Morgunblaðið - 19.03.1958, Síða 16

Morgunblaðið - 19.03.1958, Síða 16
16 MORCVNBLAÐIÐ Miðvikudagur 19. marz 1958 WeS a / reiLcin di Ejlir EDGAR MITTEL HOLZER Þýðii.gs Sverrir Haraldsson L U 9 % 64 a Þau heyrðu garg i páfagauki. „Ég ætlaði ekki að segja neitt, sem gæti. sært þig“, sagði hann. Páfagaukurinn flaug rétt fyrir ofan þau og hvarf gargandi út í f jarskann. Undarlegt, ákaft skrjáf heyrð- ist úr laufþykkninu — og hljóðn- aði jafnskyndilega aftur. „Hvað var þetta?“ „Það getur hafa verið svo margt. Villisvín — eða snákur. Haltu áfram að tala við mig. Ég er svo veik af ást til þín“. Hún strauk hendinni yfir kinn hans. „Eru hættulegir snákar hérna?" „Já, en þeir verða samt ekki oft á vegi manns. Bushmaster er sá iangversti. Hann er stundum allt að því sex til sjö fet á lengd og hann er hanvænn. Eitrið úr honum lamar mann á nokkrum mínútum og að skammri stundu iiðinni er svo sá, sem fyrir bitinu verður, dauður“. „Þetta hljómar ekki neitt sér- lega skemmtilega". „Hann ræðst líka á menn að fyrra bragði. Aðrir snákar láta mann afskiptalausan, nema mað- ur stígi á þá, eða geri þá hrædda — en hann er ekki þannig. Hann ræðst á mann alveg fyrirvara- laust“. „Ef mér skjátlast ekki, þá er hann líkastur gleraugnaslöngunni í háttalagi sínu“, sagði hann og kinkaði kolli. — „Að hverju ertu að hlæja?“ „Aí þér og snákunum. — Oh, ástin mín. Ástin mín. Strjúktu mér aftur um vangann. Það er svo gott. Gerðu allt sem þú vilt við mig....“ „Nú held ég að það sért þú sem ætlar að hvolfa bátnum, en ekki ég“. Þegar báturinn var aftur orð- inn stöðugur, sagöi hún: „Þú ert eitthvað svo tortryggnislegur á svipinn". Hann kinkaði kolli. „Ertu tortrygginn?“ ' „J á“. „Hvers vegna?“ Hann hristi höfuðið. „í kvöld?“ „Kannske. Ég veit ekki........ Nei“. „Mér finnst eins og eldur brenni í maganum á mér". Hann heyrði eitthvert ólgandi hljóð og leit snöggt við en sá ekki neitt athugavert. „Ertu tortrygginn gagnvai-t mér?“ Hann kinkaði kolli. „Áttirðu ekki von á því, að ég væri svona?" „Ekki svona mikill þrákálfur, nei“. „Hefurðu misst álit á mér? — Áttu við það?“ Hann hristi höfuðið. „Þú þarft ekki að vera hrædd- ur við að segja mér eins og er. Ég vil helzt alltaf heyra sann- leikann". „Ég líka". Hún starði á hann, eftirvænt- ingarfull á svipinn. „Framkoma þín hefur snortið mig mjög“, tautaði hann. — „Og gert mig órólegan. — Það er allt og sumt“. Eftir stundarþögn sagði hún: „Ég held að ég viti nú hvað ég á að gera“. Óskagjöf fermingartelpunnar er PEYSUSETT Komið meðan Iitaúrvalið er nóg m K A® U U1N M TEMPLARASUND -3 VELABOKHALD Stúlka óskast til vinnu við vélabókhald hjá stóru fyrirtæki. Gott kaup, framtíðar atvinna. Tilboð á- samt uppiýsingum um menntun og fyrri störf send- Ist afgr. Morgunblaðsins fyrir 20. þ.m. Merkt: 8899. „Hvað?“ „Ég ætla_ ekki að biðja þig aft- ur. Ég ætla að bíða þangað til þú biður mig“. „Bið þig um hvað .... oh, að sofa hjá mér?“ „Já“. Hann hló stuttum, hryssings- legum hlátri. „Nú er ég byrjuð að skilja þig betur“, sagði hún. „Það vona ég“, sagði hann bros andi. Hún greip hönd hans og þrýsti henni að vanga sínum: „Hjálpaðu mér að sitjast upp og svo skulum við fara heim“. „Mér liggur ekkert á“. „Mér ekki heldur“, sagði hún. „Mér líður bezt, þegar ég er hjá þér“. „Mér líka — hjá þér“. „Ertu viss um það? Eða er þaí vegna skógarins og vatnsins?" „Vegna þess líka“, svaraði hann. Stormhvinur heyrðist langt inni í skóginum, eins og brimdynur við sjávarströnd. „Haltu áfram“, bað hún. „Ég ýfi það allt, ef ég held áfram“. „Ýfðu það“. „Það er svo létt og vel greitt. Flétturnar eru svo vel hnýttar upp....“ „Jú, gerðu það fyrir mig. Los- aðu þær — eins og Olivia gerir á kvöldin, þegar við erum hátt- aðar“. Hann sagði ekkert, sat hreyf- ingarlaus. „Ég gleymi því alltaf og þegar ég er komin í rúmið, minnir hún mig á það — og gerir það fyrir mig, í myrkrinu". Hann var líkastur þrumu í suðr inu, skjálftinn sem vaknaði innra með honum og hreif allan líkama hans á vald sitt. Hún opnaði munninn, eins og til að spyrja einhvers, svo Ijóm- aði spurningin í svip her.nar og jafnframt svarið við þeirri spurn ingu. Hann sá það gerast og hann sá hana, hvernig hún andaði ör- ar og hvernig titringur fór um fótleggi hennar. Báturinn vaggaði léttilega á fljótsöldunum. Hann hélt báðum höndum um borðstokkinn og dyn- urinn í höfðinu á honum kyrrðist smátt og smátt og hljóðnaði loks með öllu. .. . Lítil liljublóm flutu fram hjá. Og pálmafræ, sem hann bar ekki kennsl á. Það var gult á litinn og snerist sífellt í hring, eins og laust auga. Laust og sýkt auga. Hann minntist hinna gulu augna þess fólks, er hann sá í martröðunum .... Orð Mabel hljómuðu fyrir eyrum hans.........Eins og Olivia gerir á kvöldin, þegar við erum háttaðar .... ' myrkrinu. ...“ Langir, klunnalegir fótleggir í rúminu og freknótt brjóst. Hvar byrjaði unaðurinn? 1 hnjánum og breiddist svo eins og veikur skjálfti um allan líkamann, alveg upp í hálsinn? .... Oh, guð .... Liljublóm......Þau þekktu eng- an hita. Ekki heldur myrkt vatn- ið.....Gat það verið eitthvert skordýr, sem gaf frá sér þetta undarlega hljóð? Nú þagnaði það aftur. .. . „Gregory". „Já, ég .... Hvað ætlaðirðu að segja?“ „Nei, segðu fj'rst það sem þú ætlaðir að segja“. „Það var ekki neitt. Hvað ætlað ir þú að segja?“ „Hjálpaðu mér að sitjast upp. Við getum róið svolítið lengra niður eftir ánni og svo farið heim“. Hann samþykkti með henni, að það væri góð hugmynd og hjálp- aði henni að sitjast'upp. Áður en hún setti árina í vatn- ið, leit hún aftur fyrir sig, til hans og brosti. Hann brosti tif hennar á móti. 4. „'Dauði". Gregory heyrði hvíslið fyrir ut- an herbergisdyrnar sínar, leit fram á.ganginn og sá Oliviu. Þetta var um þrjú-leytið, dag- inn eftir, þidðjudag og frá því um hádegið hafði hann setið við að ljúka við myndina sína. Hann var ánægður með árangurinn af vinnu sinni og hann var í óvenjulega góðu skapi. „Komdu inn og hættu þessum fíflalátum“, sagði hann brosandi við hana. Aðeins andlitið á henni var sýnilegt og hún virti hann fyrir sér með dapurlegum alvörusvip. „Dauði", hvíslaði hún aftur. „Þú varst nú einmitt að enda við að segja það. Komdu nú inn og segðu mér hvernig þér lízt á myndina mína“. Hún kom inn. Á bringunni hafði hún langar rispur, sem blóð ið vætlaði úi', líkast því sem hún ■ hefði troðist í gegnum þéttan furugróður eða þyrnirunna. „Hvað hefurðu nú verið að gera við sjálfa þig?“ | Hún stóð og starði á hann, með annarlegan glampa í augum. „Ég var í rannsóknarferð", sagði hún loks lágt. Sími 15300 Ægisgötu 4 Útidyraskrár Innihuröaskrár Smelddásar Gluggahengsli Stormjárn 1) — Þeir eru hérna, Tommi. I 2) Klukkutíma síðar er Marlc- Það er engu líkara en þeir séuj ús kominn í tjald frú Önnu og báðir látnir. bróðurdætra hennar. — Farið þið og hjúkrið þessum Króka-Ref, ég skal annast Markús, sagði ein þeirra, Dídí. „Rannsóknarferð ?“ Hún kinkaði kolli. „Já, með Berton. Hinum megin við Ibi“. „Hvað voruð þið Berton að rann saka þar?“ Hún ansaði ekki. Eftir' stundar þögn sagði hún: — „Heyrðirðu hvað ég sagði? Dauði“. „Dauði?" Hann hló. — „Það hljómar ekki neitt sérlega skemmtilega". „Við vorum að leita að Grænu flöskunni", tautaði hún — „en Dauðinn skarst í leikinn". Hann ætlaði að fara að hlæja, en hætti við það, er hann tók bet- ur eftir svipnum á OIiviu. Hún virtist komin næst gráti. „Heyrðu mig nú. Mér líður alltof vel þessa stundina, til þess að ég vilji að þú spillir gleði minni. Hættu nú þessum leikara- skap og segðu mér álit þitt á mynd inni. Lízt þér vel á hana? Held- urðu að hún verði góð?“ Hún leit á myndina góða stund, en kinkaði svo kolli og muldraði: „Já, hún er góð. Mér líkar hún vel. Mjög nýtízkuleg og abstrakt". Hann beið, en hún sagði ekki meira. „Er það allt, sem þú hefur að segja?“ Hún litaðist um í herberginu. Hún spennti greiparnar svo fast saman, að hnúarnir hvítnuðu. „Þetta auga þarna á bjöllunni", sagði hún að lokum — „hefur dul arfullt tillit. Líkast auga á Jumbie". „Þannig átti það líka að vera. Það er að virða húsið fyrir sér, úr hinni hljóðu, aðskildu fjarlægð annars heims“. „Nú talarðu eins og einn af okk ur“. Hún stóð teinrétt og að því er virtist, stirðnuð, veikt bros flögraði sem snöggvast um varir hennar. Hann hleypti brúnum framan í hana. „Dauði“, hvíslaði hún. „Olivia, hvað gengur að þér? Hvað hefurðu nú á prjónunum?" „Ég er alltaf að segja þér það, en þú þykist ekki skilja mig. — Dauðinn. .. .“ Hann vaggaði höfðinu. „Ég vildi að þú gætir taiað í alvöru, svona einu sinni. Ég skal játa að ímyndanir geta verið ágætar stöku sinnum — en ekki alltaf. SUtltvarpiö Miðvikudagur 19. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50—14,00 „Við vinnuna“: Tón- leikar af plötum. 18,30 Tal og tón ar: Þáttur fyrir unga hlustendur (Ingólfur Guðbrandsson náms- stjóri). 18,55 Framburðax-kennsla í ensku. 19,10 Þingfréttir. — Tón- leikai'. 20,30 Kvöldvaka: a) Lest- ur fornrita: Hávarðar saga Is- firðings; IV. (Guðni Jónsson prófessor). b) Sönglög við kvæði eftir Guðmund Guðmundsson (plötur). c) Beigsveinn Skúlason flytur frásöguþátt: 1 Bjai-neyj- um. d) Gunnar S. Hafdal les frum oi't kvæði. 22,10 Passíusálmur (38). 22,20 Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). 22,45 Dans- og dæg- urlög, flutt.af færeyskum iista- mönnum (plötur). 23,05 Dagskrár lok. — FinmiUulagur 20. marz: Fastir liðir eins og venjulega. 12,50 „Á frívaktinni", sjómanna- þáttur (Guðrúr Erlendsdóttir). 13,30 Fornsögulestur fyrir börn (Helgi Hjöi'var). 18,50 Framburð arkennsla í frönsku. 19,10 Þing- fréttir. — Tónleikar. 20,30 „Víxl- ar með afföllum", framhaldsleik- rit fyrir útvai'p eftir Agnar Þóið ai-son; 7. þáttui'. — Leikstjóri: Bexxedikt Árnason. Leikendur: Rúrik Haraldsson, Hei'dís Þor- valdsdóttir, Valur Gíslason og Lárus Ingólfsson. 21,10 Kórsöng- ur: Karlakór Akureyrar syngur undir stjórn Áskels Jónssonar —■ (H’ljóðritað nyiði'a á s. 1. ári). — 21,45 íslenzkt mál (Dr. Jakob Benediktsson). 22,10 Passiusálm- ur (39). 22,20 Ei'indi með tónleik um; Baldur Andrésson kand. theol. talar um norska tónlist. — 23,00 Dagskrái'lok.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.