Morgunblaðið - 14.03.1958, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 14.03.1958, Blaðsíða 20
VEÐRIÐ NA kaldi, léttskýjað, frost 3—7° vtymilfidbifo 62. tbl. — Föstudagur 14. marz 1958 Noregsbréf er á bls. 11. Vandræbaástand hjá verksmiðjuiðnaðinum: Margar verksmiðjur orðnar hráefnalausar Nær engar yfirfærslur frá áramótum TIL FULLKOMINNA vandræða virðist nú vera að draga hjá verksmiðjuiðnaðinum hér í Reykjavík vegna skorts á hrácfnum. Litlar sem engar gjaldeyrisyfirfærslur hafa fengizt fyrir hráefnum írá síðustu áramótum. Fjölmargar verksmiðjur hata engar yfir- færslur fengið á þessu tímabili. Er þetta sérstaklega bagalegt vegna þess, að litiar yfirfærslur fengust fyrir hráefnum síðustu mánuði ársins 1957. Útlit fyrir samdrátt eða stöðvun Samkvæmt áreiðanlegum upp- lýsingum, sem blaðið hefur feng- ið, lítur nú út fyrir stórfelldan samarátt eða stöðvun í mörgum verksmiðjum ef ekki gerast ein- hverjar breytingar á þessum mál- um. Sumar verksmiðjur eru þeg- ar orðnar hráefnalausar. Reyna þær í lengstu lög að komast hjá því að segja starfsfólki sínu upp. En mjög alvarlegar horfur eru á því, að atvinnuleysi skapist á næstunni ef verksmiðjurnar fá ekki hráefni innan skamms. „Saga“ verður fyrir eldingu SAGA, millilandaflugvél Loft- leiða, varð fyrir eldingu, er hún var á flugi frá Osló til Reykja- víkur síðari hluta dags í gær. Eldingin kom á vélina við stjórn klefann, en brautzt út um hægri enda hæðarstýrsins aftast á vél- inni. Sá lítils háttar á vélinni fremst, en hæðarstýrisendinn Myndirnar af fálkanum eiga ekki sinn líka IðnaBurinn og ársfíða- bundiB atvinnuleysi HINN 7. febrúar sl. skipaði borg arstjóri nefnd til að gera tillögur um það, hverjar ráðstafanir sé hægt að gera í iðnaðarmálum til að sporna við árstíðabundnu at- vinnuleysi í Reykjavík. í nefnd- ina voru skipaðir: Guðjón Sig- urðsson, formaður Iðju, og er hann formaður nefndarinnar, Sveinn Valfells, formaður Félags Námskeið í lijálp í viðlögem RAUÐA krossdeildin í Reylcja- vík hefir árlega haldið ókeypis námskeið í hjálp í viðlögum fyrir almenning. Hún er nú eini aðil- inn, sem heldur slík námskeið fyrir almenning í höfuðstaðnum. Námskeiðin hafa ávallt verið vel sótt og mun svo enn verða. Kennt verður kl. 5 e.h. og kl. 8,30 eh. í Heilsuverndarstöðinni, gengið inn frá brúnni á Baróns- stig Námskeiðin eru fyrir konur og karla á öllum aldri. Kennt verður eftir bókinni „Hjálp í viðlög- um“ og annast Jón Oddgeir Jóns soa kennsluna eins og undan- farin tvö ár. Fólki er ráðlagt að skrásetja sig og fá nánari upplýsingar sem fyrst, af því að námskeiðin hefj- ast næstkomandi mánudag. íslenzkra iðnrekenda, Björgvin Frederiksen, formaður Landsam bands iðnaðarmanna og Óskar Hallgrímsson, formaður iðn- sveinaráðs Alþýð'usambands ís- lands. Frost um laiií! allt UM land allt var í gær norðan og norðaustan átt, lítilsháttar snjókoma nyrðra, en bjartviðri annars staðar. Frost norðanlands var um níuleytið í gærkvöldi 5—10°, en þó var aðeins 1° frost á Raufarhöfn. Sannanlands var 2—6° frost. Hefur frost því haldizt nokkurn veginn óbreytt undanfarna daga. Búizt er við áframhaldandi norðan og’ norð- austan átt. MYND sú, er birtist i Morgun- blaðinu í gær 'af fálkanum á Reykjavíkurtjörn, vakti mikla og verðskuldað'a athygli. Dr. Finnur Guðmundsson skýrði blaðinu svo frá, að hér hefði Ólafi K. Magnússyni tek- izt að ná mjög merkilegri ljós- mynd. Sér væri ekki kunnugt um, að hún ætti sér nokkurn líka. Ég veit ekki til þess að tekizt hafi áður að ljósmynda villtan fálka yfir bráð sinni, sagði dr. Finnur. Þær myndir, sem teknar hafa verið af villtum fálkum eru venjulegast af þeim við Viggo Christensen Ekkj an lézt 6 dögum eítir lát manns sms í GÆR átti fram að fara frá Dómkirkjunni útför Sverris Sverrissonar, húsasmíðameistara, Ránargötu 44 hér í bæ. Var út- förinni frestað þar eð eftirlifandi kona hans, Guðrún Magnúsdóttir, lézt á miðvikudaginn. Sverrir Sverrisson lézt í Landa kotsspítala á fimmtudaginn var klukkan 2 síðd. Hafði hann verið íluttur í spítalann nokkrum dög- um áður. Á miðvikudaginn, sex tíögum efíir lát Sverris, lclukkan 2 síð- degis, varð kona hans, frú Guð- rún Magnúsdóttir bráðkvödd, á heimili þeirra hjóna, leið út af, þar sem hún sat í stól. Mun frú Guðrún ekki hafa kennt sér meins og verið heilsuhraust kona. lljá þeim hjónumáheimili þeirra voru tvær dætur þcirra, Guðlaug og Gunnlaug, en sonur þeirra Sverrir er kennari ó Akranesi. Alþjóðabankian heíur lónað 3,5 mílljarða dollara Stutt samtal við Viggo Christensen fram- kvæmdastjóra upplýsingaskrifstofu bankans í París VIGGO CHRISTENSEN, framkvæmdastjóri upplýsingaskrifstofu Alþjóðabankans í París, hefur dvalizt hér í Reykjavík nokkra síðustu daga. Kom hann hingað sl. miðvikudag en fer héðan í dag. — Viggo Christensen er mörgum að góðu kunnur hér á landi frá því er hann var framkvæmdastjóri upplýsingaskrifstofu Samein- uðu þjóðanna í Kaupmannahöfn. Er þetta í 7. skiptið, sem hann kemur hingað til landsins. Sundmeistaramót Akraness AKRANESI, 13. marz. — Sund- meistaramót Akraness var hald- ið í Bjarnalaug í kvöld og liófst kl. 8,30. Keppt var í 11 greinum. Sigurvegari í 100 m bringusundi karla varð Sigurður Sigurðsson (timi: 1.16,6), í 100 m bringusundi kvenna Dagný Hauksdóttir (tími: 136.0). Varð hún sunddrottning Akraness. — I 100 m bringusundi drengja sigraði Valur Jónsson (1.29.0). Hlaut Valur Alexanders bikarinn. í 50 m baksundi karla sigraði Jón Helgason (0.32.7). Keppendur voru 40—50, áhorfend ur eins margir og húsrúm leyfði. Árangurinn varð góður í flestum greinum — Oddur. Starfscmi Alþjóðabankans Mbl. hitti framkvæmdastjór- ann snöggvast að máli í gær og leitaði tíðinda hjá honum af starfi hans. Hann kvaðst hafa ráðizt til starfa hjá Alþjóðabank- anum fyrir einu og hálfu ári síðan. — Hve margar þjóðir eru nú aðiljar að bankanum? — Þær eru samtals 65. — Hve hárri upphæð nema heildarlán hans nú? — Frá því að hann hóf starf- semi sína árið 1946 hefur bank- inn lánað um 3V2 milljarð doll- ara. ísland hefur samtals fengið 9,5 milljónir dollara að láni hjá bankanum. Fyrsta lánið til ís- lands var veitt árið 1951. Viggo Christensen heimsótti bæði Framkvæmdabankann og Landsbankann meðan hann dvaldi hér að þessu sinni, til þess að kynnast mönnum og málefn- um. hrciður sín og þá stundum með unga. Ilafa slíkar myndir kostað mikla fyrirhöfn og yfirlegu ijós- myndaranna. Dr. Finnur kvaðst hafa rætt um það við ljósmyndara Mbl. að hann fengi að grandskoða mynd- irnar, en alls náði Ólafur K. Magnússon níu myndum af fálk- anum. Kvaðst dr. Finnur liafa hug á því að koma myndum af fálkanum til birtingar í víð- kunnu bandarísku náttúrufræöi- riti. laskaðist hins vegar nokkuð og rifnaði upp. Eldingunni lauzt niður í flug- vélina, er hún flaug gegnum ský. Munu flugmennirnir hafa séð blossa utan við gluggana í klefa sínum, en fæstir farþegar munu hafa orðið eidingarinnar varir. Vélin lenti í Reykjavík kl. 6,30. 16 af farþegunum ætl- uðu áfram til New York, en þeir tóku sér gistingu hér, meðan unn ið er að viðgerðum og athug- unum á vélinni. Um 10 leytið í gærkvöldi var prófunum á tækj- um í flugvélinni ekki lokið, en vonir stóðu til, að þau væru lítt löskuð og að unnt yrði að halda áfram ferðinni vestur yfir hafíð í dag. Óþurrkalánin verði óaííurkræff framlag BÆNDUR í Austur-Eyjafjalla- hreppi, Vestur-Eyjafjallahreppi, Hvolshreppi og Gnúpverjahreppi hafa sent Alþingi og stjórn Bjarg ráðasjóðs áskorun um að breyta óþurrkalánunum frá 1956 í óaftur 'kræf framlög. Stýrímaður á Tröllafossi hverfur í New York ÞÆR FREGNIR hafa borizt vest- an frá New York, að ungur far- maður hafi horfið af Tröllafossi, er skipið lá þar í höfn. Var mannsins saknað á mánudags- morguninn. Er hér um að ræða Rafn Árnason, 2. stýrimann. Ekki er vitað til þess að eftir- grennslan lögreglunnar í New York hafi enn sem komið er bor- ið neinn árangur. .í skeyti frá New York um þenn an sviplega atburð segir, að skipsmenn á Tröllafossi hafi sein- ast séð Rafn Árnason um klukk- an 10 á sunnudagskvöldið. Var hann þá um borð í skipinu og vaktmenn við landganginn urðu þess ekki varir að hann færi frá borði. Á mánudagsmorgun snemma var því veitt eftirtekt að Rafn var ekki í skipinu. Hófst þá þeg- ar nákvæm leit um allt skipið, en hann fannst hvergi. Var lög- reglunni þá tilkynnt hvarfið og hóf hún þegar leit að Rafni. Éngum getum er að því leitt hvað valdið hafi hvarfi Rafns. Rafn Árnason er fjölskyldu- maður og býr í Barmahlíð 10 hér í bæ ásamt konu sinni Sólveigu Sveinsdóttur og tveim börnum. Rafn hefur verið lengi í þjón- ustu Eimskipafélagsins og hefir þar farið af honum hið bezta orð fyrir reglusemi og trú- mennsku í starfi sínu. Rafn er 35 ára gamall. Tröllafoss lét úr höfn i New York á miðvikudaginn var, Akranesbátar á netjaveiðum AKRANESI, 13. marz. — í gær- kvöldi og nótt komu 3 netjabátar hingað. — Sigrún með 20 lestir eftir 3 lagnir, Reynir með 15 lest- ir og Aðalbjörg með 14 lestir, hvor um sig eftir 1 lögn. Báðir línubátarnir lentu í dag, hafði annar 6,5 lestir, en hinn 6. Netjabátarnir verða að koma að í alla nótt. —Oddur. Samsýning 10 banda- rískra lisfamanna hefst hér í dag í DAG verður opnuð í Bogasal Þjóðminjasafnsins málverkasýn- ing á verkum nokkurra amer- ískra listmálara. Sýningin, sem verður opnuð fyrir gesti kl. 2 e. h., er á 'vegum Art Exhibition Corporation í New York. Fyrir almenning verður sýningin opn uð kl. 4 síðd. Hún mun standa yfir til 24. marz og verður dag- legur opnunartími frá kl. 2—10 síðdegis 29 málcerk. Það eru 10 listamenn, sem eiga verk á sýningu þessari. Alls eru 29 málverk til sýnis, 26. oliumál- verk og 3 „gesso“-myndir, en það eru myndir, sem unnar eru með Indía-bleki og kínverskum bursta. Þrjár olíumyndir eru unn ar á sérstakan hátt.Formaður sýn ingarnefndarinnar hér, Páll B. Melsteð, bauð fréttamönnum að skoða málverkasýninguna í gær- dag, en þá var verið að koma listaverkunum fyrir. Listamennirnir. Listamennirnir sem hér eiga hlut að máli eru þessir: C. Iver Gilbert, fæddur í Stokkhólmi, en er amerískur borgari, Richard Peterson, fæddur í Kaliforníu og á „gesso“-myndirnar á sýning- unni, Alex Nelke, Harry Coch- rane, fæddur á írlandi og er amerískur borgari, hlaut Crum- bacher-verðlaunin 1957, Albert Handell, Alice Noel, fædd í Indiana, Nathan (Nat) Greene, Brockwell Brank, fæddur í Summit New Jersey, John R. ar á flauel, sprautaðar og málað-Good, og John Dillon.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.