Morgunblaðið - 01.04.1958, Síða 10
10
MORCV1SBT4Ð1Ð
Þriðjudagur 1. apríl 1958
UTAN UR HEÍMI
XJtg.: H.í. Arvakur, Reykjavfk.
Framkvæmdastjón: bigíus Jónsson.
AðaXntstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarnx Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Viffu’
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arnx Ola, sími 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristmsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480
Askriftargjalo kr. 30.00 á mánuði innanlands.
í lausasolu kr. 1.50 eintakið.
BERA KOMMUNISTAR ABYRGÐ
Á „GEREYÐINGARHÆTTU
ÍSLENZKU ÞJÓÐARINNAR"?
,,Eg lék 14 ára ungling,
þar til ég varð 23 ára
EGAR tveir eða fleiri
flokkar starfa saman í
ríkisstjórn, verður- hver
um sig nokkuð að slá af kröfum
sínum til að samkomulag geti
náðst. Enginn einn getur í öllu
fengið vilja sínum framgengt.
Hversu langt rétt er að ganga í
tilslökunum hverju sinni fer eftir
atvikum. En ætíð eru takmörk
fyrir því, sem undan er hægt að
láta og þar með taka á sig ábyrgð
á því, sem ógeðfellt er eða and-
stætt.
Því að þess ber að minnast,
að samkvæmt íslenzkum stjórn-
lögum bera ráðherrar ábyrgð á
öllum stjórnarathöfnum. Þeir
bera ekki einungis ábyrgð á at-
höfnum eða athafnaleysi í þeim
stjórnardeildum, sem hverjum
og einum hefur sérstaklega verið
falið til meðferðar, heldur bera
þeir og ábyrgð á því, er gerist í
stjórnardeildum samráðherra
þeirra. Ekki er það þó svo að
skilja, að hver einstakur ráðherra
verði dreginn til ábyrgðar fyrir
hvert smáatriði, sem samráðherra
hans gerir sig sekan um. En þó
getur einnig hér svo margt smátt
saman safnazt, að stórt verði, svo
að samráðherrar þess, er í hlut á,
komist ekki undan ábyrgð, ef
þeir hafast ekki að.
Einkanlega er ljóst, að allir
ráðherrar hljóta að bera ábyrgð
á þeim málum, sem undir ráð-
hei’rafundi heyra. En í stjórnar-
skránni segir, að ráðherrafundi
skuli halda um nýmæli í lögum
og um mikilvæg stjórnarmálefni.
Svo skal og ráðherrafund halda,
ef einhver ráðherra óskar að
bera þar upp mál.
Hér er þess ennfremur að gæta,
að enginn ráðherra firrir sig
ábyrgð með því einu að hreyfa
athugasemdum við það, sem sam-
ráðherra hans gerir. Ef athuga-
semd er að engu höfð, hefur
sá, sem hana hefur gert það ráð
eitt til að firra sig ábyrgð að
beiðast lausnar.
Þær reglur, sem nú hafa verið
raktar, gilda um refsiábyrgðina
á gerðum ráðherra. Hún er mun
takmarkaðri en sjálf stjórnmála-
ábyrgðin, sem ráðherrar verða að
gæta gagnvart kjósendum. Víst
er að ef ráðherra gengur svo
langt í skeytingarleysi sínu að
hann bersýnilega brýtur gegn
reglunum um refsiábyrgð, þá
hefur hann því fremur brotið
þær velsæmisreglur, sem stjórn-
málaábyrgðin hvílir á.
★
Þessi sannindi er nauðsynlegt
að hugleiða, þegar lesið er það,
sem í Þjóðviljanum stendur hinn
30. marz s. 1., þ. e. á sunnudag-
inn var. Þar segir stórum stöf-
um yfir þvera forsíðuna:
„Losum íslenzku þjóðina úr
gereyðingarhættu og smán her-
stöðva og erlendrar hersetu".
í sjálfu meginrnáli greinarinn-
ar segir:
„Málstaður íslands er í hættu.
Tilvera íslenzku þjóðarinnar er
í hættu. Þeirri hættu, sem hverj-
um manni má augljós vera: að
komi til bernaðarátaka milli
stórveldanna leiðir erlend her-
seta og erlendar herstöðvar á fs-
landi af sér gereyðingu íslenzku
þjóðarinnar í kjarnorkustríði.
„Verndin", sem hernámsmenn
blygðast sín ekRi fyrir að
heimska sig á að nefna svo, er
því geigvænlegasta hætta, sem
nokkru sinni hefur vofað yfir ís-
lenzku þjóðinni“.
„Fyrir tveim árum hétu stjórn-
arvöldin því að segja upp her-
stöðvasamningnum, þau hafa
ekki staðið við þetta loforð. Þau
svík leiða gereyðingarhættu yfir
þjóðina".
Ef þeir, sem þetta skrifa, tryðu
sjálfir því, sem þar stendur, þá
er þar með kveðinn upp hinn
harðasti áfellisdómur yfir sjálf-
um þeim. Þeir hafa nú nokkuð
á annað úr stutt ríkisstjórn, sem
vitað er að búin var að skjóta
sér undan að fullnægja loforð-
inu, sem hún í upphafi gaf um
brottrekstur hins erlenda varn-
arliðs. Óumdeilanlegt er, að það
loforð var önnur meginforsendan
fyrir myndun núverandi ríkis-
stjórnar.
Menn geta að vísu slakað til
um margt til að halda við sam-
starfi um stjórn málefna ríkisins.
En óhugsandi er, að þeir slaki svo
til, að þeir fallist á að taka
ábyrgð á athöfnum, sem þeir
sjálfir trúa að stofni „tilveru ís-
lenzku þjóðarinnar í hættu“, hvað
þá „hættu“, sem þeir segja, að
„hverjum manni má vera augljós
vera“, enda sé hún svo „geigvæn-
| leg“ að af geti hlotizt „gereyð-
'ing íslenzku þjóðarinnar".
★
Hér er ótvírætt um að ræða
atriði, sem er svo mikilvægt, að
ekki er hægt að vinna til að fá
að vera við völd, ef það kostar
að taka á sig ábyrgð á slíku. En
einmitt það hafa ráðherrar komm
úrtista gert. Þeir hafa bæði tekið
á sig hina lagalegu refsiábyrgð
og stjórnmálaábyrgðina. Og þing
flokkur kommúnista og sjálfur
kommúnistaflokkurinn hafa gerzt
samábyrgir í þessu með því að
styðja ráðherrana eftir sem áður.
Um þetta verður ekki deilt.
í því sambandi skiptir í sjálfu
sér engu, þó að ráðherrar komm-
únista hefðu gert stöðugan
ágreining út af þessu og haldið
málinu vakandi innan ríkisstjórn-
arinnar og knúið á samráðherra
sína um fullnægingu hins gefna
loforðs. Meðan þeir láta „ger-
eyðingarhættu íslenzku þjóðar-
innar“ ekki varða samvinnuslit-
um, þá taka þeir á sig ábyrgð-
ina á henni ekki síður en hinir.
Ábyrgð þeirra verður einmitt
þeim mun meiri, þar sem þeir
hafa að eigin sögn sannfæringu
um hina „geigvænlegu hættu“
fyrir þjóðina, þar sem samstarfs-
menn þeirra væntanlega líta öðru
visi á.
Vesöld kommúnista verður þó
þá fyrst að fulludjós, þegar upp-
lýst er, eins og málgagn utan-
rikisráðherra gerir, s. 1. laugar-
dag: „ — — — ekki er vitað
til að ráðherrar þeirra hafi í
eitt einasta skipti nefnt málið
innan ríkisstjórnarinnar, síðan
hún var mynduð“.
FYRIR nokkru var sagt hér í
blaðinu frá örlögum kvikmynda-
Ieikara, sem hafið höfðu leiklist-
arferil sinn sem barnastjörnur í
Hollywood og náð heimsfrægð.
Þessum ungu kvikmyndaleikur-
um er mikill vandi á höndum,
er þeir eiga að leggja gervi burna
leikarans á hilluna og byrja að
Roddy McDowall heldur því
ákveðið fram, að börn, sem leika
í kvikmyndum, geti líka átt fram-
tíð fyrir sér sem fullorðnir kvik-
myndaleikarar. „Hvorki Judy
Garland né Elizabeth Taylor áttu
Roddy McDowall í kvikmyndinni
„Lassie Come Home“. Þykir nú
mjög fjölhæfur leikari.
í erfiðleikum". segir hann. Þó
viðurkennir hann, að reynt sé í
lengstu lög að koma í veg fyrir,
að þessi börn verði „fullorðin“.
„Ég lék 14 ára unglinga, þangað
til ég var 23 ára. Það kom sér vel,
að ég leit út fyrir að vera yngri
en ég var“, segir Roddy.
Hann er fæddur ' Englandi, en
12 ára gamall fluttist hann til
leika sem fullorðið fólk. Mörg-
um mistekst þetta algjörlega,
öðrum heppnast betur. Ekki verð-
ur betur séð en Roddy McDowall
sé á góðri leið með að vinna sér
álit sem mjög góður leikari. —
Margrét O’Brien hefur einnig
haldið áfram að leika, en ennþá
er ekki fullvíst hvernig henni
tekst sem fullvaxinni leikkonu.
Bandaríkjanna með fjölskyldu
sinni. Það var árið 1940, og lék
hann skömmu síðar í kvikmynd-
inni „How Gr’een Was My
Valley“. „Ég lék i fjórum kvik-
myndum með dýrum, ef svo
mætti segja, en 38 kvikmyndum
með mönnum. Ég man sérstak-
Margrét O’Brien hefur verið
önnum kafin, síðan hún var fyrir-
sæta ljósmyndara í fyrsta sinn
tveggja ára gömul. Móðir henn-
ar, sem er metnaðargjörn, hvatti
litlu stúlkuna til dáða. Faðir henn
ar dó, áður en hún fæddist. Mar-
grét varð heimsfræg fjögra ára
gömul, er hún lék litla munaðar-
lausa stúlku með fléttinga í kvik-
myndinni „Journey for Mar-
garet“. Hún heitir réttu nafni
Angela Maxine Hymberg og er af
spönskum og þýzkum ættum.
Gelgjuskeiðið stóð henni ekki
fyrir þrifum á sviðinu, heldur ’ék
hún ótrauð áfram.
Tvítug, aðlaðandi
stúlka
Nú er hún tvítug, aðlaðandi,
ung stúlka. Margrét er þó engan
veginn orðin fullþroska, sjálf-
stæð stúlka. Yfirleitt fylgir hún
alltaf ráðum móður sinnar, er
um miklar ákvarðanir er að
ræða. Hún segist vera ákveðin í
að halda áfram á þeirri braut,
sem hún lagði út á fjögurra ára
gömul.
lega eftir þessum fjórum, af þvl
að þær urðu mjög vinsælar“, seg-
ir McDowall hlæjandi. Ein af
þessum fjórum myndum var
„Lassie Come Home“. Roddy fór
til New York 1953 til að leggja
stund á leiklistarnám.
ÓkvæntuT og eftirsóttur
Það kom mönnum nokkuð á
óvart, er hann lék á Broadway,
m. a. í leikritum eftir Bernard
Shaw, að Roddy McDowall reynd
ist mjög fjölhæfur leikari. Nú
leikur hann ú móti Dean Stock-
well, sem líka lék í kvikmynd-
um sem barn, í „Compulsion“,
sem sniðið er eftir Loeb-Leopold
málaferlunum frægu. Leika þeir
ungu mennina, er drápu kunn-
ingja sinn. Þykir Roddy McDo-
wall leika hlutverk sitt mjög vel.
Hann er ókvæntur og eftirsóttur,
að því er sagt er.
Margrét leikur nú aðallega I
sjónvarpsþáttum.
Margrét O’Brien með Judy Gar-
land í „Meet Me in St. Louis“.
Leikur nú aðallega í sjónvarps-
þáttum.
Þótt kunnáttan sé ekki mikil leynir ánægjan sér ekki. Smáárekstrar og veltur skipta ekki máli,
enda getur það hent færustu skiðagarpa.
Margrét O' Brien varb fræg sem litil
munaðarlaus stúlka með fléttinga