Morgunblaðið - 19.03.1958, Síða 13
Miðvikudaeiir 19 mar? 1958
M OK C.T’iVRT 4Ð1Ð
13
Frá Búnaðarþingi:
Ályktanir um búnabarháskóla og
rœktun holdanauta verða atgreidd-
ar frá Búnaðarþingi
MÖRG mál voiu til afgreiðslu á
Búnaðarþingi í gær.
Samþykkt var eftirfarandi til-
laga um áburðarframleiðslu:
„Búnaðarþing ályktar, að til
öryggis íslenzkum landbúnaði
sé nauðsynlegt, að hið allra
fyrsta verði áburðarfram-
leiðsla aukin í landinu, .svo
fullnægt verði þörfum land-
búnaðarins, með aðaltegundir
þess áburðar, sem jarðvegur-
inn þarfnast.
Beinir Búnaðarþing þeim
eindregnu tilmælum til ríkis-
stjórnarinnar, að nú þegar
verði veitt fjárfestingarleyfi,
svo hefjast megi handa um
framkvæmdir á þessu ári.
Búnaðarþing óskar þess, að
stjórn Áburðarverksmiðjunn-
ar h/f geri sitt ýtrasta til að
fyrrgreindu marki verði náð
sem fyrst, m. a. með því að
reist verði nú þegar viðbótar-
verksmiðja, sem framleiði
fosfórsýruáburð ,og blandaðan
áburð“.
Þá var samþykkt eftirfarandi
ályktun um innflutning á korni:
„Búnaðarþing ályktar að
beina þvi til stjórnar Búnað-
arfélags íslands að láta rann-
saka hvort hagkvæmt sé að
flytja ómalað korn til lands-
ins og hverra aðgjörða sé
þörf, til þess að koma þvi i
framkvæmd.
Ennfremur að niðurstöður
þeirrar rannsóknar verði birt-
ar opinberlega“.
Ennfremur var samþykkt svo-
felld élyktun um aukna veður-
farsþjónustu í þágu landbúnaðar-
ins:
„Búnaðarþing álítur, að
framkvæmd 2.—5. liðs til-
lagna á þskj. 64 um aukna
þjónustu Veðurstofunnar í
þágu landbúnaðarins muni
hafa mikla þýðingu fyrii
bændur og framþróun land-
búnaðarins. Telur Búnaðar-
þing nauðsynlegt, að sam-
vinna sé á milli tilrauna-
stööva landbúnaðarins og Veð
urstofunnar um framkvæmd
þessara mála eftir því sem v'ð
verður komið. Ennfremur er
æskilegt að búnaðarsambönd-
in, hvert á sínu svæði, séu með
í ráðum við framkvæmd 2. og
5. liðar (sérstaklega staðsetn-
ing stöðva) og greiði fyrir
málinu eftir því, sem ástæður
leyfa. Jafnframt leggur Bún-
aðarþing áherzlu á, að ríkis-
stjórn og Alþingi sjái Veður-
stofunni fyrir nægilegu fjár-
framlagi til að sinna þessum
verkefnum“.
Þá var til fyrri umræðu tillaga
til þingsályktunar um útrýmingu
mæöiveiki í fjárskiptahólfi Suð-
ur-Dala-, Mýrasýslu og á austan-
verðu Snæfellsnesi. — Svofelld
ályktun var samþykkt til síðari
umræðu. Talsverðar umræður
urðu um ályktunina:
„Vegna þess að enn hefur
ekki tekizt, að þvi er víst má
telja, að útrýma mæðiveiki úr
sauðfé landsmanna, ályktar
Búnaðarþing að skora á Sauð-
fjársjúkdómanefnd að gera
þegar á þessu ári svofelldai
ráðstafanir, enda verður að
treysta því, að fjárveitinga-
valdið leggi til þess nauðsyn-
legt fé:
1. Að tryggja, svo sem fram-
ast má verða, allar varnar-
girðingar og öll hlið umhverfis
svæði það, sem telja má eftir
öllum líkum að nú sé sýkt.
Tvöfaldaðar verði girðingar,
þar sem þær eru einfaldar og
hinar, sem nú eru tvöfaldar,
gerðar upp að nýju, og verðir
settir, þar sem þess kynni að
vera þörf, svo hindraðar verði
allar fjársamgöngur við svæð-
ið á meðan núverandi ástand
helzt.
2. Að skipta umræddu
svæði með girðingum, einni
eða fleirum, og búa á þann
hátt undir fjárskipti, sem haf-
in yrðu þegar á næsta hausti,
eftir að mæðiveiki yrði þar
vart að nýju“.
Þá var og afgreidd ályktun um
innflutning varahluta til land-
búnaðarvéla. Engar breytingar
voru gerðar við hana frá fyrri
umræðu, en henni hefur verið
lýst hér áður.
Þá var samþykkt svofelld
ályktun um breytingu á girðing-
arlögunum:
„Búnaðarþing ályktar að
skora á stjórn Búnaðarfélags
íslands að vinna að því við
landbúnaðarráðherra, að hann
skipi nefnd þá, sem lagt er til
í ályktun í máli nr. 32 frá síð-
asta Búnaðarþingi.
Jafnframt beiti hún sér fyr-
ir því, að nefndin, þegar skip
uð verður, taki til athugunar
frumvarp til laga um breyt-
ingu á girðingarlögum, sem
nú liggur fyrir Alþingi. Enn-
fremur verði tekin upp álykt-
un um breytingu á girðingar-
lögum í máli nr. 6 frá síðasta
Búnaðarþingi og auk þess önn
ur þau ákvæði girðingarlag-
anna, sem ásíæða þykir til að
tekin verði til meðferðar, eink-
anlega þau atriði, sem snerta
afréttargirðingar".
Samþykkt var svofelld ályktun
um slátrun stórgripa:
„Búnaðarþing skorar á
Framleiðsluráð landbúnaðar-
ins að vinna að því við slátur-
leyfishafa, að málum verði
þannig skipað, að því er stór-
gripaslátrun snertir, að hægt
verði að afnema á næsta ári
bráðabirgðaákvæði laga um
kjötmat nr. 5, frá 22. febrúar
1949“.
Þá var til síðari umræðu frum-
varp til laga um búfjártrygging-
ar. Mælt var gegn ályktun þeirri
er búfjárræktarnefnd hafði látið
frá sér fara og henni vísað frá
með rökstuddri dagskrá og talið
nauðsynlegt að vinna áfram að
málinu með tilliti til þess að alls-
herjartrygging komist á um land
allt.
Breytingartillaga kom fram við
ályktun búfjárræktarnefndar um
ræktun holdanauta, en henni hef-
ur áður verið lýst hér í blaðinu.
Felur hún í sér að skipuleg rækt
verði upp tekin á holdanauta-
kyni því, sem hér er þegar til í
landinu. Breytingartillagan hljóð
ar svo:
„Fyrirsögn málsins orðist
svo:
Tillögur um innflutning og
ræktun holdanauta.
Framan við ályktunina komi
eftirfarandi, sem verði fyrri-
hluti:
1. Búnaðarþing telur, að
ekki megi niður falla barátta
fyrir innflutningi hreinrækt-
aðra holdanauta, og vill í því
sambandi benda á umsögn dr.
Hammonds, hins þekkta búvís
indamann, sem kom hingað til
lands sl. sumar að tilhlutan
Búnaðarfélags íslanús,
Fyrir því skorar Búnaðar-
þing á stjórn Búnaðarfélags fs
lands að beita sér fyrir því, að
innflutningur á holdanautum
verði leyfður".
Atkvæðagreiðslu um málið
var frestað.
Síðasta málið á dagskrá fund-
arins var búnaðarháskólamálið
og varð á þessum fundi umræðu
lokið um það en atkvæðagreiðslu
frestað.
Eijis og áður hefur verið frá
skýrt komu fram tvær ályktan-
ir frá meiri- og minnihluta alls-
herjarnefndar. Það sem fyrst og
fremst skilur á milli er staðarval
og undirbúningur málsins. Meiri-
hlutinn vi)l hafa skólann á
Hvanneyri, en minnihlutinn vill
hafa hann sem deild við Háskóla
íslands og athuga betur undir-
búning málsins, m. a. með tilliti
til kostnaðar.
Fram eru nú komnar þrjár
breytingartillögur. Asgeir L.
Jónsson og Bjarni Bjarnason
flytja brtill. um að undirbúnings
menntunin miðist við kunnáttu i
einhverju Norðurlandamálanna,
þar sem gert er ráð fyrir dönsku
í ályktunum beggja nefndarhluta,
svo og að gagnfræðaprófi verði
bætt við.
Kristján Karlsson og fleiri
flytja breytingartillögu um að
stúdentspróf verði gert að inn-
tökuskilyrði í væntanlegan bún-
aðarháskóla, og Baldur Baldvins-
son flytur breytingartillögu við
álit meirihluta- allsherjarnefndar
um að aðeins verði tiltekið að
búnaðarháskólinn verði í sveit,
en ekki endilega á Hvanneyri.
Miklar umræður urðu enn um
þetta mál og fer iram atkvæða-
greiðsla um það í dag.
Fundir hefjast að nýju á Bún-
aðarþingi kl. 9.30 i dag.
Emilía frammi fyrir speglinum að byrja að klæðast gervi
þeirrar tannhvössu: — Á ég að brosa til hægri, vinstri —
eða kannske beint? (Ljósm. Mbl. Ól. K. M.)
„.. til skiptis tannhvoss og blíð“
Leiðrétting
X frétt blaðsins frá Búnaðar-
þingi, sem birtist sl. sunnudag,
var sagt að mikið hefði verið rætt mamman
um verðmismun mjólkurafurða
og kjöts og talið að sauðfjáraf-
urðir hefðu orðið afskiptar í
verðlagningu. Þess skal getið hér
að Einar Ólafsson, sem sæti á i
Framleiðsluráði, taldi að það
væri ekki rétt að sauðfjárafurð-
um væri mismunað í verðlagi.
ÞEIR, sem séð hafa „Tannhvassa
tengdamömmu" eru sennilega
sammála um það, að tengda-
mömmur gerast ekki öllu tann-
hvassari nú til dags. Fréttamað-
1 Mbl. og ljósmyndari gerðu
sér ferð út í Iðnó um helgina til
þess að athuga hvort tengda-
væri í rauninni jafn
tannhvöss og orð fer af — og
fóru að tjaldabaki. En báðir sann
færðust fljótlega um það, að
sennilega væri leit að jafnblíðri
og skemmtilegri tengdamömmu
og Emilíu, því að hún er raun
veruleg' tengdamanna, á tvo
tengdasyni og fimm barnabörn
— „og það er svo spennandi“,
segir hún og brosir blítt. .
Engu að síður þykir Emilíu
Jónasdótiur gainan að fara með
hlutverk þeirrar tannhvössu —
„ég verð aldrei ieið á þvi. Mér
finnst hver sýning vera sú fyrsta
enda þótt þær séu nú orðnar 112
— og ég skemmti mér alltaf
jafnvel“.
í sannleika sagt, þá er það
ekkert smáræði: 112 sýningar.
Að vísu hafa ekki allar sýning-
arnar farið fram hér í Reykja-
vík, þv að Emilía fór með
tengdamömmu-hlutverkið í
„Tannhvassri tengdamömmu"
norður á Akureyri á vegum ieik
félagsins þar í vetur. Nyrðra var
ekki slegið slöku við, því aS »ým
ingar voru þar 16 á 14 dögum —
og þar lék Emilía tengdamömm-
una í 100. sinn. Þá var mikið um
dýrðir, Emilía var hyllt veglega
— og frá meðleikendum barst
henni m.a. kvæði mikið skraut-
ritað. Var það eftir Pál Helga-
son og hljóðar síðasta vísan svo:
Vér óskum af öllu hjarta
að auðnist þer langa tíð
í sviðsljósi björtu að skarta
til skipiis tannhvöss og blíá.
„Tannhvoss tengdamamm»“
var frumsynd í Iðnó 30. janúar
í fyrra. Leikfélagið hefur sý»t
hana 14 sinhum úti á landi, an
hinar sýningarnar hafa allar fac-
ið fram í Iðnó. 100. sýningin ver8
ur því jafnframt sú 86. hér í Lx»
— og verður það nýtt met í sögu
Leikfélagsins. Aldrei fyrr hefur
félagið sýnt neitt leikrit jafnlengi
í einu Frænka Charleys var sýnd
85 sinnum, Kjarnorka og kvan-
hylli 71 sinni og Gullna hliðið
sinnum. En 100. sýningin í Iðnó
verðui' jafnframt 116. sýning
Emilíu í hlutverkinu á rúmu ári
— og er pví óhætt að segja, að
Emilía hafi staðið sig vel i hlut-
verki þeirrar tannhvössu, jafn-
mikil indælis tengdamanna og
hún hiýtur annars að vera
Loftur Bjarnason, pípu-
lagningameistari
minning
í DAG verður jarðsettur i Foss-
vogskirkjugarði Loftur Bjarna-
son, meistari í járnsmíði og rör-
lagningum, sem andaðist 11 þ.m.
Fæddur var Loflur á Kirkju-
bóii í Hvítársíðu 1. október árið
1881. Faðir hans, Bjarni Lofts-
son frá Þúfu í Kjós var af Lofts-
ætt, sem löngum hefir verið
kennd við Háls í Kjós. Bræður
Bjarna voru Jón bóndi á Haf-
þórsstöðum í Norðurárdal og
Loilur í Bollagörðum á Seltjarn-
arnesi. Bjarni Loftsson flutti
upp í Borgarfjörð fyrir 1870 og
dvaldi þar síðan. Kona hans og
móðir Lofts var Valgeröur Jóns-
dóttir frá Síðumúlaveggjum í
Hvitársíðu, Jónssonar frá Snarta
stöðum, Ólafssonar í Geirshlíð
Guðmundssonar og er sú ætt
allfjölmenn í Borgarfirði.
Bjarni og Valgerður voru á
ýmsum stöðum í uppsveitum
Borgarfjarðar. Um tíma var
Bjarni ráðsmaður hjá sr. Guð-
mundi Helgasyni í Reykholti, en
síðast mun hann hafa verið á
Vatnsenda í Skorradal.
Loftur Bjarnason ólst upp með
föður sínurn. Var um tíma á
unglingsárum á Grund í Skorra
dal og hélt tryggð við það heim-
ili ævilangt. Tvítugur að aldri
fór hann til Reykjavíkur og átti
þar heima síðan, nema tvö ár, er
hann dvaldi á Eyrarbakka. Hann
lærði járnsmíði hjá Þorsteini
Jónssyni járnsmið og stundaði
járnsmíði lengi og síðan rörlagn
ingar og var meistari í báðum
iðngreinum.
Loftur Bjarnason var tví-
kvæntur. Fyrri kona hans var
Anna Kristín f. 1880 d. 1944. For-
eldrar hennar voru Kristófer
Bárðarson frá Flesjustöðum i
Kolbeinsstaðahreppi og Ástríður
Jónsdóttir frá Uppsölum í Hálsa
sveit. Kristófer og Ástriður
brunnu inni í húsinu Bergþórug.
14 í Rvík 1937, bæði háöldruð.
Loftúr og Anna Kristín áttu
tvær dætur. Önnur þeirra, Ásta
Valey, er dáin fyrir nokkrum ár-
um. Hin dóttir Lofts er Laufey
húsfreyja við Andakílsárvirkj-
un í Borgarfirði, gift Sigurði Guð
mundssyni 1. vélstjóra við virkj
unina. Seinni kona Lofts, er
hann kvæntist 1951, er Helga
Sigurbjarnard. frá Grund í
Svínadal í Húnavatnssýslu. Upp
eldisdóttir Lofts er Hrafnhildur
Þorleifsdóttir og býr hún í Hafn-
arfirði.
Loftur Bjarnason var um
margt merkur maður og vel gerS
ur, bæði anaiega og líkamlega.
Hann var iorustumaður og braut
ryðjandi í félagiskap stéttar sina
ar og naut þar áliis og virðingar.
Hann \ ar ágætur féiagsmaður,
starfsfús og hugkvæmur, sam-
vizkusamur og öruggur, þó á
móti blts: Hann var ágætlega
hagmæltur og lét oft fjúka í
kviðiingum. Oftast var það lipurt
og ;étt, en i;<.nn átti lÍKf. til að
yrkja niyrki og þungskilið og
þótu þá ga.nar. að dýru rími og
erfiðu. Hann var vel að sér i sögu
og bókmenntum þjóðar sinnar,
ramíslenzkur í hugsun og máli,
þjóðlegur og þjóðrækinn. Kvæða
maður var hann allmikill og
kunni fjöiua gamalla rímnalaga
enda músíkalskur og hafði yndi
af söng og hljóðfæraslætti.
Ég var nin síðustu ár í íélags-
skap með Lofti Bjarnasym í
tveimur ieiögum í Reykjavík,
Kvæðamannaiélaginu Iðunni og
Borgfirðingafélaginu. Þar kynnt-
ist ég og n-ut hinna góðu kosta
hans, sem nms góða og trausta
félaga, alltaf var tilbúinn
til stai'is . j taf mátti treysta.
Veit ég ..ó ég má fyrir hönd
P6^-- i, þakka honum nú
að iaiu.. n, fyrir samstarfið
og mar. -.nægjulegar samveru
stundir um leið og við sendum
ekkju n-....a, dóttur og öðrum að-
standendum samúðarkveðjur við
fráfall þessa ágæta manns.
' ' 'ti. lllugason.