Morgunblaðið - 01.04.1958, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 01.04.1958, Blaðsíða 13
Þriðjudagur 1. apríl 1958 MORGVNBLAÐIÐ 13 Kol, olía og kjarn- orka á Grænlandi í MORGUNBLAÐINU þann 14. marz birtist grein með yfir- skriftinni: „Of kostnaðarsamt að vinna kol á Grænlandi til útflutn ings". Sagt er þar frá því, að Lindberg Grænlandsráðherra hafi lagt fyrir danska Ríkisþingið „skyrslu sína um landfræðilegar rannsóknir og námuvinnslu á Grænlandi". Haft er þar eftir skýrslunni, að á Kugssuaq-skaganum einum séu „milljón lesta" af kolum í jörðu. Þetta eru ekki ýkjur. Það mundi sanni nær, að þar væru tugir eða jafnvel hundruð milljóna tonna kola á skaga þessum sem réttu nafni heitir Eisunes. Það er annars furðulegt, að kunnir staðir á Grænlandi skuli •kki vera nefndir sínum íslenzku nöfnum. í nefndri grein er Bjarn ey kölluð Disco. Þar er og nefnt Seoresbysund, sem ekkert sund er. Fjörður sá heitir Öllum- lengri og er 44 danskar mílur á lengd, lengsti fjörður Grænlands og lengsti fjörður í heimi. Hon- um ér bezt lýst í Krókarefssögu. Fróðir menn og staðkunnir hafa sagt mér, að suðurströnd Eisuness beri enn minjar þess, að hún hafi einhvern tíma staðið í björtu báli. Af slíkum eldum eða minjum þeirra virðast for feður vorir hafa gefið skaga þess um nafn. Svo hagar þarna til, að á suðurströnd Eisuness, en einnig að norðan, eru eru leirlög þrung- in af steinolíu. Oftar en einu iinni hefir það hent í seinni tíð, að kviknað hefir í þessum leir- lögum vegna óvarfærni með eld- ¦pýtur. Vera má, að forfeður vorir hafi kveikt í nesinu af vangá, en ekki þarf það þó svo að vera, því eitt ginn kviknaði í við skriðufall á norðurströnd nessins. Uppi á nesinu eru ýmsar bendingar um, að steinolía sé þar í jörð, þar á meðal það, sem Danir kalla „Lervulkaner", þar sem olían leitar upp undan þrýstingnum. Slík steinolíusvæði með „Lervul- kaner", eru einnig í Grænlands- óbyggðum, austurströndinni fyr- ir norðan 70°nbr. Þriðja stein- olíusvæðið er norðvestan á Grænlandi. Kolalögin á Eisunesi ganga guður á Bjarney og norður á Króksfjarðarheiði. Þau eru víða allt upp í 3 metrar á þykkt, ef gmá-leirrákir, sem í þau kunna að vera, eru taldar með. Vatns eða grass hefir ekki orðiðvart í námunum. Aðstaðan til vinnslu við sjálfgerðar hafnir er hin ákjósanlegasta, og því líklegt að afköstin á hvern námamann með fullkomnum vélum og tækjum gætu með góðri stjórn orðið lík og í Svalbarðsnámunum, þ.e. miklu meiri en gerist og gengur í Evrópu. Þarna kemur aldrei hafís, en á köldustu mánuðum ársins leggur þarna sjóinn næst landi og þarf það ekki að verða til verulegra trafala fyrir námuvinnsluna. Þessi Eisuness- kol lét atvinnumálaráðuneytið í Reykjavík Efnarannsóknarstofu- íslands rannsaka haustið 1919. Segir svo í skýrslu rannsóknar- stofunar dags. 27. okt. 1919: „Fyrst í stað brenna kolin með löngum loga, en hann slokknar brátt, og úr því brenna þau loga- lítið og reyklítið. Askan er miklu léttari í sér en venjuleg steinkola-aska. Yfirleitt virðast kolin ágætis eldsneyti, og eru áreiðanlega eins góð og skotsk kol". Nánari uppl. um þessi kol geta menn fengið í ritgerð í Morgunblaðinu í nóv. 1919. Þá voru þau seld í s'másölu flutt á hafnir í Grænlandi á 2 krónur tunnan. Samkv. eldri danskri rannsókn voru þau að hitagildi álíka og Newcastle kol. Kol þessi eru nær eingöngu notuð á kola- vélaskipum, er ganga milli Dan- merkur og Grænlands og hafa gefizt mjög vel. Oft hafa menn látið sér til hugar koma, að brjóta þessi Eisunesskol í stórum stíl og flytja þau til Danmerkur. En tvennar ástæður hafa aftrað því. Þegar kol voru keypt á Bretlandi, feng- ust þau flutt til Danmerkur fyrir sáralitla frakt, sem „Ballast" á skipum, sem fóru til Eystrasalts- hafna eftir trjávið og slíku. Og þegar kol voru keypt frá Austur- Þýzkalandi (eða nú Póllandi) er órskammt að flytja þau til Dan- merkur. Verulega öðru máli gegndi að flytja Eisunesskolin til íslands. En önnur grænlenzk kol eru oss þó miklu nær. Á austurströnd Grænlands fyrir norðan 70°nbr. er víða mikið af ágætum kolum, sömu tegundar og kolin á Sval- barði. Næstu námurnar við ís- land eru norðan við mynnið á Öllumlengri, dægursiglingu, þ.e. 30 danskar mílur hér um bil í norður frá Kolbeinsey. Þar eru mikil og ágæt kol. Er það varla vansalaust að láta þessar kola- birgðir þarna ónotaðar svo mjög sem vér þörfnumst þeirra. Þótt Eisunesskolin séu eigin- lega steinka (ekki brúnkol) eru þau feikilega feit. Nokkru fyrir síðasta stríð vildi brezkt „syndi- kaf'-með 100 millj. gullkróna kapítal fá leýfi til að bræða þau, en það leyfi fékkst ekki af Dön- um. í nánu sambandi við kolin á Eisunesi eru lög af járnsands- steini með 38-48% af járni. Hendi næst mætti það virðast að nota Eisunesskolin til að bræða þenn- an járnmálm, og séu þau of feit ti; járnbræðsluofna, þá að bræða úr þeim benzínið og olíuna fyrst. Ekki er að efa, að kolin og steinolían á Vestur-Grænlandi eiga fyrir höndum mikið hlut- verk, sem rekstrarafl í þeim siglingum sem nú eru um það bil að hefjast frá og til stranda Huddsonsflóans með upplags- stöðvum í vestribyggð. - IL Svo segir í greininni, að Lauge Koch hafi nú „lokið við að gera uppdrátt af miðhluta A-Græn- lands". Telji hann sig nú næst þurfa að hefjast handa við rann- sóknir og uppdráttarferð af Scoresbysundi (Öllumlengri), og landssvæðinu þar umhverfis. Því miður er ég ekki svo vel að mér að ég viti, hvað kortlagn- ingu Grænlands úr lofti með flug vélum líður. En hér hlýtur samt að vera málum blandað. Síðastlið in 26 ár hefir Lauge Koch verið önnum kafinn við jarðfræðirann- sóknir í Grænlandsóbyggðum, en Grænlandsóbyggðir eru svæð ið norðan við Hvitserk, austur ströndin fyrir norðan 70° nbr. Þessar jarðfræðirannsóknir eru undirbúningur að vísindalegri málmleit, sem enn er ekki byrj- uð, en verk Lauge Koch er ekki máimleit, þótt hann hafi fundið mikið af námum, þar á meðal blýnámuna og mikið af molyb- den, þar sem blýið er. Það er IBUtl TIL SOLU íbúð við Samtún til sölu, 3 herbergi og eldhús á fyrstu hæð, ca. 70 ferm. Upplýsingar gefa Haukur Jónsson hdl. Hafnarstræti 19 — Sími 17266 og Hallgrímur Dalberg sími 15190 LÖGFRÆÐINGAFÉLAG ISLANDS Fundur til að ræða og ganga frá stofnun allsherjarfélags ís- lenzkra lögfræðinga verður haldinn í 1. kennsíustofu há- skólans þriðjudag 1. apríl kl. 17. Lögfræðingar eru hvattir til að fjölmenna. Undirbúningsnefndin. orðið langt síðan, að Lauge Koch var nálægt miðbiki Grænlands- óbyggða búinn að rannsaka og kortleggja jarðfræðilega til málm leitar stærra svæði en allt Stóra- Bretland. Gengi mér betur að trúa því, að þessi frásögn Morgun blaðsins ætti við þessa jarðfræði- legu rannsókn um miðbik Græn- landsóbyggða og gerð jarðfræði- legra uppdrátta yfir það svæði, en landfræðilega uppdrætti yfir miðbik Austur-Grænlands. Á það bendir og sú upplýsing í blaðinu, að L.K. hyggist flytja stöð sína á Ellu-ey á ca. 75° nbr. suður í botn Öllumlengri (á 70° — 71° nbr.) og geri sér von um að geta lokið rannsókn þess svæðis á 5 árum. Svo segir blaðið, að farið sé fram á kaup á 2 þyrilvængjum til „starfsins". Ég hefi enn ekki séð þá skýrslu, sem þetta er tek- ið úr. En til kortagerðar á Graen- landi hafi hingað til dugað venju legar flugvélar. En við vísinda- lega málmleit í óbyggðu landi hlyti það að vera mikið hagræði, að geta lent hvar sem er jafnvel nauðsynlegt. Þar sem í ráði var, að hin vísindalega málmleit byrj- aði á komandi sumri, rís fyrir mér spurning, hvort þyrilvængj- urnar ætti ekki að kaupa til þess, ekki til „kortlagninga"? „Sógafjörður" er ekki til. Það, sem Danir kalla „Skovfjord" er sundið milli Langeyjar og lands, og hefir án efa heitið Langeyjar sund og er áframhald Eiríksfjarð ar í vestur út til hafs. Við Lang- eyjarsund, við Fossasund, sem gengur til norðurs frá opi Eiríks- fjarðar, milli Langeyjar og Dýr- ness, norður í ísafjörð og vi8 utanverðan Eiríksfjörð hefir fundizt gríðarmikið af úraníum, allt upp í heilt kíló i tonninu og þrisvar sinnum meira af thori- um. Úraníum og thorium hafa fundizt víða annars staðar og mikið af því, og gera menn sér háfleygar hugmyndir um gróð- ann af þvi að vinna það. En ekki lenda þau auðæfi í vösum Græn- lendinga fremur en önnur, því danski ríkissjóðurinn telur sig eiga alla jörð á Grænlandi, svo Grænlendingar eiga í landi sínu ekki svo mikið sem steininn, sem þeir tylla sér á. í grennd við þetta úraníum- svæði eða á því er silfurnáma með hreinu silfri. Séra ívar Bárðarson er var ráðsmaður á biskupssetrinu í Görðum 1341— 1360, segir um 1360, að gnógt silfurmálms sé á Grænlandi. Hreinir óbræddir silfurkistallar úr slíkri námu hafa fundizt um miðja 19. öld við Júlíönuvon og sjálf þessi silfurnáma fær ekki dulizt, er beint verður vísinda- legri málmleit að þessu svæði. — í opinberum og órengjanleg- um skjölum frá því um 1500 er gullmálmur, auk silfurs, talinn meðal útflutningsvara frá Græn- landi. Og á árunum 1914—20, þegar ég fylgdist með, var Græn- land 3. land í heimi, þar sem flestir málmar höfðu fundizt. Og þó hafði þar ekki verið gerð — og er ékki enn — nokkur eiginleg málmleit, og landið ekki byggt af Norðurálfuþjóð. 16/3 1858. Jón Dúason. ég þakka Colgate velgengni mína Flugfreyja, eins og ég, verður að hafa fall- egt bros.Hið frábæra COLGATE DENTAL CREAM, heldur tönnum minum mjallhvit- um. mmmm ¦¦¦-•,-*•.¦•¦.•' "•(>¦.Vi':)W;>WiJ WM BWMMM Eg hef erfitt starf, en hef aldrei haft frátafir vegna lannpinu, COLGATE ver tennur mín ar skemmdum. Sg hitti margt heldra fólk á hverjum I iegi, en get alltaf verið örugg, því að JOLGATE gefur hressandi munnbragð. cc( c burstið tennur yðar með COLGATE DENTAL CREAM það freyðir! ^V^ Uy. ÞAÐ HREINSAR MUNNINN MEÐAN ÞA D VERNDAR TENNUR YÐAR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.