Morgunblaðið - 26.03.1958, Side 19

Morgunblaðið - 26.03.1958, Side 19
Miðvikudagur 26. marz 1958 MORGUNBLAÐIÐ 19 Hundruð manna leifa ár- lega til Neyfendasamtakanna AÐALFUNDUR Neytendasam- takanna var haldinn í Tjarnar- café 15. þ. m. Formaður samtak- anna, Sveinn Ásgeirsson, hag- fræðingur, setti fundinn, en fundarstjóri var kjörinn Páll S. Pálsson, hæstaréttarlögmaður. Fundarritari var Birgir Ásgeirs- son, lögfræðingur Neytendasam- takanna. Formaður Neytendasamtak- anna, flutti ýtarlega skýrslu um starfsemi þeirra, fiá því er aðal- fundur var haldinn fyrir rúmu ári. Skrifstofa Neytendasamtak- anna hefur veitt meðlimum þeirra lögfræðilega aðstoð og upplýsingar varðandi kaup á vör- um eða þjónustu, en mikill og sívaxandi fjöldi fólks hefur leit- að til Neytendasamtakanna, er það álítur sig hafa verið blekkt í viðskiptum. Skrifstofa Neyt- endasamtakanna í Aðalstræti 8 er opin daglega milli kl. 5 og 7. en brýn nauðsyn er á því að hafa hana opna mun lengur, og vonir standa til, að það geti orðið á þessu ári. Sveinn Ásgeirsson sagði m. a.: „Segja má, að skrifstofan sé tengiliður milli kaupmanna og neytenda. Og það er síður en svo, að hér sé eingöngu um svokölluð smámál að ræða, heldur er oft um þúsundir króna að tefla. Sú þjónusta, sem Neytendasamtökin láta í té með milligöngu sinni einni, er ærið tímafrek, en um leið og hún stuðlar að lausn persónulegra vandamála í við- skiptum, getur hún haft áhrif á viðskiptahætti almennt". Neytendasamtökin annast einnig skrifstofuhald fyrir Mats- nefnd í ágreiningsmálum vegna fatahreinsunar eða þvotta, er stofnuð var fyrir hálfu öðru ári fyrir atbeina Neytendasamtak- anna. Á þessu tímabili hefur ver- ið leitað til nefndarinnar í 97 málum. Neytendasamtökin héldu áfram útgáf u leiðbeininga urn ýmis efni, en alls hafa verið gefnir út 11 bælclingar á vegum Neytenda- samtakanna og hinn 12. um blettahreinsun, kemur út eftir nokkra daga. Bæklingarnir eru innifaldir í árgjaldinu ,sem er stillt mjög í hóf, er aðeins 25 kr., svo og öll fyrirgreiðsia Neyt endasamtakanna vegna meðlim anna. Um 500 manns sendu Neyt endasamtökunum skriflegar á skoranir um, að þau beittu sér fyrir ákveðnum hagsmunamál- um vissra bæjarhluta varðandi dreifingu matvöru, og tókst að verða við óskum mikils hluta þeirra. Neytendasamtökin hafa látið ýmis almenn hagsmunamál neyt' enda til sín taka, svo sem kunn- ugt er. Nokkrar umræður urðu um starfsemi samtakanna á fund- inum, og tóku til máls Arinbjörn Kolbeinsson, Jón Snæbjörnsson, Jón Loftsson, Friðfinnur Ólafs-1 son og Sveinn Ásgeirsson. Sveinn Ólafsson, forstjóri, gjaldkeri Neyt endasamtakanna lagði fram reikninga þeirra og voru þeir samþykktir. Fjárhagur samtak- anna er traustur. Nokkrar álykt- anir voru samþykktar og stjórn- inni falið að birta þær ásamt greinargerð. Meðlimir Neytendasamtakanna eru nú um 2000. Sveinn Ásgeirsson, hagfræðing ur, var endurkjörinn formaður Neytendasamtakanna, en með honum í stjórn voru kjörnir Arin- björn Kolbeinsson, læknir, Jón Snæbjörnsson, verzlunarmaður, Knútur Hallsson, lögfræðingur, og Sveinn Ólafsson, forstjóri. Að stjórnarkjöri loknu tók til máls Jóhannes Elíasson, banka- stjóri, sem átt hefur sæti í stjórn Neytendasamtakanna, en baðst nú undan endurkjöri. Þakkaði Jóhannes formanni og meðstjórn endum ánægulegt samstarf. Sér- staklega beindi hann orðum sín- um til formanns, Sveins Ásgeirs- sonar, sem hann kvað eiga mikl- ar þakkir skilið fyrir að hafa hrundið af stað þessum samtök- um, sem hann væri sannfærður um að væru hin nauðsynlegustu bg gagnlegustu. Óskaði hann þeim góðs gengis í framtíðinni. Sveinn Ásgeirsson þakkaði Jó- hannesi Elíassyni og öðrum frá- farandi stjórnarmeðlimum, þeim Friðfinni Ólafssyni, forstjóra, og Pétri Péturssyni, alþingismanni, fyrir prýðilegt samstarf, en þeir báðust einnig undan endui'kosn- ingu. Fulltrúaráð Neytendasamtak- anna var að mestu endurkosið. Endurskoðendur voru kjörnir Friðfinnur Ólafsson og Jón Ólafs- son. Síðosta bréi Bússn boðor ekkert gott WASHINGTON, 25. marz — I síðustu orðsendingu Ráðstjórnar- innar -til Bandaríkjastjórnar er Bandaríkjamönnum borið það á brýn að þeir reyni að spilla fyr- ir árangri af undirbúningsvið- ræðum ríkisleiðtogafundarins. Segir, að Bandaríkjastjórn vilji fyrir allan mun koma í veg fyrir að samkomulag náist í viðræð- unum — og haldi jafixan fast við að Þýzkalandsmálin verði rædd á rikisleiðtogafundinum. Ráð- stjórnin kveður hins vegar sazu- einingu Þýzkalands vera einka- mál Þjóðverja, A- og V-Þjóð- verjar eigi að leysa það mál af eigin rammleik og án afskipta annarra ríkja. Eftir þetta síðasta bréf Ráð- stjórnarinnar er almennt talið að horfurnar hafi versnað hvað hugs anlegum ríkisleiðtogafundi við- kemur. Laugarneskirkju SÍÐASTLIÐIÐ sunnudagskvöld hélt Anna Þórhallsdóttir, söng- kona, tónleika í Laugarneskirkju með aðstoð Páls Kr. Pálssonar, sem einnig Iók einleik á hið nýja pípuorgel kirkjunnar. Tónleik- arnir hófust á því, að Páll Kr. Pálsson lék á orgelið, Fantasíu í a-moll eftir J. S. Bach. Anna Þórhallsdóttir söng íslenzk sáimalög eftir Sigfús Einarsson, Pál ísólfsson, Þórarin Jónsson og Hallgrím Helgason, tvö lög eftir hvern. Flutningur allra þessai'a laga var með ágætum. Blæfögur mezzosópranrödd söng konunnar naut sín hér til fulln- ustu, og hvert orð textans var skýrt og fagurlega mótað. Síð- ar á efnisskránni voru sönglög eftir G. F. Handel, J. S. Bach, E. Grieg og C. Frank Mörg þess- ara laga nutu sín einnig prýði- lega í meðferð söngkonunnar, einkum recitative og aría úr Rin aldo eftir Hándel og Panis Angelicus eftir C. Frank, en lög- in eftir J. S. Bach og Ave maris stella eftir E. Grieg nokkru síð- ur. Undirleikur Páls Kr. Páls- sonar var hófsamur og nákvæm- ur. Mikill fengur var að heyra 5 sálmaforleiki eftir þýzka nú- tímatónskáldið Armin Knab, sem Páll lék mjög áheyrilega á org- elið, sömuleiðis Sinfonia de chiesa eftir sænska 18. aldar tón skáldið Johan Helmich Roman, sem nefndur hefur verið „faðir sænskrar tónlistar“. Þetta verk lék Páll Kr. Pálsson með miklum myndugleik, og með því lauk þessari ánægjulegu kvöldstund í Laugarneskirkju. Kirkjan var fullskipuð. Vikar. Frá ársþingi Fél. ísl. iðnrckenda ÁRSÞING Félags íslenzkra iðn- rekenda hélt áfram í gær. Þrjár nefndir gerðu þar grein fyrir störfum sínum um helgina. Fyrst var tekið fyrir álit fjár- málanefndar og hafði framsögu fyrir nefndina Kistján Jóh. Kristjánsson. Þá var tekið fyrir álit allshejarnefndar og voru talsmenn nefndarinnar þeir Pét- ur Sigurjónsson og Höskuldur Baldvinsson. Að lokum var svo tekið fyrir álit friverzlunar- nefndar, en orð fyrir henni hafði Sveinn B. Valfells. Fulltrúaráð verkalýðs- ffélaganna kýs 1. tnaí- nefnd FULLTRÚARÁÐ verkalýðsfélag- anna í Reykjavík heldur fund í kvöld kl. 8.30. Funndurinn verð- ur haldinn í Tjarnargötu 20. Á fundinum verður m. a. kosnir 6 menn í 1. maí-nefnd Fulltrúa- ráðsins. félagslsi VALUR. — Páskadvöl Þeir félagar, sem hafa í hyggju að dveljast í skálanum yf- ir Páskana, eru minntir á, að sök urn mikillar aðsóknar er nauðsyn- legt að skrifa sig á lista sem ligg ur frammi að Hlíðarenda, fyrir föstudagskvöld. Skíðanefndin. Skíðafólk! Skíðafeiðir verða hér eftir á hverju kvöldi kl. 8,30 að Slúða- skálanum í Hvei'adölum. Afgr. hjá BSR, sími 11720. Brekkan er upplýst og lyftan í gangi. Skiðafélögin. FerSafélag íslands efnir til tveggja fimm daga skemtifei-ða yfir páskana. Göngu- og skíðaferð að Hagavatni og á Langjökul, hin ferðin er í Þói'S- rnöi'k, gist verður í sæluhúsum félagsins. -— Lagt af stað í báðar ferðirnar á fimmtudagsmorgun (skírdag) kl. 8 fi'á Austurvelli og komið heim á mánudagskvöld. — Upplýsingar ískrifstofu félagsins, Túngötu 5, sími 19533. Samkomur Almennar samkomur Boðun fagnaSarerindisins, Hörgshlíð 12, Reykjavík kl. 2 í dag. — Austurgötu 6, Hafnar- firði kl. 8 í kvöld. Fíladelfia Almenn samkoma að Herjólfs- götu 8, Hafnai'fiiði kl. 8,30. All- ir velkomnir. KristniboSsliúsiS Betanía, Laufásvegi 13 Almenn samkoma í kvöld kl. 8,30. — Benedikt Arnkelsson tal- ar. Allir velkomnir. Víkingar — Páskadvöl Þeir félagar, sem hafa hug á að dvelja í skíðaskálanum um páskana, láti skrá sig í félags- heimilinu, miðvikudag, fimmtudag og föstudag, milli kl. 7 og 8 e.h. Allar nánai'i uppl. gefur Magnús Thejll, sími 32-942. SkíSasljórnin. Þrótlarar Munið sefinguna í kvöld í K.R.- heimilinu kl. 8,30, fyrir meistara, 1. og 2. flokk. Mætið stundvíslega. Nefndin. Foreldrar Munið foreldrafund í Aðal- stræti 12 kl. 8,30 ' kvöld. — Völs- ungadcild Skátafélags Rvíkur. Páskar í Jósepsdal. SkíSamenn Þeir, sem dvelja ætla í skála félagsins um páskana, láti for- mann deildarinnar vita sem fyrst. Sími 12765 eftir kl. 20,00. SkíSadeilú Ármanns. Valur, meistara- og 1. fl. Æfing í kvöld kl. 6,30. Fundur á eftir. — LokoS vegna jaiðarfam klukkan 1—4 í dag Matardeildin Hafnarstræti 5 Hjartans þakkir, heillavinir, hlýjar kveðjur vinabandsins. Di'ottinn blessi, dætur og synir, dáðir ykkar og fósturlandsins. Á 65 ára afmælisdaginn minn. Carsten Jörgensen. Hjartans þakkir færi ég öllum sem heiðruðu mig með heimsóknum, gjöfum og skeytum á 50 ára afmæli mínu 20. þ.m. Guð blessi ykkur öll. Guð jón Guðmundsson. HELGI A. ÁRNASON vélstjóri frá Patreksfirði, andaðist 23. þ.m. í Landakots- spítalanum. Eiginkona, börn og tengdabörn. Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma GEIRÞRtJÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR Bjargi, Hellissandi, andaðist að heimili sínu 24. þ.m. — Jarðarförin fer fram mánudaginn 31. marz. Benedikt Benediktsson, börn, tengdabörn og barnabörn. Hjartkær eiginkona, móðir, tengdamóðir og amma GUÐRÚN SIGURÐARDÓTTIR Barónsstíg 18, lézt í Sjúkrahúsinu Sólvang, sunnudaginn 23. þ.m. Sigurður Guðmundsson, börn', tengdabörn og barnabörn. Jarðarför konunnar minnar INGIBJARGAR TÓMASDÓTTUR fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtud. 27. þ.m. kl. 2 e.h. Blóm afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélagiö. Eyjólfur Ámundason. Jarðarför systur okkar UNNAR HELGADÓTTUR frá Hjörsey, Oddagötu 10, fer fram frá Fossvogskirkju föstud. 28. þ.m. kl. 1.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Halldóra Helgadóttir, Ólöf Helgadóttir, Guðmundur Helgason, Brú, Skerjafirði. Móðir mín, tengdamóðir, amma og langamma LILJA K. SNORRADÓTTIR verður jarðsungin frá Dómkirkjunni fimmtud. 27. þ.m. kl. 1.30. — Jarðsett verður í Fossvogi. Guðrún Guðmundsdóttir Tryggvi Gunnarsson, börn og barnabörn. Hjartans þakkir til allra, sem auðsýndu samúð og vin- áttu við fráfall og jarðarför ÓLAFAR GUÐRÚNAR ÓLAFSDÓTTUR Stórhólmi, Leiru. Guð blessi ykkur öll. — Kjartan Bjarnason, börnin og aðrir aðstandendur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.