Morgunblaðið - 26.03.1958, Page 8

Morgunblaðið - 26.03.1958, Page 8
8 MORCVNBLAÐ1Ð Miðvik'udagur 26. marz 1958 Poul Reumert leikari 75 ára KAUPMANNAHÖFN, marz 1958 í DÖNSKU blaði var fyrir nokkr um dögum sagt frá því, að merk- ur leikhúsfróður Dani hefði einu sinni fyrir mörgum árum heim- sótt Olaf Poulsen-húsið í Fred- ensborg og skoðað þar myndir af þessum fræga leikara í mörgum hlutverkum. Daninn nam staðar framan við mynd aí Ólafi í „Andbýlingunum" eftir Hostrup, þar sem hann lék v Buddinge. „Þetta hlutverk væn jafnvel Reumert ofurefli“, sagði þessi aðdáandi Ólafs heitius En hon- um skjátlaðist. Reymert gat leik- ið v. Buddinge. Hann hefur gert Rafmagnsvörur Straujárn Raf-ofnar Eltlavélar Hitavalnskúlar Hárþurrkur Hraðsuðukatlar Viftur Brauð-islar Skordýraeyðir Lykleyðir í kæliskápa Hitabakstrar Vasaljós Vöfflujárn Steikingaráhöld Kaf fikönnur Perur, alls konar Raflagningaefni Prjónavélar Rakvélar Hrærivélar Rafgeymar Bónvclar Bökunaro ’nar Suðuáhöld Straubrelti lampar, alls konar Ljósakrónur Eldhúsklukkur Borðeldavélar / Teppalireinsarar Kaffivélar Hitaköm.ur Uppþvotlavéla-sápa Rafm.skóhurstarar Grænnietiskvarnir Valns’iitarar Útiluktir Eldhúslanipar undir skápa Amerískir plast-sleðar Hraðsuðunottar Ljósakrónuskálar Véla- og Raftækjaverzluninhl Bankastræti 10. Sími 12852. það mörgum sinnum, alltaf á meistaralegan hátt og án þess að stæla Olaf Poulsen. Og þegar að- dáendur Reumerts hylla hann í Konunglega leikhúsinu á 75 ára afmæli hans þ. 26. þ.m., þá leik- ur hann þar v. Buddinge. í gær frumsýndi Konunglega leikhúsið leikritið „Dáuða drottn ingin“ eftir Henry de Monther- lant. Reumert er þar Ferrante konungur af Portúgal. Þetta er risavaxið hlutverk. En þrátt fyr- ir aldurinn gat þessi mikli lista- maður tekið það að sér og leyst það glæsilega af heni. Hið mikla lífsmagn hans er mönnum óskilj- anlegt. Á margvíslegan hátt er Reu- mert hylltur þessa dagana vegna hins merka afmælis. Stofnaður hefur verið sjóður, sem á að bera hans nafn, eins og áður hefur ver ið getið um hér í blaðinu. Friðrik konungur kvaddi hann nýlega á fund sinn og afhenti honum kommandörkrossinn af 1. gráðu. Það hefur aldrei áður komið fyr- ivcui.icii sem Swedenhielm ir, að leikari hafi verið sæmdur þessari tignu orðu. Blaðamenn, danskir og erlend- ir, streyma úr öllum áttum til Reumerts til að fá viðtai við hann. Þótt hann eigi sérstaklega annríkt þessa dagana þá gefur hann sér tíma til að tala við þá og gerir það án þess að þeir verði annríkisins varir. Heimili Reumertshjónanna í Stokkhólmsgötu er rétt hjá Eystra garði. Hinum megin garðs ins stendur ennþá húsið, þar sem Jón Sigurðsson átti lengi heima. Má því í rauninni segja, að Reu- mertshjónin búi á gömlum ís- lendingaslóðum. \7eggirnir í hinum smekklegu stofum heimilisins eru þaktir listaverkum, þ.á.m. mörgum málverkum frá fslandi. Poul Reumert Þetta er að nokkru leyti ís- lenzkt heimili, húsmóðirin ís- lenzk og húsbóndinn eindreginn íslandsvinur. Það hefur hann sýnt margsinnis bæði í orði og verki, t.d. í handritamálinu. Reumert tók á móti mér í starfsstofu sinni. Þar hangir mál- verk af Önnu Borg á veggnum andspænis dyrunum. Reumert býður mér sæti og sezt sjálfur í einn af hæginda- stólunum. Hann kveikir í löngu pípunni sinni, en hann á margar slíkar. — Hvað má ég bjóða yður, spyr hann, vín, vindla eða sígar- ettur? Ég afþakka sígaretturnar. — Þá er eins á með okkur kom- ið að þessu leyti, segir hann. Ég reyki heldur ekki pappír. Ég fer að tala um 75 ára af- mælið. — Hvers vegna eigum við að tala um þaö, segir Reumert. Það er engin ástæða til að hylla mig vegna þess. Ég er alveg saklaus af því, að ég fæddist fyrir 75 ár- um. — Hvenær fáum við þá ánægju að sjá ykkur hjónin heima á ís- landi? — Ég veit það ekki. Skemmti- legt væri að koma þangað bráð- lega aftur. Þar eigum við marga vini, og þar hefur okkur liðið vel. En annríkið hérna er mikið. Ein- mitt þessa dagana leik ég í „Dauðu drottningunni“ stærsta hlutverkið, sem ég nokkru sinni hef leikið. Við leikarastarfið bæt ist svo kennsla í leikhússkólanum og margvísleg önnur störf. Þegar maður er kominn á minn aldur verður maður að gæta þess að leggja ekki meira á sig en kraft- arnir leyfa. Og konan mín er líka önnum kafin. Hún leikur, fæst við leikstjórn o.m.fl. — Þér hafið leikið á mörgum leiksviðum. Hvernig er að leika fyrir íslenzka áhorfendur? — Það er ánægjulegt. Þeir eru gáfaðir og áhugasamir. — Þegar þér lítið um öxl, eft- ir 50—60 ára leikarastarf, hvað finnst yður þá hafa verið há- markið á þessari löngu leikara- braut? — Hámarkið er alltaf það verk efni sem maður fæst við I svip- inn. Núna þessa dagana er það t.d. hið mikla hlutverk sem Ferr ante konungur í „Dauðu drottn- ingunni“. — Ég hélt að það hefði verið hámarkið, þegar þér lékuð „Tar- tuffe“ á frönsku á „Comédie Francaise“ og hlutuð einróma lof fyrir frammistöðuna. Mér hefur verið sagt, að enginn útlendingur hafi leikið þetta eftir yður. — Það var auðvitað mikill við burður í lífi mínu og minnis- stæður, segir Reumert, sem er of hæverskur til að tala meira um þessa frægðarför til Parísar. — Stundum hefur verið kvart- að yfir því, að sjónvarpið dragi úr aðsókn að leikhúsunum. Hald- ið þér að sjónvarpið skaði leik- húsin? — Nei, ekki til langframa. Gegnum sjónvarpið kemst leik- listin til langtum fleira fólks en annars. Ég held að það muni auka áhugann á leiklistinni og Reumert sem Oscar Wilde löngunina til að fara í leikhús. Áður en ég kveð Reumert og þakka honum fyrir viðtalið seg- ir hann: — Ásegir Ásgeirsson forseti kallaði mig einu sinni tengdason íslands. Ég hef verið það með gleði. Hjartanleg vinátta hefur tengt mig við ísland um 30 ára skeið. Ég fékk konuna mína það- an. Og við höfum sent son okkar Stefán, þangað. Hann er ágætur drengur og talar ágætlega ís- lenzku. Hann er fulltrúi okkar á íslandi. Þannig varðveitast tengslin í næstu kynslóð. — Páil Jónsson. Áskorun til Titos LONDON, 24. marz (Reuter) — í dag undirrituðu 67 þingmenn brezka verkamannaflokksins áskorun til Títós forseta Júgó- slavíu, um að náða þrjá kunna menn, sem sitja í fangelsi þar í landi. Fangarnir sem nefndir eru í áskoruninni eru Milovan Djilas fyrrum varaforseti Júgóslaviu, Bogdan Krekic fyrrum fram- kvæmdastjóri júgóslavneska verkalýðssambandsins og Alex- ander Pavlovich fyrrum varafor- seti Sósialistaflokksins. f áskoruninni segir m. a.: — Vér undirritaðir fulltrúar í brezka þinginu eru fylgjendur styrkrar vináttu milli Breta og Júgóslava. Vér minnumst með aðdáun hinnar andfasistisku bylt ingar í Júgóslavíu 27. marz 1941, sem gerði þjóðir okkar að banda- mönnum i baráttunni gegn fasisma. Upp á síðkastið höfum við haft úhyggjur af því að þér hafið lát- ið handtaka og fangelsa menn sem njóta mikils álits í sósíalista- hreyfingunni út um allan heim. Við leyfum okkur virðingar- fyllst að biðja yður að náða um- rædda þrjá menn í þeim sama anda og frelsisást, sem lá að baki andfasista-byltingunni 1941. Má af þessum orðum sjá, að áskorunm er mjög kurteislega orðuð. Glerbrol á göt- unum BÍLSTJÓRAR vöktu máls á því við Mbl. í gær, að óvenjumikið hafi verið um flöskubrot víða í miðbænum í gær. Töldu menn þetta eiga rót sína að rekja til þess, að náungar hefðu í ölæði grýtt flöskunum um götur og gangstéttir. Töldu þeir ástæðu til þess að vekja athygli gatnahreinsunarinnar á því, hvort ekki væri athugandi að senda sérstakar sóparasveitir um götur miðbæjarins og bílastæði eflir helgar. Er þessu hér með komið á framfæri. Rsykhylfingar unnu ákurnesinga AKRANESI, 24. marz. — Á laug- ardaginn fró fram í Reykholts- skóla sundkeppni milli Reyk- hyltinga og gagnfræðaskólans hér á Akranesi. Unnu Reykhylt ingar keppnina, hlutu 68 stig á móti 58. Fræknastir í hópi þeirra fyrrnefndu voru Elín Björns- dóttir og Gunnar Jónsson, en í liði Akurnesinga Guðrún Val- týsdóttir og Ingvar Elísson. —O. Salan hefst í dag Blandacir Perur Ferskjur 0 „Af ávöxtunum skuluð pex' pekkja þá“

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.