Morgunblaðið - 02.04.1958, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 02.04.1958, Qupperneq 18
18 Monnvwniamð Miðvikudagur 2. apríl 1958 Lúðrasveit Reykjavíkur í Þjóðleikhúsinu Jón Kristjánsson, Islandsmeistari í 15 km göngu 1957, fær það hlutverk að ryðja brautina í dag. Árni Höskuldsson er líklegur til að veita honum harða keppni. Keppni skíðamótsins hefst í dag kl. 2 Spáð Karðri keppni í 15 km gongti í DAG hefst Skíðamót íslands við Skíðaskálann í Hveradöi- um. Gísli Halldórsson, form. ÍBR setur mótið kl. 1 og hálf- tíma síðar eiga þátttakendur í 15 km göngu að vera tilbún- ir tii viðbragðs. Flokkur 20 ára og eldri hefur göngu kl. 13.30, flokkur 17—19 ára kl. 14.10, flokkur 15—16 ára hef- ur 10 km. göngu kl. 14.30. — Sveitar-keppni í svigi hefst kl. 5 e. h. ★ Nýjar reglur Form. Skíðasambandsins, Her- mann Stefánsson og form. móts- stjórnar, Ragnar Þorsteinsson o. fl. ræddu við fréttamenn í gær. Hermann kvaðst sérstaklega vilja leggja áherzlu á að kynna nokkrar breytingar á reglum í svigkeppni. Aðalbreytingin er í því fólgin, að svokölluð „víti“ eru úr sögunni. Víti fengu menn áður fyrir að fara ekki með báða fæt- ur gegnum hlið í brautinni og var vítið fólgið í viðbótartíma, er bætt var við þann tíma er skíðamaðurinn notaði til að fara brautina. Nú eru menn úr leik ef þeir fara eigi með báða fætur gegnum hlið, eða endamark. — Sömuleiðis eru menn úr leik fyr- ir eitt þjófstart. Þessar reglur ganga hér í gildi nú, en eru áður samþykktar af alþjóðaskíðasambandinu. Eftir er Gæsilegl afmælisrif Víkings KNATTSPYRNUFÉLAGIÐ Vík- ingur á 50 ára afmæli 21. apríl nk. í tilefni þess hafa Víkingar gefið út glæsilegt afmælisrit, sem þegar er komið á markaðinn. Blað þetta er óvenjulega fjöl- breytt að efni og uppsetning þess er einkar skemmtileg og falleg, svo óhætt mun að segja að blaðið beri nokkuð af öðrum hliðstæðum blöðum. í blaðinu eru m. a. greinar um starfið í hálfa öld eftir fyrsta formanninn Axel Andrésson sendikennara. Þar eru ávarpsorð forseta ÍSÍ og forseta og for- manna þeirra sérsambanda og sérráða er Víkingur starfar í. Þá eru greinar um hinar ýmsu deild- ir, skíðaskálann og félagsheimilið sem er að rísa og risið að nokkr- um hluta. Þá er grein um 3 utan- ferðir, grein um Fritz Buchloh, minnzt er iátinna félaga o. fl. er i þessu glæsilega blaði. — Blaðið fæst í Bókav. Lárusar Blöndals Vesturveri. að fara í gegnum breytingar á reglum í göngu og stökki og er því nú keppt að óbreyttum regl- um hér. ★ Keppnin í dag Keppnin í dag hefst sem fyrr segir á göngu 15 km. og kl. 5 er sveitarkeppnin í svigi. Skráðir keppendur í A-flokki göngu- manna eru 30. Keppnin þar stendur, ef að líkum lætur, millí Jóns Kristjánssonar HSÞ og Árna Höskuldssonar frá ísafirði. Jón er óheppinn, því að hann dró rásnúmer 1 og verður því að troða brautina og má ætla það erfitt verk, því snjórinn er ó- hreinn og allerfiður yfirfærðar, þar sem langt er síðan snjóað hefur. Árni fékk rásnúmer 3 og hefur því góða aðstoð af Jóni. í flokki 17—19 ára eru kepp- endur skráðir 6 og i flokki 15— 16 ára (er ganga 10 km) eru einn ig 6 skráðir. í sveitakeppni í svigi eru 4 sveitir skráðar, frá ísafirði, Siglu firði, Akureyri og Reykjavík. Heíur þetta oft verið með hörð- ustu keppnisgreinum mótsins og má ætia að svo muni enn verða. Út er komin leikskrá fyrir allt mótið, vel upp sett og ýtarleg. Skíðaþingið, ársþing SKÍ hefst í Skíðaskálanum kl. 5 á föstudag- inn langa. Hermann Stefánsson bað blaða menn að leiðrétta úrslit í Skíðalandsgöngunni í fyrra. í ljós hefur komið við endurskoð- un skýrslna, að Siglfirðingar báru sigur úr býtum, sýndu 52,2% þátttöku, en Ólafsfirðing- ar er sagðir voru í fyrstu sigur- vegarar hlutu 51.8%. Eru Sigl- firðingar vel að sigri komnir í keppninni. K.R., Armann og I.R. unnu í meisturaflokki F.H. íslandsmeistari í 1. flokki LUÐRASVEIT REYKJAVIKUR hefur starfað í 35 áu-. Hún var stofnuð 1922 er Gígja og Harpa voru sameinaðar undir nafninu Lúðrasveit Reykjavíkur. Oft hef- ur Lúðrasveitin skemmt bæjar- búum með leik sínum á Austur- velli og víðar, og ótaldar eru þær ánægjustundir, sem hún hefur veitt fjölda manns á þessum 35 áruiri. Undirritaður minnist með þakklæti þeirra 12 ára, sem hann stjórnaði sveitinni. Er þar margra góðra drengja að minnast, sem nú eru gengnir, en margir hinna eldri starfa enn af fullum krafti við hlið nýrra félaga, sem bætzt hafa í hópinn. Hefur sveitin aldreí verið eins vel mönnum skipuð og á tónleikum þeim, sem hún efndi til í fyrrakvöld í Þjóð- leikhúsinu. Voru það nokkurs konar afmælistónleikar, þótt þeir yrðu seinna en ætlað var. Var hópurinn alls 30 manns, með stjórnandanum, Páli Pampichler, og skörtuðu þeir í hinum nýju „úniformum" sínum, í rauðum og bláum litum. Þar á meðal voru margir, sem nú leika í Sinfóníu- hljómsveit íslands og brugðu sumir fyrir sig nýjum hljóðfær- um, eins og t. d. Hans Ploder, fagottleikari, sem nú sveiflaði málmgjöllunum af miklum myndugleik, svo eitt dæmi sé nefnt. Lúðrasveitin lék „marsa“ og yfirleitt léttari músik, eins og vera ber. Og meðal höfundanna voru þrjú íslenzk tónskáld: Árni Björnsson (Göngulag), Sigvaldi Kaldalóns (Mamma ætHlr að sofna) og Karl O. Runólfsson (Reykjavíkurmars). Þá var Konsert-Polki fyrir tvö klarinett eftir stjórnandann, Pál Pampichl- er, sem þeir léku Egill Jónsson og Gunnar Egilsson með sveitinni af mikilli prýði. Eins lék Jónas Dagbjartsson einleik á trompet „Mamma ætlar að soína“ eftir Kaldalóns, einnig prýðilega. (Hann leikur á fiðlu í Sinfóníu- hljómsveitinni). Það er óþarft að telja allt upp, sem leikið var. Það er nóg að geta þess, að allur var leikur Lúðrasveitarinnar prýðilegur, þaulæfður og mjög til alls vandað af hálfu stjórnandans sem stjórnaði sveitinni af öryggi og festu. Allir gerðu sitt bezta, en sveitin á nú mörgum úrvals- mönnum á að skipa og fer stöð- ugt fram hvað tóngæði snertir Í.R. vann Fram 22:18 K. R. vann Val 31:15 Á SUNNUDAG’SKVÖLD fóru fram 4 leikir í handknattleiks- mótinu. Fyrst var leikinn úrslita- leikur í 3. fl. karla B milli Ár- manns og Víkings. Leikurinn var mjög jafn og spennandi og lauk með jafntefli 5:5. Eftir framleng- ingu sigraði Víkingur 8:6. Hefur Víkingur þá unnið bæði 3. fl.. B og C. Þá sigraði Þróttur Ármann í 1. fl. karla 15:9. Þá fóru fram 2 leikir í m. fl. karla. K.R. — Valur 31:15 (15:9) K.R.-ingar náðu strax foryst- unnj í upphafi. Fyrri hálfleikur var þó mun jafnari en sá seinni. Héldu Valsmenn þó nokkuð í við K.R—inga, framan af, en er líða tók á náðu K.R.-ingar alveg yfir- ráðunum á leikvellinum. Lið Vais lék nú mun ver, en í leik þess við Þrótt um síðustu helgi. Beztu menn í liði Vals voru að vanda Geir Hjartar og Valur Ben. K.R.-ingar náðu léttari og betri leik en þeir hafa náð undanfarið. Línuspil sást nú í fyrsta sinn að einhverju ráði í þessu íslands- móti. Beztir í liði K.R. voru Þórir, Karl og Reynir. Þorbjörn, sem ekki hefur leikið með að undan- förnu, lék nú með á ný og er það liðinu styrkur. — Dómari var Hannes Sigurðsson. Sinfóníuhljómsveitarinnar Hún hefur einnig fætt af sér Tón- listarfélagið og þar með Tón- listarskólann, en markmið henn- ar var frá byrjun „að efla tón- listarlíf í landinu og kennslu á blásturhljóðfæri", eins og stend- ur í efnisskránni. Þá hefur sveit- in lagt mjög land undir fót og farið í mörg ferðalög, og man ég margar svaðilfarir upp í Borg- arnes með „Skildi“ sáluga og upp í Hvalfjörð með ýmsum ágæt um skipum, hér á árunum. Voru þá tíðar skemmtiferðir til nær- liggjandi. staða, og var oft gam- an í þessum ferðum. En stund- um var svo margt á þilfari, að ekki mátti hugsa út í annað borð- ið, svo ekki yrði of mikil slag- síða. En allt gekk vel, og hefur gæfa og gengi ávallt fylgt Lúðra- sveit Reykjavíkur. Lúðrasveit Reykjavíkur á mikl ar þakkir skildar fyrir merki- legt menningarstarf á liðnum ár- um. Nú hafa verið stofnaðar lúðrasveitir barna í skólum bæj- arins, og vonandi breiðist sú starfsemi til sem flestra skóla landsins. Árangur er þegar orð- inn góður af þessu starfi, þó það sé enn á byrjunarstigi. Ber að fagna þessari nýbreytni, sem hafa mun mikið gott í för með sér fyrir músiklíf bæjarins. Um leið og Lúðrasveit Reykja- víkur eru þökkuð störf hennar og óteljandi ánægjustundir, sem hún hefur veitt bæjarbúum, og öðrum, skulu henni sendar heilla- og hammgjuóskir allra þeirra, sem notið hafa þess að hlýða á tóna hennar í tugi ára. P. í. 7/7 Snjólougar Jóhannesdóttur frá Skáldalæk Ég hugsaði til þín á hátíðisdaginn þinn, en hafði ekki tíma að senda þér afmæliskveðju. Þá loksins hún kemur, til and- legrar fátæktar finn. Ég fast þér er bundin af marg- faldri þakklætiskeðju. Ég gleymi því aldrei hvé gott var að koma til þín, sem gestur á ferðum á móti mér faðminn þú breiddir og brosandi man ég, þú afgreiddir erindin mín, I.R. — Fram 22:18 (13:8) Þessa leiks var beðið með nokk urri eftirvæntingu. Bæði liðin hafa á að skipa ungum og hæf- um leikmönnum, sem hafa náð mjög góðum leikjum að undan- förnu. Í.R.-ingar áttu góðan leik- kafla á fyrstu mínútu fyrri hálf- leiks og náðu þá því forskoti, sem þeir síðan héldu til leiksloka. Frammarar gerðu allharða hríð, að I.R.-ingum .í seinni hálfleik, en allt kom fyrir ekki. Lið Fram var langt frá því að vera eins líflegt og í leik þess við K.R. um síðustu helgi. Hreyfanleiki liðsins mun minni og leikgleði leik- manna ekki svipur hjá sjón. Beztir í liði Fram voru Hilmar, Karl og Rúnar. Lið í. R. er að mestu skipað ungum mönnum. Flestir þeirra hafa þó fengið allmikla leik- reynslu. Þeir leika með allgóðum hraða, en þó er oft eins og þeir gleymi, hver sé tilgangur leiks- ins, hlaupa í sífellu sama hring- inn án þess að gera nokkrar til- raunir til að opna vörn andstæð- inganna eða skjóta. Liðið byggist að miklu leyti í kringum tvo menn Hermann og Gunnlaug. Mega Í.R.-ingar vara sig á því að einblína um of á hæfileika þess- ara tveggja manna, því að einn eða tvo góða einstaklinga er allt- Framh á bls 1P og ailt öryggi. Var hin meata ástúð og kærleika jafnan anægja að þessum tonleikum, 1 ; sem fóru í alla staði prýðilega fram. Og nú sný ég máli mínu til okkar ágæta og músikalska borg- arstjóra, Gunnars Thoroddsen, og hinnar nýkjörnu bæjarstjórn- ar höfuðborgarinnar við sundin blá. Og erindið er þetta, og leyfi ég mér að bera það upp í nafni allra bæjarbúa: Það þarf að hefj- ast handa um að byggja tvö skýli (Pavillions) fyrir lúðrasveitir bæjarins (og einnig Sinfóníu- hljómsveitina). Annað mætti t. d. standa á Klambratúni og hitt nálægt „Templarahöllinni“ við Tjörnina. Ættu skýli þessi að vera með sama lagi og annars staðar tíðkast, en þó þannig fyr- irkomið, að snúa mætti þeim nokkuð eftir vindáttum. Vona ég að þetta verði tekið til velvilj- aðrar yfirvegunar og síðan sam- þykkt. Margir sakna þess hvað Lúðrasveit Reykjavíkur leikur sjaldan úti, borið saman við það sem áður var. Býst ég við að skortur á góðu skýli eigi sinn þátt í þessu. En leikur lúðra- sveita úti i náttúrunni (og ég i leyfi mér að kalla Reykjavík náttúru líka) er hressandi og veitir góða skemmtun mörgum þeim, sem annars geta ekki sótt tónleika. ,En um þá á líka að hugsa, og þeim má ekki gleyma. j Lúðrasveit Reykjavíkur er um margt merkisstofnun. Og líta má á hana sem nokkurs konar móður í bæinn mig leiddir. Nú dalurinn saknar þín, verkin þín voru svo góð, og víðar, sem anga, þar gróa í sporunum þínum þar vinirnir mörgu, því kveða þér árnaðaróð og óska þér gæfu með fegurstu bænunum sínum. Og Drottinn á mátt til að fjar- lægja trega og tár — í trausti og von máttu halda um ófarna vegi — hann leiðir þig, Snjólaug, við hönd sér um ókomin ár. Þú eflaust sérð kvöldroðans töfra þó halli nú degi. F. K. Krúsjeff Framh. aí bls 6 því leiði ógnarstjórn. Máske sleppir hann aftur forsætisráð- herraembættinu, þegar fundur æðstu manna stórveldanna er hjá liðinn og setur einhvern annan í það. Það er jafnvel hugsanlegt, að hann láti af yfirstjórn flokks- ins að nafninu til, þegar hann er búinn að skipa málum flokks- ins svo að öruggt sé. En jafnvel þótt hann haldi báðum embætt- unum og sameini þannig ríki og flokk í eigin persónu, þá er langt frá því að við getum farið að jafna honum við Stalin. Og þótt hann hafi vikið Búlganin úr em- bætti hefur það lítið að segja það hefur litlu breytt um raunveru- leg valdahlutföll. Observer -

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.