Morgunblaðið - 19.03.1958, Síða 12
12
MORGVNBLAÐ1Ð
Miðvikudagur 19. marz 1958
— Grein sr. Jóhanns
Framhald af bls. 11
iastheldni við nauðsynleg lög-
mál í sérhverju starfi.
Skarpskyggnir menn, eins og
Berggrav biskup, hafa tekið eftir
þvi að köllunarstarf manna varð-
veitir oft það siðgæði, sem ríkis-
vald, skóli og kirkja vanraekja
eða gera lítið úr. Rikisvald og
stjórnmálamenn skírskota til
þroska, samvizkusemi, sannfær-
ingar, árvekni og áhuga og ann-
arra siðgæðislegra mannkosta,
en vanrækja grundvöllinn að
uppcldi þessarra mannkosta með
æskunni. Það verður þjóðfélag-
inu til bjargar að köllunarstarf
manna vekur oft þá samvizku,
sem skóii og kirkja hafa svæft.
•En þó verður árangurinn ekki allt
af góður, eins og gefur að skilja.
Sumir menn eru hinir mestu
sæmdarmenn við vinnu sína
fimm daga vikunnar. En þegar
lögrnál vinnunnar hættir að kalla
um helgar, þá fórna þeir öllu
á altari skemmtana og nautna
og eru snauðir og aumir næsta
mánudag, þegar lögmál vinnunn-
ar kallar á þá með boðorðum
sínum. Þetta er alkunnugt lög-
mál, sem margir hafa séð í fram-
kvæmd. Ef atvinnuleysi verður
langvarandi, þá veldur það sál-
rænni þjáningu margra og einn-
ig spillingu sumra. Enn er eitt
dæmi þessu til skýringar: Hraust-
ir og heilbrigðir slæpingjar, sem
ekki vilja vinna, þótt verkefnin
blasi við, eru jafnan spilltpstu
menn sérhvers þjóðfélags.
Sömu lögmál gilda einnig í lífi
safnaða. Starfandi söfnuðir eru
venjulega hamingjusamir og
þróttmiklir. Þeir vinna erlendis
að kristniboði og mörgum öðrum
líknar- og mannúðarmálum í
mörgum deildum, lesa Biblíuna,
sækja málfundi, sumir starfrækja
skóla. Við guðsþjónustur biðja
þeir bænir sameiginlega eftir
•sömu helgisiðabók og prestur
notar sjálfur, játa trúna svo sem
einn maður væri, syngja af lífi
og sál. En iðjulaus söfnuður með
lokaðan munn, sem ekki virðist
kunna að nota bækur (og hefir
ekki helgisiðina í höndum sér)
hlýtur að verða daufur og ves-
ældarlegur af því að starfslögmál
lífsins kemur honum ekki til
hjálpar.
Trygging lýðræðisins
Eins og samvizkan verður jafn-
an að vera vakandi í menningar-
legu lífi og starfi, þannig verður
hún einnig að vera á verði ef
lýðræðið á að lifa. Ef samvizka
þcgnanna kafnar undir einhverju
fargi, hvort sem það er farg múg-
sefjandi og annarra siðdeyfandi
áhrifa eða farg einliliða þekking-
arhyggju (intellektúalisma), þá
hefir lýðræðið enga tryggingu.
Náttúruvísindin draga nú að sér
athyglina með hraða eldflaug-
anna. Mannvísindin mjakast á-
íram hægt og hægt, eíns og fót-
göngulið. En hættan á ósigrum
nútímamannsins er ekki handan
við brautir gervitunglanna, held-
ur á jörðu niðri. Hér, en ekki
þar, eru hin erfiðustu viðfangs-
efni. Þau þarf stöðugt að leysa
á ný með hverri kynslóð.
Til skilnings og greiningar eru
sálarfræði og félagsfræði mjög
nauðsynlegar, svo auðið sé að fá
rétta mynd af þeim fyrirbærum,
sem á ferðinni eru á hverjum
tíma, til þess að menn skilji hvert
stefnir.
En siglingatækin og kjölfest-
una verður að minu viti siðfræð-
in að leggja til. Og það verður
æ auðveldara með aðstoð ann-
arra mannvísinda. Þetta er við-
urkennt af mörgum hugsandi
mönnum. í stjúrnarskrá sumra
frjálsra landa má rekja sum á-
hrifin beint til John Looke og
heimspeki hans, sem undirstrik-
ar samhengið milli lögmáls Guðs,
samvizkunnar, mannlegrar
skyldu og mannréttinda. Mennta-
menn Noregs og Bandaríkjanna
hafa miklu meiri mætur á stjórn-
arskrá sinni en við höfum á okk-
ar stjórnarskrá, vitna oft í hana
og kynna sér samhengið ræki-
lega. En það er ekki nóg að
frjálst lýðræði byggi tilveru sína
á samvizkusömum hugsuðum.
Það verður einnig að eiga til-
veru sína undir samvizkusemi
þegnanna; andlegri sameign
þeirra, sem aldrei má verða að
dauðum bókstaf, Vakandi, upp-
lýst, næm og nákvæm samvizka
er ekki aðeins kirkjunni nauð-
synleg, heldur engu síður ríkinu,
sem byggir tilveru sína og stjórn-
arfar á þjónustu, réttindum og
skyldum.
Það er illa farið ef æskan lær-
ir ekki bæði jákvætt og neikvætt
hvað hér er í húfi. Jákvætt þarf
hún að læra hvað í hugtökunum
felst og hvaða samband sé á
milli þeirra og hvaða ávexti ekki
ÞINGSALYKTUNARTILLAGA
Sigurðar Ó. Óiafssonar og Ingólfs
Jónssonar um eftirgjöf hallæris-
lána hefir orðið nokkurt umræðu
efni í dagblöðum að undanförnu.
í fyrstu var sagt frá ummælum
Páls Zóphóníassonar á Alþingi, er
tillagan var þar til umræðu, sem
mörgum þóttu undarleg, en þar
talaði hann m. a. um auð bænd-
anna og litia þörf á fullri eftir-
gjöf lánanna.
Bóndinn á Laugarvatni, Bjarni
Bjarnason skólastjóri, vill fyrir
alla muni forða sér og stéttinni
allri frá því að heita betlari. Guð-
mundur bóndi á Kópsvatni einnig,
en telur þörf mikilla endurbóta
á innheimtunni, og rökstyður til-
lögu um það, já, og aðra til vara.
Það eru þannig tveir bændur og
einn vinnumaður, sem opinber-
lega hafa — svo mér sé kunnugt
— mælt gegn tillögu þeirra Sig-
urðar og Ingólfs, og vilja með því
forða bændastéttinni frá ægilegri
smán.
Nokkrir bændur, sem trúlega
eru ekki eins vandir að virðingu
sinni og stéttarinnar, hafa aftur
á móti mælt eindregið með sam-
þykkt tiUögunnar.
Hér veröur þetta margrædda
lánamál ekki rakið ýtarlega, að
eins bent á örfá atriði.
Á árunum fyrir og um 1950
fengu bændur á Austur- og Norð
austurlandi nokkra fjárhæð úr
ríkissjóði vegna óþurrka og vor-
harðinda, og mun öllum hafa þótt
sjálfsagt.
Haustið 1955, þegar séð var
hverjar yrðu helztu afleiðingar
hinna stórkostlegu óþurrka hér
sunnanlands, veitti ríkisstjórnin
nokkrar milljónir króna úr ríkis-
sjóði til að forða stórfelldri fækk
un nautgripa, strangri mjólkur-
skömmtun, innflutningi búvara í
stórum stíl o. s. frv. Um þetta
voru víst einnig allir sammála,
að væri knýjandi þjóðhagsleg
nauosyn. Yar þó öllum ljóst, að
hér var aðeins bættur hlutf af
því tjóni, sem bændur urðu fyrir,
þar eð engin hækkun varð á
söluverði búvaranna vegna
vegna óþurrkana, en hækkun
framleiðslukostnaðar auðvitað
mjög mikil. (Verðlag landbúnað-
arafurða er, eins og allir vita,
við það miðað, að bændur
skrimti í meðalári) Óhætt mun
að fullyrða, að óþurrkar slíkir
sem voru sumarið 1955, jafnist
á við algert aflaleysi á vetrar-
vertíð. Ætli bátaflotinn þyrfti
þá nokkurn styrk? Jú, sennilega,
og þætti engum mikið. Og svo
mætti á það drepa, að einmitt um
sama leyti — haustið 1955 —
þegar rætt var um hallærislán
til bændanna, fengu síldarsalt-
endur á Suðvesturlandi nokkrar
milljónir úr ríkissjóði. Ekki
vegna þess að síldin veiddist ekki,
heldur vegna þess að hún veidd-
ist. Síðar veiddist meiri síld, og
saltendur fengu fleiri milljónir.
Allir voru á einu máli um, að
þetta væri nauðsynlegt og sjálf-
sagt. Hvað um endurgreiðslu? Jú,
þegar bændur eiga í hlut. Þeir
eru auðugir, og bændavinirnir
miklu — foringjar Framsóknar-
flokksins — geta ekki til þess
hugsað að stéttin verði smánuð
með niðurlægjandi betli.
Bjarni á Laugarvatni talar um
betl. Páll Zóphóníasson um f jár-
hagsþroska og manngildi. Báðir
láta þeir hæversklega í það skína,
má vanta. Neikvætt þarf hún að
vita um afleiðingar múgmennsku,
lögmálsfyrirlitningar, sálsjúk-
legra fyrirbæra og léttúðugs mats
á sígildum verðmætum. Það,
sem oft er meginljóður á fram-
ferði æskumanna, er að þeir hafa
blátt áfram ekki glímt við að
hugsa um annarra manna rétt
en sinn eigin. En þeir eru venju-
lega fljótir til að skilja þetta ef
málið er skýrt fyrir þeim. Og
þetta er nauðsynlegt að skýra og
skilja lýðræðisins vegna. Það á
allt sitt undir því að mönnum sé
ljóst hvað frelsi undir ábyrgð er
í raun og veru.
að margt hafi þeir vel gert fyrir
íslenzkan landbúnað.
Ég vil taka eindregið undir það ,
síðarnefnda með þeim. Hitt er
þó jafnvíst að með fjandskap sín-
um við áðurnefnda þingsályktun
artillögu eru þeir að þjóna póli-
tískri lund sinni, en ekki land-
búnaðinum.
Að vísu er fjálglega um það |
talað, að þeir fátæku, þeir, „sem
skulda meira en nemur eignum
þeirra“ (P. Z. Tíminn 29. nóv.
’57), — og þeir munu raunar
nokkuð margir þrátt fyrir heiðar
legar tilraunir til að gera okkur
ríka á pappírnum — skulu sleppa
að einhverju eða jafnvel öllu
leyti.
Þá hefir lífsskoðunin líka mik-
ið að segja. Páll Zóphóníasson
segir nefnilega orðrétt í Tíman-
um 29. nóv. 1957:....og fer þá
mikið eftir lífsskoðun lántakenda
hvað gert verður ..." Svo er nú
það.
En þeir auðugu, sem viðkom-
andi hreppsnefndir hafa af ein-
hverri óskiljanlegri glópsku út-
hlutað af áðurnefndu fé, eiga
ekki að sleppa. Hverjir eru þessir
auðugu? Ég held að því verði
bezt svarað með ummælum
merks framsóknarþingmanns,
þegar ónefndur kommúnisti hafði
ráðizt harkalega að bændastétt-
inni og meðal annars látið svo
ummælt að ríku bændurnir ættu
að fá ca. þriðjungi lægra verð
fyrir afurðir sínar, en þá var
skráð.
Framsóknarþingmaðurinn svar
aði eitthvað á þessa leið. Þegar
kommúnistar tala um ríka bænd-
ur hljóta þeir að eiga við þá, sem
enn hefur tekizt að halda upp-
kornnum börnum sínum heima
við bústörfin, — þrátt fyrir pen-
ingaflóð þéttbýlisins — og geta
því íramleitt meira en einyrk-
inn. Svona er kveðjan, sem komm
únistar senda unga fólkinu í sveit
unum ....
Nú er þetta breytt. Kveðjan
kemur frá Framsóknarforingjun-
um. Hið eina, sem ríkisstjórnin
getur gert, vilji hún firra sig
vanvirðu í þessu máli, er, að láta
með öllu niður falla innheimtu
hallærislánanna.
En fari hins vegar svo að við
fáum kveðjuna, þá er það vissu-
lega trú mín að sunnlenzkir
bændur fari að dæmi stéttar-
bræðra sinna á Austur- og Norð-
austurlandi: AÐ ÞEIR LÁTI
EKKI KÚGA SIG TIL ENDUR-
GREIÐSLU Á JAFNSJÁLF-
SAGÐRI STYRKVEITINGU.
Miklaholtshreppi, 5. febrúar 1958.
Einar Eiríksson.
Iðnskólanum á Pal-
reksfirði slilið
PATREKSFIRÐI, 15 marz. —
Iðnskólanum á Patreksfirði var
slitið með hátíðlegri athöfn í sam
komuhúsinu Skjaldborg á mið-
vikudagskvöldið, kl. 18. Sjö nem-
endur voru í skólanum, _þar af
ein stúlka. Luku allir nemend-
urnir prófinu upp úr öðrum
bekk.
Hæstu einkunn hlaut Gylfi
Guðbjartsson, járnsmíðanemi,
8,74 stig.
Skólastjóri var séra Tómas Guð
mundsson, sóknarprestur á Pat-
reksfirði.
Ólöf Cuðrún
Minningarorð
I DAG verður gerð írá Fossvogs
kirkju útför Ólafar Ólafsdóttur
frá Stórhólmi í Leiru.
Ólöf andaðist í Sjúkrahúsinu í
Keflavík að morgni mánud. 10.
þ.m. eftir stutta legu.
Ólöf Guðrún Ólafsdóttir var
fædd 18. ágúst 1896 í Keflavík í
Rauðasandshreppi, dóttir hjón-
anna Ólafs Guðbjartssonar og
Guðrúnar Jónsdóttur. Hún ólst
upp í foreldrahúsum að Hænu-
vík í Rauðasandshreppi, en þang-
að höfðu foreldrar hennar flutzt,
þegar hún var á barnsaldri. Þar
átti hún heima til ársins 1920, er
hún fluttist til Reykjavíkur.
Árið 1929 giftist Ólöf Guð-
mundi Bekk Björnssyni, starfs-
manni við Laugarnesspítala, síð-
ar húsverði við Miðbæjarbarna-
skóiann, og eignuðust þau hjónin
einn son, Albert Bekk, sem nú
er skipverji á Dettifossi. Mann
sinn missti Ólöf eftir aðeins fjög
urra ára sambúð. Hann fórst af
slysförum árið 1933. Árið eftir
giftist hún Kjartani Bjarnasyni,
sjómanni í Reykjavík, og bjuggu
þau um þriggja ára skeið á Þórs-
götu 15, en árið 1936 keyptu þau
jörðina Stórhólm í Leiru. Þar
hafa þau rekið búskap með reisn
og myndarbrag um meira en tvo
áratugi.
Þau hjónin Kjartan og Ólöf
eignuðust þrjú börn, eina dótt-
ur, Sigrúnu, sem er afgreiðslu-
stúlka hjá Kaupfélagi Suður-
nesja í Keflavík og tvo syni, Guð
mund og Bjarna, eru þeir báðir
í heimahúsum.
Mig setti hljóða, er ég frétti að
mín trygga vinkona Ólöf Ólafs-
dóttir væri látin. Lóa var hún
kölluð af okkur vinum hennar.
Við kynntumst fyrir nokkrum ár
um og samfundir okkar urðu á
þann veg, að upp frá því varð
hún mér sem bezta móðir. Sumt
fólk, sem á vegi okkar verður
á lífsleiðinn er þannig gert, að
það sáir í kringum sig gleði og
friði, hvar sem það fer um foldu.
Slíku fólki er það áskapað að
lyfta umhverfinu á bjartara
svið, sveipa burtu drunganum og
skuggunum líkt og sólstafir, er
brjótast gegnum regnský. Þessu
fólki er ekki erfitt að afla sér
trausts annarra, því að svo virð-
ist, sem það sé sent í mannheim
til þess að vera öðrum styrkur
og hjálparhella. Þannig kom Lóa
mér fyrir sjónir. Ætíð var hún
reiðubúin að rétta hjálparhönd
hverjum, sem þurfti og hvernig
sem á stóð fyrir henni sjálfri, og
ekki sizt þeim, sem minni matt-
ar voru, hvort heldur það voru
menn eða málleysingjar, því að
ekkert aumt mátti hún sjá. Svo
gjafmild var hún og kærleiksrik,
að slíks eru fá dæmi. Ófáir munu
þeir, er þegið hafa gjafir úr hönd
um hennar, þótt hún sjálf vildi
aldrei neitt um slíkt taia. Þótt
hún annaðist heimili sitt af ein-
stakri umhyggjusemi sem fyrir-
myndar húsmóðir, ástrík eigin-
kona og móðir, þá gaf hún sér á-
vallt tíma til þess að fara frá
heimili sínu, ef hún vissi af ein-
hverjum erfiðieikum meðal
Ólafsdóftir
þeirra, sem hún þekkti, til þess
að hjálpa þeim eða verða þeim
að liði á einhvern hátt.
Lóa var félagslynd kona. Öll-
um menningar- og mannúðarmál
um vildi hún leggja lið. Hún var
trúuð kona, kirkjurækin og söng-
elsk, og trygglynd var hún og
vinföst svo af bar.
Við vinir hennar söknum henn
ar sárt, en minningin um þessa
góðu og fórnfúsu konu er dýr-
mætur fjársjóður, sem við varð-
veitum í hjörtum okkar.
Ég þakka þér, Lóa, tryggð þína
og sanna vináttu frá fyrstu kynn-
um og ástvinum þínum votta ég
dýpstu samúð mína.
Vinkona.
Frú Ólöf Guðrún Ólafsdóttir,
Stórhólmi, Leiru.
F. 18. ág. 1896. D. 10. marz 1958
Rósirnar fölna oft fljótt,
er frostvindur næðir um grund.
Komin oft niðdimm er nótt
þá nær virðist miðdegisstund.
Við skiljum ei skaparans ráð.
Skiljum ei jarðlífsins dvöl.
Allt mun það alkærleiks náð.
Eins það, er veldur oss kvöl.
Eg vonaði, vina mín kær,
að við myndum aftur hér sjást.
Hug mínum harmurinn nær
er ég heyri að vonin sú brást.
Minning þín mild er og hlý
svo mér fellur tárdögg á kinn.
Því nú er sem skuggarik ský
skyggi á blómvöndinn þinn.
Ég minnist svo margs er ég naut
því mjög oft ég dvaldi hjá þér.
Ég gleði og hamingju hlaut
er hlúðir þú ástríkt að mér.
Ég kem, og í huga þig kveð
við knýtt höfum vináttu-bönd.
Nú við það ég, vina, mig gleð
að við hittumst ljóssins á strönd.
Guðrún Ingimundardóttir.
Beituskurðarvél
HERRA Kjartan Fr. Jónsson
kom til mín í febrúar og bað mig
að prófa fyrir sig beituskurðarvél
sem hann hefir fundið upp og
smíðað sjálfur. Ég skar svo með
vélinni í nokkra daga, og eru það
beztu róðrarnir sem við höfum
íengið á vertíðinni. Það er stað-
reynd að það getur enginn mað-
ur skorið síld með hníf eins
jafnar og góðar beitur og vélin
sker.
Ég óskaði eftir því við uppfinn.
ingamanninn herra Kjartan Jóns
son að hann gerði lítilsháttar
breytingar á vélinni til þess að
létta og auka afköst hennar.
Það hefur tekið nokkurn tíma
fyrir Kjartan að verða við þess-
ari ósk minni því hann hefir
verið bundinn við sjóróðra hér á
Akranesi (vélamaður á bát.)
En nú hefir Kjartan lagfært
vélina eftir minni ósk og er vélin
kjörgripur. Hún sker 600 (sex
hundruð) beitur á mínútu af fros
inni síld og eru allar beiturnar
jafnstórar, en haus og sporð-
blöðku aðskilur vélin frá beit-
unni sjálfri. Það tekur ekki nema
ca. 30 mínútur að skera síld á
45 stampa af beittri linu og er
því óhætt að fullyrða að vélin
spari mönnum við beitingu 12
tíma í vinnusparnað og er það
milljón króna sparnaður ef reikn
að væri með því að vélin væri
notuð á öllum bátum íslenzka
fiski-flotans sem róa með línu.
Ég tel það skyldu fiskimálastjóra
og sjávarútvegsmálaráðherra að
sjá svo um að beituskurðarvél
þessi verði fjölda framleidd ekki
einlivern tíma heldur strax (tafar
laust). Beituskurðarvélin sker
allar síldarbeiturnar jafnstórar
og með því sparast milljónir
króna á eyðslu sildar, því menn
meö hníf skera alltaf misjafn-
lega stórt.
Á þessari kjarnorku- og tækni
öld höfum við íslendingar engin
efni á því að nota ekki fullkomna
tækni til lands og sjávar.
Akranesi 3. marz 1958.
Iljálmar Thedótrsson
landformaður m.b. Fiskaskaga.