Morgunblaðið - 14.03.1958, Page 18
18
M ORCV\ BL 4 ÐIÐ
Fðstudagur 14. marz 1958
Eftir fimm
umferðir
HAFNARFIRÐI. — A skákmóti
Hafnarfjarðar, sem stendur yfir
þessa dagana er búið að tefla
fimm umferðir:
í fjórðu umferð, sem tefld
var á sunnud., urðu úrslit í
meistaraflokki þau að Jón
Kristjánsson vann Skúla Thorar-
ensen, Sigurgeir Gíslason vann
Eggert Gilfer, Stígur Herlufsen
vann Ólaf Sigurðsson, en bið-
skák varð hjá Guðmundi S. Guð
mundssyni og Hauki Sveinssyni.
Fimmta umferð var tefld í
fyrrakvöld og urðu úrslit þessi:
Guðm. S. vann Jón, Haukur vann
Sigurgeir, en biðskákir urðu hjá
Eggert Gilfer og Ólafi, Stígi og
Skúla.
Vinningsstaðan er þessi: Stígur
3Vz og 1 biðskák. Guðm. S. 3
og 1 biðskák, Jón 2 og biðskák,
Haukur IV2 og 3 biðskákir. Sigur
geir og Ólafur IV2 og 1 biðskák
hvor, Skúli 1 og 2 biðskákir og
Eggert 0 vinn. en 2 biðskákir.
—G.E.
Þráinn Sigurðssor
„Gamull" Framari í heimséhn
EINN knattspyrnumannanna,
sem léku hér á veilinum „í gamla
daga“, leit inn á ritstjórn Mbl.
í gær. Var þar kominn Þráinn
Sigurðsson, sem fyrir rúmum 7
árum fluttist búferlum vestur
um haf til Bandaríkjanna. Síðan
hefur hann ekki komið hingað
til lands.
— Það hefur verið mjög
ánægjulegt að koma hingað, hitia
alla sína gömlu vini og kunn-
ingja og sjá hversu fólki hefur
vegnað hér vel og borgin stækk-
að, sagði Þráinn.
Það, sem kom mér af stað,
var 50 ára afmæli iníns gamla
félags, knattspyrnufélagsins
Fram. Þráinn var mikiil og áhuga
samur félagsmaður, og eftir að
hafa leikið með félagiau í fjölda
mörg ár, átti hann saeti í stjórn
þess um árabil. Er hann kom á
afmælishátíðina, kom hann fær-
andi hendi, því hann gaf féíag-
inu fallegan bikar. Ég sagðí
strákunum, að um þennan bikar
skyldu öll félögin keppa, og það
félagið hljóta hann hverju sinni,
sem næði beztum árangri í öllum
flokkum yfir sumarið. Það
félag eignast bikarinn, sem vinn
ur hann þrisvar í röð eða fimm
sinnum alls.
Þráinn kvaðst ekkf betur sjá
eftir þessa stuttu dvöl hér, en
knattspyrnuáhuginn væri jafn-
vel meiri en í gamla daga. Væri
það gleðilegur vottur þess, að
félögin hefðu á að skipa dugleg-
um forystumönnum.
Af sínum högum, sagði Þráinn,
að hann og fjölskylda hans væri
búin að koma sér allvel fyrir í
Bandaríkjunum. Þráinn á efna-
laug og stundar enn að nokkru
sína gömlu iðn, klæðskeraiðnina.
Hann býr nú með fjölskyldu
sinni í bænum Gurnee, sem er um
30 mílur norður af stórborginni
Chicago.
Þráinn er á förum vestur
aftur. Hann kveðst hafa hitt
marga gamla kunningja á fund-
Björn Baldursson Akur-
eyrarmeistari í skaufahl.
AKUREYRI, 12. marz. — Skauta
mót var haldið á Akureyri um
síðustu helgi. Fór keppnin fram
á laugardag og sunnudag á Leir-
unum. Þátttaka var með bezta
móti. Björn Baldursson sigraði
í A-flokki á öllum vegalengdum
(4) og varð þar með Akureyrar-
meistari í skautahlaupi. Stig féllu
sem hér segir: 1. Björn Baldurs-
son, 230,083 stig, 2. Kristján
Arnason 237,644 stig, 3. Sigfús
Erlingsson 237,820 stig.Um næstu
helgi fer fram firmakeppni í
'svigi á Vaðlaheiði. Verður mikil
þátttaka í þeirri keppni.—job.
um í hinum svonefnda Lions-
klúbb hér í bænum, en aðai-
stöðvar þessa alheimsfélagsskap
ar eru í Chicago og er Þráinn
þar meðlimur. Hér í Reykjavík
hefur Þráinn búið hjá mági sín-
um, Jóni Þórðarsyni, forstöðu-
manni Hvítabands-sjúkrahúss-
ins, Háagerði 83.
Bað Þráinn Mbl. að flytja kunn
ingjum sínum og gömlum mum,
sem hann ekki gæti hitt að þessu
sinni, beztu kveðjur.
Körfuknatt-
leiksmótið
KÖRFUKNATTLEIKSMÓTINU
var haldið áfram í fyrrakvöld
að Hálogalandi. ÍKF sigraði KFR
b-lið með 106 stigum gegn 22.
Mun þetta vera í fyrsta sinn,
sem íslenzkt félag skorar yfir
100 stig í einum leik. Seinni
leikurinn var á milli KR og
KFR-a-liðs. KFR sigraði með 46
stigum gegn 41 stigi eftir harða
keppni.
Frá Bunaðarþingi:
Miklar umræður um
innflutning holdagripa
í GÆR voru 6 mál til umræðu
á Búnaðarþingi. Um sium urðu
miklar umræður svo sem rækt-
un holdanautgripa, og stóð fund-
ur í hartnær 5 klst.
Dráttarvélaakstur unglinga
Fyrst var tekin fyrir tillága til
þingsályktunar varðandi frum-
varp til umferðarlaga. Allsherj-
arnefnd skilaði svofelldri álykt-
un:
„Búnaðarþing ályktar að halda
fast við ályktun sína og greinar-
gerð, um 28. gr. frumvarps 'ul
umferðarlaga, sem lá fyrir Al-
þingi 1957“.
í greinargerð með þeirri álykt-
un eru rökstuddar ástæður fyrir
því hve óhagkvæmt bændum sé
að aldurstakmark sé sett fyrir
því að unglingar aki dráttarvél-
um við bústörf í sveit. Þetta
muni einnig verða til þess að
unglingar úr kaupstöðum eigi
erfitt með að komast til sumar-
dvalar í sveit.
Ásgeir Bjarnason upplýsti að í
fyrradag hefði komið fram á
Alþingi tillaga um að miða akst-
ur unglinga á dráttarvélum við
hæfnispróf.
Allsherjarnefnd féllst þó á að
bæta öðrum lið við ályktun sína
þar sem nýtt atriði væri komið
fram í málinu.
Sveinn Jónsson mælti gegn því
að þetta væri afgreitt svo fljótt.
Annar liður ályktunarinnar hljóð
ar svo:
„Ef Alþingi telur sér ekki fært
annað en hafa takmarkanir á
aldri unglinga við akstur heim-
ilisdráttarvéla við heyvinnu og
önnur bústörf, telur Búnaðar-
þing að betra sé fyrir bændur
að hæfnispróf verði lögleitt í
þessu efni, heldur en að aldurs-
takmark verði ákveðið".
Fyrri liðurinn var samþykkt-
ur einróma en síðari liðurinn með
17 atkvæðum gegn 4, 2 fulltrúar
voru fjarverandi en 2 sátu hjá.
Þar með var málið afgreitt frá
Búnaðarþingi.
Ræktun og innflutningur
holdanauta
Miklar umræður urðu um rækt
Nýtt sjúkraskýli tekiS
til starfa í Bolaregarvík
Verður einnig notað sem elliheimili
í ftanniioinni
BOLUNGARVÍK, 13. marz. —
Síðastliðinn mánudag var tekið
í notkun hér nýtt sjúkraskýli á
neðri hæð læknabústaðarins.
Tekur skýlið 10 sjúkiinga í rúm.
Bygging þess hefur staðið yfir í
langan tíma, en þó miðað tiltölu-
lega vel. Sjúkraskýlissjóður, sem
tekjur hefur haft að skemmtana-
skatti, hefur mjög iagt máli
þessu lið, en framkvæmdastjóri
hans er Steinn Emilsson og hef-
ur verið frá stofnun sjóðsins.
Tvær hjúkrunarkonur
Tvær hjúkrunarkomu hafa
verið ráðnar til hjúkrunarstarfa
að sjúkraskýlinu og til umsjónar.
Þær eru frú Hólmfríður Hafliðo-
dóttir og frú Margrét Eyjólfs-
dóttir. Eru þær báðar úr Bol-
ungarvík. Yfirlæknir sjúkraskýl-
isins er Guðmundur Jóhannes-
son, hérðaslæknir.
Verður einnig notað sem
elliheimili
Fjórar sjúkrastofur eru á neðri
hæðinni, rúmgóð dagstofa fyrir
sjúklinga er þar einnig. Meining
in er, að skýlið skuli einnig notað
sem elliheimili. Á efri hæð lækn
isbústaðarins er íbúð héraðs-
læknis, lækningastofa, röntgen-
stofa og apótek.
í Stjórn sjúkraskýlisins eru
Guðmundur Jóhannesson, héraðs
læknir, Jónatan Einarsson, odd-
viti og Þórður Hjaltason, sím-
stóri.
Góðar gjaíir
Kvenfélagið Brautin gaf rúm-
fatnað í sjúkrastofur, að mestu
leyti fyrir ágóða leikritsins
„Arabískar næíur“, sem sýnt var
hér síðastliðinn vetur. Sjálfstæð-
iskvennaféiagið „Þuríður sunda-
fyllir“ gaf borðlampa á hvert
náttborð. Börn Bárðar heitins
Jónssonar á Ytri-Búðum, hafa
geíið sjúkraskýlinu ■ vandað út-
varpstæki en hlustunartæki eru
við hvert sjúkrarúm. Ber að
þakka allar þessar gjafir og
sömuleiðis öllum þeim sem lagt
hafa hönd á plóginn á umliðnum
árum til þess að þetta sjúkraskýii
geti nú hafið starfsemi, enda
bætir það úr brýnni þörf.
I —Fréttaritari.
un holdanauta og spunnust inn
í umræðurnar deilur um innflutn
ing sæðis og búfjár.
Kristján Karlsson talaði fyrir
ályktun um ræktun holdanauta
þeirra, sem til eru í landinu. Fel-
ur hún í sér skipulega ræktun
sunnlenzka holdanautastofnsins í
Gunnarsholti á Rangárvöllum.
Er hún í eftirtöldum 5 liðum:
„1. að samningur verði gerður
við Sandgræðslu ríkisins um
afhendingu holdanautastofns-
ins í Gunnarsholti. Ennfremur
verði leitað eftir því að fá úti-
hús og íbúðarhús á Kornbrekk
um til umráða.
2. Að gerður verði samningur
við Sandgræðsiuna um afnot
til langs tíma af beitilandi fyr-
ir holdanautin og kaup á nægu
heyi til vetrarfóðurs. .
3. Að holdanautabúið verði eign
ríkisins með sérrekstri, undir
umsjón Búnaðarfélags íslands.
4. Að Búnaðarfélag íslands ráði
bústjóra, er framkvæmi fyrir-
mæli þau, er það setur um
ræktun, hirðingu og fóðrun
hjarðarinnar.
5. Að Alþingi veiti nægilegt fé
til stofnframkvæmda vegna
búsins og reksturs þess“.
Þá kvað Kristján að fyrir lægi
umsögn yfirdýralæknis um inn-
flutning búfjár og væri hann því
mjög andvigur. Einnig hefði
hann leitað upplýsinga erlendis
og samkvæmt þeim teldi hann
slíkan innflutning óráðlegan.
Garðar Halldórsson átaldi bú-
fjárræktarnefnd fyrir störf henn
ar að þessu máli. Taldi ályktun-
ina vera fremur neikvæða og
litlar líkur til þess að hún bæri
þann árangur er ætlazt væri til af
þeim er vildu stuðla að innflutn-
ingi holdagripa. Átaldi hann einn
ig að nefndin legði ekki fram
erindi Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar varðandi innflutning
holdanauta. Þá taldi hann að
ekki hefði verið aflað þeirra
upplýsinga, er síðasta Búnaðar-
þing hefði samþykkt að afla
skyldi. Aðeins lægi fyrir álit
yfirdýralæknis en ekkert frá
Dýralæknafélagi íslands og ekk-
ert um reynslu annarra þjóða 1
þessum efnum.
Halldór Pálsson talaði nokkuð
um þá ræktun þeirra holdagripa,
sem fyrir væru í landinu og lýsti
tilraunum, sem tilraunaráð bú-
fjárræktar hefði hafið í Laugar-
dælum á uppeldi kálfa blönduð-
um holdakyni því, sem hér er
til, og mjólkurkyninu. Árangurs
væri ekki af því að vænta fyrr
en eftir nokkur ár. Einnig gat
hann komu dr. Hammonds hingað
til lands sl. sumar og þess að
hann hefði bent á að möguleikar
væru til ræktunar holdanauta
hér svo og að beztu einstakling-
ar af holdakyninu í Gunnars-
holti væru frambærilegir á ensk-
um kjötmarkaði.
Sveinn Jónsson tók mjög í
sama streng og Garðar Halldórs-
son og vítti nefndina og búfjár-
ræktarráðunauta okkar fyrir and
stöðu gegn þeim er vildu koma
á þessari nýju búgrein þ.e. rækt-
un holdagripa. Taldi hann álykt-
un búfjárræktarnefndar nei-
kvæða og blátt áfram til þess
fallna að afsanna möguleikana til
þess að hér væri hagkvæmt að
rækta holdagripi. Mælti hann
mjög með því að hafizt yrði
handa um innflutning sæðis af
erlendu, hreinræktuðu holda-
nautakyni og átaldi að tillaga
þess efnis væri ekki borin undir
Búnaðarþing. Sveinn benti einn-
ig á að stór svæði væru á landi
hér þar sem menn vildu gjarna
notast við ræktun holdagripa
vegna þess að þar væri ekki
markaður til mjólkurframleiðslu
en sýnt væri að kjöt væri væn-
legast búnaðarvara til útflutn-
ings. Vítti hann þann drátt og
seinagang sem væri á þessu máli.
Ólafur Stefánsson nautgripa-
ræktarráðunautur kvaðst ekki
hafa verið á móti því að inn-
flutningur holdagripa væri haf-
inn en taldi að slíkt hefði ekki
og væri ekki enn framkvæman-
legt vegna þess að ekki væri til
sóttvarnarstöð hér á landi og því
ekki hægt að vinna gagnlega að
málinu. Þá taldi hann ásökunina
um að verið væri að vinna nei-
kvætt starf með því að hefja
skipulega ræktun sunnlenzka
holdastofnsins mjög alvarlega.
Margir fyrrgreindra ræðu-
manna tóku oftar til máls og
loks var málinu vísað til síðari
umræðu.
Önnur mál
Þá samþykkti Búnaðarþing til-
lögur um skiptingu Búnaðar-
málasjóðs fyrir 1957. Kom fram
athugasemd við að ekki hefði
fengizt innheimt framlag til
sjóðsins að fullu. Einnig var sam
þykkt tillaga um að Búnaðarfé-
lag íslands gerðist aðili að
Evrópska búfjárræktarfélaginu
(The European Association of
Animal Production).
Einnig var samþykkt ályktun
um að litlar breytingar skyldu
gerðar á útgáfu Freys, en fallizt
á að bæta í hann léttara efni ef
rúm leyfði. Gegn hinu síðasttalda
var mælt og borin fram tillaga
um að fella það niður. Var hún
felld.
Þá urðu nokkrar umræður um
varnir gegn kartöfluhnúðormi,
Jarðræktarnefnd lagði fram á-
lyktun um að stjórn B.í. beitti
sér fyrir því að flutt væri á
Alþingi frumvarp um varnir gegn
garðasjúkdómum. Frá því var
skýrt að kartöfluhnúðormur
væri að verða talsvert útbreidd-
ur og nauðsyn að hefta útbreiðsl-
una með því að leggja niður sýkt
garðlönd en það myndi eina vörn-
in gegn þessum vágesti. Málinu
var síðan vísað til síðari umræðu.
Heimsókn Halldóru Bjarnadóttur
í gær heimsótti Halldóra
Bjarnadóttir heiðursíélagi Bún-
aðarfélags íslands þingið og flutti
stutt ávarp en forseti þakkaði
henni komuna.
Einnig voru í gær lesin upp
heillaskeyti er borizt höfðu í til-
efni sjötugsafmæli Jóns Sigurðs-
sonar á Reynisstað, sem var í
gær.
Næsti fundur Búnaðarþing*
hefst kl. 9,30 í dag.
Endurskoðun
vörumerkja-
laganna
EINS og sagt var frá í Mbl. á
sínum tíma fluttu þeir Páll Þor-
steinsson og Gísli Guðmundsson
frumvarp á þingi í haust um
breytingar á vörumerkjalögun-
um. Aðaltillaga þeirra var sú, að
heiti, sem notuð eru sem vöru-
merki, skuli vera rétt mynduð að
lögum íslenzkrar tungu að dómi
heimspekideildar háskólans. Ým-
is önnur atriði voru einnig í
frumv.
Því var vísað til allsherjar-
nefndar neðri deildar að lokinni
1. umr. í haust. Nefndin athug-
aði frumvarpið og fékk um það
álit ýmissa aðila. Hún taldi, að
málvöndunarsjónarmiðið, sem í
því kemur fram, eigi fullan rétt
á sér og að gildandi lög um vöru-
merki þurfi breytinga við. En að
athuguðu máli taldi nefndin rétt,
að lögin verði endurskoðuð milli
þinga, og lagði til, að málinu
væri vísað til ríkisstjórnarinnar.
Flutningsmenn töldu sig geta
sætt sig við þessa afgreiðslu, og
var hún ákveðin með samhljóða
atkvæðum á fundi neðri deildar í
gær.