Morgunblaðið - 02.04.1958, Page 13

Morgunblaðið - 02.04.1958, Page 13
Miðvikudagur 2. apríl 1958 MORGVTSBLAÐIÐ 13 Þorleifur Sigurðsson fyrrv. hreppstjóri frá Þverá HANN andaðist í sjúkrahúsi í Reykjavík 25. marz s.l. og jarðar- för hans fer fram í dag að Mikla- holti, hinu forna prestsetri og kirkjustað hans fæðingarsveitar. Þar, og hvergi annars staðar, vildi hann njóta hinztu hvíldar. Þorleifur fæddist að Syðra- Skógarnesi í Miklaholtshreppi í Hnappadalssýslu 6. ágúst 1888. Foreldrar hans voru hjónin Guð- ríður Magnúsdóttir og Sigurður Kristjánsson, er þar bjuggu lengi og vel á forna vísu. Þau voru bæði af ætt Skógnesinga, sem þar hafa búið mann fram af manni í marga ættliði, og má rekja sögu þeirra þar, sem jafnframt er gild- ur þáttur í sögu héraðsins á hverjum tíma langt aftur í aldir. Mun ekkert dæmi til jafn langrar ættarbúsetu á einni og sömu jörð í Hnappadalssýslu, enda ættstofn inn gildur og greinar hans margar og merkar og jörðin frið, bæði að nafni og nytsemi til sjós og lands. Þar er nú hús- freyja yngsta systir Þorleifs, Kristín Sigrún að nafni, gift bóndanum Kristjáni KristjánS- syni, og eru þau hjón sömu ætt- ar. Þorleifur ólst upp í foreldra- húsum ásamt fjórum systkinum sínum, og lifa þau hann öll. Hann var þeirra næst yngstur. Þegar á barnsaldri þótti hann vænlegur til þroska og mann- dóms, en þá var almennt miðað við þær dyggðir, er þóttu mestu varða til mannsæmdar og vel farnaðar: Starfsemi, skyldu- rækni og trú á Guð. Þær dygðir allar tamdi Þorleifur sér þegar í æsku og rækti æ síðan. Hann var sjálfmenntaður að mestu og mjög vel að sér frá því sjónar- miði. Heimiliskennslu, til undir- búnings fermingu, mun hann hafa fengið með því bezta, sem þá var um að ræða meðal bænda- fólks í landinu, en um skóla- göngu var ekki að ræða, utan að á tvítugsaldri tók hann sér fárra mánaða tíma til náms í móður- málinu og nokkrum öðrum al- men; um fræðigreinum hjá séra Vilhjálmi Briem sóknarpresti á Staðarstað. Vorið 1910 hóf Þorleifur bú- skap í Syðra-Skógarnesi í sam býli við foreldra sína, og þann 3. júlí s.á. kvæntist hann fjar- skyldri frændkonu sinni, Hall- dóru Ásgeirsdóttur frá Fróðá, Þórðarsonar alþm. á Rauðkolls- stöðum, og lifir hún bónda sinn. Stóð búskapur þeirra í Skógar- nesi til 1922 og farnaðist hið bezta, enda bæði vel fallin til bú- stjórnar,. starfsöm og mikilvirk. En á þeim árum urðu þau að þola þá þungu raun, að tvö fyrstu börn þeirra, di’engur og stúlka nýkomin á legg tóku mænuveiki og dóu. í Skógarnesi var löggiltur verzlunarstaður. Og um þessar mundir voru þar útibúsverzlanir bæði frá Stykkishólmi og Borgar nesi. Gerðist þar allmikil verzl- un og vöruskipti við bændur. Þorleifur var skipaður kjötmats og ullarmatsmaður þar á staðn- um. Og um skeið stýrði hann verzlun þeirra Borgnesinganna. Þótti hvort tveggja fara honum vel úr hendi. Þorleifur keypti jörðina Þverá í Eyjahreppi og fluttist þangað vorið 1922. Bændahöfðinginn Kristján Jörundsson hrepp- stjóri hafði átt og setið þá jörð lengi að undanförnu og unnið henni margt til bóta, en varð þar nú frá að hverfa sakir aldur- dóms. Bærinn á Þverá stendur „hátt und hlíðarbrekku“. Það ar. er útsýn mikil og fríð og bú- staðurinn heillandi fyrir athafna- saman og dugmikinn bónda. Þorleifur vann sitt ævistarf mest á Þverá, því þar bjó hann við næg efni og mannvirðingar samfleytt í 34 ár, en líka við mikið annríki og erfiði og gerðist því slitin maður fyrir aldur fram. En svo virðist, að starfsvilja hans og vinnugleði væri lítil tak- mörk sett. Hann kappkostaði öfl- un fóðurbirgða og skorti heldur aldrei þá björg í bú. Vandaði sem bezt fóðrun og hirðingu bú- fjárins, enda dýravinur mikill. Endurbætti tún sitt og stækkaði með nýrækt, og byggði af nýju hvert hús á jörðinni þar á meðal veglegt íbúðarhús af steinsteypu. Það lá alveg í hlutarins eðli að slíkur atgerfismaður sem Þor- leifur yrði kvaddur til opinberr- ar þjónustu fyrir sveit sína enda varð brátt sú raunin á, að hin ýmsu sveitarstjórnarstörf voru honum falin hvert af öðru og lang oftast mörg í senn. Sama árið og hann fluttist að Þverá var hann skipaður hreppstjóri í Eyjahreppi og gegndi því starfi síðan í 32 ár eða þar til hann sagði því af sér árið 1954. Hann átti sæti í hreppsnefnd, skóla- nefnd, sóknarnefnd, svo nokkuð se nefnt, og var formaður bún- aðarfélags sveitarinnar. Er það sögn kunnugra, að öll þau störf hafi hann innt af hendi á þann hátt, sem bezt mátti fara. Þorleifur hætti búskap árið 1956 og seldi jörð sína og bú í hendur dóttur sinni og tengda- syni, keypti hús í Reykjavík og fluttist þangað ásamt konu sinni. Skömmu siðar kenndi hann sjúk- dóms þess, er ekki varð rönd vxð reist og nú hefir dregið hann til dauða. Böi-n þeirra, Halldóru og Þor- leifs, voru fjögur. Tvö þeirra hafa látizt, sem fyrr var sagt, en hin eru: Ásgeir flugmaður í Reykjavík og Kristín húsfreyja á Þverá, gift Jóni Gunnarssyni frá Hofi í Dýrafirði. Persónulega kynni okkar Þor- leifs urðu aldi’ei mikii að stað- alri, og meðal annars vegna þess, ve.rða þessi minningarorð færri en skyldi. Við vorum samsýsl- ur.gar í æsku, en breiðar brekk- ur á milii okkar eins og högum var háttað þá. Samfundir okkar urðu þó nokkrir, og oft heyrði ég hans getið og ávallt þannig, að honum var skipað í fremstu röð ungra manna. Og enn breikkaði bilið þegar ég fluttist burt úr héraðinu fyrir 40 árum. En þrátt fyrir það hafði ég jafnan fregnir af stöx'fum hans og ævi- kjörum í stórum dráttum. Aðeins einu sinni kom ég á heimili hans, eftir að hann gerðist bóndi. Þá hafði hann búið lengi á Þverá. Þann dag var fagnað þar fjölda gesta, er sóttu þangað af eigin hvötum á merkisdegi húsbónd- ans. Þar fór saman mikill húsa- kostur og heimilisprýði, ástúð- legt viðmót húsráðendanna og veitingar af höfðihglegri rausn. Þar með var mér sýnt hvernig þau Þverárhjón tóku á móti gest um sínum. Á síðastliðnum áratug skipað- ist svo, að ég átti nokur samtöl og bréfaskipti við Þorleif, um söguleg efni í Hnappadalssýslu frá liðinni tíð. Þá varð mér það énn ljósara en verið hafði, hversu ágætlega hann var gáfum gæddur, fróður um margt og stálminnugur. Og sú regla hans var alveg ófrávíkjanleg, að full- yrða og láta hafa eftir sér það eitt, er treysta mátti til fulls að væri hið rétta. Samkvæmt minni þekkingu á Þorleifi var hann fremur alvöru- gefinn að jafnaði, prúður í dag- fari og ekki margmáll, en manna glaðastur með glöðum og hrókur fagnaðar þegar svo bar við, og hafi yndi af söng, skemmtinn í viðræðum og orðslyngur, enda hagmæltur vel, en það vissu fáir. Hann var fríður sýnum, þrek- menni til sálar og líkama og tók með karlmannlegri rósemi hverju því, sem að höndum bar. Og að síðustu líkamlega sár- þjáður, gekk hann æðrulaus und- ir sinn hinzta örlagadói hér á jörð. Með honum er til moldar genginn prúður mannkostamað- ur, er reyndist köllun sinni trúr, ávann sér traust samferðamann- anna og sýndi sig jafnan þes» maklegan. Eftirlifandi konu hans og börn- um sendi ég mínar hlýjustu sanv- úðarkveðjur. Guðlaugur Jónsson. Bílaeigendur athugið Allt sem viðkemur rafbúnaði bifreiðarinnar, fáið þér í — Bílaraftækjaver/Jun Halldórs Óiafssonar Rauðarárstíg 20 ÚTBOÐ Tilboð óskast í byggingu íbúðarhúsnæðis og fleira fyrir Samvinnuskólann, Bifröst. Uppdrátta og út- boðslýsinga má vitja á teiknistofu SlS eftir hádegi í dag. Teiknistofu S.Í.S. Hringbraut 119. Hvítur OMO-þvottur þolir allan samanburð Hérna kemur hann á splunkurnýju reióhjóli. En það er skyrtan, þvegin úr OMO, sem þú tekur eftir. Til- sýndar eru öll hvít föt sæmilega hvít, — en þegar nær er komið, sést bezt, hvort þau eru þvegin úr OMO. Þessi skyrta ei eins hrein og hreint getur verið. eins hvít og til var ætlazt. Allt, sem þvegið er úr OMO, hefur alveg sérstakan, fallegan blæ. Ef þú notar blátt OMO, ertu handviss um, að hvíti þvotturinn er mjallahvítur, tandur- hreinn. Mislit föt koma úr freyðandi þvælinu björt og skær á litinn, eins og ný. Til þess að geta státað af þvott- inum, láttu ekki bregöast að hafa OMO við hóndina. X-OMO 32/EN-64v. Blátt OMO skilar yður hvitasta þvotti i heimi — einnig bezt fyrir mislitan!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.