Morgunblaðið - 26.03.1958, Side 11

Morgunblaðið - 26.03.1958, Side 11
Miðvik'udagur 26. marz 1958 MORCVNBLAÐIÐ 11 Julíus Havsteen fyrrv. sýslumaður Saga kjördœmamáísins í ALÞÝÐUBLAÐINU, íslendingi, og Morgunblaðinu hafa ekki alls fyrir löngu birzt ýtarlegar og eftirtektarverðar ritgerðir um kjördæmamálið eða kjördæma- skipunina hér á landi, eins og hún nú er og eins og hún að réttu lagi ætti að vera. Væntanlega má skoða það heppilegt og talandi tímanna tákn, að nú skuli aftur menn úr Alþýðuflokknum og Sjálfstæðis- flokknum finna hver annan í baráttunni fyrir réttmætri kjör- dæmaskipun eftir aldarfjórðung, en þá stóðu þeir saman, Jón Þor- láksson og Jón Baldvinsson og vildu vinna bug á skerðingu hins alm. kosningaréttar, en Fram- sóknarflokkurinn drap þá tilraun með þingrofi. Hér skal í stuttum dráttum, eða svo er ætlun mín, þó eitthvað kunni úr þeim lopa að teygjast, sagt frá gangi eða sögu kjördæma málsins og er vissulega til þess tími kominn. Fyrstu fyrirmælin: Fyrstu fyrirmælin um alþingis kosningar hér á landi eru i ai- þingistilskipuninni frá 8. marz 1843 og þá var eignarétturinn yfir fasteign almennt skilyrði fyrir kosningarétti og kjörgengi. Kjördæmaskipunin var mjög óbrotin. Hver af 19 sýslum lands- ins skyldi kjósa 1 þingmann og kaupstaðurinn Reykjavík 1 (einn). Auk þessara 20 þjóð- kjörnu þingmanna skyldi kon- ungur nefna sex. Þingmenn alls 26. Strax kom fram óánægja yfir því, hversu þingmenn \'oru fáir og óskað ákveðið eft.ir fjölgun þeirra. Með tilskipun frá 6. janúar 1857 er breytt skilyrðum fyrir kosn- ingarétti og kjörgengi og Skafta fellssýsla gerð að 2 kjördæmum. Með stjórnarskránni frá 5. jan- úar 1874 koma ný fyrirmæli um skipun Alþingis, kosningarétt, kjörgengi og kosningatilhögun. Á Alþingi eiga sæti 30 þjóðkjörnir þingmenn, en tala hinna konung- kjörnu er óbreytt. Stjórnin lagði fyrir hið fyrsta löggjafarþing 1875 frv. til laga um kosningar til Alþingis, en það var fellt. Nýtt frumvarp lagði stjórnin fyrir þingið 1877, eins og neðri deild hafði gengið frá þvi 1875 og var það samþykkt. Fyrirmæli kosningalaganna um kjördæmaskipun eru í 18 gr. og skal hún ekki tekin hér orð- rétt upp, aðeins tekið fram: „Sér- hver sýsla á landinu skal vera eitt kjördæmi, að undanteknum Skaptafells- og Þingeyjarsýslum, sem hvorri um sig skal skipta í 2 sérstök kjördæmi með þeim takmörkunum, sem hingað til hafa verið. Kaupstaðurinn Reykjavík, með þess nágrenni, sem heyrir undir lögsagnarum- dæmi bæjarins, skal vera kjör- dæmi fyrir sig“. Svo er ákveðið, að í niu stærstu sýslunum að meðtöldum Akur- eyrar- og ísafjarðarkaupstöðum, séu tveir alþingismenn kosnir í sérhverju tilgreindu kjördæmi en í hinum sýslunum minni, og með í þeirri röð er Reykjavík skuli aðeins einn þingmaður kos- inn fyrir hvert kjördæmi og er tala þeirra 12 og varð tala þjóð kjörinna þingmanna þannig alls 30. íbúatala kjördæmanna var þá samtals 72445 og tala kjósenda samtals 6557. Kom þannig einn þingmaður á hverja 2415 lands- búa til jafnaðar. — Beri maður þá meðaltölu sam- an við íbúatölu kjördæma kemui misréttið strax í ljós. í sumum kjördæmum er íbúatala langt fyr ir ofan meðaltal, t. d. í Suður- Þingeyjarsýslu ca. 1350 umfram, í öðrum langt fyrir neðan eins og í Vestmannaeyjum, vantar ca. 1850. Páll Briem Gagnrýni Páls Briem Kjördæmaskipunin frá 1877 mun í fyrsta sinn hafa verið opinberlega gagnrýnd af skrif- stofustjóra og rithöfundi Ind riða Einars- syni. Vekur hann athygli á aðstöðumun kjósenda til áhrifa á skipun þingsins og bendir á leiðir til að jafna muninn. Miklu harð vitugri gagnrýni fær kjördæma- skipunin þó í fyrirlestri Páls amtmanns Briem, sem birtur er í Eimreiðinni VI ár 1900 bls. 1. Skulu hér tilfærð helztu atriðin úr ritgerð þessa merka lögfræð- ings og stjórnmálamanns. Meginreglan segir hann, að skuli vera þessi: „Atkvæði sér- hvers kjósanda á að hafa fullt gildi í hlutfalli við önnur at- kvæði, eigi aðeins að því er snert ir þann mann, er hann vill kjósa heldur og þann flokk, er hann fylgir að málum. Atkvæði eins kjósanda er ekki betra en annars. Enn segir hann: „Með kjördæmaskiptingu fylgir meiri-hlutakosning. Öllum at- kvæðum minnihlutans er vægðar Fyrsta grein laust varpað fyrir borð og ekkert tillit til þeirra tekið. Þetta er að voru áliti ekki rétt og það hefur hinar mestu og ég vil bæta við hinar verstu afieiðingar. Fyrst og fremst hefur þetta mjög illar af- leiðingar að því er snertir kjós- endurna. Það gjörir þá sljóva og áhugalausa á velferðarmálum þjóðarinnar. Ef kjósandi er í ein- dregnum meirihluta, þá hugsar hann sem svo: „Ég þarf ekki að greiða atkvæði, minn flokkur sigrar samt“. Svo situr hann heima. Hinn sem er í eindregn- um minnihluta hugsar sem svo: „Það hefur enga þýðingu þó að ég komi. Atkvæði mínu er kastað fyrir borð og einskis nýtt“. Svo situr hann heima, Einungis þegar tvísýnt er, hverjir munu sigra, vaknar dálítill áhugi. Mikið af hinum venjulegu kosningaæsing- um stafar því af óeðlilegum lög- um.“ Réttur minnihlutana „En þó að þessi afleiðing sé ill, þá er sú afleiðing enn verri, að velferðarmál þjóðarinnar verða ekki rannsökuð og rædd svo sem skyldi. Meirihlutinn sigrar al- gjörlega en minnihlutinn hefur engan talsmann. Ég skal ekki neita því, að ranglætið jafnast nokkuð milli stóru flokkanna, en hvernig fer um smáu flckkana? Hvar eru atkvæði þeirra, sen heimta siðgæði og réttlæti í lands málum? Ég efast um að þeirra sé fyrst og fremst að leita í þingsölum, því hinar háu rétt- lætiskröfur eiga ekkert skjól und ir kosningalögunum. En aftur breiða þau sinn væng yfir mið- lungsmenn, yfir þá sem ávallt elta meirihlutann, sem hafa enga sannfæringu, en tala eftir því, sem þeir halda að földinn vilji heyra“. Amtmaðurinn vitnar í orð franska stjórnvitringsins Mira- beau, er sagði svo 1789: „Full- trúaþingin eru fyrir þjóðina al- veg hið sama sem landsuppdrátt- urinn er fyrir landið, í stóru sem smáu eiga þessar myndir að sýna sömu hlutföll sem frummyndirn- ar“. Svo bætir hann við frá eigin brjósti: „Þetta ætti að vera svo, en er ekki svo, og allra sízt þar sem eiga sér stað venjulegar meirihlutakosningar í kjördæm- um. Þjóðirnar hafa gleymt því, að föðurlandið er eitt og óskipt. Kjördæmaskipting og meirihluta kosningar eru í eðli sínu óhaf andi. Fulltrúaþingin eiga að vera hið sama fyrir þjóðina sem lands- uppdrátturinn fyrir landið“. Um hlutfallskosningar segir amtmaðurinn: „Hlutfallskosning ar hafa mikla kosti fram yfir venjulegar meirihlutakosningar, en samt virðast þær ekki full- nægjandi“. Hann vill til viðbótar þeim upp bótarþingsæti. Samkvæmt því sem að framan er tekið úr fyrir- lestri amtmannsins er ljóst, að Páll Briem er fyrsti uppástungu- maðurinn að því, að gera allt landið að einu kjördæmi með hlutfallskosuingum. Hlutfallskosningar Árið 1903 var stjórnarskrár- breyting gerð og þingmönnum fjölgað úr 30 í 34. Hnigu allar umræður Alþingis þá að því. að þessi breyting sé aðeins til bráða- birgða. Þá fyrst fara að heyrast raddir á sjálfu Alþingi um al- mennan jafnan kosningarétt og réttláta kjördæmaskipun, en því miður hafa þetta að mestu leyti mátt heita orðin tóm fram á þenn an dag. Ekki var þó um að kenna vanrækslu eða seinlæti þáver- andi stjórnar, því þegar á þingi 1905 flutti ráðherrann Hannes Hafstein frumvarp um breyting- ar á lögum um kosningar til Al- þingis. í frumvarpinu er lagt til, að gagngerðar breytingar verði gerðar á kjördæmaskipun og kosningatilhögun þannig, að land inu verði skipt í 7 kjördæmi, er kjósi hvert 4 til 6 þingmenn eftir íbúafjölda. í öllum kjördæmum skyldi kosið eftir reglum lilut- fallskosninga. Ekki skal frum- varpið sjáift tekið upp hér, en hlýða þykir, að taka fram hið helzta úr ræðu ráðherrans frum- varpinu til stuðnings. Júlíus Havsteen Tillögur Hannesar Hafstein Hann segir m. a. svo við 1. umr. 6. júlí 1905. „Ég gjöri ráð fyrir, að sumum háttv. þingmönnum detti í hug, er þeir sjá fyrirsögn frumv. þessa, að ekki sé ráð nema í tíma sé tekið, að fara nú þegar að grauta í kosningalögun- um til Alþingis frá 3. okt. ’03 áður en þau. eru verulega komin til fram kvæmda um land allt. En við nánari at- hugun munu menn sjá, að frumv. þetta breytir í engu þeim nýju meg Hannes Hafstcin inl'eglum sem lögleiddar voru með hinum nýju kosninga- lögum, heldur er þetta frum- varp í raun réttri aðeins fram- hald af kosningalögunum, til þess að fylla það, sem í þau vantar, sem sé ákvæði um kjördæma- skipunina í landinu, sem álitið hefir verið nauðsynlegt að endur nýja, en þessu atriði var sleppt jir hinum nýju kosningalögum. En sú nýja kördæmaskipun sem hér er ,,principaliter“ stungið upp á, hefur það í för með sér, að hlulfallskosningar verður að viðhafa, til þess að slík skipun geti orðið affarsæl og réttlát. Það hefir lengi verið viður- kennt nauðsynlegt, að breyta kjördæmaskipuninni, og hafa ýmsar tillögur komið um það fram á undanfarandi þingum. Nefndin sem hafði kosningalaga- frumvarpið til meðferðar á Al- þingi 1901, lét í ljósi, að hún vænti þess, að stjórnin veitti þörfinni á nýrri kjördæmaskip- un sérstaka athygli og umhyggju, svo fljótt sem föng væru á, og kæmi með tillögur um nýja kjör dæmaskipun með réttri hliðsjón af íbúafjölda, kjósendatölu og landsháttum. Ein af aðalástæðum fyrir þvi, að breyta þarf kjördæmaskipun- inni er hinn afar mikli ójöfnuður, sem nú er milli kjördæmanna að íbúatölu og kjósendamagni í hlutfalli við fulltrúa. Önnur ástæða fyrir breytingu á kjördæmaskipuninni er mis- réttið, sem leiðir af því, að suin kjördæmi eru einmenningskjör- dæmi, sum tvímenningskjör- dæmi. Þetta hefir leitt til þess að sums staðar hefur lítill meiri- hluti kjördæmis getað ráðið kosn ing tveggja manna en útilokað frá allri „præsentation“ svo stór- an minnihluta, að hann eftir réttri tiltölu hefði átt rétt á full- trúa. Sú tillaga hefur stundum kom- ið fram á undanfarandi þingum. að heppilegt mundi að ýmsu leyti að skipta landinu í fá en stór kjördæmi, til þess að minnka hreppapólitík o. fl. En með meiri hlutakosningu gæti slíkt fyrir- komulag orðið mjög ranglátt, er tveir eða fleiri flokkar sæktu fram til kosninga, og sá flokkur er lítið eitt fjölmennastur væru, næði öilum fulltrúum. Aftur á móti getur kosning í stórum kjör dæmum.er kjósaámarga fulltrúa orðið mjög sanngjörn með hlut- fallskosningu. Þegar frumv. um leynilegar kosningar og hlutfalls kosningar til bæjarstjórna var fyrir þinginu í fyrra og fékk svo góðan byr að það var samþ. í e.hl. í Nd. og með 9 samhlj. atkv. í Ed. kom ýmsum þingm. til hug- ar, hvort ekki mundi unnt að innleiða þá góðu og sanngjörnu kosningaraðferð einhig við al- þingiskosningar. Stjórnin hefur nú tekið þetta til athugunar og eftir nákvæma yfirvegun hefi ég komizt að þeirri niðurstöðu, að þetta sé vel mögulegt“. //' Ég held ég sé meiri íslendingur en Dani" — segir Stefan Reumert, sem ætlar á Sjómannaskólann í vetur — Fyrst vorum við á Eldeyj- arbanka, síðan út af Garðs- skaga og loks undir Jökli, en þá fór allt „í hönk“, togvindan bilaði — og við komum inn með 80—90 tonn. Þetta er engin veiði — við vorum búnir að vera 12 daga úti. Sjómaðurinn, sem segir frá, Stundum komumst við í búrið, þá stelum við öilu ætu. er Stefan Reumert, sonur Önnu Borg og Poul Reumert. Hann hefur um tveggja ára skeið ver- ið á íslenzkum togurum, lengst af á Pétri Halldórssyni — og þar er hann enn. Fréttamaður Mbl. hitti Stefan að máli á dögunum og innti hann frétta af veru hans á sjón- um. — Á unga aldri dreymdi mig oft um að gerast sjómaður, segir Stefan, og þeðar ég losn- aði loksins úr skóla, að loknu stúdentsprófi, gekk ég í danska sjóherinn — og var hermaður í tæp fjögur ár. Þá var ég orð- inn leiður á hermannalífinu, fór á danskt kaupskip, sem sigldi umhverfis jörðu á tæpu ári — og kom síðan til íslands. Síðan eru liðin þrjú ár. Fyrst fór ég til Vestmanna- eyja, vann þar á vertíðinni. — Þú hafðir aldrei unnið við fisk áður? — Nei, ég hafði í rauninni aldrei s?5 fisk — nema þá soð- inn. — Og þér hefur litizt svo vel á hann lifandi, að þú áræddir að fara til sjós? — Já, skömmu síðar réðst ég á Þorkel mána, síðan á Pétur Hall dórsson. Ekki farið nema einu sinni heim síðan, í fyrra sumar. Og mig langaði strax aftur til Islands. Vinir mínir í Kaup- mannahöfn eru flestir trúlofað- ir, giftir — og orðnir feður. Þá er nú betra að vera á Pétri — og rífast við matsveininn. Hann er samt ágætiskarl, maður veit alltaf hvaða dagur er, þegar maður finnur lyktina af há- degisverðinum. Stundum kom- umst við í búrið, þá stelum við öllu ætu. Já, það er enginn leik- ur að vera matsveinn á honum Pétri. — Og þú ætlar að halda áfram á honum Pétri? — Nei, ég hætti a. m. k. í bili. Mig langar til þess að fara í Sjómannaskólann í vetur. — Og verða togaraskipstjóri? — Það er of snemmt að tala um það, en mig langar til þess að halda áfram togarasjó- mennskunni. Mér hefur líkað vel á Pétri, enda þótt hann sé dálítið blautur. En hann veltur ekki mikið, ágætt skip. — Ég var að skoða nýja þýzka togar- ann, Sagittu — ekki er hann lakari. Þannig skip þyrftum við að eignast, íslendingar. — Já, það segirðu satt. En svo að við hlaupum úr einu í ann- að — hvað gerirðu þér helzt til dægrastyttingar þegar þú ert í landi? — Nú, ég skemmti mér auð- vitað, íer á Borgina — á dans- leiki með félögum mínum, það er ekkert annað að gera. Svo kaupi ég mér blöð og bækur áð- ur en ég fer aftur út — það er allt og sumt. — Og þú hefur aldrei fengið heimþrá, langað tii Hafnar? — Nei, mér finnst þetta ágætt hér, ég held að ég sé meiri ís- lendingur en Dani,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.