Morgunblaðið - 19.03.1958, Qupperneq 4
4
MORGVNBLAÐIÐ
Miðvik'udagur 19. marz 1958
1 dug er 78. dagur ársins.
Miðvikudugur 19. murz.
Árdegisflæði kl. 5,06.
SíSdegisflæSi kl. 17,21.
Slysavarðsíofa Keykjavíkur í
Heilsuverndarstöðiimi er opin all-
an sólarhringinn. Læknavörður L.
R (fyrir vitjanir) er á sama stað,
frá kl. 18—8. — Sími -5030.
NæturvörSur er í Reykjavíkur
apóteki, sími 11760. Laugavegs-
apótek, Ingólfs-apótek og Lyfja-
búðin Iðunn fylgja öll lokunar-
tíma sölubúða. Garðs-apótek, —
Holts-apótek, Apótek Austurbæj-
ar og Vesturbæjar-apótek eru öll
opin daglega til kl. 8, nema á
iaugardögum til kl. 4. Þessi síðast
töldu apótek eru öll opin á sunnu
dögum milli kl. 1 og 4.
laugardaga kl. 9—16 og helgidaga
kl. 13—16. — Sími 23100.
Hafnnrfjarður-apótek er opið
alla virka daga kl. 9—21. Laugar
daga kl. 9—16 og 19—21. Helgi-
-daga.kl. 13—16 og 19—21.
Næturlæknir er Öiafur Einarss.
K.eflavíkur-apólek er opið alla
virka daga kl. 9—19, iaugardaga
kl. 9—16. Helgidaga kl. 13—16.
Vegna smávægilegra mistaka
verður læknavakt í Kefiavik ekki
Xópavogs-apótek, Álfhólsvegi 9
er opið daglega kl. 9—20, nema
birt framvegis.
KMK — Föstud. 21. 3. 20. —
VS — Mt. — Htb.
□ Gimli 59583207 — 1 Atkv. Fl.
I.O.O.F. 7 = 1393198=9 1.
K^Messur
Dóntkirkjun: — Föstumessa í
kvöld kl. 8,30. Séra Jón Auðuns.
Laugarneskirkja: — Föstuguðs-
þjónusta í kvöld kl. 8,30. — Séra
Garðar Svavarsson.
Fríkirkjan: — Föstumessa í
kvöld kl. 8,30. Séra Þorsteinn
Björnsson.
Mosfellyprestukall: — Föstu-
messa að Lágafelli í kvöld kl. 21.
Séra Bjarni Signrðsson.
Keflavikurkirkja: — Áður aug-
iýst föstuguðsþjónusta verður
ekki í kvöld, heldur á fimmtudags
kvöld kl. 9. Sr. Björn Jónsson.
Hjónaefni
Opinberað hafa trúlofun sína
ungfrú Edda S. Björnsdóttir stud.
med. (Sigurðssonar læknis), Keld
um og Leifur Björnsson cand.
med (Kristjánssoriar stórkaup-
manns), Reynimel 31.
Á laugardaginn opinberuðu trú
lofun sína Berta Sigurðardóttir,
Skarphéðinsgötu 20 og Atli Árna-
son, Suðurlandsbraut 93.
FjjAheit&sainskot
Sóiheimadrengurinn, afh. Mbl.:
Hulda kr. 10,00; Gunnhildur 5,00;
V Þ B kr. 20,00.
Bágstadda konan, afh. Mbl.:
P V B krónur 100,00.
HTmislegt
Otð lí/sins: — En Jónas hafði
gengiö ofan í neðsta rúm skipsins
lá þar og svaf vært. Þá gelck stýri
maður til hans og sagði við hann:
Hvað kémur til, að þú sefur? —
Statt upp og ákalla guð þinn. Vera
má að sá guð minnist vor, svo að
vér förumst eigi. (Jónas 1, 6—7).
Kynningarkvöld Bridgefélags
kvenna verður n.k. föstudag og
fimmtudaginn 27. þ.m. í Garða-
stræti 8. Vegna mikillar aðsóknar
Þeir sem flafa brugðið sér í Austurbæjarbió nokkur undanfarin
kvöld hafa haft af því góða skemmtun, en þar er nú sýnd ítölsk
gamanmynd „Fagra malarakonan.“ Það er hin fagra Sophia
Loren, sem leikur malarakonuna, en það koma fleiri kunnir
ítalskir leikarar þarna fram, svo sem De Sica og Mancello
Mastrionianni. Myndin gerist í Napoli í lok 17. aldarinnar og er
full af ítalskri gleði og gáska.
og takmarkaðs húsrýmis eru vænt
anlegir þátttakendur beðnir að
gera svo vel að tilkynna þátttöku
til stjórnarinnar með dags fyrir-
vara.
Kvenfclag Neskirkju. — Bazar-
vörur verða seldar í dag miðviku
dag og á moi'gun miili kl. 3 og 6
í félagsheimilinu í kirkjunni.
Illuluvelta Vals. — í gær fram-
kvæmdi fulltrúi borgarfógeta út-
drátt í hlutaveltu happdrættis
Vais. Þessi númer hlutu vinn-
inga: Nr. 7683, Austen-barnabíll;
nr. 5823, fjórar orðabækur; nr.
556, 400 lítrar húsaolía; nr. 1787
dilksskrokkur. — Vinninganna sé
vitjað til Gunnars Vagnssonar.
Athyglisvert á erlendum vett-
vangi. — Apríl 11.—20. Alþjóðl.
kaupstefna Washingtonrikis, Se-
attle. 11.—20. Alþjóðl. kaupstefna
Zagreb. — 12,-21. Alþjóðl. kaup
-stefna, Lyon. — lz.—22. Svissnesk
iðnaðarkaupstefna, Basel. — 12.
—27. Alþjóðl. kaupstefna, Milano.
12,-—27. Alþjóðl. kaupstefna,
Osaka. — 14.-—17. Fjartækja- og
viðtækja-sýning, London. — 14.—
19. Sýning verksmiðjuvéla, Lond-
on. — 16.—25. Alþjóðl. sýning:
Instruments, Electronies, Automa-
tion, London. — 17. apríl til 19.
október Heimssýningin, Brussel.
18. apríl til 1. maí AlþjóOl. kadp-
stefna, Saarbrucken. 19. — 27.
apríi Alþjóðl. húsbyggingasýning,
New York. 19. apríl til 4. maí,
Alþjóðl. kaupstefna, Lille. 22.—
30. april Alþjóðl. sykursýning,
Amsterdam. 24. — 15. maí Al-
þjóðl. handiðnaðarkaupstefna, —
Florens. 26.-29. Loðskinna-kaup
stefna, Frankfurt a/M. — 86.—
4. maí Almenn kaupstefna, Craz.
26.—12. maí Sýning íþrótta- og
útilegu-útbúnaðar, París. — 27.
—6. maí Þýzk iðnaðarkaupstefna,
Hannover. — Blaðinu hefur bor-
izt ofangreindur listi frá skrif-
stofum Loftleiða, sem veita nán-
ari upplýsingar.
Sú staði-eynd, að áfengisneyzla
hefur grandað fjöldamörgum mik
ilhæfum mönnum, stórskáldum og
snillingum, sannar hve háskalegt
það er að leggja út á braut henn-
ar, og hin meinlausasta byrjun
er þó aiitaf fyrsta sporið út á
ógæfubrautina. — Umdæmisstúk-
an. —
JgJFlugvélar
Flugfélag íslands h.f.: —- Hrím-
faxi fer til Glasgow, Kaupmanna
hafnar og Hamborgar kl. 08,00 í
dag. Flugvélin er væntanleg aftur
til Reykjavíkur kl. 16,30 á morg-
un. — Innanlandsflug: 1 dag er
áætlað að fljúga til Akureyrar,
Isafjarðar og Vestmannaeyja. —
Á morgun er áætlað að fljúga til
Akureyrar (2 ferðir), Bildudals,
Egilsstaða, Isafjarðar, Kópaskers
Patreksfjarðar og Vestmanna-
eyja. —
Læknar fjarverandi:
Ólafur Helgason, fjarverandi
óákveðið. — Staðgengill Karl S.
Jónasson.
, Þorbjörg Magnúsdóttir verður
f jarveran ii frá 19. febr. í rúman
mánuð. Staðgengill Þórarinn
Guðnason.
HEIÐA
73. En ekkert varð úr heimförinni. Heiða
mætir ungfrú Rottenmeier á tröppunum:
MHefi ég ekki bannað þér að fara út til að
flækjast um göturnar. Og svo ert þú eins
og flaekingur til fara,“ hrópar ungfrúin
reiðilega. „Ég ætla ekkert að flækjast, ég
aetla bara að fara heim“, segir Heiða
skjálfrödduð. „Ég hefi verið svo lengi í
burtu, amma saknar mín, og Pétur fær
engan ost.“ — „Hvaða vitleysu ert þú að
tala um. Komdu undir eins upp í her-
bergið þitt.“ Ungfrú Rottenmeier hnykkir
til höfðinu, svo að fjaðrirnar í hattinum
dingla fram og aftur.
74. Ungfrú Rottenmeier hefir uppgötv-
að öll brauðin, sem Heiða hefir geymt
hana ömmu, og hún segir við Tinettu:
„Þér skuluð fleygja þessu ógeðslega harða
brauði og þessum gamla stráhatti". „Nei,
nei,“ hrópar Heiða. „Ég vil eiga hattinn
minn, og brauðið er handa ömmu!“ Hún
kastar sér grátandi í fang Klöru. „Kæra
Heiða mín, gráttu ekki svona“, segir
Klara og þrýstir henni að sér. En Heiða
lætur ekki huggast, fyrr en Klara hefir
marglofað henni, að hún skuli fá heim
með sér eins mikið af nýjum hveiti-
brauðum og hún geti borið. Þá þerrar
Heiða af sér tárin.
75. Er herra Sesemann kom heim úr
ferðalaginu, flýtti hann sér upp í hei'bergi
dóttur sinnar og heilsaði henni með mik-
illi bliðu. Síðan réttir hann Heiðu hend-
ina og segir vingjarnlega: „Er þetta litla
svissneska stúlkan okkar. Segðu mér nú,
eruð þið Klara orðnar góðar vinkonur? “
„Já“, svarar Heiða. „Klara er alltaf góð
við mig.“ „Það gleður mig að heyra það“,
sagði faðirinn. „Og nú hlakka ég til að
kynnast Heiðu“. Herra Sesemann lízt vel
á Heiðu litlu, og er ánægður yfir, að Klara
hefir eignazt vinkonu.
FERDINAIMD
Eitthvað fyrir aila
— Ertu ekki bráðum búin að
klæða þig, koiia?
— Eftir andartak.
— Það sagðirðu nú fyrir hálf-
tíma líka?
— Já, hvers vegna ertu þá að
spyi-ja mig aftur?
Það var mikil biði'öð fyrir fram
an símaklefa. Kona nokkur, laut
að næsta manni fyrir framan sig
og sagði:
— Haldið þér að þér leyfið
mér e>kki að vera á undan yður?
Ég verð ekki lengi, ég ætla bara
að skella á í eyrað á gömlu
„svermaríi".
| —• Geturðu sagt mér hvað þró-
ast örast?
— Hljóðið.
— Nei, það er ekki rétt, það er
annað sem þróast örara.
— Kanínur.
Ferðamaður nokkur kom á hó-
tel og baðst gistingar. Hótelstjór
inn kvaðst ekki geta hýst hann,
þar eð öll herbergi væru upptek-
in.
— En ef þetta hefði nú verið
Churchill, spurði gesturinn, hvað
hefðuð þér þá gert?
— Ég hefði reynt að leysa
vandamálið á einhveni hátt, svar
aði hótelstjórinn, ef til vill geng
ið úr rúmi fyrir honum sjáifur.
— Já, en nú kemur Churchill
allg ekki, og getið þér þá ekki
einmitt lánað mér rúmið hans.