Morgunblaðið - 26.03.1958, Side 1

Morgunblaðið - 26.03.1958, Side 1
20 síður Leyndarráð Eisenhowers WASHINGTON, 25. marz — Eisenhower Bandaríkjaforseti hélt í gær ræðu á lokuðmm fundi, sem hann hélt með ráðgjöfum sínum, hernaðarlegum og fjár- málalegum. Hefur fréttamönnum verið neitað um allar upplýsingar um ræðu forsetans og umræður á fundinum. Þó hefur blaðafull- trúi forsetans skýrt frá því, að á fundinum hafi verið fjallað um öryggismál landsins, þó ekki uea hugsanlegan fund ríkisleið- toganna. Danska skipið hertekið SINGAPORE 25. marz. - Danska kaupskipið „Bretagne", sem sigldi á dögunum til Padang á Súmötru og varð fyrir árás eins af herskipum stjórnar Sukarno, hefur nú losað farm sinn og lét úr höfn í dag, herma fregnir út- varpsstöðvar uppreisnarmanna á Súmötru. Skömmu eftir að skip- ið hélt úr höfn, sigldi eitt af her- skipum Sukarnostjornarinnar að því, mun sendistöð skipsins hafa verið innsigluð — og er því haldið til Jövu í fylgd með her- skipinu. Útgerðarfélagi skipsins í Kaupmannahöfn höfðu ekki bor- izt neinar fregnir af skipinu í kvöld. Myndin hér að ofan er af hinni risastóru, tveggja hæða Globemaster flutningaflugvél bandaríska hersins, er flutti þyril- vængjuna, sem flutti norska sjómanninn til Meistaravíkur og kom svo þaðan með hinn slasaða mann til Reykjavíkur í gærkveldi. — Á myndinni er einnig Rauða kross-billinn, sem flutti manninn í Landsspítalann. — (Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.) Þjóðverjar fá kjarnorkuvopn Slökkviliðsmaður hagræðir norska sjómanninum í sjúkrabiluum. Umfangsmiklu björg- unarstarfi lokið Norðmaðurinn hlaut opið liðhlaup, sem líktist opnu beinbroti BONN, 25. marz — f dag var rætt um varnarmál í v-þýzka þinginu. Flutti Adenauer kansl- ari langa ræðu og fór þess á leit við þingheim að hann styddi Listkynning Mbl. Jón B. Jónasson JÓN B. JÓNASSON er fæddur í Reykjavík árið 1910. Hann stund- aði myndlistarnám hér á landi meðal annars i Myndlistarskólan um í Reykjavík. Hann hefur kynnt sér myndlist víða erlend- is. Síðastliðið vor sýndi Jón nokkrar myndir í sýningarsal Regnbogans í Bankastræti og í nóvember sýndi Jón ásamt Guð- rúnu Svövu Guðmundsdóttir í sýningarsalnum við Hverfisgötu. Voru það allt abstraktmyndir. Myndirnar, sem hann sýnir nú i Morgunblaðsglugganum eru hlutlægar myndir. Þær eru til sölu. einhuga stefnu stjórnarinnar um að V-Þýzkalandi yrði búið kjarn- orkuvopnum þar til tekizt hefðu samningar stórveldanna um af- vopnun. Sagði Adenauer, að ekki mundi nást samkomulag um af- vopnun fyrr en Ráðstjórnin hætti að gera tilraunir til þess að tvístra Vesturveldunum. Þess vegna, sagði hann það vera skyldu V-Þjóðverja að reyna að styrkja samstöðu vestrænna þjóða sem kostur væri. Jafnaðarmenn gerðu harða WASHINGTON, 25. marz. — Dulles Iét svo um mælt í dag, að ef síðasta bréf Ráðstjórnarinnar til Bandaríkjastjórnar boðaði afstöðu Rússa á hugsanlegum ríkisleiðtogal'undi, þá er jafngott að hætta við allar ráðagerðir um slíkan fund. Sagði Dulles að Bandaríkin mundu ekki taka þátt í ríkisleið- togaráðstefnu sem ekkert væri ætlað að xæða annað en afvopn- unarmálin. — Bandaríkjastjórn teldi að ræða bæri önnur deilu- mál, þá sérstaklega þau, sem voru á dagskrá Genfarfundarins. Sagði Dulles, að Bandaríkja- stjórn mundi ekki hvika frá fyrri ákvörðunum um kröfur þær er hún gerði til ríkisleiðtogafundar. Ráðstjórnin hefði hins vegar krafizt, að — eitthvert A-Evrópuríkjanna, Rúmenia eða Tékkóslóvakía, skyldi verða jafngildur aðili og Bretland, Frakkland og ítalía — 'a-þýzka stjórnin skuii við- urkennd og skipting Þýzkalands samþykkt — fellt verði úr gildi sameig- hríð að stjórninni. Ollenhauer, formælandi þeirra, sagði að jafn- aðarmenn væru staðráðnir í því að halda áfram baráttunni gegn því að v-þýzki herinn fengi kjarn orkuvopn til umráða. Málið yrði að leggjast undir dóm þjóðar- innar. Sagði hann að V-Þjóðverj- ar hefðu á engan hátt skuldbund- ið sig til þess að taka við kjarn- orkuvopnum, er þeir gengu í Atlantshafsbandalagið — og þess vegna væri síður en svo ástæða Framh. á bls. 2 inleg ábyrgð stórveldanna á sam- einingu Þýzkalands. Bandaríkjastjórn vildi hins vegar ekki varpa þeirri ábyrgð af herðum sér, sem stórveldin hefðu öll tekið sameiginlega á sig í lok styrjaldarinnar, hvað sameiningu Þýzkalands viðkem- ur, sagði Dulles. Þess vegna leggur stjórnin áheizlu á að Þýzkalandsmálið verði rætt jafnframt öryggismálum Evrópu. Þess vegna væri fásinna að ætla að efna til fundar á meðan sam- komulagshorfur væru ekki betri en nú horfði, slíkur fundur yrði verri en enginn. Hammarsjöld hjá Krúsjeff LONDON, 25. marz — Hammar- skjöid átti tal við Krúsjeff í dag. Talið er að aðallega hafi verið rætt um afvopnunarmálin og starf afvopnunarnefndar S. Þ., sem Rússar hafa neitað að styðja að óbreyttri skipan nefndarinn- ar. í GÆRKVÖLDI um kl. 7,40 sett- ist risastór Globemasterflugvél frá varnarliðinu á Reykjavíkur- flugvöll. Var þarna komin flugvélin, sem flutti hinn fót- brotna norska selveiðimann frá Meistaravík, en þyrilvængja hafði komið honum þangað. Þar nxeð var hinum miklu björgun- araðgei’ðum lokið, er herskip og flugvélar höfðu tekið þátt í. Nokkru eftir að risaflugvélin stanzaði við flugturninn á Reykja víkurflugvelli, opnaðist skrokkur hennar að neðan fyrir aftan væxxgina og lyfta seig af þilfari flugvélarinnar niður á flugbraut- ina. Á gólfi hennar stóðu sjúkra- börur með sglveiðimanninum Ax-ndt Arndtsen. — Vel hafði verið unx hann búið í flugvél- inni, og var hann vafinn í ullar- teppi. Sjúkrabíll stóð rétt hjá og voru sjúkraliðsmenn að vanda snar- hentir er þeir tóku við hinum slasaða. Að lítilli stundu liðinni var sjúkrabíllinn lagður af stað inn í bæinn í Landsspítalann. Það var enginxx tínxi til þess að ræða við Norðmanninn á Framh. á bls 2 Dulles telur ríkisleið- togafund ekki vœnlegan

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.