Morgunblaðið - 02.04.1958, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 02.04.1958, Qupperneq 12
12 "• ■ ii o r crns rt r 4 r> r ð Miðvikiidagur 2. april 1958 — Ræ&a Jóhanns Fih. aí bls. 11 þehsTUna óg verðbólguhactturiá um allan helrriing og stórhækkað byggingarkostnaðinn". Enn heldUr Eysteinn Jónssón áfram: „Þetta nýja upplausnar- ástand í efnahagsmálunum hófst, þegar kommúnistar voru leiddir til valda í verka- lýðssamtökunum haustið 1954, því að þá þóttust margir sjá, hversu fara mundi um verð- lagsmálin og sá hugsunarhátt- ur festist, að ekki mætti láta fjárfestingar né innkaup bíða stundinni iengur. Magnaðist þetta þó um allan helming við kauphækkanirnar sl. vor. Verkuðu þær sem olía á eld, þar sem verðhækkanir og nýjar kauphækkanir aftur vegna þeirra voru þá auðreikn aðar hverjum manni. Það er víst alls ekkert of- sagt, að almenningur í land- inu hagnast síður en svo á þessu ástandi, allra sízt laun- þegarnir yfirleitt, eins og raunar var alltaf fyrir séð, enda refirnir ekki til þess skornir". í seinni tíð er jafnvel Eysteinn Jónsson farinn að umskrifa þessa sögu, sem hér er rakin, og mun stjórnarliðið í heild hafa gott af því að hún sé rifjuð upp. Sparif jármyndunin: Einn hlutí af „ihaldsarfinum", sem núverandi valdhafar þurftu við að taka, var stórkostleg aukn- ing sparifjárins, sem bar efna- hagsþróuninni órækt vitni. Spari- fjáraukningin var þessi á árunum 1953—1956. (í bönkum, spari- sjóðum og innlánsdeildum); 1953 = 189.3 millj. kr. 1954 = 218,1 millj. kr. 1955 = 125,3 millj. kr. 1956 = 167,6 millj. kr. Þetta er alls 700 millj. kr. aukning á 4 árum. Útlán bankanna Að sjálfsögðu var hin mikla sparifjármyndun meginstoðin undir mjög mikiili útlánaaukn- ingu bankanna á þessum tíma. Hins þarf að gæta í því sambandi að verulegur hluti útlánaaukning arinnar fer í aukin afurðalán til sjávarútvegsins, en þó alveg sér- staklega til landbúnaðarins, þar sem- afurðalán til bænda eru fyrst upp tekin á þessum tíma. Finnst mér að bændavinirn- ir í Framsóknarflokknum ættu ekki að gleyma þessum arfi. Raunar er kominn tími til þess að nánar sé gfreint frá þessari stórkostlegu lánsfjár- aukningu végna frámleiðslu landbúnaðárvara, sem senni- lega riemur á annað hundrað miIIJ. króna. Fjármunamyndun þjóðarbúsins Enn skal getið eins þáttar efna- hagsmálanna, sem verulegu máli skiptir, en það er sú fjármuna- myndun, sem á hverjum tíma ér talið að t'il verði. Sérstaklega vil ég rekja, að það sýnir að sjálf- sögðu vaxandi velmegun, ef hægt er að byggja uþp ný verðmæti í vaxandi mæli af sjálfsaflafé þjóð- arinnar, en minna með erlendu fé. Þrátt fyrir stöðugt vaxandi framkvæmdir í landinu fór erlent lánsfé til þeirra stöð- ugt minnkandi fram til síð- ustu stjórnarskipta. Eftir skýrslum Framkvæmda- bankans hefur erlent ráðstöfunar fé numið þessu á undanförnum árum af fjármunamyndun þjóð- arinnar: 1950 = 31% 1951 = 25% 1952 = 18% 1953 = 13% 1954 = 6,7% 1955 = 3,1% Er hér ólíku saman að jafna við það sem nú er að gerast hjá hæstv. ríkisstjórn og stuðn ingsflokkum hennar. Sam- kvæmt lýsingu þeirra sjálfra hafa þeir verið „eins og út- spýtt hundskinn“ í lánsútveg- unum erlendis. Niðurstöður eru þær að ríkissjórnin hefur meira en tvöfaldað opinberar skuldir þjóðarinnar á 114 ári, eða hækkað þær um 386 millj. kr. úr 360 millj. kr. í júní 1956. Samtímis er talið að aðstað- an út á við hafi versnað á þriðja hundrað millj. kr. vegna lélegri gjaldeyrisstöðu bankanna, minnkandi útflutn- ingsbirgða og minni erlendra vörubirgða í landinu. Víst er þessi „arfur“ ekki eftir- sóknarverður. En svo er um fleira, sem orðið hefur fyrir hin- um lamandi áhrifum ráðleysis og ósamkomulags núverandi stjórn- arflokka. Almenningur horfir með vaxandi kvíða fram á að at- vinnuhorfurnar versna, einkum í iðnaðinum, sem býr nú við mik- inn hráefnaskort og öryggisleysi. Dýrtíðin vex hröðum skrefum svo að kaupmáttur krónunnar fer síminnkandi, en kaupgreiðsl- um er haldið niðri með falsaðri visitölu. Hvoð er fromiuuion? I>að er erfitt að svara þeirri I spurningu, hvað sé framundan | í íslenzkum stjórnmálum. Enda þótt núverandi ríkisstjórn hafi tekizt mjög miður um fram- kvæmd þeirra mála, sem mestu skipta, og þá öðru fremur efna- hagsmálanna, er hitt ljóst að hún tók við það vel stæðu þjóðarbúi að jafnvel mjög lélegri stjórn ætti ekki að takast að koma því á vonarvöl á tveim árum. Hér við bætist að vinstri atjórvunni hef- ir tekizt með einstæðum mann- dómsbrag, sem lengi verður við hana kenndur, að fá Bandaríkja- menn til að skjóta skástífum við stjórnina í bak og fyrir með sér- stökum lánveitingum, sem upp- lýst er að veittar eru úr sérstök- um sjóðum, sem forseti Banda- ríkjanna getur ráðstafað þegar annars vegar er um öryggismál Bandaríkjanna að ræða. Enda sit ur varnarliðið enn um kyrrt' þrátt fyrir stóryrðin fyrir síðustu alþingiskosningar. „Arfurinn" af eigin dómi Mér þykir í þessu sambandi rétt að minna á, hvernig stjórn- arliðar hafa áður sjálfir lýst því þjóðarbúi, sem þeir tóku við, en segja, að Sjálfstæðismenn hafi haft aðstöðu til að ráða mestu um. Eysteinn Jónsson, fjármálaráð- herra, lýsti þessu svo í fjárlaga- ræðunni seinni part árs 1955: „Við höfum aldrei átt betri framleiðslutæki en nú. Aldrei haft betri skilyrði til þess að bjarga okkur, en einmitt nú. Dugnaður er mikill, þótt stundum sé annað á orði haft. Unga fólkið er yfirleitt táp- mikið og dugmikið og atvinna er mikil og afkoma almenn- ings góð. Þetta er ánægjulegt og þessa er gott að minnast, ef mönnrim fer að vaxa vand- inn mjög í augum“. Alþýðublaðið sagði í júlí s.l.í „Hvergi í heiminum líður fólki eins vel almennt og hér á íslandi. Hvergi eru kjör fólksins eins jöfn, hvergi eins miklir mögu- leikar til að mennta börnin. Hvergi er samhjálp eins rík og hér“. Og loks sagði Tíminn, rétt fyr- ir kosningarnar 1956, þegar Her- mann Jónasson lýsti því yfir, að Sjálfstæðismenn hefðu haft „lyk ilaðstöðu" í stjórnmálum lands- ins síðastliðin 17 ár: (Tíminn 18. maí 1957). „Óviða í heiminum hafa verið meiri framfarir en hér á landi síðustu áratugina. Eífskjörin hafa breytzt og batn að svo undrum sætir. Fyrir fáum áratugum voru lífs- kjörin hér lakari en víðast annars staðar í veröldinni. f dag eru þau óvíða eða hvergi betri en hér.“ Þegar .á þetta allt er litið, skýlcji rriéga aétla, að ríkisstjórnin sjálf teldi sig enn eiga þess ýnisa kosti að fara rrieð vöTdin áfram. Varitraust fólksins Hinu getúr ríkisstjórriin aft ur á móti ekki leynt sig, að kjósendur í landinu líta öðru vísi á það mál. Óræk sönnun þess kom fram í bæjar- óg sveitarstjórnarkosningunum í janúar sl., þegar Sjálístæð- ismenn fengu um 52% allra greiddra atkvæða og unmu hinn eftirminnilega kosninga sigur í Reykjavík og mörgum öðrum stöðum, þar sem þeir hlutu hreinan meirihluta. Óskhyggja ráðherranna Á móti vantrausti kjósendanna vegur aftur óskhyggja, a.m.k. sumra ráðherranna, sem kunn- ugt er að gjarna vildu vera leng- ur en skemur við völd. Hjá þeim, sem þannig er ástatt, segir þreyt an ekki til sín fyrr en í lengstu lög, og sjálfstraustið er næg vörn gegn vantrausti almennings. Hver eru úrræðin? En hver mundu þá verða hin nýju úrræði, sem beðið er eftir páskana? Um það er nú skrafað og skeggrætt. Stjórnarliðar skrifa í blöð sín grein eftir grein um efnahagsmálin, en almenn- ingur er litlu nær. Þvi er haldið fram að Framsókn vilji gengis- lækkun. Kommúnistar engar meiri háttar aðgerðir sem torveld að gætu stjórnarsamstarfið, held ur sitja á meðan sætt er. Það er „línan“ í dag. Alþýðuflokkurinn tvístígur á milli og talar nú eins og véfréttin í Delfí um einhverja „þriðju leið“. Er ekki augljóst, að ef nú- verandi stjórnarflokkar hafa ekki þegar fengið sig full- sadda á því samstarfi, sem þeir hafa mátt við búa, þ.e. skortir ekki vilja til að vera áfram þátttakendur í slíkum leik, þá verður þeim tæpast skotaskuld úr því að finna einhver svoköiluð ný úrræði í efnahagsmálunum, sem hægt mun að fleyta sér á í bili. Það verða nýjar álögur, nýjar út- flutningsuppbætur, ný að- flutningsgjöld, — allt það gamla í auknum mæli, en nýju formi, t.d. nýtt yfir- færslugjald á gjaldeyri 50— 80%, — sem rennur í útflutn- ingsbætur. Gengi krónunnar verður þaunig lækkað, en það verður ekki kallað geng- islækkun. Svo þarf að jafna hallann á fjárlögunum. Hver treystir ekki Eysteini til að uppgötva nýja skatta? Mér þykir líklegast að núver- andi stjórn springi þegar þar að kemur gegn vilja allra, sem næst henni standa, en hún springur samt. En ég hygg, að það verði ekki upp úr páskum. Afstaða Sjálfstæðismanna Það hefir borið nokkuð á því í seinni tíð að stjórnarliðar væru að auglýsa eftir úrræðum frá Sjálfstæðismönnum, hvað þeir vildu leggja til mála um úrlausn þess vanda, sem stjórnin er í stödd. Það er nú einu sinni svo, að í landi með okkar stjórnskipun, þá er það bæði réttur og skylda rík- isstjórnarinnar að bera fram til- lögur um afgreiðslu fjárlaga og úrlausn efnahagsmála, þegar at- vinnuvegirnir bera sig ekki vegna þess að jafnvægið hefir raskazt í rekstri þjóðarbúsins. Hitt er mikill misskilning ur, að það haR staðið á Sjálf- stæðismönnum, þegar því var að skipta, að bera fram sín úrræði. Sjálfstæðismenn báru fram í minnihlutastjórn eftir kosningar 1949 víðtækar við- reisnartillögur í efnahagsmál- unum, um gengisskrániugu, launabreytingar, stóreigna- skatt, framleiðslugjöld o. fl. Til þessara tillagna átti að rekja sú heilbrigða þróun í fjármála og efnahagslífinu á árunum eftir 1950, með stöð- ugum greiðshiafgangl rtkis- sjóðs, auknu jafnvægi í þjóð- arbúskapnum, sém leiddi til nærri stöðugs verðlags frá 1952—1955, stóraukinnar spari fjármyndunar í landinu, auk- ins atvinnu- og verzlunar- frelsis, mikillar atvinnu og almennrar velmegunar. Þegar lagfæringar varð síðar þörf vegna atvinnuveganna, framkvæmdu Sjálfstæðismenn bráðabirgðaráðstafanir, bæði með bátagjaldeyri og síðar upp- bótagreiðslum, þegar þær áttu við. Þetta viðurkennir Alþýðu- blaðið sl, sunnudag, þégar það segir: „Uppbætur geta vgrið mjög gagnleg leið til þess að leiðrétta misræmi óg leysa takmörkuð efnahagsvandræði — og þá ein réttlátasta leiðin“. Sjálfstæðismenn gerðu einnig tillögur tiljirbóta innan fyrrver- andi stjórnar fyrri hluta árs 1956, en þá v.ar Heripann Jónas- son búinrt að ‘ákýeða'rað stofna til samstarfs við kommúnista, enda þótt Framsóknarrii'enn létu blað sitt, Tímann, lýsa því yfir á sjálf an kjördaginn 24. júní 1956..— — „að ekkert samstarf verður haft við þetta bandalag kommún ista um stjórn (þ.e. Alþýðubanda lagið), af því að þeir eru ekki hóti samstarfshæfari . en áður, þótt þeir hafi skipt um nafn“. . Sjálfstæðismenn mega vel við sitt hlutskipíi una. Þeir höfðu mest áhrif á stjórnar- stefnuna þegar framfarir voru mestar í landinu og velmeg- un almennings mest. Fólkið hefir sýnt Sjálfstæð isflokknum óskorað traust í nýafstö®Tum kosningum. — Flokkurinn mun hér eftir sem hingað til reynast verðugur þess trausts, sem kjósendur bera til hans. Sjálfstæðisflokkurinn efnir fyrirheit, en svíkur aimenn- ing ekki. Jóhannes Benjamínsson Minningarorð í DAG verður til grafar borinn að sóknarkirkju sinni á Gils- bakka í Hvítarsíðu, bændaöldung urinn Jóhannes Benjamínsson. Hann andaðist þann 24. marz. Jóhannes var fæddur á Hall- kelsstöðum í Hvítársíðu þann 26. desember 1872. Hann var því áttíu og fimm ára, og nær þrem mánuðum betur er hann lézt. Hann hafði dvalið alla sína löngu ævi á fæðingarbæ sínum og lýsir það nokkuð manninum, trygg- lyndi hans og drengskap, sem hvort tveggja var með ágætum. Jóhannes giftist þann 4. október 1903 eftirlifandi eiginkonu sinni Halldóru Sigurðardóttur frá Þor- valdsstöðum í sömu sveit, mestu myndar- og gæðakonu. Þau Jóhannes og Halldóra eignuðust sex börn, sem öll eru á lífi, þrjár dætur og þrjá syni. Allt duglegt og myndarlegt fólk. Oft dvöldu líka á heimili þeirra önnur börn, það voru börn skyld- menna þeirra úr kaupstöðunum, sem voru þar í sumardvöl, og sum jafnv. bæði vetur og sumar. Þar fannst börnum gott að vera, dásamleg náttúrufegurð úti, og ástúð og hlýtt viðmót inni, sem í góðum foreldrahúsum væri, og átti Jóhannes sál. sinn góða þátt í því, og börnin munu eiga ljúfar éndurminningar um dvöl sína á því góða heimili. Á Hallkelsstöðum bjuggu þau Jóhannes og Halldóra alla sína löngu búskapartíð, eða um fimm tugi ára og hefur þar mikið breytzt til hins betra að húsa- kosti og jarðarbótum, eins og víða annars staðar í sveitum. Jóhannes var sérstakt prúð- menni í allri framkomu, léttur í spori og léttur í lund gamansam- ur og því skemmtilegur í við- ræðum, enda fróður vel, þvi margt hafði borið fyrir augu og eyru á langri lífsleið, og eftirtekt in jafnan í góðu lagi. Hann vildi ólium gott gera bæði með orðum og verkum, enda vel látinn af öll um sem honum kynntust. Ég hygg að óhætt sé að fullyrða að Jóhannes hafi aldrei eignazt óvildarmann, en fjölmarga kunn- ingja og vini, sem nú sakna hins góða samferðamanns, en starfs- dagur hans var að kvöldi kom- inn og langur orðinn, og slíkum manni er þá hvíldin góð eftir þann langa ogerilsamavinnudag. En minningin er ljúf í hugum samferðamannanna sem eftir lifa. Blessuð sé minning Jóhannesar Ben j amí nssonar. Vinur. Verzlunarhúsnœði 160 ferm. og geymslupláss 180 ferm, við vestur- hluta miðbæjarins er til leigu. Tilboð er greini tegund verzlunarreksturs sendist í pósthólf 95 merkt: „Verzlun". Orðsending fró Knattspymnsombandinn Knattspyrnuþjálfara vantar í vor og sumar á ýmsa staði utan Reykjavíkur. Þeir, sem kynnu að vilja taka að sér þjálfunarstörf, lengri eða skemmri tíma, jafnvel í sumarfríum sínum, eru beðnir að hafa sam- band við skrifstofu okkar á Vesturgötu 20, sími 24079, sem allra fyrst. Stjórn K. S. f.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.