hana leikur
Howard Keel. Einnig hann er
ágætur söngmaður og leikari. Þá
er Ann Miller mjög skemmtileg
í hlutverki Lois Lane (Bianca)
og dans hennar frábær. — Fleiri
skemmtilegir listamenn koma
þarna fram, en of langt mál yrði
að telja þá alla.
Mynd þessi er tekin í ANSCA-
litum og er afburðavel gerð.
Hygg ég að marga munu fýsa að
sjá hana, enda munu menn
áreiðanlega skemmta sér vel og
ekki ætti það að spilla, að Þjóð-
leikhúsið mun sýna söngleikinn
nú í vor.
Ego.
Síldveiði Norð-
manna 1
HINN 6. þ. m. nam síldveiði Norð
manna, samanlögð vetrarveiði og
vorsíldarveiði alls 3.010.000 hektó
lítrum. Á sama tíma í fyrra var
veiðin 8,058,000 hektólítrar. Af
aflanum hafa nú farið til bræðslu
1,678,000 hl., í fyrra 5,948,000 hl.
Lýsismagn er áætlað nú 13,400
tonn og var í fyrra 47,500 tonn.
Mjölframleiðslan nú er orðin
30,500 tonn, en var í fyrra 108,000
tonn.
Vorsíldarveiðin er enn mjóg
treg við Noregsstrendur.
varðaði, enda héldi hann því ekki
fram, að þar kynni ekki að mega
færa eitthvað til betri vegar. Hins
vegar kvað hann lítið myndi vinn
ast við að bíða álits nefndar-
innar, sem vinnur að endurskoð-
un lagaákvæðanna um menntun
vélstjóra. Hún hefði lengi verið
að störfum án þess að gefa út
álitsgerð, enda væri hún ósam-
mála.
Gylfi Þ. Gislason menntamála-
ráðherra kvað nefndina væntan-
lega ljúka störfum næstu daga,
en ekki myndi sameiginlegra til-
lagna að vænta frá nefndarmönn-
| um.
3—4 herb. íbúð óskast til leigu 1. apríl eða síðar.
Uppl. í síma 50493 milli kl. 8—9 í kvöld og næstu
kvöld.
GÖTT KMiP
Iðnaðarfyrirtæki óskar eftir stúlku, sem getur unn-
ið sjálfstætt við að búa til snið og sníða kápur og
annan utanyfirfatnað.
Tilboð með upplýsingum merkt: Kunnátta — 8871
sendist á afgr. blaðsins fyrir n.k. mánudag.
TIL SOLU
Glæsileg ný 3ja herbergja íbúð. Sanngjarnt verð. Fyrsti
veðréttur er laus og á 2. veðrétti gott lán 120 þús.
MÁLFLUTNINGSSTOFA
Sigurður Reynir Pétursson hrl.
Agnar Gúsiafsson hdl.
Gísli G. ísleifsson hdl.
Austurstr. 14, símar 1-94-78 og 2-2870
Verkakvennafélagið Framsókn
Aðalfundur Verkakvennafélagsins Framsóknar
verður n.k. sunnudag 16. marz kl. 2.30 e.h. í
Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu.
1. Venjuleg aðalfundarstörf. — Önnur mál.
Mætið réttstundis. Sýnið skírteini eða kvittun við
innganginn.
Stjórnin.
cd»jÓá i,
ennn
Barna- og unglingablað íneð myndum
Ljósberinn þarf að komast inn á hvert barnaheimili
í landinu. — Áskriftarverð er kr. 30.00. — Útfyllið
meðfylgjandi áskriftarlista og sendið afgreiðslu
Ljósberans strax í dag. —
Ég undirrit .... gerist hérmeð áskrifandi að Ljósberanum
Nafn
Heimili
Utanáskrift blaðsins: Ljósberinn, Pósth. 276, Rvík.
TIL SÓLU
I KÖPAVOGI:
Falleg hæð í nýju húsi við Borgarholtsbraut. —
120 ferm., 4 herbergi. Sér inngangur og sér kynd-
ing. Bílskúrsréttur fylgir. Útborgun 180 þús. kr.
I. veðréttur laus,
Við Álfhólsveg 5 herbergja íbúð í raðhúsi 120
ferm. Tækifærisverð.
MÁLFLUTNIN GSSTOF A
Sigurður Beynir Pétursson hrl.
Agnar G ústafsson hdl.
GísK G. Isleifsson lidl.
Austurstr. 14, símar 1-94-78 og 2-2870
í dag verður opnuð
Samsýning
á verkum bandarískra listmálara í bogasal Þjóð-
minjasafnsins. Sýningin verður opin daglega frá
kl. 2—10 til 24. þ.m.
Laugaveg 33
Fyrir fermingðrtelpur
Hvítir hanzkar
Hvítwr knipplingavasaldútar.
Hvít undirföt
Hvít nærföt
Hvít sokkabandabelti
Orðsending
tii stóreignaskaffgreiðenda
Með því að Skattstofan í Reykjavík og Fjármálaráðu-
neytið hafa neitað að sýna skrá yfir stóreignaskattgreið-
endur, fara undirrituð félagasamtök þess á leit við með-
%
lima sína, að þeir gefi trúnaðarmanni samtakanna upp-
lýsingar um stóreignaskatt, sem á þá er lagður. Óskað er
eftir að sent sé nákvæmt afrit (helzt ljósprentað) af til-
kynningu, er þeir hafa fengið um greiðslu skattsins frá
Skattstjóranum í Reykjavík. Þeir, sem senda inn frum-
rit af tilkynningunni, munu fá þau endursend nm hæl,
eftir að afrit hefir verið tekið af þeim. Farið verður með
upplýsingar þessar sem algert trúnaðarmál. Opinberlega
mun þó verða skýrt frá, hvernig skatturinn skiptist á
verzlun, iðnað og aörar atvinnugreinar.
Samtökin hvetja meðlimi sína til þess að bregðast vel
við þessari málaleitan, þar sem upplýsingar um þessi mál
eru mjög þýðingarmiklar, m. a. í sambandi við væntan-
leg málaferli út af álagningu skattsins.
Samtökin fara þess ennfremur á leit við þá stóreigna-
skattgreiðendur, sem ekki eru meðlimir í undirrituðum
félagasamtökum að þeir sendi upplýsingar á sama hátt
um þann stóreignaskatt, sem á þá er lagður.
Tilkynningar skattstjórans eða afrit af þeim, skulu
sendar til lir. Svavars Pálssonar, lögg. endurskoðanda,
Tjarnargötu 4, Reykjavík, eigi síðar en nk. mánudag.
Félag íslenzkra iðnrekenda
Félag ísleuzkra stórkaupnianna
Húseigendafélag Reykjavikur
Landssainband iðnaðarinanna
Samband smásöluverzlana
Verziunarráð íslands
Vinnuveitendasamband Islands
— Bezt ab auglýsa I Morgunblaðinu —