Morgunblaðið - 26.03.1958, Síða 2

Morgunblaðið - 26.03.1958, Síða 2
s M O RG XJ l\ II1.4ÐIÐ Miðvik'udagur 26. marz 1958 Myndin hér að ofan sýnir, er síga með lyftu flugvélarinnar hann borinn beint — Björgunin Frh. af bls. 1 sjúkrabörunum. Hann virtist þó hinn hressasti. Eftir því sem flugstjórinn á Globemasterflugvélinni sagði tíð- indamanni Mbl., hafði Sikorski- þyrilvængjan sem manninn sótti út á ísinn, komið að sel- veiðiskipinu Drott um nónbil í gærdag. Var þar viðdvöl, svo sem vænta mátti, því flug- leiðin á milli var um 2 klst. Veð- ur var hagstætt og kom þyril- vængjan með hinn slasaða til Meistaravíkur um kl. 5 í gær- dag. Eftir að læknir þar hafði litið á sjúklinginn, var hann fluttur um borð í Globmaster- flugvélina, sem flaug hingað til Reykjavíkur á skömmum tíma. Flugstjórinn á þessari risa- flugvél sagðist hafa heyrt það í Meistaravík, að maðurinn hefði legið nokkurn tíma á ísnum, áð- ur en honum var bjargað um borð í selveiðiskipið. Fiskiréttindi íslands í EINU dagblaðanna er skýrt frá ræðu eins fulltrúa íslands á Genfarráðstefnunni, um réttar- reglur á hafinu. Þungamiðjan í ræðu fulltrú- ans er talin: 1. Að ísland byggi svo mjög afkomu sína á fiskveiðum við strendur landsins, að allt efna- hagslífið grundvallist á þeim; það sé ekki of djúpt tekið í ár- inni að segja, að án fiskveiða undan ströndum íslands, væri landið óbyggilegt. Síðar í ræðunni á fulltrúinn að hafa sagt: 2. Að ef lögsagan yfir fiskveið- unum væri hæfilega tryggð, litu fulltrúar íslands (við) svo á, að yfirleitt muni 12 mílna svæði vera sanngjarnt hámark fiskveiði lögsögunnar, og að því er ísland varðar myndu slík fiskveiðitak- mörk að miklu leyti reynast full- nægjandi, hvað þarfir íslendinga snertir. Vil ég undiritaður, sem áhuga maður um þetta mikilvægasta sjálfstæðismál íslendinga, fyrr og síðar, bera fram eftirfarandi spurningar, af tilefni greindrar frásagnar: 1. Fyrst lögð er á það megin- áherzla að afkoma og efnahags- líf íslendinga grundvallist alger- lega á fiskveiðum við strendur landsins, er þá ætlun stjórnar- valdanna sú, að-knýja fram við- urkenningu ráðstefnunnar í Genf á þessu meginatriði? Slík viðurkenning er íslandi lífsnauðsyn, og hlýtur að ganga fyrir öllu öðru í þessu máli. 2. Hvers vegna eru takmörk íiskveiðilögsögunnar dregin inn í málið á þessu stigi, og á hvaða rökum er það reist, að íslandi muni nægja 12 mílna fiskveiði- lögsögn, um ókomnar aldir? Með þökk fyrir birtinguna. Ásgeir Þorsteinsson, verkfr. norski sjómaðurinn er látinn. niður úr henni, en síðan var inn í sjúkrabíiinn. Dulles óttasf ekki versnandi sambúð við S-Arabíu Skipsmenn á selveiðiskipinu munu hafa talið að maðurinn hefði beinbrotnað um öklann. Svo var þó ekki. Það, sem gerzt hefur, er, að hinn ungi selveiði- ] muni maður hefur gengið úr liði um öklann og það svo hastarlega, að liðamótabein gengu út úr fæt- inum. Þegar læknar tóku utan af fæti Norðmannsins í gærkv. á handlæknadeild Landsspítalans bar hið opna liðhlaup þess merki að það var orðið gamalt. Mátti leiða getum að því, að alvarleg blóðeitrun virtist mjög yfirvof- andi. Svo höfðu Bandaríkjamenn- irnir hraðann á við að koma hin- um slasaða undir læknishendi, að eigi var þyrilvængjan tekin með, en það tekur nokkurn tíma að koma henni fyrir um borð í risa- flugvélinni, sem fljúga mun til Meistaravíkur einhvern næstu daga og sækja hana og hina dug- miklu áhöfn hennar. Ær borin að Yfra-Hólmi AKRANESI, 24. marz. — Það er of snemmt að segja að sauðburð- ur sé yfirleitt hafinn, en vissu- lega er hann hafinn, því ær að Ytra-Hólmi bar lambhrúti fyrir nokkrum dögum. Ána átti Pétur litli dóttursonur Péturs alþingis- manns Ottesens, en Pétur litli er hjá afa sínum. Gjald á laradbún- aðarvörur LANDBÚNAÐARNEFND neðri deildar Alþingis hefur lagt fram frv. um að sett verði svohljóð- andi bráðabirgðaákvæði í lögin um búnaðarmálasjóð: „Á árunum 1958—1961, að báð- um meðtöldum, skal greiða Vz% viðbótargjald af söluvörum land- búnaðarins, sem um ræðir í 2. gr., og rennur það til Búnaðar- félags íslands og Stéttarsam- bands bænda til að reisa hús félaganna við Hagatorg í Reykja- vík yfir starfsemi þeirra. Skal fénu skipt milli þeirra eftir hlut- fallinu tveir á móti einum. Um álagningu og innheimtu gjaldsins gilda sömu reglur og búnaðar- málasj óðsgj ald“. WASHINGTON, 25. marz — Dulles utanríkisráðherra, sagði á fundi með blaðamönnum i dag, að Bandarikjastjórn sæi ekki ástæðu til þess að taka ýkjamikið tillit til atburðanna í Saudi- Arabíu að svo komu máli. Enda þótt Saud konungur hefði aukið völd Feisals krónprins, óttaðist hann enga breytingu í samskipt- um Bandaríkjanna og S-Arabíu. Kvað Dulles Bandaríkjamenn ekki hafa neina ástæðu til þess að ætla að Feisal væri fjand- maður Bandaríkjanna. Stjórnmálafréttaritarar í Kairo töldu að viðbrögð egypzkra blaða bentu til þess að Feisal væri mjög hlynntur Nasser og stefnu hans. Sem kunnugt er skarst mjög í odda með Nasser og Saud konungi á dögunum, er Nasser sakaði Saud um að hafa staðið fyrir samsæri gegn sér, sem mið- aði að því að ráðg, Nasser af dög- um. Líklegt er talið að Feisal reyna að lægja öldurnar í samskiptum Nassers og Sauds. Frá Libanon berast þær fregn- ir, að forseti líbanska þjóðþings- Gjöf til HofsfaÖakirkju UM s.l. jól barst Hofstaðakirkju í Skagafirði vegleg gjöf frá þeim hjónum Kristrúnu Jósefsdóttur og Jóhannesi Björnssyni, fyrrum bónda á Hofsstöðum. Var það fagurt altarisklæði og dúkur, og einnig blómavasi úr silfri. Gjöf þessa færðu þau kirkjunni í til- efni af sjötugsafmæli þeirra hjóna á s.l. hausti. Kirkjralegiir skóli að Löragumýri ÞINGMENN Skagfirðinga, þeir Steingrímur Steinþórsson og Jón Sigurðsson, hafa lagt fram frum- varp til laga um kvennaskóla þjóðkirkjunnar að Löngumýri í Skagafirði. Leggja þeir til, að skóli þessi njóti sömu framlaga frá ríkinu og húsmæðraskólar að því er varðar kennaralaun og rekstrarkostnað. Tileíni þess, að frumvarpið er komið fram, er það, að hinn 6. marz sl. ritaði Ingibjörg Jóhanns- dóttir, eigandi og skólastjóri Löngumýrarskólans, bréf til biskupsins yfir íslandi, þar sem hún býðst til að gefa þjóðkirkj- unni skóla sinn, bæði hús og muni. Gjöf þessi er bundin nokkrum skilyrðum, m. a. því, að þjóð- kirkjan starfræki þarna skóla fyrir ungar stúlkur. Biskup telur æskilegt, að gjöfin verði þegin og kirkjulegur skóli rekinn á Löngumýri, svo framarlega sem kirkjan geti haft til þess fjárhagslega aðstöðu. Frumvarp- ið miðar að því, að svo megi verða. Frumvarpið kom til 1. umr, á fundi neðri deildar í gær, og fylgdi Steingrímur Steinþórsson því úr hlaði. Sftiímddm ésbu viðubeniiÍBgar S-Asíubandalagsins SINGAPORE og JAKARTA 25. marz — Sjafruddin, forsætisráð- herra uppreisnarmannastjórnar- innar á Súmötru, hélt í dag ræðu á fjöldafundi í bænum Alun á Mið-Súmötru. Hvatti liann aðild- arríki Suð-austur-Asíubandalags ins til þess að viðurkenna stjórn uppreisnarmánna á eyjunni. Útvarpsstöð uppreisnarmanna útvarpaði ræðunni — og sagði forsætilsráðherrann m. a., að hér væri ekki lengur um uppreisn að ræða, í Inónesíu væri nú háð borgarastyrjöld. Sagði hann Su- karno auðsveipan þjón kommún ista. Jakartastjórnin hefir tillcynnt, að hermenn hennar hafi komizt yfir miklar vopnabirgðir upp- reisnarmanna. Sé hér um erlend vopn að ræða og muni Jakarta- stjórnin brátt sanna heiminum hverjir hafa stutt baráttu upp- reisnarmanna með vopnasending um. Þá segir í tilkynningu Jak- artastjórnarinnar að herir henn- ar hafi sótt vel fram, tekið mikið herfang — bæði menn og vopn. ins hafi í dag farið flugleiðis til Kairo til þess að flytja Nasser orðsendingu forseta Libanons. Sendiherra S-Arabíu í Belgrad lét svo um mælt í dag, að ekki mætti líta valdaaukningu Feisals sem sigur hans í valdabaráttu þeirra Sauds. Hin auknu völd Feisals bentu hins vegar til þess að ágreiningur væri minni með þeim Saud en orð hafði verið á gert. Frá aðalstöðvum S. Þ. berast þær fregnir að fulltrúar þar séu almennt þeirrar slroðunar að Saud sé valdalaus orðinn, hann hafi orðið að lúta í lægra haldi fyrir Feisal. Hefur Burgiba slalcað verulega d? WASHINGT9N og PARÍS 25. marz. — Á fundi sínum með fréttamönnum í dag lét Dulles í ljós góðar vonir um að takast mætti að ná samkomulagi i Tún ismálinu. Gaillard, forsætisráð- herra Frakka átti í dag viðræð- ur við samningamennina Murphy og Beeley — og var rætt um skil- yrði þau, sem Frakkar setja fyr- ir því, að hefja beinar viðræður við fulltrúa Túnisstjórnar. Það er haft eftir glöggum heim ildum í París, að Murphy og Bee ley hafi talið Túnisforseta Bur- giba á, að viðræður við Frakka gætu að hálfu Túnisstjórnar haf izt, enda þótt Alsírmálið yrði ekki tekið á dagskrá á þeim um- ræðufundum. íhaldsmenn í franska þinginu, Nýr bátur til Hafn arfjarðar HAFNARFIRÐI — í fyrrinótt kom hingað nýr bátur, sem Jón Gunnarsson útgerðarmaður hef- ur keypt frá Noregi. Heitir hann Haförn og er 193 lestir. Verður hann gerður út héðan og mun fara á veiðar einhvern næstu daga. Skipið, sem er ársgamalt er keypt frá Haugasundi. Siglingin heim tók þrjá og hálfan sólar- hring og reyndist það hið bezta sjóskip. Skipstjóri á Haförninni verður Sæmundur Þórðarson frá Stóru-Vatnsleysu og sigldi hann skipipu hingað. Stýrimaður verð ur Sigurður Kristjánsson og 1. vélstjóri Kristinn Þórðarson. — Hér á eftir er nokkur lýsing á skipinu: Skipið er byggt hjá Thaules Mek. Verksted, Nygard, Hauge- sund, 193 lestir brúttó, rafsoðið úr stáli nema stýrishús úr alu- minium. Aðalvél er 400 hestafla Wickman og ganghraði 10 mílur. í skipinu eru 2 lestir, sú aft- ari % af öllu lestarrúminu, er með kæliútbúnaði er heldur 0“ kulda í skipinu. Mannaíbúðir eru klæddar plast plötum og harðviði, en þær eru: 3 fjögurra manna klefar í lúkar með sérstökum baðklefa og WC. í káetu eru 2 tveggja manna herbergi. Fyrir aftan kortaklefa er 1 eins manns herbergi og und ir stýrishúsi er salur og herbergi með 2 kojum. Allar íbúðir hafa heitt og kalt í-ennandi vatn. Aftast í reisn er eldhús og borðsalur fyrir 19 menn. Fullkomin björgunartæki og 2 gúmmíflekar fyrir 20 manns eru á skipinu. Kaupin á skipinu annaðist fyr- irtækið Magnús Jensson hf. Rvík. Mannashipli í Moskvu- sendiráði LÖGBIRTINGUR skýrir frá því, að Ingvi Ingvarsson fulltrúi í ut- anríkisráðuneytinu, hafi verið skipaður sendiráðsritari við sendiráð íslands í Moskvu og eigi hann að taka þar við starfi 1. maí n. k. — Jafnframt hefur Tómas Á. Tómasson, sem starfað hefur í sendiráðinu þar, verið leystur frá störfum. Flyzt hann hingað heim og tekur við fulltrúastarfi í utanríkisráðuneytinu. sem hótað hafa Gaillard að hætta stuðingi við stjórnina, ef um ein- hverja tilslökun af hans hálfu verði að ræða í Túnismálunum, samþykktu í dag að bíða átekta og aðahafast ekkert fyrr en sýnt yrði hver árangur af málamiðl- unarstarfi Murphys og Beeleys yrði. í yfirlýsingu íhaldsmanna var hins vegar ekkert dregið úr hótúnum um að hætta stuðningi við stjórnina, ef Gaillard sýndi snefil af undanlátssemi í við- skiptum við Túnisstjórn. Á blaðamannafundi sem Dull- es hélt í Washington hrósaði hann Murphy ,og Beeley á hvert reipi, kvað starf þeirra frábært, en brýndi það og fyrir mönnum, að vera ekki of bráðlátir: Sátta- tilraunir sem þessar tækju lang- an tíma, því að í mörg horn væri að líta. Kvaðst hann hins vegar vona að árangurinn yrði sá, að allar deilur Frakka og Túnis- manna væru úr sögunni, þegar tekizt hefði að jafna þennan alvarlega ágreining. Samkv. síðari fregnum lét Murphy svo um mælt eftir fund inn með Gaillard, að hann hefði verið árangursríkur í alla staði. Pineau utanríkisráðherra var viðstaddur fundinn. Næsti fund ur verðurhaldinneinhvern næstu daga. Framtíð Reykja- víkurfiugvallar í FRÁSÖGN af umræðufundi Flugmálafélags íslands um fram- tíð Reykjavíkurflugvallar, er birtist í Mbl. í gær, var á nokkr- um stöðum á það minnzt hve dýr flugvöllur fyrir Reykjavík myndi verða. Við lestur greinar- innar varð lesandanum ekki að fullu ljóst hversu dýrt það mann- virki yrði. Flugmálastjóri sagði á fundi þessum, að það væri álit kunnug- ustu manna að ef gera ætti nýj- an flugvöll myndi sá kostnaður verða allt að 1000 milljónir kr. Þá tölu ber að skoða sem hina réttu. Þá urðu þau mistök í frá- sögn blaðsins að föðurnafn fund- arstjórans, Guðbrands Magnús- sonar, fyrrum forstjóra, misrit- aðist, og er hann beðinn afsök- unar. Þýzkaland Frh. af bls. 1 til þess að stíga jafnörlagaríkt skref, sem hann taldi að mýndi eyða öllum vonum um samein- ingu Þýzkalands. SEINUSTU FRÉTTIR Seint í kvöld samþykkti sam- bandsþingið í Bonn tillögu kristi- lega demokrataflokksins þess efnis, að v-þýzki herinn yrði bú- inn fullkomnustu og sterkustu vopnum, sem völ er á, á meðan ekki hefur náðst samkomulag um afvopnun, til þess að gegna skyld um landsins við Atlantshafs- bandalagið sem bezt. Telja frétta- ritarar að ekki sé liægt að skilja þessa samþykkt öðruvísi en að stjórn Adenauers hafi nú tryggt sér stuðning þingsins til þess að semja við Bandaríkjamenn um að v-þýzki herinn fái kjarnorku- vopn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.