Morgunblaðið - 19.03.1958, Page 11

Morgunblaðið - 19.03.1958, Page 11
Miðvik'urtflpi”' 10 iv>o'vt 1058 MORGVNBLAftlÐ 11 Sr. Jóhann Hannessorí. Skólinn, frœðslulögin og œskan ÞAÐ verður að teljast þjóðinni til sæmdar að hún vill veita æsk- unni gott uppeldi og sparar til þess hvorki menn né fé. En hvernig tekst þetta? Nær fræðsl- an tilgangi sínum? Tökum til dæmis skýringu frá sjómennskunni. Keglur segja til um hvernig skip skuli hlaðið áð- ur en það lætur úr höfn. Nokkrar af þessum reglum getum við haft til hliðsjónar; skipið má ekki vera ofhlaðið. Ef svo er, þá getur það sokkið eða skemmzt í stór- viðrum. Skipið má ekki vera of létt, því sé svo, fer það illa í sjó og orka þess notast ekki til fulls. Skipið má ekki vera van- hlaðið, því þá getur það oltið í stórviðrum og jafnvel farizt. Sjómaður nokkur sagði mér frá vanhleðslu skips, sem eflaust er sjaldgæf, en var þó látin við gangast á staðvindasvæðinu, með því að gert var ráð fyrir góðu veðri. Kork var látið í allar lest- ar og miklu korki var einnig kom ið fyrir á þiljum. Stormur kom þrátt fyrir allt og skipið varð nálega stjórnlaust. Til þess að forða stórslysi og manntjóni var því korki varpað fyrir borð, sem á þiljum var. Þar með var aftur hægt að stjórna skipinu og slys- um var forðað. Markmið fræðslulaganna Segja má að með fræðslulög- unum setji þjóðfélagið kennurum reglur fyrir því hvernig þeir skuli hlaða skip æskunnar að nauðsynlegum forða til þeirrar siglingar, sem hún á fyrir sér. Markmið fræðslulaganna hjá okkur er svo líkt hinu sama markmiði hjá öðrum þjóðum að vart má á milli sjá. Það er að veita hagnýta þekkingu, gera nemendur að nýtum þegnum í þjóðfélaginu. Þetta samræmi í fræðslulögum margra landa stafar af því að í hinum vest- rænu lýðræðisríkjum festist nyt- semdarsiðgæðið í sessi á sama tímabili þótt sumar þjóðir væru nokkuð á undan öðrum. Gagnrýnin gegn kerfinu verður æ háværari úr ýmsum áttuni. Bertrand Russell líkir uppeldi velferðarríkisins við vélsmíði. Maðurinn á að verða eins og tönn í hjóli (í samræmi við aðrar tenn- ur hjólsins) svo þjóðfélagsvélin geti gengið sem allrá eðlilegast. Nánar tiltekið er markmiðið í barnaskólum að kenna mönnum að nota móðurmálið til lestrar, skriftar og reiknings og þar næst að fá mynd af heiminum í fortíð og nútíð með sögu, landafræði, náttúrufræði o. fl. Nokkuð hrafl af kristnum fræðum verður að vera með. Að öðrum kosti fæst ekki rétt mynd af heiminum. Þegar upp kemur í unglinga- skólana, sem eru margvíslegir, þá er enn hert á nytsemdar sjón- armiðunum. Kristin fræði verða nálega út undan og uppeldið fær á sig blæ tamningar. Líkaminn skal taminn til íþrótta, hugurinn til andlegrar og höndin til líkam- legrar vinnu. Allt þetta er auðvitað nauð- synlegt og gott og verður að vera í uppeldinu á þessari öld. Gallinn er einkum sá að sálin og samvizkan verður út unðan. Hvað á að gera fyrir sál og samvizku hinnar ungu kynslóðar? Lesið fræðslulögin um héraðsskóla frá 1940 og svari þeir, sem svarað geta. Það er ef til vill eðlilegt að menn séu andvígir kennslu í kristnum fræðum við skólana. Það er mikið vandaverk að kenna þau svo að vel fari. Hitt er of langt gengið að sleppa sið- fræðilegri kennslu með öllu. Til glöggvunar sendi ég einni kunn- ustu bókaverzlun landsins svo- hljóðandi símskeyti: VINSAM- LEGAST PÓSTSENDIÐ KENNSLUBÓK í SIÐFRÆÐI FYRIR UNGLINGA- EÐA MEMNTASKÓLA. Bókaverzlunin -érfróðra manna í uppeldismálum og svar- ið kom bráðlega: Engin slík bók fáanleg nú á íslenzka tungu. Nú má ekki þar fyrir draga þá álykt- un að íslenzkur skóli sé siðlaus, þótt hann sé siðfræðilaus. Óhjá- kvæmilegt er að kenna nokkuð um siðgæðishugmyndir kristin- dómsins um leið og kennd eru kristin fræði í barnaskólum. En það liggur í augum uppi að sið- fræðin verður samferða bókum barnaskólastigsins niður í kassa eða upp í hillu. Árið, sem börn- um er ætlað til fermingarundir- búnings er, að áliti prestanna, svo ofhlaðið að annarri fræðslu að mjög illa notast að því, sem þeir gera þá fyrir æskuna. Þótt æskan fylgi ekki Páli postula í öllu, þá fylgir hún hon- um í þessari hugsun: „Meðan ég var barn, talaði ég eins og barn, hugsaði eins og barn og ályktaði eins og barn. Þegar ég varð full- orðinn maður, lagði ég niður barnaskapinn“. Siðfræði og barndómur verða þannig hliðtengd hugtök hjá æskunni (sbr. lögmálið um par- association). Dg þjóðfélagið býr svo um hnútana að þótt ungling- ur vildi kynna sér hugmyndir sérfróðra manna í þessum efnum, þá á hann ekki beinan aðgang að neinni handbók, sem til þess er heppileg. Þótt mikið sé til af efni, sem hefur siðgæðislegt gildi, þá er sú aðferð, að láta menn leita það uppi, ekki við- höfð í neinni grein, sem talin er þýðingarmikil. Samt er það ai- menn krafa við marga skóla að nemendur skuli við upptöku vera óspilltir að siðferði. En sú krafa er ekki gerð til prófs eða þegar menn fara úr skóla, að þeir hafi ljósar hugmyndir um hvað í þessu felst. Það skal fúslega viðurkennt að kennsla í siðfræði er vandaverk mikið. Vanti þar í mannkærleika og ljós yfir samhengið, sem teng- ir kennslu við lif og sál nem- andans, þá verður siðfræðin þurr eins og spýta eða hörð eins og steinn. En ég geri einnig ráð fyr ir að siglingafræðin sé þurr námsgrein. Þó taka menn ekki það ráð til öryggis á hafinu að slökkva á vitum og radartækjum og láta sjókort vera ófáanleg. Það berast undir eins tilkynningar ef það slokknar á vita eða ljósdufli. Fræðslulögin gera kröfur til kennara um að þeir skuli vera til fyrirmyndar og er það auðvitað nauðsynlegt til þess að skólar hafi ekki spillandi áhrif. En sem kennsla í siðgæði er það ekki Sjöunda og slbasta grein nóg. Þótt aðrir skipstjórar sigli rétt og vel, þá er það ekki notað sem röksemd fyrir því að sum skip megi vera án siglingatækja og þau geti fylgt hinum góðu fyrirmyndum, jafnvel þótt það gæti stundum farið vel. Afsökun fræðslulaganna Afstöðuleysi fræðslulaganna til jákvæðs uppeldis í siðgæði má auðvitað skýra með ýmsum rök- um: Kirkjan á alls staðar sína menn, bæði leikmenn og presta í skólurn og utan þeirra. Hún á að sjá um siðgæðislegt uppeldi þjóð- arinnar. Prestar prédika í kirkj- um (og útvarpi) og við þurfum enga aðra siðamgistara. Fyrir nokkrum áratugum var þetta að miklu leyti rétt. Um og eftir síð- ustu aldamót voru til greinar- góðar bækur um siðgæðileg efni. Má benda á tvær eftir Helga Hálfdánarson lektor og eina þýdda af próf. Haraldi Níelssyni meðan hann var kandídat. En tímarnir eru breyttir. — Kirkja íslands getur tæplega tal- izt til fyrirmyndar miðað við kirkjur nágrannalandanna og viðurkenna þetta flestir, sem hafa kynnt sér málið til hlítar. Meðferð íslendinga á sunnudeg- inum sýnir ljósar en flest annað í verki þá þöglu fyrirlitningu, sem menn bera fyrir kirkjunni, þótt þeir yfirgefi hana ekki form- lega. Þetta skilja menn þótt þeir hafi mætur á kirkjunni og við- urkenni hið mikla þjóðfélagslega gildi hennar og kristinnar trúar. Þótt útvarpsmessur berist inn á heimilin, venjulega fluttar af sömu mönnum ár eftir ár, þá verka þær á marga eins og mal- andi kvörn eða rigning á hlöðu- þaki. Kirkjan virðist ekki hafa áttað sig á þeim breytingum, sem rafmagnið hefir komið til leiðar í þjóðfélaginu. í borgunum eru margir að fara á fætur um þær mundir, sem messað er, hálf syfj- aðir eftir harðvítugt skemmtana- líf laugardaganna. Aðrir eru að vinna heimilisstörf. Hin andlega þungamiðja sunnudagsins í raf- magnsþjóðféiagi er seinnipart dags eða að kvöldi hér hjá okkur. Þetta er á annan veg hjá Bret- um og ýmsum nágrannaþjóðum. Eins og nú er háttað hjá okkur, lenda útvarpsmessurnar úti í horni og vekja auk þess minni athygli fyrir þá sök að sömu mennirnir flytja þær nálega allar. Áhrifin frá stólræðum presta eru oft miklu fremur heimspeki- leg heldur en trúarleg og siðgæð- ið kemur í þriðju röð. Prestar vilja fremur vera snjallir spek- ingar og skáldlegir en góðir kenn- arar, enda geta læður ekki orðið kennsla nema að nokkru leyti þótt vel sé á málum haldið. Siða- meistarar og siðferðispostular vilja þeir ekki vera. Góður til- gangur presta og annarra getur stundum verkað eins og átak, sem barn hefur á rófu kattar: Þeim mun meira, sem barnið togar, þeim mun meira streitist köttur- inn á móti. Enda er börnum ráð- lagt að taka ketti öðrum tökum. Eins og sakir standa, getur skólinn ekki vænt sér mikillar hjálpar frá kirkjunni og mega skólamenn að nokkru leyti sjólf- um sér um kenna. Erlendis bólar þegar á þeirri stefnu ríkisvalds- ins að draga bæði úr áhrifum kennara og presta á fræðslulög og skólareglur og láta stjórn- máiamennina nálega eina um að ákveða hvað kenna skuli. Og það er ríkisvaldinu fremur að kenna en skólamönnum og kirkjuleið- togum að skip æskunnar er bæði ofhlaðið og vanhlaðið korki intellectúalismans, svo sál og samvizka verður út undan. Lög- gjafarvald og annað ríkisvald verður því að taka nokkuð af ábyrgðinni fyrir því að æskan missir stundum stjórn á sér, ekki sízt þegar hvers konar múgsefj- andi fyrirbæri og áhrif fá að leika lausum hala í þjóðfélaginu. Auðvitað getur rikisvaldið, sem innheimtir skatt af öllum lýð, tekið afleiðingum gerða sinna. En þær eru: Fleiri og fleiri sér- fróða menn til að laga það, sem lagað verður; stærri og betri stofnanir fyrir vandræðaungl- inga, psýkópata og afbrotamenn. Þetta er þegar aðkallandi í ýms- um löndum og mun verða það hér með áframhaldandi uppeldi í einhæfum intellectúalisma (þekk ingarhyggju) og samsvarandi vanrækslu sálar og samvizku. Af- sökunin verður því nokkurri gagnrýni blandin. Hlutverk samvizkunnar í menningu lýðræðisins Nauðsynlegt verður að teljast að æskan fái nógu snemma að kynnast nokkrum þýðingarmestu atriðum sálarfræðinnar. T. d. þarf hún að vita hvað felst í hugtökum eins og múgsefjun og múg- mennsku áður en þessi fyrirbæri dynja yfir hana eins og stórviðri. Margvíslegan annan sálfræðileg- an sannleika þarf að gera lýð- um Ijósan, en þetta dæmi er tek- ið af því að það er knýjandi nauðsyn á slíkri þekkingv. Félagsfræðilegar staðreyndir þarf æskan einnig að læra að greina engu síður en jurtir. Hvað er t. d. frumfélag (primary group)? Hvað felst í hinum ýmsu frelsis- og mannréttindaliugtök- um, eins og t. d. málfrelsi, prent- frelsi, samvizkufrelsi o. s. frv.? Og hvað felst í hugtakir.u þegn- skapur? Þessar tvær greinar mannvís- inda eru tiltölulega ungar, en varla er auðið að skilja heim- inn í kring um sig án þeirra. En án siðfræðinnar er heldur ekki auðvelt að lifa lífinu svo vel sé 'og þar sem hún fjallar m. a. um grundvallarlögmál mannlegra samskipta, er hún ekki síður nauðsynleg en málfræði og reikn- ingur. Að öðrum lcosti verður of mikið af korki innanborðs og kjölfestu vantar. Mönnum kann að virðast ó- æskilegt að taka hina kristnu siðfræði inn í skólann. Þegar hægt er að benda á betri höfund siðgæðis en Jesúm Krist, þá ger- ist þess heldur ekki þörf. Ef þú vilt inn ganga til lífs- ins, segir Jesús, þá hald boðorðin. Fyrir kemur jafnvel að prestar og kennarar segja að þeir trúi ekki á boð og bönn. í því felst auðvitað einnig að þeir trúa ekki á kærleiksboðorðið heldur, því það er hið strangasta af öllum boðorðum og verður ekki upp- fyllt með því að brjóta hin. Þessi antínómismi — lögmálsandstaða — á einnig sinn játt í því að hlaða skip æskunnar léttvægum verðmætum. Kenningin bregzt þegar út í lífið er komið. Boð og bönn eru ekki hið æðsta standstig siðgæðis. I kristninni er það miklu fremur hin frjáisa hlýðni, sem vex upp úr þakklæti mannsins fyrir Guðs náð. En sú hlýðni er hulin móðu og mistri í vitund alls þorra manna af því menn gleyma því, sem á undan fer. Frjáls hlýðni er ekki hið sama sem ófrjáls óhlýðni, heldur andstaða hennar. Réttmæt og eðlileg boð og bönn eru einmitt verkefni fyrir sam- vizkuna. Hún verður að taka þau til meðferðar, hugleiða þau, skilja tilgang þeirra, vita til hvers þau eru sett, hvað þeim er ætlað og verja (en það er venjulega réttur náungans, þjóð- félagsins og velferð og heill mannsins sjálfs). Þegar sam- vizkan er búin að vinna úr efn- inu, þá ° i.ur hún kveðið upp sinn dó’r>: Skal þessu hlýtt eða skal því ' ’ ki hlýtt? Þetta eru ekki kreddur trúar- bragða, heldur sjálft lögmál lífs- ins. Engin hámenning getur hald- izt án þess að taka tillit til boð- orða o" ■ ’’ -a sízt menning nú- tímans. í daglegu lífi og starfi læknis og hjúkrunarkonu eru miklu fleiri boðorð en tíu ,sem verður að hlýða. Sama gildir í. lífi manna, sem fara með vélar, ak» á vegum úti, fljúga í lofti, veiða fisk í sjó, vinna að sáningu og uppskeru og hirðingu dýra og jurta. Hvarvetna eru lögmál með boðum og bönnum, reglum og ráðleggingum, sem verður að hlýða, eða bíða tjón að öðrum kosti. En þjálfun og æfing I starfi veldur því að menn finna ekki tii þess að þeir eru undir lögmáli fyrr en einhver kallar þá burt frá skyldunni. Þá segja þeir samvizkusömu: Ég verð að fara, starfið kallar, skyldan kall- ar! Þeir segja ekki: Ég elska þetta starf, þess vegna má allt níðast n’ður og lenda í drasli. Launin koma líka á sínum tíma, laun hlýðni, en ekki ó- hlýðni. I.æknar og hjúkrunar- konur bjarga fárveikum sjúkl- ingum. Vélar vélamannanna skila margvíslegum árangri; sjó- maðurinn skilar björg í bú eða dýrmætum flutningi í höfn; erfiði bóndans skilar verðmætum arði og neyzluvörum. Ökumenn og flugmenn skila farþegum heilum á leiðarenda. Og góður skóli skil- ar auðvitað menntuðum og vönd- uðum ungmennum til þjóðfélags- ins í samræmi við þessi sömu lögmál. Plvergi næst góður árang- ur með glundroða, heldur með ' Framh. á bls. 12 Myndin hér að ofan tr frá þeirri hátíðicgu atliöfn, er Adenauer kanslari Vestur-Þýzkalands var útnefndur heiðursriddari Þýzku orðunnar. Það er kaþólskt heiðursmerki frá tímum krossriddaranna á 12. öld. Adenauer hlaut hana fyrir „fram- úrskarandi starf í þágu kristninnar á Vesturlöndum“. Á myndinni sést er P. Marian Tumler ábóti, stórmeistari orð- unnar, biessar Adenauer.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.