Morgunblaðið - 22.03.1958, Síða 6
6
MORCZJIS BL 4ÐIÐ
Laugardagur 22. marz 1958
VIÐTAL VIÐ STRAUSS, HERMÁLA
RÁÐHERRA
tímaritið
& World
BANDARISKA
U. S. News
Report hefur nýlega átt
viðtal við Franz Josef Strauss,
sem er hermálaráðherra Þjóð-
verja. Strauss varð ekki alls fyr-
ir löngu hermálaráðherra, þegar
mikill styrr stóð um þau mál þar
1 landi og tók við af Blank, sem
ekki þótti hafa
getað komið
því í fram-
kvæmd, sem
ætlazt var til í
sambandi við
herbúnaðinn.
Strauss er á
bezta aldri og
hefur látið
mjög á sér
bera og segja
ýmsir, að hann muni ef til vill
standa næstur því, á eftir Erhard
viðskiptamálaráðherra, að verða
kanslari landsins. Sagt er að af
þýzkum stjórnmálamönnum, fyr-
ir utan Erhard, komi Gersten-
meier þingforseti helzt til greina,
auk Strauss.
—oOo—
Svo vikið sé að viðtalinu, var
þar drepið á ýmsar spurning-
ar varðandi Þjóðverja sérstaklega
og hermál Evrópu almennt. —
Strauss var spurður aS því hvaða
líkur hann teldi til þess, að
amerískur her mundi fara úr
Þýzkalandi bráðlega og svaraöi
Strauss því á þá leið, að til þess
væru engin líkindi. Sagði Strauss
að Þjóðverjar væru tilbúnir til
þess, að uppfylla allar hérnaðar-
legar skyldur sem Norður-At-
lantshafsbandalagið legði þeim
á herðar en án stuðnings Banda-
ríkjamanna og hervarna af þeirra
hálfu þar í landi, væri ekkert
öryggi í Þýzkalandi. Þegar
Strauss var spurður að því, hve
mörg ár hann teldi að mundu
Iiða þar til að Þjóðverjar gætu
algerlega á sitt eindæmi tekið við
hervörnum landsins og án aðstoð-
ar Ameríkumanna, svaraði hann
því, að engin Evrópuþjóð væri
þess megnug að verja sjálfa sig
á eigin spýtur. Hann sagði, að
Evrópuþjóðir þyrftu á herstuðn-
ingi Bandarikjamanna að halda
eins lengi og hættan úr austri
væri fyrir hendi.
Þegar Strauss var spurður að
því, hvort Þjóðverjar mundu búa
her sinn kjarnorkuvopnum,
svaraði hann því, að það væri
algerlega komið undir ráði A.t-
lantshafsbandalagsins, það ráð
hefði hin æðstu völd um það,
hvort herir Þjóðverja og annarra
Vestur-Evrópulanda innan banda
lagsins, yrðu búnir kjarnorku-
vopnum. (
Þá var Strauss spurður að því,
hvort Þjóðverjar mundu sjálfir
fi’amleiða kjarnorkuvopn handa
her sínum og svaraði Strauss því,
að Þjóðverjar hefðu undirritað
skuldbindingu um, að framleiða
engin kjarnorkuvopn.
—oOo—
Þá var komið að- þeirri spurn-
ingu, sem valdið hefur mestum
umræðum í hermálum Evrópu
upp á síðkastið, en hún er sú,
hvort Vestur-Þjóðverjar muni
leyfa Bandaríkjamönnum að
koma upp hernaðarstöðvum með
kjarnorkuvopn á vestur-þýzku
landi. Strauss svaraði spurning-
unni á þann veg, að enn lægi
ekki fyrir álit Norstads, yfirfor-
ingja Atlantshafsbandalagsins
um það, hvar stöðvar Ameríku-
manna fyrir fjarstýrð skeyti ættu
að liggja. Eftir að þetta álit lægi
fyrir mundu þing og stjórn í
Þýzkalandi verða að taka endan-
legar ákvarðanir í málinu. En
Strauss bætti því við, að ekkert
land ætti að færast undan þeim
skyldum, sem það þyrfti að tak-
ast á herðar tii þe?,s að verjast
fjandsamlegri árás.
I viðtalinu var síðan komið
að áliti hermálaráðherrans á því,
hver væri hernaðarmáttur Sovét-
ríkjanna. Hann sagði, að álit sitt
væri það, að Sovétríkin væru
hernaðarlega mjög sterk, her þess
væri vel æfður og vel vopnum
búinn. Hann sagði að búast mætti
við að bráðlega hefðu Sovétríkin
á sínu valdi flugskeyti, sem hægt
væri að skjóta milli heimsálfa og
einnig flugskeyti til notkunar á
styttri vegalengdum. Ennfremur
hefðu Rússar langstærsta flota
neðansjávarbáta, sem til væri eða
hefði verið til og væri þar um
mjög öflugt árásarvopn að ræða.
Þeirri spurningu, hvort varn-
ir vestrænu þjóðanna væru nægi-
lega sterkar til að hamla móti
Sovétrikjunum, svaraði Strauss
svo, að það væri undir því komið,
hvort Atlantshafsríkin væru
reiðubúin til þess að leggja það
á sig sem til þess þyrfti að geta
staðið gegn árás. Atlantshafs-
bandalagið þyrfti að ganga að
þessum málum með einurð, í því
máli mætti enginn tvískinnung-
ur vera. Bandalagið yrði að her-
væðast eins sterklega og tím-
arnir krefðust.
—oOo—•
Strauss var að lokum spurður
að því, í hverju hann teldi að
megifihættan frá Sovétríkjunum
fælist nú. Svaraði hann því til,
að vestrænu þjóðirnar þyrftu að
hafa auga á neðanjarðarstarfsemi
kommúnista og áróðri þeirra, sem
miðaði að heimsyfirráðum, en
bak við alla þessa starfsemi lægi
hið geysilega hervald þeirra.
Hann talaði einnig um, að Sovét-
ríkin legðu hina mestu stund á
að koma ár sinni fyrir borð við-
skiptalega meðal margra þjóða
og væri sízt ástæða til þess að
gera lítið úr þeim þætti út-
þenslustarfsemi þeirra. Enn-
fremur þyrftu vestrænu þjóðirn-
ar að gæta þess vel, að það
væri ekki nóg að einblína
á þægindi og mikla framleiðslu
af notavörum, heldur þyrfti vilj-
inn til að verja sig, viljinn til
að lifa og búa í friði og frelsi
sífellt að vera vakandi rneð þess-
um þjóðum. Ef stjórnmálamenn
Vestur-Evrópu og almenningur í
þessum löndum gera sér grein
fyrir því, hver þörfin er á að
halda vöku sinni, þá er öllum
okkar málum borgið, sagði
Strauss að lokum.
norrænna
STOKKHOLMI, 18. marz — Ut-
anríkisráðherrar Norðurlanda
komu í dag saman á hinn árlega
vorfund sinn. Fyrir Island mæt-
ir á þessum fundi sendiherra þess
í Stokkhólmi. Á fundinum verð-
ur .rætt um samstarf Norður-
landa á ýmsum sviðum m. a. hjá
Sameinuðu þjóðunum og í Evrópu
samstarfinu. Þá verður rætt um
viðhorf til hinna nýju Arabaríkja
og um stjórnmálasamband við
Túnis og Marokkó.
Skýrt er frá því, að ekkert hafi
verið né verði rætt á þessum
fundi um heimsókn Krúsjeffs og
Búlganins til Norðurlanda. Fund-
inum mun ljúka á miðvikudag-
inn. —NTB.
Ekkert nýtt í bréfi Bulgnnins
LONDON, 19. marz. — Síðasta
bréf Bulganins til Macmillans
var birt í dag. Aðalatriði bréfsins,
sem er í lengra lagi, er það, að
NATO-ríkin, með Bretland og
Bandaríkin í fararbroddi, geri nú
ítrekaðar og örvæntingarfullar
tilraunir til þess að koma í veg
fyrir að samkomulag náist um
afvopnun og árangur náist af
fundi ríkisleiðtoga. Segir Bulgan
in að flugskeytastöðvar í vestan-
verðri Evrópu séu nú stærsta
hindrunin í vegi afvopnunarsam-
komulags — og ræðir sérstaklega
um Bretland í því sambandi. Þá
má geta þess, að Bulganin getur
ekki fallizt á að sjálfsákvörðunar
réttur leppríkjanna verði ræddur
á ríkisleiðtogafundi.
Úr Austur-Skagafirði
BÆ, HÖFÐASTRÖND, 10. marz.
— Ennþá eru hér töluverð harð-
indi og eru nú búin að vera jarð-
bönn og mjög oft stórhríðar síð-
an fyrir jól. Nú síðustu daga hafa
þó verið góðviðri en frost nokk-
ur. í Fljótum er mér sagt að um
tveggja metra jafnfallinn snjór
sé og mjög víða þurfi að fara
hálfboginn undir símalínur. —
Snjórinn er þar orðinn svo harð-
ur að bændur fara mikið um á
dráttarvélum. Nýlega fékk Jón
Kort Ólafsson bóndi í Haganesi
sér snjóbelti á dráttarvél sína.
Reynist þetta tæki ágætlega og
gera menn sér góðar vonir um
framtíðarnotin.
í Sléttuhlíð er nýbyggður veg-
ur (Siglufjarðarvegurinn) kom-
inn út að Keldum. Vegur þessi
er að mestu upp úr og sýnir það
bezt, hve geysileg þörf er fyrir
þennan veg út eftir um þessar
snjóþungu sveitir. Þeir, sem
kunnugastir eru, telja að jafnvel
í snjóalögum eins og nú eru muni
svona hár vegur út fyrir Stráka
til Siglufjarðar verða að mestu
fær bifreiðum.
Þegar kemur inn í Hofshrepp-
inn eru snjóalög svipuð og ytra
þó ef til vill sé þar ekki eins
djúpt. Þar er ekið um á drátt-'
arvélum og jeppum á hjarninu.
Alveg er teppt til Sauðárkróks
þar sem eldri vegirnir eru orðnir
það signir að þeir eru í kafi og
svo hefir þar verið mokað við
og við, sem virðist stundum
gera illt verra þegar frá líður og
alltaf fyllir í göngin, sem mokuð
eru. Hægt er þó að komast á
dráttarvélum til Sauðárkróks
með mjólk og er þá að mestu
farið utan vegar. Er nú sá háttur
tekinn upp um tíma að hver bóndi
fer með sína mjólk á dráttarvél
sinni. Nýlega fékk Gunnar Bald-
vinsson í Hofsósi sér snjóbelti á
dráttarvél. Reynast þessi belti
einnig ágætlega. I dag var Gunn-
ar á leið til Sauðárkróks með á
annað þúsund lítra af mjólk á
sleða aftan í vél sinni. Eins og
annars staðar hér í útsveitunum
eru öll hross á gjöf. Þó mun vera
sæmilegur hrossahagi þegar kem
ur fram fyrir Gljúfraá og Blöndu
sUrlfar úr \
dagíega lífinuJ
„Meðferð olíukynd-
ingartækja.
FYRIR skömmu vakti einhver
máls á því hér í dálkunum,
að hann hefði orðið fyrir óþæg-
indum vegna sótfalls, er stafaði
frá ófullnægjandi brennslu í
tækjum nágranna hans. Af
þessu tilefni er rétt, að ræða
þetta mál nokkru nánar.
Síðustu árin hefir notkun olíu
til hit.unar húsa farið ört vax-
andi tæði hér á landi og annars
staðar. Hins vegar hefur þess
ekki verið gætt sem skyldi, að
viðhafa nauðsynlega aðgæzlu um
val tækja þeirra, sem fengið er
það mikilsverða hlutverk, að
halda íbúðunum heitum.
Vart verður þess allviða, að
notaðir eru fyrir olíubrennslu
sömu katlarnir og hafðir voru
til kolakyndingar. Annars staðar
og þá einkum í nýrri húsum eru
katlar, sem ætlaðir eru fyrir olíu
brennslu. Katlar þessir eru eitt-
hvað mismunandi að gæðum
eins og vænta má, enda virðast
flestir þeirra vera „umbættar“
eftirlíkingar af erlendum köti-
um.
Það mun vera allútbreidd
skoðun, að olubrennarar með til-
heyrandi sjálfstjórnarrofum
þurfi litla eða enga hirðingu, og
bví sé sjálfsagt, að eigandi burfi
ekki annað en gefa fyrirskip
anir með því að styðja á takka
einhvers staðar í húsinu. Þetta
er hættuleg sjálfsblekking. Olíu-
brennarinn er vél og allar vélar
þarfnast umhirðu og eftirlits.
Brennari, sem ekki er í full-
komnu lagi táknar óþarfa eyðslu,
og sé hann látin eiga sig, þar til
hann hættir að svara fyrirskip-.
unum, getur viðgerðin kostað
töluvert mikla upphæð.
Til þess að hafa sem fullkomn-
ust not af olíubrennaranum,
verða menn að gera sér grein
fyrir þvi, í aðalatriðum a.m.k.,
hvað fram fer í þessari einföldu
vél. í þeim tilgangi, að olían
brenni sem bezt, er henni dælt
með ákveðnum þrýstingi, ca. 7,7
kg á fersm. (sem aftur er háð
olíutegundinni) gegnum olíu-
gjafann, og úðast hún við það inn
í brennsluhólfið. Öll brennsla út
heimtir loft. Og fullkomin
brennsla útheimtir, að loftgjöfin
sé í nákvæmlega réttu hlutfalli
við olíugjöfina. ,
Fullkomin brennsla á 1 lítra af
oliu þarfnast ca. 15 ferm. af lofti.
Af þessu verður Ijóst, að það er
nauðsynlegt, að nægilegt loft ber
ist inn í brennsluklefann. Hér
skal þess getið, að of mikið loft
og of lítið er jafnrangt. Og jafn-
vel smávægilegasti mismunur á
of miklu og of litlu lofti þýðir
töluverða fjárhagslega eyðslu.
Á loganum má sjá, hvort loft-
gjöfin er rétt. En það nægir ekki
að skoða hann ' gegnum opið
spjaldið, því að loftgjöfin eykst
og breytir loganum, þegar spjald
ið er opnað. Bezt er að leggja
gler fyrir opið og skoða síðan
logann, sem á að vera sítrónugul
ur með rauðum broddum. Ef log
inn er rauður og sótborinn og
reykurinn dökkur við skorstein-
inn, er loftgjöfin of lítil. Ef log-
inn er hins vegar skjalli hvítari
og reykurinn úr skorsteininum
ekki sýnilegur, táknar það of
mikla loftgjöf. Þetta hvort
tveggja táknar slæma brennslu,
og þegar um of lítið loft er að
ræða, safnast sót í ketil og skor-
stein. Sótið verður að þykkri húð
og verkar einangrandi og tærir
hvort tveggja.
Alvarlegt hættumerki er það,
þegar hurðir ketilsins hristast
og eða loftspjaldið glamrar, en
það er merki um slæma brennslu
og sótun. Margvíslegar orsakir
geta verið til þessa, en þær
verður að finna og lagfæra það,
sem ábótavant er.
Loks má geta þess, að því er
brennslu snertir, að ásigkomu-
lag skorsteinsins getur haft úr-
slitaþýðingu.
jón Þorkelsson
Á MIÐVIKUDAGINN birtist
hér í dálkunum bréf um 200
ára ártíð Jóns Þorkelssonar. Sú
villa slæddist inn, að skólahúsið
á Hausastöðum hefði verið byggt
1782.— Bétt er 1792.
hlíðin er snjólétt eins og oftast
nær.
Alltaf ern búfjárkvillar að
stinga sér niður svo sem lungna-
pest í sauðfé og bráðadauði r
kúm, en heilsufar mannfólksins
telur héraðslæknir mjög sæmi-
legt.
Fjöldinn af vinnandi fólki sem
að heiman kemst er í atvinnu
utan héraðs, enda er hér nú mjög
dauft yfir öllu atvinnulífi.
Nýlega hélt Ungmennafélagið
Geisli í Óslandshlíð upp á 60 ára
afmæli sitt. Þar var fjölmenni
samankomið við góðan fagnað.
Annars er fátt um mannfundi í
sveitinni, því fátt er um mann-
inn á heimilunum og illt að kom-
ast að heiman frá búverkum. Það
liggur við að fólki leiðist á stund-
um þar sem fáir hittast. Síminn
og lestrarefnið, sem er orðið á
hverju heimili, lestrarfélögin og
útvarpið gera þó lífið bjart, og
get eg í því sambandi ekki stillt
mig um að minnast á útvarpssög-
una, sem Þorsteinn Ö. Stephen-
sen er að lesa, Sólon íslandus.
Þó mjög margir hafi áður lesið
þetta verk finnur nú fólkið, sem
hlustar af áhuga, hvílíkt listaverk
þetta er, þegar snillingur les.
B. J.
Miitningargjaía-
sjóSur Landspítalans
AÐALFUNDUR Minningarsjóðs
Landspítala íslands, var haldinn
5. febr. sl.
Gjaldkeri sjóðsins lagði fram
endurskoðaða reikninga fyrir ár-
ið 1957.
Á árinu 1957 veitti sjóðurinn
í sjúkrastyrki alls kr. 70.700,00,
sem er hæsta upphæð sem nokk-
urt ár hefur verið veitt úr sjóðn-
um síðan hann tók til starfa árið
1931.
Langmestur hluti styrkveiting-
anna á árinu 1957 rann til um-
sækjenda, sem þurftu að leita
sér lækninga erlendis.
Þrátt fyrir hina fullkomnu
sjúkratryggingu, sem gildir nú
orðið, getur óhjákvæmileg sjúkra
húsvist erlendis verið svo dýr, að
kostnaðurinn sé óviðráðanlegur
venjulega bjargálna fólki. Sjúkra
samlögin greiða í slíkum tilfell-
um aðeins daggjöld á sjúkrahús-
um, allt að þeirri upphæð sem
hæst er greitt innanlands. En
ferðakostnaður, greiðslur til er-
lendra sérfræðinga og í mörgum
tilfellum kostnaöur við að senda
mann með sjúklingnum, nema
oft mestum hluta upphæðarinn-
ar. Sem dæmi má geta þess, að
tveir sjúklingar, sem sendir voru
til Ameríku á sl. ári, urðu hvor
um sig að greiða rúmlega 60 þús.
kr. Báðir þessir sjúklingar fengu
verulega bót meina sinna.
Rétt er að taka fram, að sjúkra
styrkir til utanfarar eru ekki
veittir úr sjóðnum, nema fyrir
liggi meðmæli yfirlækna Land-
spítalans, áður en sjúklingurinn
fer utan.
Sjóðstjórnin færir öllum þeim,
er stutt hafa að velgegni sjóðsms
á undanförnum árum, sínar
beztu þakkir. Minningarspjöldin
eru afgreidd á eftirtöldum stöð-
um:
Landsími íslands, Verzl. Vik,
Laugav. 52, Bækur og ritföng
Austurstræti 1, og á skrifstofu
forstöðukonu Landspítalans.
Umsóknir sendist til formanns
sjóðsins frú Láru Árnadóttur
Laufásvegi 73, er einnig gefur
allar upplýsingar.
□---------------------n
ACCRA, 18. marz (Reuter) —
Um miðjan næsta mánuð mun
hefjast hér í höfuðborg Ghana
ráðstefna sjálfstæðra Afríku-
ríkja. Meðal þeirra sem sækja
ráðstefnuna eru Nasser forseti
Egyptalands, Bourgiba forseti
Túnis og Tubman forseti Líberíu.
Þar munu og mæta forsætisráð-
herrar Eþíópíu, Líbýu, Marokkó
og Súdan.
n---------------------n