Morgunblaðið - 01.04.1958, Side 20
VEÐRIÐ
Sunnan og SV-kaldi, skúrir.
JllfmillJtM&Mtií
77. tbl. — Þriðjudagur 1. apríl 1958
Ræða Davíðs Olafssonar
í Genf. Sjá bls. 9.
Talið að Bandaríkin lýsi
ákveðnum stuðningi við
12 mílna friðunarsvœði
ÞAÐ er nú álitið í Washington að Bandaríkin muni innan skamms
lýsa yfir fylgi við þá tillögu Kanadamanna á Genfarráðstefnunni,
að heimiluð verði 12 mílna fiskveiðilandhelgi. Frá þessu- er greint
í fréttabréfi frá National Fisheries Instistute 1 Washington, sem
eru heildarsamtök bandarískra útvegsmanna.
Þann 11. marz sl. talaði Mr.
Dean, fulltrúi Bandaríkjanna, á
Genfarráðstefnunni, og lagði þar
fram tillögur um að landhelgi
yrði ekki leyfð víðari en 3 sjó-
mílur. Var hann mjög mótfall-
inn mikilli víkkun landhelginnar.
Mr. Dean sagði einnig í ræðu
sinni:
— Ríkisstjórn mín skilur vel
þau vandamál, sem ýmis strand-
ríki eiga við að stríða, er valda
því, að þau hafa framkvæmt ein-
hliða aðgerðir til verndar fisk-
stofninum. Erum við reiðubúnir
til að stuðla að lausn slíkra vanda
mála.
Þrátt fyrir þessi ummæli hafa
Bandaríkin enn ekki lýst berum
orðum yfir fylgi við víðari fisk-
veiðilandhelgi.
Um viku síðar eða þann 17.
marz báru Kanadamenn fram til-
lögu um þriggja mílna lögsögu-
landhelgi og 12 mílna fiskveiði-
landhelgi, og lýsti fulltrúi ís-
lands, Hans G. Andersen, yfir
stuðningi við þá tillögu þann 18.
marz.
Fréttabréf National Fisheries
Institute er gefið út 21. marz og
er þar greint frá því að sterkur
orðrómur sé á kreiki í Washing-
ton, um að bandaríska sendinefnd
in í Genf ætli að styðja mjög
áveðið tillögur Kanada um
þriggja mílna lögsögulandhelgi
og tólf mílna fiskveiðalandhelgi.
í fréttabréfinu er sagt, að ná-
kvæmar fréttir liggi ekki fyrir
um þetta, en útvegsmenn í
Bandaríkjunum, einkum rækju-
veiðimenn hafi þungar áhyggjur
vegna þessarar ákvörðunar, þar
sem hún myndi tákna það, að
þeir misstu rækjumið, sem
myndu falla undir fiskveiðiland-
helgi Kanada.
ISiywrjnn Ármannsson I
Húsavík ■
Á SUNNUDAGINN lézt í sjúkra-
hús'i hér í Reykjavík, Sigurjón
Ármannsson, bæjargjaldkeri í
Húsavík, rúmlega sextugur að
aldri.
Hafði hann verið fluttur sjúkur
hingað til Reykjavíkur fyrir
nokkrum vikum. Var Sigurjón
vel látinn og þekktur borgari á
Húsavík, og er mikill mannskaði
að honum.
Hefir kyrkt tvo
minka í greip sinni
HELLNUM, 31. marz — Það bar
til fyrir stuttu að maður réði nið-
urlögum minks með berum hönd-
um. Var það Gunnlaugur Hall-
grímsson, bóndi á Bárðarbúð á
Hellnum. Gekk hann fram á mink
á bersvæði á túninu. Þar sem
ekkert „vopn“ var við hendina,
kastaði Gunnlaugur sér á mink-
inn, náði taki um háls á dýrinu
og banaði því.
Er þetta i annað sinn, sem
Gunnlaugi tekst að drepa mink
með þessu móti, en í fyrra skipt-
ið réðist minkurinn til varnar,
stökk upp á brjóst honum og
munaði litlu að Gunnlaugur hlyti
bana af. Honum tókst þó fljót-
lega að vinna á dýrinu, eftir að
hafa fest hendur á því. —K.K.
Ný verzlun í Auslur-
slræti 1 í Reykjavík
SL. laugardag var opnuð í Aust-
urstræti 1 ný verzlun. Nefnist
hún Sport og verzlar með sport-
vörur. Eigandi verzlunarinnar er
Hákon Jóhannesson. Hann skýrði
svo frá við opnun verzlunarinn-
ar að takmarkið væri að þarna
yrði fullkomin sportvöruverzlun.
Fyrst um sinn er aðaláherzlan
lögð á veiðistangir og veiðiútbún-
að, ferðafatnað og útbúnað allan
og allt er snertir ferðalög, enda
fer nú tími ferðalaganna senn í
hönd. Síðar verða á boðstólum
alls kyns íþróttavörur, t. d. til
badmintoniðkunar, knattleika o.
fl. —
Húsnæði verzlunarinnar er
smekklega útbúið og að öllu
leyti hið snyrtilegasta.
YFulltrúaráðs-
fundur í kvöld
Jóhann Hafstein rœðir stjórnmálaviðhor! /P
Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélag-
anna efnir til fundar í Sjálf-
stæðishúsinu í kvöld kl. 20,30.
Á fundinum verða til um-
ræðu flokksmál, en að þeim
loknum mun Jóhann Hafstein,
alþingismaður, flytja ræðu
um stjórnmálaviðhorfið. Er
ekki að efa að fulltrúar muni
fjölmenna ár fundinn, þar sem
nú mun ríkja mikill áhugi
meðal manna á þróun stjórn-
máianna. Fuiltrúar eru beðn-
ir um að mæta stundvíslega
og sýna skirteini við inngang-
inn.
Myndir þessar eru teknar í Þjóðleikhúsinu á frumsýningu ball-
ettanna. Grein um sýninguna er á bls. 6.
Bæríim vill kaupa
Engey, en ekki ...
Á FUNDI bæjarráðs er haldinn
var á föstudaginn, var lagt fram
á ný og rætt bréf landbúnaðar-
ráðuneytisins um makaskipti á
Engey og Korpúlfsstöðum. Frá
því hefur áður verið sagt hér í
blaðinu. Á þessum fundi bæjar-
ráðs var samþykkt viljayfirlýs-
ing í málinu, þess efnis að bæj-
arráð vilji ekki að bærinn láti
Korpúlfsstaði af hendi, en það
ítrekar tilmæli sín, um að ríkið
selji Reykjavíkurbæ Engey.
Bygging Búnouoriélagshnssins
--------------------------
Skemmtilegar kvik-
myndir Vilhjálms
VILHJÁLMUR Einarsson, hinn
kunni íþróttakappi, er jafnframt
góður myndasmiður. Sl. sunnu-
dag frumsýndi hann kvikmyndir
er hann hefur tekið á ferðalögum
sínum til ýmissa stórmóta. Var
þar fyrst kvikmynd um förina til
Melbourne 1956, síðan um för til
Moskvu, til Varsjár, til Búkarest
og til Aþenu. Var nær húsfyllir
sýningargesta á sunnudaginn.
Myndir Vilhjálms eru einkar
skemmtilegar. Hann sér fleira en
mjög skemmtilega íþróttakeppni,
þó slíkt sé uppistaða myndanna.
Hann fer með sýningargesti sína
um borgir og sveitir viðkomandi
landa, sýnir þeim líf framandi
þjóða og kemur auga á það fal-
lega og það nýstárlega. Hann
flytur sjálfur skemmtilegar skýr-
ingar með myndunum.
í dag og á morgun sýnir hann
myndir sínar í Nýja Bíói kl. 5 og
7 báða dagana.
Óska eftir landi
fyrir kirkjugarð
STJÓRN kirkjugarðanna hér í
Reykjavik hefur skrifað bæjar-
ráði. Er sótt um land undir fram-
tíðarkirkjugarð fyrir Reykjavík
og nágrenni. Á fundi bæjarráðs á
föstudaginn var, var erindi þessu
vísað til skipulagsnefndar.
50 þús. kr. fjár-
festiiigarleyfi
Á FUNDI bæjarráðs er haldin
var á föstudaginn, var lögð fram
tilkynning frá Innflutningsskrif-
stofunni, þar sem tilk. er að leyfð
ar séu framk’væmdir við Gnoðar- '
vogsskóla. Er leyfið bundið við
50 þús. kr. fjárfestingu í þessu
| skyni.
I ---------------------
Nýr geymir í stöð
Skeljungs
OLÍUFÉLAGIÐ Skeljungur sem
á olíustöðina miklu í Skerjafirði,
hefur fengið leyfi til þess að
byggja til viðbótar við benzín
og olíugeyma stöðvarinnar einn
geymi. Var leyfið samþykkt á
fundi bæjarráðs á föstudaginn.
Verður síðan frá leyfinu gengið
í samráði við slökkviliðsstjóra,
til tryggingar á öllum öryggis-
búnaði eldsvarnarkerfisins í stöð-
inni.
FRUMVARPIÐ, sem la^,dbúnað-
arnefnd neðri deildar flytur um
x/a% viðbótargjald af söluvörum
landbúnaðarins, kom til 1. umr.
á föstudag. Skv. frumv. á að inn-
heimta gjald þetta á árunum
1958—61 og láta það renna til
Búnaðarfélagsins og Stéttarsam-
bands bænda til að reisa hús
þeirra við Hagatorg í Reykjavík.
Jón Sigurðsson flutti framsögu
ræðu um frumv. Sagði hann, að
það væri flutt skv. beiðni stjórn-
ar Búnaðarfélags íslands og hefði
frumv. verið samþykkt á síðasta
búnaðarþingi með 21 atkv. gegn
2. Hús það, sem Búnaðarfélagið
reisti sér af miklum stórhug um
síðustu aldamót, er nú orðið með
öllu ófullnægjandi, sagði Jón, og
hafa húsnæðisvandræðin haft
truflandi áhrif á starfsemi félags-
ins. Árið 1956 var ákveðið að
byggja nýtt hús, og hófust fram-
kvæmdir þá um haustið. Hefur
þeim verið haldið áfram eftir því
sem leyfi hafa fengizt. Bæjar-
stjórn Reykjavíkur lét í té lóð
á góðum stað og ber að þakka
það.
Að húsbyggingunni standa Bún
aðarfélagið og Stéttarsamband
bænda. Enn er til allmikið fé í
sjóði. en fyrirsjáanlegt er, að það
hrekkur engan veginn til. Með
því viðbótargjaldi, sem frumv.
fjallar um, er talið tryggt, að
húsið komist upp, og var síðasta
búnaðarþing nokkurn veginn ein
huga um álagningu þess. Þar sem
um er að ræða skatt á bændur
sjálfa virðist afstaða þingsins
benda til, að skilningur sé ríkj-
andi meðal þeirra á nauðsyn málg
ins.
Ingólfur Jónsson kvaðst ekki
lýsa sig andvígan þessu gjaldi,
en sagðist hafa orðið þess var,
að ýmsir bændur vildu vita, hvað
húsið við Hagatorg ætti að kosta
upp komið, hve mikinn hluta
þess samtök bænda þyrftu til
sinna nota, hve mikið fé væri
nú fyrir hendi og hve langan
tíma myndi taka að byggja húsið.
Bað Ingólfur um upplýsingar um
þessi atriði, þó að ekki yrði unnt
að veita þær, fyrr en síðar við
meðferð málsins. Þá kvaðst Ihg-
ólfur álíta, að hið nýja gjald, sem
bætist við það Vz% gjald til bún-
aðarmálasjóðs, sem áður hafa ver
ið ákvæði um í lögum, yrði um
2 millj. kr. á ári.
Jón Sigurðsson kvaðst ekki
hafa fullkomnar upplýsingar um
þessi mál við höndina, og teldi
hann því rétt að láta ekki uppi
tölur við þessa umræðu.
Styrk skipt milli
bliiidrafélagaima
Á FUNDI bæjarráðs á föstudag-
inn, var samþykkt tillaga borg-
arlæknis varðandi skiptingu
styrks, sem bæjarsjóður veitir tii
blindrastarfsemi hér í bænum.
Blindrafélögin eru tvö sem kunn
ugt er, Blindravinafél. íslands og
Blindrafélagið, og fá þau hvort
um sig 10 þúsund krónu styrk úr
bæjarsjóði.