Morgunblaðið - 02.04.1958, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 02.04.1958, Qupperneq 6
6 MORCVNfíT 4 fíl f) Miðvikudagur 2. april 1958 Krúsjeff í hásætinu Eftir Edward Crankshaw ÆTLI Búlganin standi sjálfum alveg á sama um breytingarnar? Hann virtist á sínum tíma hafa mestu ánægju af að leika for- sætisráðherra, án þess þó að hann gerði of mikið úr embætt- inu. Þetta var líka dágóð staða, sem hann þurfti ekkert að skamm ast sín fyrir. Að vísu fylgdu embættinu hætt ur, en þær fylgja hverju meiri háttar embætti í Sovétríkjunum og við því er ekkert að gera. Það er greinilegt að Búlganin var oft í essinu sínu, þegar hann þurfti að framfylgja kurteisis- skyldum embættisins, — enginn var honum slyngari í að halda formlegar og kurteislega orðaðar ræður yfir borðum. Hann sýndi umheimmum, að Rússar kunna meira að segja kurteisi gamla heimsins og enginn undi sér bet- ur við þetta en hann. Svo virtist sem samúð hans við Krúsjeff hefði örvandi áhrif á hann og þó leit hann oft á Krúsjeff eins og einhvern óþekkt aranga. Hann var enginn bjáni. Vissi heilmikið um hin raunhæfu atriði í iðnaðinum. Þó hann væri metorðagjarn á yngri árum virð- ist hann þó aldrei hafa verið heltekinn af valdafíkn. Upp á síðkastið hefur hann virzt mjög þreyttur og ellilegri en 62 ára aldur hans bendir til. Honum hljóta að hafa leiðzt öll löngu bréfin, sem hann varð að undir- rita fyrir Krúsjeff. Máske var hann bara feginn að mega láta af starfi, en líklega hefði hann óskað sér að til væri lávarða- deild í Sovétríkjunum, eins og í Bretlandi — fyrir þreytta upp- gjafa stjórnmálamenn. Krúsjeff gerði á 5 árum það sem Stalin gerði á 15 Hvað vinnur Krúsjeff á með þessum breytingum? Aðeins það að nú er hann formlegur yfir- stjórnandi ríkisins. En það þýð- ir aftur að hann myndi sitja einn sem fulltrúi Rússlands með þeim Eisenhower og Macmillan á fundi æðstu manna stórveldanna. Hann þyrfti ekki að taka Búlganin með sér sem grímu á stjórnarskrána. Hann er líka kominn í nógu mikla virðingarstöðu til þess að Tító myndi taka veglega á móti honum. Þýðir breytingin nokkuð annað en þetta? Stalin beið í 15 ár eftir dauða Lenins áður en hann hrifsaði embætti forsætisráðherra frá Molotov Þetta sama hefur Krús- jeff tekizt á fimm árum. Margir munu segja, að það sanni að hann sé margfalt verri en Stalin. En er annars nokkuð líkt með þessum tveimur mönnum? Stalin náði völdum, ekki að- eins með því að reka nokkra hættulega samstarfsmenn og senda þá til útkjálkahéraða, held ur með líflátum í óvenjustór- um stíl, og með því að halda aðstoðarmönnum sínum í stöð- ugri spennu skelfingar og ótta. Stalin notaði fljótlegar aðferðir Krúsjeff hefur náð völdum með því að halda vel á spilunum. Stalin var að vísu snjall og slæg- ur „spilamaður“, en aðeins fyrstu árin, meðan hann var ekki orð- inn nógu sterkur til að beita líf- látum. Hann espaði einn arminn upp á móti öðrum og þannig losnaði hann við Trotsky, en það var ósköp tímafrek og þreytandi aðferð, — það reyndist miklu fljótlegra og hagkvæmara að senda kúlu í hnakkann, enda tók hann þá aðferð upp strax og hann sá sér það fært. Er nú hægt að búast við hinu sama af Krúsjeff? Fram að þessu hefur það verið nóg fyrir hann að vera snjall og ákveð- inn, að blanda saman fagurgala og grobbi og svolítilli hótun við og við. Honum fylgir nú fram- kvæmdaráð, sem er að mestu, en þó ekki að öllu leyti skipað stuðningsmönnum hans, sem eiga honum að þakka frama sinn. Það hefur ekki allt gengið hljóða- laust. Sannarlega voru örlaga- ríkir tímar eftir uppreisnirnar í Póllandi og Ungverjalandi og sömuleiðis síðastliðið vor, þegar atburðir þeir voru að gerast sem að lokum leiddu til útskúfunar fjögurra frægra leiðtoga. Brott- rekstur Zhukovs hlýtur einnig að hafa verið torveldur. Og enn er Krúsjeff mjög háður skipulagningargáfum Mikoyans, enda virðist það sýnt af hinum stöðugu ræðuhöldum Krúsjeffs sjálfs, að Mikoyan verður að ann- ast mikinn hluta stjórnarstarf- anna á meðan. Hann er einnig háður Mikhail Suslov, þessum með ofstækisfulla glampann í augunum. — Suslóv er lærisveinn Stalins en ekki Krús- jeffs og hann trúir á kerfið, ekki aðeins sem aðferð til að skapa Rússlandi dýrð, heldur sem helga ritningu. — I byrjun var Karl Marx, gæti Suslov sagt. En Krús- jeff gæti haft grun um að eitt- hvað hefði verið til áður. Svo koma ýmsir lægra settir félagar, sem þó eru öflugir, gáf- aðir og sjálfríkir. Þetta eru nýir menn sem hafa /erið að koma fram á sjónarsviðið eins og Kiri- chenko frá Ukrainu, Frol Kozlov frá Leningrad, frú Furtseva augnayndi kvenréttindamanna og I. V. Ustinov, sem lengi hefur verið hinn dimmi óþekkti armur sem stjórnaði hergagnaiðnaðin- um, en útgjöld hans hafa aldrei verið birt í opinberum skýrslum. Það er úr nógu að velja, en þess- ir sem hér voru nefndir gengu undir merki Krúsjeffs í valda- streitunni 1957, en þá er sagt að ekki hafi verið hægt að treysta Búlganin. Þrátt fyrri það eru þessir nýliðar og margir fleiri, fólk, sem Krúsjeff verður að reikna með og jafnvel vara sig á. Hann verður líka að taka til- lit til hinna nýju viðhorfa sem Þetta eru andlit tveggja fóstbræðra, sem voru í nokkur ár svo nátengdir hvor öðrum að þeir gengu undir merkinu B & K. Myndin var tekín í Indlandsför þeirra haustið 1955. — Nú segir Edward Crankshaw að munurinn á Krúsjeff og Stalin sé að Búlganin er ekki skotinn. gætir í rússnesku þjóðlífi. Hótun Krúsjeffs við rithöfunda Jafnvel þótt Krúsjeff nennti ekki að halda áfram þessu stjórn- múlakarpi og sæi að það væri miklu auðveldara að grípa til byssunnar, — þá er það allsendis óvíst að hann gæti byrjað að skjóta. Og jafnvel þó sú leið væri farin, þá er óvíst að hann vilji það. A sínum tíma framkvæmdi hann aftökur fyrir Stalin. Ein- staka sinnum hjaðnar góðmennsk an af andliti hans og hann gríp- ur til grimmilegra ógnana. Hon- um er það fullljóst að skamm- byssur og ógnarstjórn eru áhrifa- mikil stjórntæki. Þegar engin önnur ráð virðast tiltæk hefur hann minnzt á þessi tæki, eins og þau væru hátromp á hendi hans. Eins og þegar hann flutti ræðu á þingi rússneskra rithöfunda, einmitt þegar uppreisnarandinn var mestur meðal þeirra. Þá sagði hann m. a.: „Ef ungverska stjórn- in hefði í tæka tíð skotið fáeina af ungversku rithöfundunum, þá hefðu þessi vandræði aldrei steðj að að“. Síðan bætti Krúsjeff við eftir svolitla áhrifaríka þögn: „Eg skal taka það fram, að ef svo stæði á fyrir mér, þá myndi hönd mín ekki titra“. En einmitt þarna virtust öll önnur ráð árangurslaus. Tvisvar áður hafði Krúsjeff safnað rit- höfundunum saman til að reyna að temja þá til hlýðni með for- tölum og hvatningum. Það var ekki fyrr en hann minntist á skothríð sem þeir lyppuðust nið- ur. Við trúum því fullkomlega sem hann segir, að hönd hans myndi ekki titra. Samt er það greinilegt, að hann vill ekki skjóta og hann hefir hlotið orðstír fyrir að skjóta ekki. Það er ein- mitt athyglisvert að Krúsjeff hef- sbrifar úr “] daglega lífínuJ UTVARPIÐ er vissuelga nyt- samt fyrirbrigði. Það er ósköp þægilegt að láta lesa fyrir sig fréttir og annan fróðleik eða fá hann Toscanini sáluga heim til sín með alla karlana hjá NBC. Útvarpið veitir tækifæri til að kynnast þessu, sem maður hefði aldrei átt kost á ella eða hefði ekki nennt að bera sig eftir, þó að unnt hefði verið. En óneitanlega eru ýmsir gall- ar á gjöf Njarðar. Eitt hið versta er, að ekki er unnt að snúa sér að útvarpinu á sama hátt og bókaskápnum eða plötugrindinni og velja það, sem hugurinn kann að standa til hverjum tíma Ef verið er að lesa veður- fréttir í útvarpinu, verður mað- ur annaðhvort að hlusta á þær eða loka fyrir, — sama þótt mað- ur vildi helzt heyra búnaðarþátt eða calypsó. Þegar svo búnaðar- þátturinn kemur. loksins, sama dag eða daginn eftir, er jafnlik- legt, að allur búnaðaráhugi sé rokinn út í veður og vind, mað- ur sé að tygja sig til að ganga á Esju og vilji helzt ekkert heyra nema veðurfréttir. Fyrir kemur, að Óli lokbrá kemur með regnhlífina sína, þeg ar maður situr í stól og er önn- um kafinn við að verða mennt- aður. Ef setið er með Fjármála- tíðindi eða Borgin hló, er þetta ósköp saklaust. Þá er bara að leita uppi þann stað, sem síðast er munað eftir í textanum, hvort hann er í opnunni, sem við blas- ir, þegar blundurinn er allur, — eða svolítið framar, eins og stund um vill verða. Það er hins vegar miklu alvarlegra, ef augun lokast og vitundin slævist, meðan hlust að er á útvarp. Hérna um dag- inn sofnaði ég við, að einhver var að tala um misgildar krónur: Landsbankahúsið er bókfært að verðmæti 1 kr., það er dýrmæt króna. Gamall bílskrjóður kost- aði 80.000 þús., það eru lélegar krónur. Ég veit ekki hvernig þetta endaði, því að næst, þegar ég varð var við sjálfan mig fyrir framan útvarpstækið, var ein- hver allt annar maður að tala um Þorlák helga. Afleiðingin varð auðvitað sú, að ég fór á mis við mikinn fróðleik, bæði um pen- inga og hinn blessaða biskup. Svipaða sögu er að segja af þeirri þekkingu, sem ég hef upp skorið af ýmsum þeim fyrirlestr- um um vísindi nútímans, sem fluttir hafa verið í útvarpið eft- ir hádegi undanfarna sunnudaga. Ég hef heyrt það mikið, að ég þykist geta fullyrt, að þetta hafi verið mjög fróðleg erindi, en því miður hef ég misst ærið mikið úr. Það bregzt varla, að hún dótt- ir mín litla komi vappandi með Vouge eða Bínu brúðulækni og segir: „Pabbi komdu að lesa rnyndir". Ef ég segi: „Æ, biddu hana mömmu þína að sýna þér myndirnar", svarar stelpan auð- vitað um hæl: „Mamma er að hlusta á útvarpið. Pabbi komdu að lesa myndir". Og svo er hún fyrr en varir búin að setja bæði sjálfa sig.og myndirnar í fangið á manni og ekki verður undan því komizt að finna „ljótu karl- ana úti við sjóinn“, eða „aum- ingja litlu dúkkuna, sem meiddi sig í enninu". Þótt hlustað sé með öðru eyranu, dugir það ekki. Sízt veitir af að hafa þau bæði í notkun og allt innvolsið í höf- uðkúpunni að starfi, ef fúllt gagn á að verða af því, sem verið er að flytja. En hvað er nú hægt að gera til að bæta úr þessum ókostum útvarpsins? Ég þekki menn, sem eiga segulband og taka upp merki legt útvarpsefni til að geta hlust- að á það aftur, ef nauðsyn kref- ur. En það eru ekki allir, sem hafa ráð á að kaupa sér segul- bönd, og hver veit, nema Stef kæmist í málið og sendi manni reikning, ef þessari tækni væri beitt. Maður verður bara að taka útvarpið eins og það er. Það er huggun harmi gegn, að Morgun- blaðið er unnt að lesa á hvaða tíma dags sem er. Mér lá við að segja, að maður gæti jafnvel sofn að yfir því og tekið svo þráð- inn upp aftur, en hver hefur heyrt um nokkurn mann, sem hefur blundað yfir Morgunblað- inu? ur talið hagkvæmt fyrir sig að almenningur í Rússlan'di hefði það álit á honum að hann væri bezti náungi, sem væri skilnings- góður og menn ættu aðgang að. Það sýnir einmitt að þjóðfélagið hefur breytzt, Stalin þurfti ekki að skapa sér gott almennings- álit. Stígur vegsemdin Krúsjeff til höfuðs? Þess vegna er það nú í raun- inni aðeins eitt sem skiptir máli. Er trúlegt að hin nýja vegsemd stígi Krúsjeff til höfuðs og spilli honum. Okkur er sagt, að alræðis vald spilli mönnum. En hefur Krúsjeff alræðisvald á sama hátt og Stalin hafði? Nú verður hætt að tala um samvirka forustu, en ég get ekki trúað því að allar ákvarðanir Krúsjeffs séu samþykktar þegar í stað sem lagabókstafur eins og ákvarðanir Stalins. Það er ekki hægt að slá neinu föstu um þetta. En svo mikið er víst, að sam- starfsmenn Krúsjeffs og æðstu undirmenn hans munu deila mál- efnalega og rökræða við hann, nema hann verði eins skjótur og Stalin var að beita dauðarefs- ingum og kalla á öryggislögregl- una til að skikka menn til hlýðni. Máske leiðist hann að lokum út í hið sama, vegna óþolinmæði og mikilmennskubrjálæðis. En ef hann gerir það, þá þýðir það hrun þess nútíma Rússlands, sem hann er sjálfur svo hreykinn af að hafa skapað/ Ég held að hann geri það ekki. Um daginn flutti hann ræðu í kjördæmi sínu i Moskvu, þar sem hann drap ýmist á það sem vel hefði tekizt eða það sem á skorti. M. a. minntist hann á þá algengu sjón á strætum rúss- neskra borga, að konur væru látnar vinna erfiðustu vinnu eins og hreinsa snjó og ís með hökum, skóflum og jafnvel með berum höndum. Þetta er sjón, sagði hann sem útlendir ferðamenn gagnrýna. „Og það er alveg satt“, viðurkenndi hann „að manni verður illt af því að sjá konur vinna slík verk.....Við höfum smíðað fyrsta gervitunglið, en við höfum ekki enn náð því marki að taka vélar í notkun í staðinn fyrir skóflur og haka. Hvað er að hjá okkur?“ Siðan 'nélt hann áfram máli sínu, — hvað Rússland vantaði. Hann ræddi ýmsar leiðir, ýmis læknisráð. Það hefði þurft meira en lítið til þess að fá Stalin til að tala þannig, — en Krúsjeff unir sér vel við slík ræðuhöld. Nú er hann orðinn forsætisráð- herra auk þess sem hann er for- ingi kommúnistaflokksins. Þótt hann haldi báðum þessum stöð- um, er ekki þar með víst að af Frh. á bls. 18.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.