Morgunblaðið - 19.03.1958, Side 8

Morgunblaðið - 19.03.1958, Side 8
8 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. marz 1958 BOKAÞÁTTUR: nóttin herðum okka er Jón Óskar: nóttin á herðum okkar. Ljóð. Kristján Davíðs- gon gerði teikningar og sá um útlit bókarinnar. Helgafell, Reykjavik 1958. Þftð •r alltaf gleðiefni að fá í faandur fallega bók, ekki sízt þegar efnið ar í einhverju sam- ræmi við útlitið. Hin nýja ijóða- bók Jóns Óskars er vafalítið meðal bezt búnu skáldverka sem gefin hafa verið út á íslandi. Er það í senn furðulegt og anægju- legt að útgefandinn skuli hafa lagt í svo skrautlega útgáfu á ljóðakveri, og ber að fagna þeim nýja sið nokkurra útgefenda hér að láta myndlistarmenn fjaila um ytra búnað skáldverka. Það skal tekið fram, að ég hef aðeins séð tölusett eintök af bók inni. Nú má kannski til sanns vegar færa að gildi skáldverks aukist hvorki né rýrni af ytra búningi þess. Hitt mun þó sönnu nær, að ólíku meiri verði ánægjan af að lesa smekklega útgefið skáld- verk en verk sem er kauðalegt í ytra tilliti. Fegurðarsmekkur manna er ekki endilega einskorð aður við textann, héldur getur búningur hans örvað hina list- rænu nautn. Það má kannski líkja þessu við neyzlu matar. Vitaskuld verður manni jafngott af ljúffengum mat þó maður hámi hann í sig við eldhúsborðið. En verður ekki nautnin meiri ef hans er neytt við vel búið borð í skemmtilegu umhverfi? Það er molbúaháttur að iáta sig ytra búnað engu skipta á sama hátt og það er uppskafningsháttur að sjá ekkert nema ytra borðið. Um það eru eflaust jafnskiptar skoðanir og um flest annað, hvort Ijóðabók Jóns Óskars sé smekk- lega úr garði gerð. Sumir hafa látið þau orð falla, að skreyting Kristjáns Davíðssonar beri ljóðin ofurliði, en ég get ekki faliizt á það. Mér finnst fígúruverk hans skemmtilegt, smekklegt og í fullu samræmi við formið sem hann hefur sniðið bókinni, ef undan er skilin ein opna (Um mann og konu) þar sem mér finnst helzti mikið að gert. Letrið er líka þannig valið að það gefur útliti ijóðanna jafn- vægi við myndirnar. Og snúum okkur þá að ljóð- unum. Jón Óskar er eitt þeirra rím- lausu skálda sem nú setja mest- an svip á Ijóðagerð yngri kyn- slóðarinnar. Hann er mjög sér- kennilegt skáld, en ákafiega mis tækur. í beztu ljóðum sínum beitir hann stíltækni sem sker þau úr ljóðum annarra ung- skálda. Mörg þeirra minna einna helzt á magnaðar særingar eða töfraþulur, þar sem endurtekning ákveðinna orða, hljóma eða mynda skiþtir meginmáli í bygg- „ ingu ljóðsins. Þetta er tíðkað a£. S) ýmsum erlendum nútímaskáld- | o irm ekki síður en með frumstæð- ' A um þjóðum og getur orðið áhrifa ! J ríkt í höndum kunnáttumanna. if Ósjaldan gæðir þessi stíll Ijóð Jóns Óskars sérkennilegum töfr- um, eins og t.d. í ljóðinu „Leitir“: og fjallatinda háa, koma af fjöllum og strjúka svita af enni þreyttum höndum sem gefast ekki upp á löngum nóttum, og sjá til byggða meðan hjörðin rennur í löngum sveigum ofan eftir fjöllum og byggðin ljómar unaðslega i fjarska með kvennahlátra og aðra trygga hljóma sem stíga upp í rökkurnimin kvöldsins á meðan hjörðin rennur ofan slakkann, daginn tekur að stytta og nótt að lengja. Jón Ósivi.r Tæpur helmingur ljóðanna í bókinni er ortur í þessum stíl með ýmsum tilbrigðum og mis- jöfnum árangri, en samt held ég að það séu jafribeztu ljóðin. Ljóð- ið „Nóttin á herðum okkar“ er sérlega athyglisvert, því þar sameinar höfundur þessa stíl- tækni mjög frumlegri mynd- sköpun, sem um sumt minnir á frönsku súrrealistana. Ég held að ljóðagerð hans mundi græða á frekari tilraunum í þessum dúr. Ljóð Jóns Óskars eru ekki ,,hugsuð“í þeim skilningi að þau höfði til skynseminnar. Þau eiga kannski meira skylt við seið- mögnun tónlistar, þau sefja og skírskota til tiifinninganna ems og títt er um mörg góð ljóð annarra skálda. En dæmm hafa sannað að það getur verið Ijóð- listinni hættulegt að fara of mik- ið inn á vettvang annarra list- forma, og Jón Óskar má gjarna gera sér það ljósara. að maður getur ekki gert sömu hluti í ljóði og tónverki. Mér er ekki grun- laust um, að áhrif tónlistarinnar á Ijóðagerð hans eigi sök á því, hve táknmyndirnar eru atkvæða- litlar í ljóðum hans, en þær eru að mínum dómi einn veigamesti þátturinn í allri Ijóðsköpun. Hins vegar ber ekki að neita því, að í ljóðlist eins og öðrum listgreinum hentar sitt hverjum, og við eigum enga algilda for- múlu um tjáningarmáta. Menn skapa á ólíkum forsendum og njóta á ólíkum forsendum, og meira verður tæplega um þau efni sagt. Jafnvel ritdæmendur eru með þeim mannlegu ósköpum fæddir, að þeir eru að meira eða minna leyti bundnir af þeim smekk, sem þeir hafa ræktað með sér, og hann setur þeim alls kon- ar skorður í hlutlægu mati ef slíkt mat er þá til! Jón Óskar yrkir líka svoköliuð „prósaljóð“ með misjöfnum árangri. Ljóðið um Magnús Ás- geirsson, „Laufin, trén og vind- arnir“, er perla, og nokkur hinna góð, en „Steinninn harði“ mis- heppnað. Þá er að geta þess ljóðs sem mér finnst stórskemma bókina, ekki vegna sjálfs efnisins, því ég er sammála skáldinu um að kúg- un og hryðjuverk eru fyrirlitleg hvort sem er í Guatemala eða Ungverjalandi, Úkraínu eða Alsir. En Jón Óskar hefur gert þá höfuðskyssu í ljóðinu „Ljós tendruð og slökkt í Guatemala" að reyna að snúa barnalegri áróðursgrein úr dagblaði í skáld- skap. Hann hefur tekið frásögn blaðsins hráa og gert úr henni „ljóð“ sem er ekkert annað en tilfinningasemi, fáránleg og ósönn. Þegar ég segi ósönn á ég við það, að sjálft „ljóðið“ verður falskt af því það byggist hvorki á einstökum né algildum mann- legum sannleik. Áróður byggist á lygi eða í bezla falli á hálfurn sannleik, og ekkert skáld getur gert sér að góðu hálfan sannleik. Það hefur því miður verið alltof landlægt að skáldskapurinn væri látinn þjóna sérstökum pólitísk- um sjónarmiðum og fátt er höf- undi auðveldara en þjóna ein- sýni og flokkshagsmunum, og yrkja áróðurskvæði sem byggj- ast á hálfum sannleik eða eng- um. En slíkt er bæði billegt og ólífvænlegt fyrir skáldskapinn. Skáldin eiga að vera sam- vizka mannkynsins, formælendur réttlætis og mannúðar. Þau eiga að fordæma kúgun og misrétti í hvaða mynd sem er. En þau mega ekki gera það með meðulum áróðursmanna. Skáldgáfan á í öllum tilfellum að vera helguð sannleikanum, hinum heila og mennska sannleik, en ekki hinum pólitíska „sannleik" Ég hef áður bent á þá kynlegu þverstæðu, að þar sem boðskap- urinn er látinn sitja í fyrirrúmi fyrir listinni verður hann mátt- laus, en þegar boðskapurinn er skilyrðislaust beygður undir kröfur listarinnar tvíeflir hún hann. Þessu virðist Jón Óskar hafa gleymt í ljóðinu um börriin í Guatemala. Sigurður A. Magnússon. Ýmsar nýjungar Göngumóðir koma þeir af heiðum Islands þegar daginn tekui að stytta og nótt að lengja, koma svangir af heiðum, leirugir menn sem hlusta þreyttum eyrum á sauðina jarma, hóa þreyttum rómi í aftanlygnu haustsins, koma af fjöllum og strjúka svita af enni göngumóðir, og rökkurslæður hjúpa kalda jökla £»“S»=í>''-=öí=C»s=ö: •fc G. L. Loos & Co. í Am^ter- dam framleiða nú handhægan málmskera. Er hann aðallega ætlaður björgunarsveitum og brunaliðsmönnum, vegur 14 kg. og sker a svipstundu allt að 20 mm. þykkt stál. Vetni er notað sem eldsneyti fyrir skervél þessa og er það í smáhylki í skeran- um sjálfum. DuPont-verksmiðjurnar hafa nú framleitt klæðisdúk, sem hægt er að þvo og þurrka fljótar en nokkurn annan dúk, sem fram- leiddur hefur verið til þessa. Er hann ofinn úr blöndu af orlon og dacron, en einnig hefur gefið góða raun að blanda annað hvort þessara eína með rayon og ull. Bandarískur sjónvarpsfræð- ingur hefur látið svo um mælt, að hségt sé að koma upp þráð- lausu sjónvarpssambandi milli Evi^pu og Bandaríkjanna þegar í stað með því að setja upp 14 end- ui v„j.pjstóövar á hafinu. Á það að . . la 60—70.000.000 dollara. Að viíjU er þetta ekki ný hug- mynd. Erfiðlega hefur gengið að efla'sjónvarpið svo, að hægt verði að sjónvarpa yfir Atlantshafið án endurvarps, mikið hefur verið rætt um að leggja „sjón- varpslínu“ yfir hafið, og flytja myndirnar þannig. Hlusiab á útvarp NÚ um tíma hefur hin ágæta saga Davíðs Stefánssonar, Sólon íslandus, verið lesin í útvarp. Mjög margir hafa lesið þessa sögu og það oftar en einu sinni margir, en stór hópur fólks mun þó aldrei hafa lesið hana. Það er vel til fallið að flytja þetta önd- vegisrit, því enda þótt sagan sé mörgum kunn, þá er þó ætíð vinningur að hlusta á hinn frá- bæra flutning Þorsteins Ö. Step- hensen, og mér er kunnugt að margir hlusta á söguna með ánægu. Mér hefur alltaf þótt það ókostur á þessari sögu, að Davíð nefndir Sölva Helgason með réttu nafni. Ég sá Sölva oft, er ég var barn að aldri, og geðjaðist frábærlega illa að þessum aum- ingja manni, hefur það loðað við mig allt til þessa enda þótt ógeð mitt á manninum hafi breytzt í meðaumkum. Davíð breytir Söíva í ógæfumann á annan hátt en ég held að Sölvi hafi verið. Þeir voru og eru margir sem lenda þannig úti á gaddinum. Ég vildi að skáldið hefði ekki nefnt Sólon þessu nafni jafnvel þótt margir gamlir menn hefðu kannazt við margt í skapferli hans. — ★ Þorkell Grímsson, licensiat, flutti á sunnudaginn erindið um vísindi nútímans og nefndi það fornminjafræði. Þetta er ákaf- lega yfirgripsmikið efm og var því stiklað á stóru. Erindið var fróðlegt, en hefði helzt þurft að flytja tvö eða þrjú erind: um málið. ef vel hefði verið — Ég hlustaði. ekki á útvarp á sunnu- dagskvöldið, og get þvi ekki um það ritað, sem auðvitað er. ★ Á mánudagskvöld talaði Andrés Kristjánsson um daginn og veginn. Þótti honum nú vetur- inn nokkuð harður og furðaði engan, enda einhver versti vetur um tugi ára víða um land. — Erindi Andrésar var gott og athyglisvert að mörgu leyti. Gat hann um Sigurð Guömundsson, málara og sagði, réttilega að S. G. hefði verið sjaldgæfur maður að áhuga og að ekki kæmu oft slíkir menn fram. Kannski 2—3 á öld. — Mörgum þykir þessir óþreytandi áhugamenn leiðinlegir, meðan þeir lifa, en ómissandi að þeir hafi lifað löngu eftir að þeir eru dánir. S. G. var í fremsta flokki sliiu-a manna. ★ Páll Kolka flutti erindi um infiúenzuna miklu er gekk hér 1918 og nefnd var Spánska veik- in. Hann þekkti þetta tímabil vel, var þá langt kominn lækna- námi og einn af þeim er gripið var til í læknaleysi og sendur suð ur í Keflavík og Garð, sem lækn- ir. — Það var hræðilegt tímabil hér í höfuðstaðnum, man ég ekki eftir slíkum hörmungum. er snertu alla íbúa þessa bæjar. ★ Þriðjudag 11. marz flutti Hend. rik Ottósson, rithöfundur erindi er hann nefndi Æsir, vanir og austræn goð, er svo von á fram- haldi þess erindis síðar. Hendrik er afar fróður maður um þjóðir og lönd, en nokkuð ákveðinn í skoðunum um mörg mál, kannske helzt um of. Til dæmis um áhrif kristinnar trúar, sem manni skildist að hann teldi hafa orðið til lítils gagns, en flestir játa þó að orðið hafi til stór- kostlegs menningarauka þegar á allt er litið. Mannúð og mildi fylgdi alls staðar kristnum sið og var og er enginn efi á því, að kristin trú, þar sem fylgt er kenningu Krists sjálfs, eins og hún.birtist í guðspjöllunum er til blessunar og eflingar allri sannri menningu. — Hendrik gat og, með réttu, grimmdar Hitlers og þjóna hans, en gleymdi að geta hryðjuverka kommúnista, sem þó voru (og eru?)engu betri — sem sannað er fyrir löngu. ★ Kvöldvakan á miðvikudag var þannig: Guöni Jónss. las Hávarð arsögu ísfirðings, 3. lestur. Há- varðarsaga er skáldsaga, að mestu leyti, að mörgu skemmti- lega rituð og er gott að heyra Guðna Jónsson lesa hana. Hefði verið ótækt, að lestur íslendiuga- sagna hefði fallið niður þótt E. Ó. Sveinsson hætti, svo marga ágæta menn höfum við til þess að lesa þær. Þá komu ísl. lög eftir Kristán Kristjánsson, góð og vel sungin, að vísu af plötum. — Hallgrmur Jónass. sagði útilegu mannasögu forna, fórst honum það af mikilli prýði og var alveg ógætt að fá eina slíka sögu á kvöldvökunni. — Loks var svo guðræknisstund í útvarpssal, séra Jón Guðnason las gamla hug- vekju, ágæta, eftir Pétur biskup Pétursson. Fannst mér. ég vera -komin heim í Austurhúsið svo- kallað, á Mælifelli, í æsku, aUt fólkið safnaðist þar saman um stund um hádegið á föstunni. Við drengirnir vorum latnir spila á hljóðfærið en fólkið söng einn passíusálm á dag. Faðir mmn las hugvekju. Þetta var tyrir aldamótin og finnst mér nú töfr- andi og unaðslegt að hugsa til þeirra stunda og margra annarra frá bernsku minni. Ég neita því ekki og gleðst af því, að miklar eru framfarir síðan þá. Hinu verður ekki neitað heldur, að mörg verðmæti hafa farið í súg- inn, verðmæti sem mér finnast óbætanleg, nema mikið breytist fró því sem nú er. ★ „Víxlar meö afföllum“, fram- haldsleikrit Agnars Þórðarsonar hófst nú aftur í þessari viku, mörgum til ánægju. Margir mun hafa brosað af hinum ungu mónn um, einkum Moskvufaranum ný- heimkomna, með öll sín viðhorf til hfsins, — nokkuð á annan hátt en menn gerðu ráð fyrir að yrðu eftir allan lærdóminn „austan tjalds". Vitaskuld er lýsing Agnars á æskufólkinu (og þeim öldruðu líka) nokkuð ýkt, eins og vera ber og til er ætlazt í farsa eins og þessir leikþættir eru, en kemur þó oft skot nærri marki, er betur er að gætt. ★ Þorbjörg Árnadóttir hefur flutt þrjú erindi er hún nefmr Úr suöurgöngu, er það ferðasaga frá Ítalíu. Hef ég hlustað á tvö i-essara erinda, og verð að geta þess hér að mér geðjast mjög vel að frásögn þessari. Þorbjörg er mjög menntuð kona og veit ótrú lega mikið fyrir fram um þá staði er hún kemur til og lýsir. Segir svo og vel frá og hijófa margir að fá góða skemmtun og mikla fræðslu af fyrirlestrum þessum. ÍK Laugardaginn 15. marz las Lárus Pálsson upp sögu Haildórs Kiljans Laxness, „Lilju“, söguna um Nebúkadnesar Nebúkadnes- arsson, seinna var leikritið „Kveðjustund“, eftir Tennesse Williams. Má þvi segja að ekki var valið af verri endanum kvöld ið það. Ekki ætla ég að dæma um þessi skóldverk hér í þessum þætti, þau bera öll einkenni höf- undanna, einkum saga Nóbels- skóldsins, sem gæti verið smækk uð útgáfa af öllum hans verkum, — svo vel sýnir hún viðhorf hans til mannanna, allt frá þvi Veíar- ' inn birtist og þangað til nú að hann sendi Brekkukotsannál irá sér. Þorsteinu Jónsson.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.