Morgunblaðið - 01.04.1958, Page 1

Morgunblaðið - 01.04.1958, Page 1
20 síður 45. árgangur 77. tbl. — Þriðjudagur 1. apríl 1958 Prentsniiðja Morgunblaðsíns Fjórir ungir stúdentar fórust í flugslysi á Öxnadalsheiði Vélin lenti í hríbarbyl Flugmaðurinn ætlaði að snúa v/ð unrum um að halda kjarnorku- tilraununum áfram. Formælandi bandaríska utan- ríkisráðuneytisins lét svo um Framh. á bls. 18. Fasfaráðið leggur á- herzlu á góðan undirbúning PARÍS, 31. marz — Fastaráð NATO hefur sent Ráðstjórninni orðsendingu, sem undirrituð er af fulltrúum Bandaríkjanna, Breta og Frakka — varðandi fund ríkisleiðtoganna. Orðsend- ingin er samþykkt af fulltrúum allra NATO-ríkjanna og er í meginatriðum á þá lund, að fund- inn verði að undirbúa vandlega svo tryggt sé fyrirfram að ein- hver árangur náist. Lagt er til, að fundurinn verði haldinn sið- ari hluta maí-mánaðar svo fremi að viðunandi samkomulag um dagskrá hafi þá náðst. ALÞJÓÐ er nú kunnugt, að enn hefur orðið hörmulegt slys hér á landi. Aðeins 10 dögum eftir að faðir og sonur biðu bana í eldsvoða á Siglufirði, berst fregnin um að fjórir ungir efnilegir menn, stúd- cntar, allir í blóma lífsins, hafi látið lífið norður á öxnadals- heiði, rúma 3 km frá byggð. Lítil flugvél, sem þeir voru í, fórst þar á heiðinni, norðvestur af Bakkaseli, sennilega klukkan liðlega 6.30 á laugardagskvöldið. Þeir fundust látnir árla á sunnudags- morgun. Þrír piltanna voru við nám í Háskóla íslands, en sá fjórði, fiugmaðurinn, var í þann veginn að ljúka flugnámi. — Stúdent- arnir voru á leið til Akureyrar, til þess að heimsækja gamla kunn- ingja í Menntaskólanum á Akureyri og taka þátt í skólaskemmtun á laugardagskvöldið. Fjórmenningarnir voru: Bragi Egilsson, stud. med., frá Hléskógum, Höfðahverfi, 20 ára. Geir Geirsson, flugmaður, Bogahlíð 7, Rvík, 21 árs. Jóhann G. Möller, stud. med., Klapparstíg 29, Rvík, 20 ára. Ragnar Ragnars, stud. med., frá Siglufirði. —-Jlann hefði orðið 21 árs í gær, 31. marz. ^á vinstri: Bragi Egilsson, Geir Geirsson, Jóhann G. Möller og Ragnar Ragnars. Hinir ungu stúdentar, sem all- ir brautskráðust frá Menntaskól- anum á Akureyri vorið 1957, munu fyrir alllöngu hafa verið búnir að ákveða að bregða sér norður um einhverja helgi, þeg- ar vel stæði á. Á laugardaginn var haldinn skóladansleikur í M. A., og mun þeir á föstudaginn hafa ákveðið að bregða sér norð- ur þangað á laugardagskvöldið og taka þátt í gleði gömlu skóla- félaganna. Á síðastliðnu hausti innrituðust þeir Bragi Egilsson, Jóhann G. Möller og Ragnar Ragnars í læknadeild Háskóla Islands. Geir Geirsson hafði aftur á móti inn- ritazt í lögfræðideild, þótt hann muni ekki hafa sótt þar tíma, enda stóð hugur hans til flug mennsku. Ragnar Ragnars hafði í vetur unnið með námi sínu hjá Almenna bókafélaginu. Bragi Egilsson hafði einnig unnið með námi — var starfsmaður við Kleppsspítalann. Jóhann G. Möller hafði aftur ó móti alveg gefið sig að nám- inu. Hann og unnusta hans voru að undirbúa giftingu sína og stofnun eigin heimilis, nú á næstunni. Hinir látnu stúdentar voru mestu myndarmenn, sem ástæða var til að tengja miklar vonir við, sagði Þórarinn Björnsson, skólameistari, í samtali við Mbl. bónda þar Áskelssonar, sem er bróðir Jóhannesar, menntaskóla- kennara, hér í Reykjavík. Var hann hinn mesti efnismaður. Geir Geirsson ótti móður á lífi austur á Djúpavogi, frú Kristínu Björnsdóttur. Faðir hans, sem var lögregluþjónn hér í Reykja- vik, Geir Sigurðsson, lézt með sviplegum hætti fyrir 20 árum. Drukknaði hann í Reykjavíkur- höfn. Þá var Geir, sem skírður var eftir föður sínum, ófæddur. Síðasta veturinn í M. A. var Geir inspector scolae. Jóhann G. Möller bjó hjá móð- ur sinni, frú Edith Möller, Klapp- arstíg 29, en hún er ekkja Jó- hanns G. Möller, áður forstj. Tó- bakseinkasölunnar. Var hann einkabarn þeirra. Hinn ungi og efnilegi maður lætur eftir sig unnustu, Guðnýju Einarsdóttur, Þorvaldssonar, áður kennara á Akureyri, og nokkurra mánaða dóttur. Voru þau Guðný skóla- systkini. Jóhann heitinn var dux stærðfræðideildar á stúdents- prófi í fyrravor og hafði sýnt mikla námshæfileika. Ragnar Ragnars var sonur Ólafs Ragnars, útgerðarmanns á Siglufirði, einnig efnismaður hinn mesti, Hann mun hafa verið elztur systkina sinna, en bróður á hann nú í V. bekk M. A. Fjórmenningarnir, undir hand leiðslu Geirs Geirssonar, hófu Framh. á bls. 2 Bulganin tær siöðu við sitt hæii Flak Cessna-flugvélarinnar, þar sem það liggur á hvolfi. Mynd- in er tekin úr ca. 200 feta hæð. Ljósm.: Ingimar K. Sveinbjörnsson. ! í gær. Þeir voru mjög tryggir vinir skólans. Bragi Egilsson var frá Hléskóg- um í Höfðahverfi, sonur Egils MOSKVU, 31. marz — Krúsjeff einræðisherra, kynnti hina nýju stjórn sína fyrir Æðsta ráðinu í dag — og skýrði þá m. a. svo frá, að Bulganin léti nú af ráð- herraembætti, hann hefði veriö skipaður formaður bankastjórnar ríkisbankans rússneska, en því embætti gegndi hann einnig á árunum 1938—41. Bulganin var sjálfur viðstadd- ur, þegar Krúsjeff greindi þing- inu frá breytingunum, sem ann- ars urðu minni en ráð hafði verið fyrir gert. Formaður bankastjórn arinnar a en ekki í nefndu. sæti í innstu ríkisstjórninní, stjórninni svo- Kozlov, meðlimur í forsæti kommúnistaflokksins, hefur Krú- sjeff útnefnt fyrsta aðstoðarfor- sætisráðherra — en Anastas Mikoyan gegnir og því embætti. Gromyko gegnir áfram utanríkis- ráðherraembætti, Malinovsky varnarmálaráðherraembætti, Dudorov er innanríkisráðherra sem áður, Serov öryggismálaráð- herra. Rússar segjast hætta kjarn- Frjálsar þjóðir mega ekki eiga allt sitt undir loforðum Rússa þessarar nýju stefnuskrár af miklum klókindum. Rússar eru nýbúnir að gera víðtæka^ tilraun- ir með kjarnorkusprengjur, en Vesturveldin eru í þann veg að undirbúa sig undir slíkar tilraun- ir. Formælandi brezku stjórnar- innar sagði yfirlýsingu Gromykos verða tekna til nánari athugun- ar, en hins vegar væri það stór- galli, að Rússar hetðu ekki lagt fram neinar ákvcðnar tillögur um framkvæmd alhliða samninga um kjarnorkuafvopnun — og jafn- framt það, að Rússar geta sam- kvæmt yfirlýsingunni hafið til- raunirnar fyrirvaralaust þegar þeim þóknast. Hinar umfangs- miklu tilraunir Rússa að undan- förnu tryggðu þeim einnig að þeir mundu ekki dragast aftur úr á þessu sviði næstu tvö árin. Sagði hann og, að brezka stjórn- in hefði ekki fallið frá ákvörð- Þessi mynd sýnir öxnadalsheiðina, séð austur eftir, og krossinn er þar sem flugvélarflakið liggur, rétt norðan þjóðvegarins. í forgrunni myndarinnar er Grjótárgilið og liggur upp til vinstri. Til vinstri á myndinni er Ileiðarf jall, en sunnan undir því ligg- ur flakið. Til hægri á myndinni skammt ofan við krossinn sést í mynni Seldals. Bakkasel er að baki Heiðarfjalls og sést þvi ekki á myndinni. Myndin er tekin í fyrravetur. Ljósm. Mbl.: Ól. K. M. MOSKVU, 31. marz — Á fundi j Æðsta ráðsins í dag, skýrði Gromyko, utanríkisráðherra Ráð- stjórnarinnar, svo frá, að Ráð- stjórnin mundi hætta öllum til- raunum með kjarnorkuvopn um ; óákveðinn tíma. Kvað hann stjórn sína hafa tekið þessa ákvörðun í þeirri von að önnur kjarnorkuveldi gerðu hið sama. En ef þær vonir brygðust yrðu Rússar að gera ráðstafanir í sam- ræmi við öryggiskröfur sínar. Kvað Gromyko sér það ljóst, að slík stöðvun mundi ekki verða fullkomin trygging fyrir því að hættan á kjarnorkustyrjöld væri úr sögunni. Þess vegna væri Ráð- stjórnin fylgjandi skilyrðislausu banni við framleiðslu allra gerða kj arnorkuvopna og eyðingu allra slíkra vopnabirgða. Á Vesturlöndum er það álit stjórnmálamanna, að Ráðstjórn- in hafi valið tímann til birtingar orkutilraunum um óákv. tíma

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.