Morgunblaðið - 02.04.1958, Qupperneq 10
10
MORCVNRT 4Ð1Ð
Miðvik'udagur 2. apríl 1958
tttg.: H.l. Arvakur, ReykjavRc.
Framkvæmdastjóri: Sigt'us Jónsson.
Aðamtstjórar: Valtýr Stefánsson (ábm.)
Bjarni Benediktsson.
Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur.
Einar Asmundsson.
Lesbók: Arni Ola, simi 33045
Auglýsingar: Arni Garðar Kristinsson.
Ritstjórn: Aðalstræti 6.
Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstrætí 6. Sími 22480
Askriftargjalci kr. 30.00 á mánuði innaniands.
í lausasölu kr. 1.50 eintakið.
HÖRMULEGUR ATBURÐUR
ígaBTITAN ÚR HEIMII
Þeir œtluðu til liðs við Casfro á Kúbu,
en ferð þeirra lauk í fangelsi í Texas
1 garðinum við Cameronfangelsið í Brownsville í Texas sungu
liðsmenn Castros þjóðsöng Kúbu fullum hálsi, áður en þeir
voru settir í gæzluvarðhald.
as, og þaðan var því komið um 1 finnst, að verið sé að skerða rétt
borð í Oríon. indi okkar. Við berjumst fyrirlýð
FLUGSLYSIÐ á Öxnadals-
heiði s. 1. laugardag er svo
hörmulegur atburður að
engri furðu sætir þótt hann veki
í senn sorg og óhug alþjóðar.
Fjórir ungir og efnilegir mennta-
menn stíga upp í flugvél og fljúga
norður yfir heiðar til þess að
heimsækja vini og félaga í skóla
sínum. Rétt áður en takmarki
ferðarinnar er náð fellur flugvél
þeirra til jarðar og hinir ungu
og glæsilegu stúdentar bíða allir
bana. Beiskur harmur er kveðinn
að ástvinum þeirra, venzlafólki
og félögum.
Slíkir atburðir hljóta óhjá-
kvæmilega að hvetja til íhugun-
ar um það, hvort nægilega strang-
ar reglur hafi verið settar hér á
landi um einkaflug. íslendingar
verða að gæta þess, að veðrátta
lands þeirra er óblíð og umhleyp-
ingasöm. Sá, sem stígur upp í
litla einhreyfilsvél að vetrarlagi
í bezta flugveðri verður alltaf
að reikna með því að á örskömm-
um tíma geti breytzt veður í
lofti, Hriðardrög og eljagangur
yfir hinum hrikalegu fjallgörð-
um, sem fljúga verður yfir víðs-
vegar um land gera oft ekki boð
á undan sér, jafnvel þótt veður-
frétta hafi verið leitað áður en
flugferðin hófst, og þær verið
gefnar af samvizkusemi og
ábyrgðartilfinningu.
f>að er athyglisvert að Akur-
eyrarflugvöllur gerði s. 1. laug-
ardag árangurslausa tilraun til
þess að kalla flugvél hinna ungu
stúdenta upp til þess að skýra
þeim frá slyddu- og hríðaréljum
á Öxnadalsheiði og vara þá við
þeim. En ekkert samband náðist
við flugvélina. Margt bendir því
til þess að hún hafi lent í dimm-
YFIRLÝSING Alþýðublaðs-
ins um að „mikil síldveiði
myndi sennilega gera ís-
lenzka ríkið gjaldþrota“ á sér
áreiðanlega engan líka í íslenzkri
stjórnmálasögu. Eitt af aðalmál-
gögnum vinstri stjórnarinnar lýs-
ir því yfir fullum fetum, að af-
leiðingin af stefnu stjárnarinnar
í efnahagsmálum sé engin önn-
ur en sú, að velgengni atvinnu-
veganna, mikil síldveiði eða jafn-
vel góð grasspretta myndu „gera
íslenzka ríkið gjaldþrota“H
Hafi þjóðin verið í nokkrum
vafa um það áður, hvílíka ógæfu
vinstri stjórnin hefur leitt yfir
hana, þá hlýtur sá efi nú að
sópast burtu.
En ætla mætti, að þegar mál-
gögn ríkisstjórnarinnar hafa gert
sér það ljóst, hvert stefna henn-
ar hefur leitt þjóðina þá reyndu
þau að benda á nýjar leiðir út
úr vandræðunum. En það hafa
þau ekki getað gert. Alþýðublað-
ið hefur að vísu talað um það
undanfarið að „nýjar leiðir“
skyldu reyndar, „a. m. k. nýtt
form“.
„Nýtt form“ á hverju? Sjálfu
uppbótakerfinu, sem bæði Tím-
inn og Alþýðublaðið segja að hafi
„gengið sér til húðar“ og hafi
það í för með sér að velgengni
atvinnuveganna myndi setja land
ið á hausinn.
viðri yfir heiðinni og flugmað-
urinn hafi þá reynt að snúa við.
En þá hafi það verið orðið of
seint. í hinum þröngu, snævi
þökktu dölum hins mikla fjall-
garðs milli Skagafjarðar og
Eyjafjarðar er erfitt að hafa
örugga stjórn á flugvél á mikilli
ferð þegar land, loft og snær
renna saman. Við slíkar aðstæð-
ur verða slysin á einu auga-
bragði.
Endurskoðun á reglum
um einkaflug
Það er ástæða til þess, að end-
urskoðun fari fram á reglum
þeim, sem gilda hér um einka-
flug og e. t. v. einnig hinum al:
mennu reglum um farþegaflug í
landinu. Einskis má láta ófreist-
að til þess að skapa sem mest
öryggi í þessum efnum. Flest
flugslys, sem orðið hafa hér á
landi eiga að meira og minna
leyti rætur sínar í því, að ein-
hverra varúðarreglna hefur ekki
verið gætt sem skyldi. Einnig
gæti komið til mála að banna
einkaflug milli landshluta á litl-
um flugvélum algerlega yfir há-
veturinn. Slíkt bann næði að
sjálfsögðu ekki til sjúkraflugs,
sem stjórnað er af æfðum og
reyndum flugmönnum, enda þótt
á litlum flugvélum sé.
Aðalatriðið er að fyllstu
varúðarreglna sé ávallt gætt
i öllu flugi. Þrátt fyrir hinar
miklu tæknilegu framfarir á
sviði flugsins og sívaxandi
öryggi er þörf strangra reglna
um allt, sem að flugferðum
lýtur.
Er verið að undirbúa
,,nýtt form“
á uppbótarken-fið?
Enda þótt málgagn kommún-
ista segi, að orðræður Alþýðu-
blaðsins um „þriðju leið“ Al-
þýðuflokksins séu „skrum og
mannalæti" virðist þó margt
benda til þess að stjórnarflokk-
arnir séu nú að reyna samninga
um „nýtt form“ á uppbótarkerf-
ið. í því felst þó engin grund-
vallarbreyting. Nýir skattar og
tollar verða lagðir á þjóðina til
þess að unnt verði að rísa undir
sívaxandi hallarekstri framleiðsl-
unnar og greiðsluhallabúskap
ríkisins. Ekkert nýtt gerist, eng-
in „ný leið“ eða „varanleg úr-
ræði“ finnast.
Þannig fær íslenzka þjóðin
stöðugt gleggri mynd af þeirri
upplausn og úrræðaleysi, sem
mótar allt starf og stefnu vinstri
stjórnarmnar. Stjórnin gerir þó
allt sem hún getur til þess að
dylja hið raunverulega ástand
efnahagsmálanna fyrir fólkinu.
Þjóðin fær ekki að kynnast áliti
og tillögum sérfræðinga stjórn-
arinnar í þessum málum.
Slík stjórn getur ekki notið
trausts nokkurs hugsandi manns.
FYRIR nokkru tóku 35 spönsku-
mælandi New Yorkbúar sig sam
an um að fara til Kúbu og ganga
þar í lið með uppreisnarforingj-
anum Fidel Castro. Ævintýra-
mennirnir náðu samt aldrei leið
arenda, því að sl. fimmtudag voru
þeir handteknir á skipi sínu af
mönnum úr strandverði banda-
ríska flotans. Voru þeir allir
settir í gæzluvarðhald ásamt skip
stjóranum og þriggja manna
áhöfn. Skip þeirra, sem heitir
Orion kvað áður hafa verið not-
að til rækjuveiða, en nú var það
hlaðið vopnum handa Castro, og
mun kaupmaður nokkur frá Mexi
kó City hafa lagt voppin til. All-
ir, sem voru á skipinu, voru
ákærðir fyrir að hafa brotið hiut
leysislög Bandaríkjanna.
Gáfust upp
mótspyrnulaust
Tvö skip úr strandverði Banda
ríkanna frá Port Isabel í Texas
reyndu að stöðva Orion við
mynni Brazosfljótsins úti fyrir
Padreeyjú við vesturströnd Tex-
as. En skipverjar á Orion létu
viðvörunarskotið sem vind um
eyrun þjóta, Urðu strandmenn-
irnir að skjóta á skipið sjálft og
komust um borð í Orion í dögun
á fimmtudagsmorgun, og slcip-
verjar gáfust upp mótspyrnu-
laust. Orion er skráð í Nicara-
gua.
Skipverjar voru klæddir olíu-
göllum, en báru um handlegginn
einkennisbönd hreyfingarínnar
sem kennd er við 26. júlí og er
einkennismrki uppreisnarmanna.
sem berjast á Kúbu undir forustu
Castro gegn stjórn Fulgencio
Batista forseta. Skipstjórinn og
þriggja manna áhöfn Orions er
frá Ecuador.
í lest skipsins voru vélbyssur.
rifflar og létt vopn, auk þess skot
færi og ýmiss konar birgðir.
Um svipað leyti og skipið var
stöðvað, var maður að nafni
Antoníó de Conde handtekinn í
grennd’við Brownsville í Texas.
De Conde er eigandi sportvöru-
verzlunar í Mexikó City, og mun
hann hafa séð um kaup á vopnum
og birgðum fyrir skipverjana á
Orion. Flutti hann vopnin og
birgðirnar til Brownsville í Tex-
Foringinn — bygpingar-
verkamaður frá N Y.
Foringi ævintýramannanna um
um borð í Oríon er 34 ára að aldri
og heitir Arnaldo Barron. Sagð-
ist hann vera byggingaverka-
maður frá New York. Barron er
kvæntur og á tvö börn. Er hann
fæddur á Kúbu, en fluttist til
Bandaríkjanna og gerðist banda-
rískur ríkisborgari.
Spöruðu við sig í marga
mánuði til að geta
keypt vopnin
Sagði Barron, að þeir félagar
hefðu ætlað að fara til aðalbæki
stöðva Casti'os í Oriente Province
á Austur-Kúbu. Tíu gúmmíbát-
ar fundúst um borð í Oríon, og
munu þeir hafa ætlað að ná landi
á Kúbu á þeim. Barron mótmælti
handtökunni kröftuglega. „Mér
ræði á Kúbu, og Bandaríkjamenn
ættu að réttu lagi að hjálpa okk-
ur“, sagði hann. Kvað hann þá
félaga hafa sparað við sig í marga
mánuði til að geta aflað þeirra
20 þúsund dala, sem greiða þurfti
fyrir vopnin, er nú voru gerð upp
tæk. Barron spáði því, að ekki
mundi líðá á löngu, þangað til að
gerð yrði uppreisn á Kúbu gegn
stjórn Batista.
Skurðlæknir og ptrestur
með í förinni
Þeir félagar eru á aldrinum 17
—53 ára, og eru þeir úr ýmsum
stéttum. Einn þeirra er skurð-
læknir, dr. Carlos Torrens, ann-
ar prestur, séra Ignacio Mosqu-
eda. Þeir eru allir frá Kúbu
nema einn, sem er frá Puerto
Rico. Og allir segjast þeir hafa
tekið útlegð fram yfir það að búa
áfram á Kúbu undir stjórn Bat-
ista. Fóru þeir landleiðina frá
New York til Brownsville í
Texas.
I Tékkóslóvakíu er enn haldið við þeim sið að míla páskaegg. Þetta hefur verið gert kynslóð fram
af kynslóð, og enn er sá siður hafður í heiðri jafnt af ungum sem gömlum. Iiér sjást tékkneskar
konur á ýmsum aldri búnar fallegum þjóðbúningum sitja við að mála páskaegg eins og önirnur
þeirra hafa gert um aldaraðir. Myndin er tekin á heimili í Ostrozska í Tékkóslóvakíu.
YFIRLÝSING SEM A SER ENGAN LIKA