Morgunblaðið - 26.03.1958, Side 20
V EÐRIÐ
Suðaustan kaldi, skýjað.
wnMali
Saga kjördæmamálsins
Sjá grein á bls. 11
72. tbl. — Miðvikudagur 26. marz 1958
Brezki
a
skipstjórinn var sýknaður
Seyðisfirði
Logfræðilegt atriði, sem fd verður ú'rskurð
Hæstaréttar um — segir Pétur Sigurðsson
forstjóri Landhelgisgæzlunnar
ATHYGLISVERÐUR dómur var
í gærmorgun kveðinn upp í lög-
reglurétti Seyðisfjarðar yfir
skipstjóranum á brezka togaran-
um Junella, John F. Leighton.
Var skipstjórinn algjörlega sýkn
aður af öllum kæruatriðum.
Veiðarfæri óhúlkuð
Þór sá skipið að veiðum kl.
10,30 á laugardagskvöldið á
Lónsbugt. Fyrst, þegar hann sá
það, var það í mikilli fjarlægð
og skyggni þá svo slæmt að varð-
skipsmenn gátu ekki séð, hvort
skipið var að veið'um eða ekki.
Þegar komið var að brezka tog-
aranum sáu varðskipsmenn
strax, að veiðarfærin voru óbúlk
uð. Einhver hluti af neti var á
floti í sjónum við hlið skipsins.
Vörpupokinn hékk uppi í gálg-
anum og hlerar og bobbingar
hengu utan á borðstokknum. Þá
voru skipsmenn að fiskverkun á
þilfari.
Svo slæmt var í sjóinn að ekki
var hægt að senda mann frá varð
skipinu um borð í togarann til
þess m.a. að ganga úr skugga
um hvort fiskur á þilfari væri
nýveiddur.
Skipstjórinn kærður
Skipstjóranum á togaranum
var tilkynnt gegnum hátalara að
skip hans væri tekið og honum
boðið að fylgja varðskipinu.
Fyrst í stað var siglt suður til
Hornafjarðar til þess að komast
þar í var, svo hægt yrði að setja
varðskipsmann um borð í togar-
ann. Það reyndist ekki hægt og
var þá ákveðið að sigla til Seyð-
isfjarðar.
Fyrir rétti hjá bæjarfógetan-
um Erlendi Björnssyni var
Leighton skipstjói’i á Junella
kærður, í fyrsta lagi fyrir ólög-
legar veiðar í landhelgi, en til
vara fyrir ólöglegan útbúnað á
veiðarfærum í landhelgi.
Skipstjórinn neitaði algjör-
lega að hafa verið að veiðum.
Hann kvað ekkert óeðlilegt við
það þó skipsmenn hans hefðu
verið að verka fisk um borð í
skipinu því afli hefði verið mjög
góður þá um daginn samtals 300
kitt. Langan tíma tæki að verka
það magn. Hann gerði grein fyrir
þeim „togum“, sem hann hafði ’ víslega.
farið þá um daginn og gáfu þær
ekki ástæðu til athugasemda.
Skipstjórinn viðurkenndi hins
vegar að frágangur á veiðarfær-
um hefði verið eins og varð-
skipsmenn greindu frá.
Sannanir skortir
Dómurinn komst að þeirri
niðurstöðu að sannanir skorti
fyrir að togarinn hefði verið að
veiðum í landhelgi. Um hinn
ákæruliðinn komst dómurinn að
þeirri athyglisverðu niðurstöðu,
að í reglugerðinni frá 1952 um út
víkkun landhelginnar úr 3 í 4
sjómílur væri ekkert ákvæði
sem bannaði að vera með óbúlk-
uð veiðarfæri innan línu. Ekki
væri hægt að dæma skipstjórann
eftir lögunum frá 1920, þar sem
skýr ákvæði eru um slíkt, sem
skipið var utan hinnar gömlu
landhelgislínu, og á þeim for-
sendum var hann sýknaður í lög-
reglurétti.
Ríkissjóður var dæmdur til að
greiða málskostnað, sem talinn
er nema kringum 4000 kr.
Skipstjórinn hafði ekki borið
fram neinar skaðabótakröfur
vegna handtökunnar, og tafa frá
veiðum.
Að lokinni dómsuppkvaðningu
var togarinn laus látinn. . ,
Nauðsyniegt að leita álits
Hæstaréttar
í gærkvöldi var ekki kunnugt
um hvort dómi þessum verði
áfrýjað.
Er Mbi. átti tal við Pétur Sig-
urðsson forstjóra Landhelgis-
Námskeiðið um
atvinnu- og verka-
lýðsmál
NÆSTI fundur í stjórnmála-
námskeiðinu um atvinnu- og
verkalýðsmál verður haldinn í
Vaihöli við Suðurgötu í kvöld
ki. 8,30.
Gunnar Thoroddsen borgar-
stjórl mun pá flytja fyrirlestur
um ræðumennsku. Nauffsynlegt
er að þátttakendur mæti stund-
gæzlunnar í gær um dóm þennan
og áhrif hans á landhelgisgæzl-
unni, komst forstjórinn að orði
á þessa leið:
„Mér eru ekki fullkunnar dóms
forsendur né aðstæður. Ég býst
við að hér sé um að ræða ein-
hvert lögfræðilegt vafaatriði,
sem mjög er knýjandi að fá álit
Hséstaráttar um, og það sem
allra fljótast, vegna fram-
kvæmdar á landhelgisgæzlunni
umhverfis landið".
Lýðræðissiniiar
í meirililuta
í stjórn og trtmað-
armamiaráði FÍH
AÐALFUNDUR Félags ísl. hljóm
listarmanna var haldinn s.l.
laugardag. Unnu lýðræðissinnar
þar kosningasigur og tókst að ná
meirihluta í stjórn félagsins.
Þorvaldur Steingrímsson var
kosinn varaformaður, Svavar
Gests ritari og Hafliði Jónsson
gjaldkeri. Gunnar Egilsson var
liins vegar endurkosinn formað-
ur og þá komst einn maður í við-
bót í stjórn með hlutkesti úr
hópi vinstri manna, Jón Sigurðs-
son meðstjórnandi.
Varastjórn og trúnaðarmanna-
ráð er eingöngu skipað lýðræð-
issinnum.
Gat Gunnar þess í skýrslu
sinni, að allir sjóðir hefðu verið
tæmdir. Eru skuldir félagsins
svo gífurlegar að annað eins mun
tæplega hafa þekkzt í neinu
verkalýðsfélagi hér á landi. •
Með hinum nýja meix-ihluta í
stjórn og trúnaðarstöðum félags-
ins má vænta þess að rofi til í
málefnum félagsins.
Hi *oss ílutt út frá
Akranesi
AKRANESI, 24. marz. í gær-
kvöldi kom Akraborg hingað til
Akraness, með háfermi á þiljum.
Var það efni í hestagrindur, sem
setja á upp í lest m.s. Hvassa-
fells, sem hingað er væntanlegt
á morgun. Skipið á að taka hér
a.m.k. 50 hross til útflutnings og
verða þau flutt til Hamborgar.
—Oddur.
Skemmtifundur
Minkur unninn
Einn daginn er það fálki, sem
gerist heimaríkur í höfuðborg-
inni, annan daginn er það skað-
ræðiskvikindið minkur. — Hann
lagði leið sína inn í bæinn í gær-
morgun. Mun hans fyrst nafa
orðið vart í námiunda viö hegn-
ingarhúsið við Skólavörðustíg,
en hann var á Hallveigarstign-
um er iögreglan fékk tilkynningu
um að hann léki lausum hala.
Eftir eltingaleik króuðu lögreglu
menn minkinn inni í geymslu á
baklóð reiðhjólaverksmiðjunnar
Fálkinn við Laugaveginn og þar
var hann skotinn. Vaí þetta stórt
dýr. Þetta mun vera i fyrsta
skipti sem minkur er drepinn á
götu í Reykjavík. Drengur held-
ur á dýrinu, og gefur myndin
nokkra hugmynd um stærð dýrs-
ins.
Norræna félagsins
NORRÆNA félagið í Reykjavík
efnir til skemmtiíundar í Tjarn-
arcafé niðri föstud. 28. marz Kl.
20,30. Skemmtifunduriim hefst
á því, að Magnús Gíslason, fram-
kvæmdastjóri félagsins, flytur
ávarpsorð, síðan les Erik Sönder-
holm sendikennari við Háskóla
íslands smásögu eftir danska
nóbelsverðlaunaskáldið Johannes
V. JenSen. Því næst sýnir Vigfús
Sigurgeirsson litkvikmynd frá
heimsókn forsetahjónanna til
Finnlands órið 1954 og auk þess
kvikmynd frá heimsókn finnsku
forsetahjónanna til íslands á sl.
sumri. Að lokum verður stiginn
dans. Gestakort (verð 25 kr.)
verða afhent við innganginn. Fé-
lagsmenn eru sérstaklega hvatt-
ir til að fjöimenna og taka með
sér gesti.
Áiiöfn bandarísku flutningaflugvéiarinnar á Reykjavíkur-
flugvelli í gærkveldi. Flugstjórinn er lengst til vinstri. Stærð
hjóisins gefur góða hugmynd um, livíiíkt bákn flugvélin er.
(Ljósm. Mbl.: Ól. K. M.)
I nnflutnmgsskrifsfofur
utan R.víkur hafi sjálf-
Stceðan ákvörðunarrétt
Á FUNDI efri deildar Alþingis
í gær fór fram 3. umr. um frum-
varpið um fjölgun innflutnings-
skrifstofa.
Gunnar Thoroddsen tók til
máls og lýsti tveim breytingatil-
lögum frá þeim Jóhanni Þ. Jósefs
syni. Hin fyrri var á þá leið, að
ekki skyldi lögákveðið, að slíkar
skrifstofur utan Reykjavíkur
mættu ekki vera fleiri en þrjár
og mest ein í hverjum lands-
fjórðungi. — Gat ræðumaður
þess, að staðhættir væru sums
staðar þannig hér á landi, að
takmörkunin í frumvarpinu gæti
verið óeðlileg.
Síðari tillagan var á þessa leið:
„Þær afgreiðslur, sem þannig eru
settar á stofn, skulu fá sjálfstæð-
an rétt til úthlutunar innflutn-
ings- og gjaldeyrisleyfa eftir því,
sem nánara verður ákveðið í
reglugerð". Gunnar Thoroddsen j
benti á, að starfsemi skrifstof-
Styrkir til þýzku
náms
ÞÝZK stjórnarvöld hafa boðizt
til að veita ungum, íslenzkum
þýzkukennara eða námsmanni,
er leggur stund á nám í þýzkri
tungu styrk til að sækja sumar-
námskeið, er haldin verða við
háskóla í sambandslýðveldinu á
sumri komanda.
Styi’kurinn nemur 450 þýzkum
mörkum, og á hann að nægja fyr
ir dvalarkostnaði og þátttöku-
gjaldi í slíku námskeiði. Um-
sóknareyðublöð og upplýsingar
um námskeið þau, sem um er að
ræða, fást í menntamálaráðu-
neytinu. Umsóknir skulu hafa
borizt til ráðuneytisins fyrir 10.
apríl næstkomandi.
(Frá menntamálaráðuneytinu).
Lisfamannaklúbburinn
ræðir nýju menningar-
sjóðslögin
í KVÖLD — eins og alla miðviku
daga — verða umræður í Lista-
mannaklúbbnum í baðstofu
Nautsins og hefjast kl. níu stund-
víslega. Málshefjandi er í þetta
sinn Gylfi Þ. Gíslason, mennta-
málaráðherra og umræðuefnið
verður: „Nýju lögin um Menn-
ingarsjóð.og áhrif þeirra á starf-
semi íslenzkra listamanna og út-
breiðslu íslenzkrar listmenning-
ar“.
anna myndi ekki koma að gagni,
nema þær gætu tekið sjálfstæð-
ar ákvarðanir, og yrðu þeim
væntanlega úthlutað ákveðnum
gjaldeyrisupphæðum til ráðstöf-
unar.
Björn Jónsson kvað tillögur
þessar fremur til bóta, en vildi
ekki gera mikið úr þýðingu
þeirra.
Báðar tillögurnar voru síðan
samþykktar samhljóða og sent
neðri deild með 9 atkv. gegn
einu.
Ekki liægt að semja
sumaráætlun
EINS og skýrt var frá í Mbl. á
sunnudaginn, hefur Flugfélag ís
lands orðið að leggja öðrum
flugbáta sinna, vegna þess að
gjaldeyrisfærsla til skoðunar á
bátnum hefur ekki fengizt.
Flugbátar Flugfélagsins eru
tveir og eru þeir m.a. í förum til
ísafjarðar og Siglufjarðar. Vegna
þess að enn hefur ekki tekizt að
fá umræddan gjaldeyi’i til skoð-
unar ó flugbátnum, hefur ekki
reynzt mögulegt fyrir Flugfélag-
ið að semja sumaráætlunina til
þessara tveggja kaupstaða. Allar
flugsamgöngur þangað standa
nú og falla með þeim eina flug-
báti, sem í notkun er.
18 báfar með 180 lestir
AKRANESI, 24. marz. — Akra-
nesbátar, sem í gær voru á sjó,
18 talsins, lönduðu hér alls 180
lestum af fiski. Sigurvon var
með mestan afla, 21 lest, Ásbjörn
18,7 og Heimaskagi 18 lestir.
—Oddur.
Spilobvðld
HAFNARFIRÐI. — Félags-
vist Sjálfstæðisféiaganna er
í Sjálfstæðishúsinu í kvöld
og hefst kl. 8,30. Eins og
venjulega verða verðlaun
veitt.