Morgunblaðið - 19.03.1958, Side 6

Morgunblaðið - 19.03.1958, Side 6
6 MORGVNBLAÐIÐ Miðvik'udagur 19. marz 1958 KANADAMENN GANGA TIL KOSNINGA HöfuSandstæðingarnir, Pear- son og Diefenbaker ferSast nú um, tala við fólk sitt í Kanada og sýna sig öllum lýð. Á myndinni sést Lester Pear- son með 25 punda lax, sem honum hefur verið gefinn í ferðinni og er hann að sýna laxinn, á kosningafundi. Die- fenbaker sýnir ekki lax, heldur sést hann á myndinni vera með sonarsyni sínum og nafna, sem er 9 mánaða gamall. HINN 31. þ.m. ganga Kanadamenn til kosn- inga. Diefenbaker, for- saetisráðherra íhaldsstjórnarinn- ar, greip til þess ráðs að rjúfa þing og efna til nýrra kosninga, þó stjórn hans hafi aðeins setið «8 völdum stuttan tíma. Vill Diefenbaker nú fá hreinan meiri hluta þingsins ef auðið væri, en nú hefur flokkurinn 114 þing- menn, en þyrfti að hafa 134 til þess að hafa meirihluta. ★ Kosningabardaginn hefur ver- ið mjög harður. Diefenbaker og Lester Pearson, formaður frjáls- lynda flokksins hafa ferðast um landið stað úr stað og er talið að úrslit kosninganna velti mjög á því, hvernig kjósendum falla þessir aðalforkálfar stjórnmála- flokkanna í geð. Þeir hafa svipað an hátt á ferðum sínum og for- setaefni í Bandarikjíkjunum, að þeir ferðast með járnbrautum og nema staðar eins víða og mögu legt er og halda þar stuttar ræð- ur fyrir það fólk, sem safnast saman til að sjá þá og heyra. Talið er að Diefenbaker sé öllu meiri ræðumaður en Lester Pear son, en báðir aðalflokkarnir eru mjög óvægnir í áróðrinum. Eins og kunnugt er, höfðu frálslyndir setið að völdum í Kanada í meira en 20 ár, þegar íhaldsflokkur Diefenbakers velti þeim úr stóli í fyrra á mjög óvsentan hátt. Lester Pearson var lengi utanríkisráðherra Kanada og nýtur mikils álits meðal stjórn málamanna í heiminum. Pearson hefur ætíð þótt óeigingjarn og hugsjónaríkur maður og árið 1957 fékk hann friðarverðlaun Nóbels fyrir starfsemi sína í þágu friðarmála. Frjálslyndir vonast til þess, að ekki sízt konur og þeir sem eru við aldur og nokk- uð hægfara muni kjósa Pearson, einmitt vegna þessarar friðar- starfsemi hans. Talið er að Diefenbaker og flokkur hans byggi vonir sinar á meirihluta að mestu á kosning- um í Quebec, en sú borg hefur verið mjög eindregið fylgjandi frjálslynda flokknum síðan 1935. Hins vegar byggja frjálslyndir vonir sínar aðalléga á kosninga- úrslitunum í Ontario og héruð- unum á sléttunum. Það, sem kosningarnar einkum snúast um er afstaðaan til Banda- ríkjanna. í kosningunum í fyrra, þegar íhaldsmenn komust til valda, var það einkum þetta mál, sem ruddi þeim brautina. fhalds menn héldu því fram, að Kanada menn væru orðnir alltof háðir Bandaríkjunum. Bandarískt fjár magn streymdi til Kanada og landið yrði alltaf meira og meira háð Bandaríkjamönnum. við- skiptalega og fjárhagslega. Ef þessu héldi áfram hlyti afieiðing- in óhjákvæmilega að verða sú, að hið stóra en strálbyggða iand Kanadamanna yrði fyrr eða síð- ar hluti af Bandarikjunum og glataði sjálfstæði sínu.. íhaids- flokkurinn kom þannig fram sem eins konar „þjóðvarnarflokkur" fyrir Kanadamenn í þeim kosn- ingum. Hins vegar hafa íhalds- menn lagt á það mikla áherzlu, að Kanada hefði sem mest og nánast samstarf við England og brezku samveldislöndin og byggði viðskipti sín út á við á þeim samböndum. Sömu afstöðu hafa íhaldsmenn í kosningunum nú. Pearson hefur í kosningaræð- um sínum ekki getað komist fram hjá þessu höfuðmáli, eti hann hefur bent á að hætta væri á að bandarískir fjármálamenn yrðu hræddir og drægju fé sitt til baka, en það væri einmitt bandarískt fé, sem væri nauðsyn legt til þess að byggja upp iðnað landsins og nýta auðlindir þess. Einnig benti hann á að hætta væri á að ef Kanadamenn breyttu um stefnu, skæru Bandaríkja- menn niður innflutning frá Kanada. En Pearson hefur ekki efni á því í kosningabaráttunni að vera of eftirgefanlegur gagn- vart Bandaríkjamönnum og hann hefur lagt á það áherzlu að það muni vera erfitt fyrir Kana damenn að vinna með Bandaríkja mönnum í varnarmálum, nema að Bandaríki taki fullt tillit til Kandamanna í fjálmálum og efnahagsmálum. Sérstaklega vill hann að Bandaríkjamenn hætti að leggja hömlur í innflutning til Bandaríkjanna á kanadiskri olíu. ★ Þegar hér er komið kosninga- baráttunni er það spá flestra, eftir því sem fregnir herma, að íhaldsmenn muni vinna sigur og fá hreinan meirihluta þings. Bent er þó á, að lokaspretturinn í kosningahríðinni sé eftir og ekki sé hægt að spá með neinni vissu um ársltin. „Opinberun" Páls Zóphóníassonar PÁLL Zóphóníasson skrifar hug- vekju um fóðurkaupalánin í Tímanum s.l. föstudag. Er efni greinarinnar einkum það að „opinbera hræsnina" og „sýnd- armennskuna" hjá minnihluta fjárveitinganefndar í sambandi við afstöðu nefndarinnar til fóðurkaupalánanna við af- greiðslu fjárlaga fyrir árið 1957. Lætur Páll svo, að sér sé þessi „opinberun" þvert um geð, því að orsök þess að hann hafi ekki í fyrri skrifum um mái þetta skýrt frá afstöðu minnihluta fjár veitinganefndar hafi eingöngu verið hlífð við nefndarmenn þessa. Þar sem Páll lætur svo lítið að nefna mig sérstaklega í „opin- berun“ sinni, þá stendur mér væntanlega næst að þakka hlífð hans og mildi við okkur Sjálf- stæðismennina í fjárveitinga- nefnd. Efnislega er litlu að svara í grein hans, því að hann endur- prentar tillögur þær, sem fluttar voru um málið, svo að menn geta hæglega borið þær saman. Hefir sannarlega ekki verið gerð nein tilrauii til að leyna afstöðu okkar Sjálfstæðismanna í nefnd- inni, nema hvað Páll Zóphónías- son sjálfur hefir til þessa forðast að minnast á afstöðu okkar. Verður hver og einn að mynda sér sína skoðun um það, hvort þögn hans hafi stafað af hlífð við okkur. Það eina leiðinlega við „opin- berunarsögu" Páls er, að hann skuli ekki geta stillt sig um að blanda hana rangfærslum og út- úrsnúningum. Eiga slík vinnu- brögð ekki sérlega vel við þegar menn þykjast vera að .opinbera hræsnina", eins og Páll kemst að orði. Ef Páll hefði haft fyrir því að kynna sér nefndarálit fjárveit- inganefndar í fyrra, þá hefði hann getað séð, að við Sjálf- stæðismennirnir í fjárveitinga- nefnd tókum það fram, að enda þótt tillögur nefndarinnar væru fluttar af nefndinni sameigin- lega hér:, þá áskildum við okkur til þess að styðja eða flytja breyt ingartillögur, sem gætu snert ein staka liði þeirra tillagna, sem nefndin flutti sameiginlega. Það hefir því ekki af nein- um öðrum en Páli Zóphónías- syni, mér vitanlega, verið talið neitt athugavert við flutning um ræddrar breytingartillögu okkar að formi til. Þá telur Páll það líka mikið hneykslunarefni, að við skyldum í breytingartillögu okkar taka einnig upp þau atriði tiilögu meirihluta nefndarinnar, sem við vorum sammála. f „opin- berun“ sinni kemst Páll að þeirri niðurstöðu, að þetta höfum við gert til þess síðar að geta eignað okkur alla tillöguna. Hvort Páll byggir þetta á þeim siðferðishug- myndum, sem ríkandi eru í Fram sóknarflokknum, veit ég ekki, en enga tilrr-.un gerir Páll til þess að rökstyðja þessa staðhæfingu. Það iiggur í augum uppi, að við höfðum enga ástæðu til þess að bera íram breytiagartillögu við þau atriði í tillögu meiri- hluta nefndarinnar, sem við vor- um sammála. Kjarni málsins er sá, að við lögðum til, að gefin yrðu eftir öll þau harðindalán, sem bænd- um hafa verið veitt á því tíma- bili, sem um getur í tillögunni, en meirihluti nefndarinnar vildi aðeins gefa eftir sum lánin. Við bentum á það, að erfitt væri að gera hér upp á milli bænda og myndi af því leiða margs konar óánægju og misrétti. Páll telur það „broslegt" að leggja til að afhenda Bjargráða- sjóði íslands skuldabréfin með því skilyrði, að lánin yrðu gefin eftir. Það getur vel verið að Páli finnist eftirgjafir lána þess- ara yfirleitt broslegar, en ég fæ ekki séð neitt broslegt við það að láta afgreiðslu málsins vera í höndum Bjargráðasjóðs. sem lögum samkvæmt á einmitt að koma til hjálpar, þegar harðindi eða svipaða erfiðleika ber að höndum. Páll upplýsir lika sjálf- ur, að hér var ekki um neina „broslega" tilhögun að ræða, því að Bjargráðasjóður átti sjálfur vissan hluta lánanna og þann hluta gat Alþingi ekki með fjár- lagaákvæði -skyldað sjóðinn til að gefa eftir bótalaust. Páll talar mjög um „sýndar- mennsku" og „sýndartillögu" í grein sinni. Þetta er nafngift, sem honum er mjög töm bæði í ræðu og riti um allar tillögur, sem honum geðjast ekki að. Læt ég mér því þá nafngift hans í léttu rúmi liggja. Meirihluti Búnaðarþings hefir nú lagt blessun sína yfir þá ákvörðun, að óþurrkaiánin til bænda verði ekki gefin eftir, nema þá að einhverju leyti. Ekki tel ég það mitt hlutverk að átelja það sjónarmið, því að vissulega er það gleðiefni, ef menn ekki vilja styrki þiggja á þessari styrkjaöld, en þessi afstaða Bún- aðarþings haggar í engu þeirri röksemd, sem umrædd tillaga okkar Sjálfstæðismanna í fjár- veiiinganefnd byggðist á, að hæp ið sé að gera hér upp á milli rnanna og að það mundi valda bæði óánægju og misrétti þegar farið verður að velja á milli manna og ákveða, að þessum skuli lánið eftirgefið en þessum ekki. Þetta er ég hræddur um að reynslan muni sanna. Magnús Jónsson. shrifar úr daglega lífinu Ártíð Jóns Þorkelssonar RÆTT hefir verið um það, að gefið verði út minningarfrí- merki í tilefni af 200 ára ártíð Jóns Þorkelssonar Skálholtsrek- tors, 5. maí 1959, en óhætt mun að fullyrða, að engin mynd sé til af honum. Er það merkilegt þar sem ritað er, að fyrir tilmæli Jóns gerði listamaiurinn síra Hjalti Þorsteinsson prófastur i Vatnsfirði f. 1665, d. 1754) mynd- ir af þeim síra Páli Björnssyni í Selárdal, Árna Magnússyni, Jóni biskupi Vídalín og Hall- grími Péturssyni á árunum 1745—48. Þar sem engin mynd er til af Jóni Þorkelssyni er þeirri spurn- ingu varpað fram, hvort ekki geti farið vel á þvi, að hafa á frímerkinu mynd af rithönd hans (undirskrift hans), sem er mjög falleg. Þá ætti vel við, að gefið yrði út frímerki í tilefni af 200 ára afmæli Thorkillii-sjóðsins, 3. apríl sama ár. í því sambandi langar mig til að koma þeirri hugmynd á framfæri, að teiknuð verði „perpektiv“-mynd af skóla húsinu að Hausastöðum á Álfta- nesi eftir lýsingu, sem á því er í ævisögu Jóns Þorkelssonar (II. bls. 251—252), en lýsingin er alk nákvæm, og á frímerkinu verði mynd af skólahúsinu og ef til vill fjallinu Keili. Ég vil víkja örfáum orð- um að Hausastaðaskóla. Þá er stofna skyldi uppeldisskóla, sem kostaður yrði af Torkillii-sjóðn- um, fyrir fátæk börn í Kjalar- nesþingi hinu forna, var bent á Engey, Hausastaði, Innri-Njarð- vík og Kirkjuvog sem skólaset- ur. Jörðin Hausastaðir, sem var eign Garðakirkju, varð fyrir val- inu af því, að hún liggur rétt hjá Görðum, en Markúsi prófasti Magnússyni var ætlað að hafa yfirumsjón með skólanum. Skóla húsið var byggt 1782 og kostaði 353 rdl. og 86 skild. Það var 15 áln. á lengd og 8 áln. á breidd, í 7 stofugólfum. Til gamans er hér vísa, sem er frá því um aldamótin 1800, eða þeim árum er Hausastaðir voru skólasetur, og lifað hefir á vör- um fólksins þar í sveit. Vísan er svona: Miðengi, Hlíð og Móakot mjór er prestsins garðtirinn. Hausastaðir heljarslot hundabælið í Köldukinn. Forstöðumaður skólans var ráðinn hinn alkunni merkismað- ur og sálmaskáld síra Þorvaldur Böðvarsson. Skóli þessi starfaði um 20 ára skeið eða frá 1792— 1812, og eini skólinn, sem starf- aði á íslandi veturinn 1804—1805. Þá hefir einnig verið rætt um það, að Jóni Þorkelssyni verði reistur minnisvarði í fæðingar- sveit hans, Innri-Njarðvíkum. Væri það vel viðeigandi, því að „í vöggunar landi skal varðinn standa", í þrengri merkingu orð- anna. Er þess að vænta að það komist í framkvæmd og varðinn verði afhjúpaður á 200. ártíð Jóns. Vonandi verður Sveinbirni Egilssyni einnig reistur minnis- varð í Innri-Njarðvíkum áður en langt um líður. E. H. Tímamenn fyrtast AÞAÐ var bent hér í dálkunum fyrir nokkrum dögum, að um það, að fréttaþjónusta frá sójréttarráðstefnunni í Genf væri í ólagi, fyrr en þeir hefðu kynnt sér, hvort ekki væri nú hugsan- legt, að einhver blöð birtu um þetta fréttir reglulega, þó að Tíminni geri það ekki. En ein- hver K. J. og Finnur, aðalhöf- undur Baðstofupistlanna, virð- ast vera af þeirri tegundinni, sem ekkert lesa nema Tímann, en slíkt fólk er til sem kunnugt er. Þessar athugasemdir Velvak- anda hafa komið heldur illa við þá félaga. Hafa nú birzt tveir pistlar um sálarástand Velvak- anda í Baðstofunni, sá fyrri á laugardag, hinn síðari í gær. Eins og vænta mátti er ástandið í heilabúi Velvakanda ekki gott, að áliti þeirra Tímamanna. Telja þeir Velvakanda hinn mesta aula svo vægilega sé til orða tekið. Velvakandi nennir ekki að elta ólar við skrif þeirra, sem að mestu eru um, að hann hafi sagt þessa vitleysu og hina, og er þar auðvitað allt úr lagi fært. Sanna skriffinnar þessir, að þeir eru ekki aðeins ófróðir um fréttaflutning í Morgunblað- inu — heldur og um Velvakanda dálka blaðsins, svo að menntunar leysi þeirra fer að keyra úr hófi! Hið athyglisverðasta við þessi skrif er þó ekki fáfræðin, sem í þeim speglast, um hana var vitað. Hitt er eftirtektarverðara, þótt reyndar hefði mátt við því búast, að þeir Tímamenn forðast vandlega að minnast á, að Vel- vakandi hafi verið að ræða um vissa manntegund, — þá sem aðeins les Tímann. Það má sem sagt ekki spyrjast út, ekki einu sinni, þó að unnt sé að bera Vel- vakanda fyrir því, að einhverj- um þyki það athugavert og lítt líklegt til sálarþroska, að til sé hérlent fólk, sem fær uppfræðslu sína af síðum Tímans og engu þeir, sem rita í „Baðstofu" Tím- ans, ættu ekki að vera að rífastöðru.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.