Morgunblaðið - 26.03.1958, Síða 10
10
MORCUNRT. AÐIÐ
Miðvik'udagur 26. marz 1958
tTtg.: H.í. Arvakur, Reykjavik.
Framkvæmdastjón: Sigfus Jónsson.
Aðaintstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Beriediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Öla, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Knstinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Simi 22480.
Askriftargjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
ATAK SJALFSTÆÐISMANNA í
BYGGINGARMÁLUNUM
INS og öllum bæjarbúum
er kunnugt, hefur
^ Reykjavíkurbær að und-
anförnu haft með höndum stór-
felldar íbúðabyggingaríþvískyni
að útrýma heilsuspillandi hús-
næði í bænum. í hinum nýju
hverfum risa nú víða upp raðir
húsa eða stórar húsasamstæður,
sem Reykjavíkurbær byggir, og
selur síðan með þeim hagkvæm-
ustu kjörum, sem nú er völ á,
á markaðnum. Meirihluti Sjálf-
stæðismanna í bæjarstjórn gerði
þegar fyrir þremur árum síðan
áætlun um útrýmingu heilsuspill
andi íbúða og síðan hefur Reykja
víkurbær eftir megni hald-
ið byggingarstarfseminni áfram.
Á því tímabili, síðan Sjálfstæðis-
menn gerðu hina upprunalegu
byggingaráætlun, hefur margt
breytzt, byggingarkostnaðurinn
hefur stóraukizt og þær vonir,
sem bundnar voru við fjárveit-
ingar ríkisins til íbúðabygginga,
hafa mjög brugðizt í tíð núver-
andi stjórnar. Allt um það hafa
Sjálfstæðismenn í bæjarstjórn
Reykjavíkur ekki látið það á sig
fá, heldur haldið áfram ótrauðir
að vinna að útrýmingu hinna
heilsuspillandi íbúða.
★
Á seinasta bæjarstjórnarfundt
komu ibúðirnar í hinum svo-
nefndu Gnoðarvogshúsum mjög
til umræðu og komu fram ýmsar
upplýsingar varðandi byggingar-
málin. í þessum umræðum benti
borgarstjóri á, að Reykjavíkur-
bær hefði á sl. ári lagt 15 milljón
ir króna til íbúðabygginga. Það
væri réttlætiskrafa af hálfu
bæja- og sveitafélaga að ríkis-
sjóður iegði jafnt af mörkum,
þegar um það væri að ræða að
útrýma húsnæði, sem talið væri
heilsuspillandi. En þessu væri
ekki að heilsa. Upprunalega hefði
þó verið gert ráð fyrir því, sem
grundvallaratriði, að ríkið legði
hér jafnt fram, en þá hefði verið
sett inn í lögin hámarksupphæð,
sem ríkinu væri skylt að inna
af höndum en það hámark er nú
4 milljónir á ári. Þegar á það er
litið, að Reykjavíkurbær hefur
á síðasta ári einu lagt fram
15 milljónir króna, sést hve langt
er frá því, að ríkið leggi þar
fram til jafns við Reykavikurbæ.
Sjálfstæðismenn hafa flutt ýrr.sar
tillögur til úrbóta á þessu og má
í því sambandi minna á, að
Gunnar Thoroddsen, borgarstjóri,
flutti tillögu á Alþingi, um að
afnema hámarksákvæðið og
skyldi þá ríkið leggja fram til
jafns við það sem bæjarfélögin
væru megnug á hverjum tíma.
En þessu var ekki sinnt af stjórn
arflokkunum og eins hefur farið
með aðrar tillögur Sjálfstæðis-
manna, sem miðað hafa að sama
marki. Þá má benda á það í
þessu sambandi, að bæjarstjóvn
hefur einróma samþykkt, að
skora á ríkisvaldið að hækka ha-
mark þeirrar fjárhæðar, sem lögð
yrði til íbúðabygginga á móts við
bæja- og sveitafélög upp í 12
milijónir kr. á ári, en þessari en-
róma samþykkt hefur heldur
ekki verið sinnt.
Reynslan af núverandi ríkis-
stjórn í byggingarmálunum er
sízt af öllu uppörvandi, svo ekki
sé meira sagt. Á þeim 9 mánuð-
um sem liðu frá því að veðlána-
kerfið var sett á stofn í fyrstu
og þar til stjórnarskiptin urðu.
veitti húsnæðismálastjórnin. sem
þá var, um 77 millj. króna til
ibúðabygginga samkvæmt því
lánakerfi. En það nemur um 8,5
milljónum króna á hvern mánuð
til jafnaðar. En ef þetta er borið
saman við það sem gerzt hefur
í tíð núverandi stjórnar, kemur
í ljós, að á valdatíma hennar, sem
er 20 mánuðir, hafa verið
veitt ibúðarlán frá veðlánakerf-
inu, sem nema um 104 ‘milljónum
króna eða aðeins rúmum 5 millj.
kr. að meðaltali á mánuði á tíma
bilinu. I þessu sambandi er líka
rétt að benda á, að um 25 milljón
ir króna af þessari lánsupphæð,
eru einungis ávísun á skyldu-
sparnaðarfé og hluta byggingar-
sjóðs af stóreignaskattinum.
Eins og bent var á hér á undan,
hefur Reykjavíkurbær á síðasta
ári lagt fram 15 millj. kr. til
íbúðabygginga, en fengið þar á
móti aðeins hina naumu há-
marksupphæð frá ríkinu, eða 4
milljónir króna. Sú ríkisstjórn,
sem hæst gumaði af því að hún
vildi bæta kjör þeirra, sem verst
væru staddir og þar á meðal hús-
næðisleysingjanna, hefur alger-
lega brugðizt í einu þýðingar-
mesta málinu, sem er útrýming
hinna heilsuspillandi íbúða og
þessi ríkisstjórn hefur sízt af öllu
treyst sér til þess að leggja til
fé til jafns við það sem meiri-
hluti Sjálfstæðismanna í bæjar-
stjórn hefur samþykkt að leggja
til slikra framkvæmda.
Ofan á þetta bætist svo, hve
stórkostlega byggingarkostnaður
inn hefur hækkað á valdatima
núverandi stjórnar og má í þvi
sambandi nefna 16% innflutnings
gjaldið á byggingarefni, sem nú-
verandi ríkisstjórn lagði á, auk
9% söluskattsins. Þessu til við-
bótar má svo benda á þá erfið-
leika, sem efnisskortur hefur oí't
valdið en það stafar af því, að
gjaideyrisvandræðin hafa farið
vaxandi. Þannig hafa erfiðleik-
arnir í sambandi við byggingar-
málin, sem frá ríkisstjórninni eru
runnir, sifellt vaxið frá mánuði
til mánaðar, á einn og annan
hátt.
Ef Sjálfstæðismenn væru sama
sinnis í þessum málum og ríkis-
stjórnin, gætu allir séð, hvernig
nú væri komið. Þá mundu ekki
blasa við stórar sambyggingar og
há hús í nýjum hverfum til að
bæta úr húsnæðisvandræðunum.
Fæst af þessu væri þá til. Það
sem veldur því að þetta átak
hefur verið gert, er einbeittur
vilji Sjálfstæðismanna i bæjar-
stjórn til þess að ráða fram úr
húsnæðisvandræðunum, eins og
þau hafa blasað við hér í Reykja
vik og þótt á móti blási munu
Sjálfstæðismenn gera sitt ýtrasta
til að leiða þessi mál til far-
sælla lykta fyrir einstaklinga og
bæjarfélagið í heild.
UTAN UR HEIMI
Sprengjuþota af gerðinni B-47
Þegar bandaríska þotan missti kjarn-
orkusprengjuna yfir C eorgiu
ÞAÐ vakti heimsathygli á dög-
unum, er bandarísk sprengjuþota
missti kjarnorkusprengju yfir
Georgia-fyi!«i í sunnanverðum
Bandaríkjunum. Sem betur fer
sprakk sprengjan ekki og lítið
tjón hlauzt af. En menn spurðu:
Hvernig getur þetta átt sér stað?
— og hér kemur svarið:
Það var síðla dags að ein af
sprengjuþotum bandaríska hers-
ins, B-47, hóf sig til flugs af
Hunter herflugvellinum. Þetta er
sex hreyfla flugvél, ein af stærri
gerðum sprengjuflugvéla.Þriggja 1
manna áhöfn er á þessum þotum,
flugstjóri, aðstoðarflugmaður og
loftskeyta- og siglingafræðingur.
★ ★ ★
Flugvélin var á venjulegu æf-
inga- og eftirlitsflugi, átti að
fljúga beint til N-Afríku og hafa
skamma viðdvöl á einum af flug-
völlum Bandaríkjahers þar.
Koehler flugstjóri hækkaði flug-
ið ört — og var kominn í 15.000
fet, þegar rautt ljós kviknaði
skyndilega í mælaborðinu: Þetta
var alvarlegt, hlerarnir fyrir
sprengjuhólfinu voru í ólagi —
rafmagnsútbúnaðurinn, sem lok-
aði þeim og opnaði var óvirkur!
★ ★ ★
Kulka siglingafræðingur leysti
af sér öryggisólina, stóð upp úr
sæti sinu frammi í nefi þotunnar
og skreiddist aftur eftir henni.
Hann opnaði litlu „lúguna" á
sprengjuhólfinu, kveikti ljósin
inni í því — og virti fyrir sér
kjarnorkusprengjuna, sem þeir
báru alltaf með sér á þessum
flugferðum. Bandarískir herflug
menn kalla þessar sprengjur
„grísi“ — og þarna hékk ,grís-
inn‘ þeirraáeinu haki yfir óvirku
hlerunum, sem allt eins gátu
hrokkið upp, þar eð opnunarút-
búnaðurinn var bilaður. Það var
vissara að reyna að festa „grís-
inn“ betur í varúðarskyni. Það
var óþægilegt að vita af því að
hlerarnir gætu hrokkið upp og
„grísinn“ hengi yfir opinu í
venjulegri festingu, allur var var
inn góður. Kulka reyndi að
smeygja stálteini í öryggisfest-
inguna, en árangurslaust. Hann
bisaði þarna við „grísinn", sem
fór að dingla. Enn hélt hann
áfram, en var nú ekki farið að
verða um sel.
★ ★ ★
Skyndilega féll sprengjan,
„grísinn“ hafði losnað í höndun-
um á honum, féll á hlerana, sem
undir venjulegum kringumstæð-
um hefðu haldið, en þar sem
lokunarútbúnaðurinn var óvirk-
ur hrukku hlerarnir upp undan
þunga sprengjunnar — og hún
féll niður úr þotunni. Kulka féll
líka með „grísnum", niður um
opið, en tókst að ná handfestu
einhvers staðar við barm opsins,
hvar og hvernig honum tókst það
gerði hann sér enga grein fyrir
á eftir. En þarna hékk hann nið-
ur úr þotunni — í nístandi roki.
En honum tókst að hefja sig upp
aftur — og var hólpinn.
★ ★ ★
Frammi í stjórnklefanum sátu
flugmennirnir tveir, Koehler flug
stjóri og Woodruff aðstoðarflug-
maður. Þeir vissu ekki hvað gerzt
var af sprengjunni var fjarlægt
úr gígnum — og bóndinn, sem
búgarðinn átti, sagði, þegar öllu
var lokið: Mig hefur langað til
þess að búa til sundlaug hérna.
Nú er holan komin — og mér
að kostnaðarlausu. Ætli ég opni
hana ekki fyrir almenning og
taki hæfilega þóknun fyrir að
leyfa því að synda í úraníum-
vatni!
Ahöfn þotunnar — frá vinstri: Kulka siglingafræðingur,
Woodruff aðstoðarflugmaður og Koehler flugstjóri.
hafði aftur í flugvélinni, en
mælitækjum sá aðstoðarflugmað
urinn bylgjuhreyfingu á jörðu
niðri — „alveg eins og þegar
sprengja fellur", hugsaði hann.
Þá rann upp fyrir þeim hvernig
í öllu lá. Koehler tilkynnti flug-
stjórn jafnskjótt hvernig kom-
ið væri og fékk leyfi til þess að
snúa við þegar í stað. Þotan sveif
hátt yfir staðnum, sem sprengjan
hafði fallið á, þeir tóku myndir
og gerðu mælingar og fylgdust
náfölir með sjúkrabílunum, sem
brunuðu eftir þjóðvegunum — all
ir í sömu átt.
.V ★ ★
Eins og getið var i fréttum á
sínum tíma, féll kjarnorku-
sprengjan nálægt búgarði einum
í Georgiu. Kjarnorkusprengjan
sjálf sprakk ekki vegna þess að
á henni er eins konar „öryggis-
loka“, sem aldrei er brottnumin
nema samkvæmt sérstökum fyrir
skipunum herstjórnarinnar — og
slíkt yrði ekki gert nema til
styrjaldar kæmi. Hins vegar er
í sprengjum þessum lítil TNT
sprengja, sem sprakk — og gróf
20 feta djúpan gíg. Nokkrar
skemmdir urðu á mannvirkjum,
svæðið var afgirt og rannsakað
nákvæmlega, en hvergi var að
finna geislaverkun.Það, sem eftir
Borgfirðingafélagið
skemmfir eldri Borg-
firðingum
BORGFIRÐINGAFÉLAGIÐ i
Reykjavík hefur ákveðið að
bjóða öllum eldri Borgfirðingum
á skemmtun í Sjómannaskólan-
um nk. sunnudag ki 14 (Pálma-
sunnudag). Verður þar til
skemmtunar kvikmynd úr Borg
arfirði, kveðskapur o. fl. og
að síðustu verður ölhim gefið
kaffi.
Allir Borgfirðingar, 70 ára og
eldri, eru velkomnir á samkomu
þessa. Tilgangur félagsins með
skemmtun þessari er, að veita
hinu eldra fólki, sem annars sæk
ir lítið skemmtanir, kost á að
koma saman og kynnast og rifja
upp gömul kynni.
Oskað er eftir því, að það fólk,
sem vill sækja þessa skemmtun,
láti vita um það í síðasta lagi
fyrir hádegi á íöstudag nk. til
Láru Jóhannesdóttur, sími 14511,
Guðmundar Illugasonar, sími
11650 og 15923 eða Þórarins
Magnússonar, sími 13614 og
15552.