Morgunblaðið - 01.04.1958, Page 11

Morgunblaðið - 01.04.1958, Page 11
Þriðjudagur 1. apríl 1958 MORGUNBLAÐIÐ 11 Margar þjóðir vinna af kappi gegn því að málin leysist Islend- ingum i hag Rætt við Davíð Ólafsfon fisVimálasijóra, um Jtioiiur maia á UemujLnaosteínunni Genf, 22. marz. EINN af þremur fastafulltrúum íslands á Genfarráðstefnunni er Davíð Ólafsson fiskimálastjóri. Á ráðstefnunni hefur Davíð aðal- lega tekið þátt í störfum þriðju nefndarinnar, þeirrar er fjallar um friðun og verndun fiskistofn- anna. Flutti hann ræðu af hálfu íslands í nefndinni þann 19. þ. m. svo sem áður hefur verið frá skýrt hér í blaðinu. Ég hitti Davíð í dag að máli i einu fundarherbergi Þjóða- bandalagshallarinnar, þar sem ráðstefnan er haldin og spjall- aði við hann um það hvernig honum virtist horfur mála og straumar liggja hér eins og sakir stæðu. Uagsmunirnir ráða afstöðunni — Almennu umiöcöunum er nú lokið, sem kunnugt er, segir Davíð. Elestar þjóðir hafa gert greia fyrir afstöðu sinni. Hún er mjög margvisleg og misjöfn og byggist það á því hverjir hags- mumrnir eru. Kemur þar í ljós tillitið til fiskveiða, öryggis og hervarna, kaupskipasiglingar o. S. frv. Hinar gömlu siglingaþjóð- ir Evrópu, svo og Bandaríkin og Japan, halda enn mjög fast við þriggja milna landhelgina. Þó er mjög athyglisvert, að aðalfulltrúi Bandaríkjanna, A. Dean, minnt- ist í ræðu sinni í landhelgis- málanefndinni á þann möguleika ■ð taka yrði tillit til hagsmuna þeirra þjóða, sem byggðu afkomu CÍna á fiskveiðum, í sambandi við viðbótarbelti fyrir fiskveiðar. — Hvað heldurðu að verði upp á teningnum um víðáttu land- helginnar? — Enn er ekkert hægt að full- yrða um það. Fjöldamargar þjóð- ir Suður-Ameríku, Asíu, Afríku og Austur-Evrópuþjóðirnar telja regluna um þriggja mílna land- helgina algjörlega úrelta. Eftir því sem sjá má virðast þær þjóð- ir, sem halda vilja fast við þriggja mílna regluna vera í al- gjörum minnihluta hér á ráð- stefnunni en ekki er þó enn hægt að sjá neinn heilsteiptan meiri- hluta. Merkilegasta tillagan, sem enn hefir hér verið borin fram er tvímælalaust tillaga Kanada um að ákveða fiskveiðilandhelg- ina 12 mílur, en þriggja mílna víðáttunni skuli að öðru leyti haldið. Togstreitan í Noregi — Afstaða Noregs hefur vak- ið mikla athygli? — Já, lengi var óvissa ríkj- Jón Nikúdemusson hitaveitu- stjóri á Sauðárkróki sekúndulílrar af 71 stigs heitu vatni Bor smíðaður af hitaveitustjóranum ó Sauðórkróki reynist mjög vel Sauðárkróki 29. marz. EINS og áður hefir verið skýrt frá hér í blaðinu, hefir að undan- Borinn förnu verið unnið að borun eftir heitu vatni á vegum Hitaveitu Sauðárkróks. Árið 1948 var hafizt handa um borun eftir heitu vatni við svo- nefnt Áshildarholtsvatn inn af Sauðárkróki. Hafði þá tvö undan farin ár farið fram leit eftir vatni og mælingar gerðar af jarðbor- unardeild ríkisins undir umsjá Gunnars Böðvarssonar verkfræð ings. Á þessu ári voru boraðar 5 holur og fengust úr 3 þeirra ca. 16 lítr. af 68,5 stiga heitu vatni. Snemma á árinu 1952 hóf- ust svo framkvæmdir við hita- veituna og miðaði þeim það v jl áfram að þann 1. febr. næsta ár á eftir var vatni hleypt í kerfi 1. hússins, og fyrir lok marzmánað- ar s. á. búið að tengja flest hús í bænum við veituna eða ca. 95 hús. Hitaveitan reyndist vel og voru þeir 15 lítr., sem Sauðáricrókur hafði til umx-áöa nægixegir fyrstu árin, en husum hexir xjojgað tals- vert árlega og eru nu ca. 230. Þaö var þvi augijost aö vacnið yrox extki nægnieSx j^cgar xra liox. Hitavexcusxjoxi tra oyrjun henr verxö Jon lNxKoaemusson vexsmið ur, og iet.hann eitt sxnn a hita- vei tunexndariunai orö fana um það aö gaman væri að gei'a til- raun meö smiði á jaröDor fyrir hitaveituna. Hitaveitunefndin fól Jóni þá þegar þetta verk, fullvrss um að honum myndi takast það Frh. á bls. 18. andi um það hvaða stefnu Norð- menn myndu taka varðandi víð- áttu landhelginnar. Mikil tog- streita hefur staðið um málið heima fyrir, þar sem annars veg- ar eru hagsmunir fiskimannanna í Norður-Noregi, sem stunda veið ar við strendur landsins og óyggja afkomu sína á þeim, og hins vegar eru hagsmunir þeirra, sem stunda veiðar ýmist við Noreg en þó öllu meira á miðum nálægt öðrum löndum. Hinir fyrrgreindu hafa lagt megin- áherzluna á það að sem víðust fiskveiðilandhelgi væri við Noreg en hinir síðarnefndu lagzt gegn því, þar sem þeir hafa tal- ið hagsmuni sína í hættu ef fisk- veiðilandhelgin væri færð út. Nú hefur norska stjórnin hins vegar tekið afstöðu í þessu máli á ráðstefnunni og stutt til- lögur Kanada. Svíar hafa einnig talið sig hlynnta því að athugað yrði varnarbelti fyrir fiskveiðar, þar sem sérstakar efnahagslegar aðstæður væru fyrir hendi. Dan- ir hafa og gefið í skyn að þeir myndu vera hlynntir þeirri lausn, sem kemur fram í tillög- um Kanada og er það að sjálf- sögðu með tilliti til hagsmuna Færeyja og Grænlands. íslenzka sendinefndin taldi Davíð Ólafsson flytur ræðu sína ekki rétt að binda sig við tillöguna þar sem hún telur hana ganga of skammt en þó vera spor í rétta átt. Mái íslands — Hvernig er málum íslands komið hér á ráðstefnunni? — Til að menn geti gert sér það ljóst er nauðsynlegt að hverfa nokkurn spöl aftur í tímann. Þessi mál hafa verið til meðferð- ar á alþjóðavettvangi um nær 10 ára skeið. Hefur það verið ýmist á Allsherjarþingi Samein- uðu þjóðanna, innan þjóðréttar- nefndar S. Þ., á ráðstefnunni í Róm 1955, í Evrópuráðinu og í Efnahagssamvinnustofnun Evr- ópu (O.E.E.C.) í sambandi við löndunarbannið. Ýmsir mætir menn hafa komið þar við sögu, en meginþunginn af því að verja og skýra málstað íslendinga í þessu mikilvæga máli hefur frá upphafi hvílt á Hans G. Ander- sen sendiherra, sem hefur verið ráðunautur ríkisstjórnarinnar um þessi mál frá byrjun. Sá skilningur, sem málstaður okkar hefur mætt í vaxandi mæli og aðstaða íslands á þessari ráð- stefnu, sem nú er haldin hér í Genf, verður einmitt að skoðast í ljósi þess hversu vel hefur verið haldið á málunum af íslands hálfu um mörg undanfarin ár, og er nauðsynlegt að menn geri sér það ljóst. Reynt að hindra hagstæða lausn — Hver heldurðu að árangur ráðstefnunnar verði? — Skoðanir ríkjanna sem þátt taka í ráðstefnunni eru mjög skiptar og hagsmunirnir margvís- legir, eins og ég sagði í upphafu Langt er frá því að línurnar hafi skýrzt svo enn, að unnt sé að sjá fyrir hvaða stefnu málin muni taka. Hvað okkar aðstöðu snert- ir er óhætt að segja það, að margar þjóðir leggja fullt kapp á að hindra hverja þá lausn, sem talizt gæti hag- stæð okkur íslendingum. ggs. Prentsmiðjustjóri Þjóðviljans lýsir yfi*: Ríkisstjórnin hefur svikið þjóðina i varnarmalunum Skollaleikur kommúnista vegna ótta i eirra við aíleiðingar stjornarsteínunnar í FYRRADAG var haldinn fund ur um varnarmálin í Gamla bíói í Reykjavík og þess krafizt, að herinn væri látinn fara og lýst yrði yfir ævarandi hlutleysi. Til fundarins var boðað af nokkrum rithöfundum, sem nýlega hafa stofnað með sér samtök. Fulltrúa ráð verkalýðsfélaganna í Reykja- vík átti einnig aðild að fundin- um, eins og kommúnistameiri- hl utinn þar haf ði samþy kkt. Hef ur þess orðið orðið vart undanfarna daga, að kommúnistar telja sig ekki getað þagað lengur um varn armálin. Þjóðviljinn auglýsti fundinn á sunnudaginn með myndum og miklum fyrirsögnum og prentsmiðustjórinn við Prent smiðju Þjóðviljans talaði þar og lýsti yfir því, að núverandi ríkis- stjórn hefði svikið loforð sín um herinn og hefði skamman frest til að bæta þar um. Fyrsti ræðumaður á fundinum í fyrradag var Þorbjörn Sigur- geirsson, sem kvaðst hafa verið beðinn að segja nokkur orð um kjarnorkusprengjur og verkanir þeirra, Gaf hann ýmsar upplýs- ingar um hinn ógurlega eyðilegg ingarmátt þessara vopna og sagði að lokum, að flestum væri Ijós hættan, sem þeim fylgdi, og ætti það að vera trygging fyrir því, að ekki kæmi til kjarnorkustyrj aldar. Næsti ræðumaður var Stefán Ögmundsson prentsmiðjustjói’i við Prentsmiðju Þjóðviljans, og var hann kynntur sem fulltrúí verkalýðsins. Hann sagði m. a., þóðin hefði verið margsvikin í varnarmálunum, síðast 1956, er núverandi ríkisstjórn samdi um áframhaldandi dvöl bandarískra liðsveita á íslandi. Kvað hann tíðindin um þá samninga hafa komið sem reiðarslag og afsak- anirnar um hættu vegna hernað- ar í Ungverjalandi og Egypta- landi hafa verið fleipur eitt. Rík isstjórnin verður að tilkynna um endurskoðun varnarsamningsxns og brottför hersins með 18 mán- aða fyrirvara, sagði Stefán, og því ei-u síðustu forvöð að gera það í haust, ella er forsenda stjórnarsamstarfsins brostin. — Ræðumaður kvað mikla hættu í því fólgna, að baráttan gegn dvöl erlends liðs í landinu hefði dofn- að vegna sefjunarmáttar æfðra stjórnmálamanna, sem beitt hefðu margvíslegum aðferðum. Hefði jafnvel verið gengið svo langt að bera fé í* dóma. Stefán sagði einnig, að allir samningar um hervernd byggðust á gróða- sjónarmiðum og siðferðið hefði nú verið lamað svo, að gengið væri með betlistaf meðal er- lendra þjóða. Blaðamaður við Morgunblaðið ritaði hjá sér nokkur atriði úr ræðum manna. Sessunautur blaðamannsins, gerðarlegur mað- ur, iðinn við klapp og bravóhróp, veitti þessu athygli og tók mjög að ókyrrast, er leið á ræðu Stef- áns Ögmundssonar. Gat hann loks ekki á sér setið og gerði há- værar athugasemdir við skriftirn ar, en sefaðist þó fljótlega og hafðist ekkert að um sinn. Drífa Viðar ræddi um áhrif vetnissprenginga á líf á jörðinni. og Jón Hannibalsson talaði um hlutleysisstefnuna. Hann minnt- ist einnig á, að ráðherrar Alþýðu bandalagsins hefðu krafizt þess, að staðið yrði við samþykktina frá 28. marz 1956, en samráð- herrar þeirra neitað. Því miður gaf ræðumaður ekki frekari upp- lýsingar um þessi viðskipti ráð- herranna. Hefði það verið fróð- legt, því að orð hans eru í algeru ósamræmi við frásögn Alþýðu- blaðsins, sem hefur lýst því yfir, að kommúnistaráðherrarnir hafi alls ekki á mál þetta minnzt í ríkisstjórninni, heldur þvert á móti samþykkt, að herinn skyldi sitja. Sveinn Skorri Höskuldsson, einn af forystumönnum ungra Framsóknarmanna, var næsti ræðumaður. Rifjaði hann upp sagnir um drauga, sem tóku ofan andlitið, er þeir mættu mönnum. Sagðist hann sízt hafa trúað því, að slíkir draugar myndu holdgast á íslandi, en þó yrði sér oft hugs- að til drauganna, er hann minnt- ist efndanna á samþykktinni frá 28. marz. Sveinn hélt áfram að líkja íslenzkum stjórnarliðum á þingi við ýmsar furðuverur og sagði, að nú væri erfiðara að taka íslendinga alvarlega í utan- ríkismálum en var fyrir 2 árum. Síðan vék hann að íslenzku þjóð- erni og hættum þeim, sem því eru búnar. Kvaðst hann óska þess, að við varðveittum það frá áhrifum þess hugsunarháttar, sem fram kemur í ofbeldinu í Alsír og Ungverjalandi. Að ræðu Sveins. lokinni, gat hinn klappfúsi sessunautur blaða mannsins með hendur í skauti, en náði sér aftur á strik, er Jónas Árnason hafði rætt um hættuna af því, að flogið væri með vetnis- sprengjur við ísland á friðar- tímum og alls ekki minnzt á land Kadars. Auk þessara ræðumanna komu fram 4 skáld og lásu upp. Að lokum mælti Gils Guð- mundsson fyrir tillögu um brott- flutning hersins og hlutleysi. Var hún samþykkt. Sessunauturinn fyrrnefndi, sem klappaði fyrir þeim, er ekki minntust á Kadar lét sér illa líka afstöðu blaðamannsins til þessar ar tillögu, sló til hans og flutti síðan smáræðu um andstyggð sína á öllu hans athæfi. Var það síðasta ræðan á fundinum. Ekki var þó samskiptum blaðamanns- ins og fundarmanna með öllu lokið, því að sessunatxturinn fylgdi honum eftir út úr húsinu og tautaði heldur ófögur orð. Úti á götunni vék síðan unglinga- kennari einn úr röðum kommún- ista sér að blaðamanninum blár af geðshræringu og ávarpaði hann allt annað en vinsamlega! Meira kunnum vér ekki af fund- inum að segja.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.