Morgunblaðið - 17.04.1958, Page 3
Fimmtudagur 17. apríl 1958
MORnT’NTtr 4 Ð1Ð
3
Brezka tillagan um sex mílna landhelgi
kom of seint og gengur of skammt
Ástæðurnar til þess oð eindregnustu fylgismenn 3 milna
landhelginnar skiptu um skoðun
Eftir Cunnar C.
Schram fréttaritara
Mbl. á Genfar-
ráðstefnunni
GENF, 13. apríl.
S Á atburður, sem mesta at-
hygli hefir vakið hér á sjó-
réttarráðstefnunni síðustu
vikurnar er sú yfirlýsing
brezka dúmsmálaráðhcrrans,
Sir Reginald Manningham-
Buller s.l. föstudag 2. apríl, að
Bretar væru fúsir til þess að
samþykkja það sjónarmíð
sem nokkrar þjóðir hafa þeg-
ar orðað á ráðstefnunni, að
landhelgin megi vera 6 mílur.
Bar sir Reginald fram tillögu
þessa efnis, sem þegar hefir ver-
ið getið hér í blaðinu. Hún hljóð-
ar svo:
„Víðátta landhelginnar skal ekki
vera meiri en 6 jmlur. Útfærsla
landhelginnar að þessu marki
skal þó ekki hafa áhrif á þau
réttindi flugvéla og skipa, þar
á meðal herskipa, til umferðar
utan 3 mílna, sem nú eru í gildi“.
Sársaukafull ákvörðun
Með þessari tillögu sinni
hurfu Bretar frá þeirri stefnu í
landhelgismálunum, sem þeir
hafa fylgt af hvað mestu harð-
fylgi í tvær aldir og má nærri
geta að slík stefnubreyting hefir
ekki orðið að ástæðulausu né
sársaukalaus þjóð, sem svo fast-
heldin er á erfðavenjur og þær
reglur, sem lengi hafa verið í
gildi. Bretar hafa, þær tvær ald-
ir, sem þeir hafa fylgt fram 3
mílna landhelginni við strendur
sínar, og fyrri nýlendna sinna,
verið höfuðforvígismenn hinnar
gömlu og úreltu reglu og jafnan
talið það brot á þeim lögum, sem
á sjónum giltu, er aðrar þjóðir
hafa viljað marka landhelgi sína
víðari en 3 milurnar. Kom þar
tvennt til, bæði þjóðarhagsmunir
Breta sem óvenjumikillar sigl-
ihgaþjóðar og sjóveldis að um-
ferð með ströndum væri sem ó-
hindruðust og einnig hitt, að þeir
sækja mestan hluta fiskafla síns á
fjarlæg mið og er því þeirra meg-
inhagur að geta fiskað sem næst
ströndum erlendra ríkja, sem
liggja að aflasælum miðum.
Hér á ráðstefnunni hafa Bretar
verið þessari stefnu sinni trúir,
allt fram að þeim söguríka degi
2. apríl og kveðið fast að orði um
það að 3 mílna reglan væri við-
urkennd þjóðréttarregla, og eng-
in önnur. A það mark ættu allar
aðrar þjóðir að fallast, viður-
kenna með því ríkjandi þjóðarétt
á hafinu og söguleg rök, jafnt
sem hagnýtisrök, er að því hnigu
að staðfesta 3 mílna regluna.
Hafði Sir Reginald, sem er
mikill og snjall lögfræðingur,
haft uppi ýtarlega málsvörn fyrir
því sjónarmiði, að ekki kæmi til
nokkurra mála að ákveða land-
helgina víðari en 3 mílur, í fram
söguræðu sinni í upphafi ráð-
stefnunnar og kveðið svo að orði
að það mark eitt væri þjóðrétt-
arregla.
★ Vildu ekki daga uppi
fylgislausir ,
En hver var þá ástæðan til þess
að sú þjóð, sem hatrammast hef-
ur barizt fyrir því að landhelgin
væri enn miðuð við þrjár mílur
og talið alla útfærslu óhugsan-
lega lögleysu, breytti svo skyndi-
lega um skoðun, er rúmar fimm
vikur voru liðnar á ráðstefnuna?
Svarsins við þeirri spurningu
er ekki langt að leita. Allt frá
upphafi hefur verið ljóst, að
geysileg andstaða hefur verið
meðal margra þjóða gegn 3 mílna
reglunni. Kemur þar bæði það til
að margar þjóðir hafa á undan-
förnum öldum og áratugum mark
að landhelgi sína allmiklu víð-
ari en 3 mílur, svo sem Norður-
landaþjóðirnar þrjár, Rússland,
Italía, Spánn, flest S-Ameríku-
ríkin og mörg Asíuríki, svo
nokkur séu nefnd. Þessi ríki
vilja sem eðlilegt er ógjarnan
samþykkja þá reglu að land-
helgin skuli ekki vera víðari en
þrjár mílur. Og þar við bætist
sjónarmið þeirra ríkja sem fram
að þessu hafa búið við skamma
landhelgi, leyfar frá fyrri tím-
um, en nú vilja færa út línuna.
Snemma var því ljóst, að Bret-
ar voru hér í algjörum minni-
hluta, er þeir töluðu sem ákaf-
ast fyrir þremur mílunum. Höfuð
bandamenn þeirra voru svo sem
oft fyrr Bandaríkjamenn og auk
þess fáeinar elztu siglingaþjóðir
Evrópu svo sem Frakkar og Hol-
lendingar. Jafnvel samveldis-
löndin, tryggustu vinir og banda-
menn þeirra, svo sem Kanada,
Indland og Ceylon gerðu kröfur
til allt að 12 mílna fiskveiði-
landhelgi. Þegar hér var komið
sögu sáu Bretar að tillaga þeirra
og Bandarikjamanna um 3 mílna
landhelgi var vonlaus, og að þeir
myndu verða í algjörum minni-
hluta, ef þeir héldu henni til
streitu.
Og annað sem verra var. í
skjóli þess að þessi tvö stórveldi
hefðu hvorki annað né merkara
að leggja til málanna en 3 mílna
regluna var mikil hætta á því,
að kröfunum um mikla víkkun
landhelginnar eins og allmörg
Suður-Ameríku ríkin höfðu þeg-
ar sett fram væri gefinn byr
undir báða vængi. Bretar töldu
því, að skynsamlegra væri fyrir
sig að breyta afstöðu sinni og
setja fram málamiðlunar- og sátta
tillögu, þar sem báðir aðilar gætu
mætzt á miðri leið og reyna að
koma þannig í veg fyrir að
ýtrustu landhelgiskröfur hinna
yngri ríkja næðu samþykki.
Uppspunnar hviksögur um
afstöðu Breta
En það skyldi enginn halda,
að Bretar hefðu stigið þetta skref
léttir í lund, vikið frá tvö hundr-
uð ára venju umyrðalaust, svo
sem það væri daglegur viðburð-
ur meðal þeirrar þjóðar.
Rödd Sir Reginalds Manning-
ham-Buller var alvörugefin og
þrungin geðshræringu, er hann
tilkynnti þessa ákvörðun brezku
sendinefndarinnar. Hann lagði
áherzlu á það hve sársaukafullt
það væri fyrir sendinefndina að
leggja til að horfið væri frá 3
mílna reglunni, að hverfa frá
200 ára venju. En hann kvaðst
hafa heyrt orðróm á kreiki um
það, að ef Bretum tækist ekki
að fá þrjár mílurnar samþykktar,
þá myndu þeir gera allt sem þeim
væri unnt til að koma í veg fyr-
ir að samkoulag næðist á ráð-
stefnunni.
Svo sem oft væri um hvik-
sögur, þá væri þetta uppspuni
frá rótum. Tillagan væri sett
fram sem sáttatillaga og það
hefði kostað Bretland miklar
fórnir að fallast á 6 mílna land-
helgi. Hann vænti þess að aðrar
þjóðir myndu einnig víkja að
sama skapi frá kröfum sínum
og ganga til móts við Breta um
6 mílurnar. Hann kvaðst mjög
harma það að geta ekki verið
sammála tillögu Kanadamanna
um 12 mílna fiskveiðilandhelgi.
Astæðan væri sú, að í Bret-
landi byggju 50 milljónir manna
í miklu þéttbýli. Þjóðin fram-
leiddi ekki nær öll þau mat-
væli, sem neytt væri í landinu
og kaupa yrði mat fyrir erlend-
an gjaldeyri. Fiskurinn væri hér
ákaflega mikilvægur þáttur, því
fram að þessu hefðu brezkir
fiskimenn veitt mestan hluta afl-
ans sem á land kæmi og hann
því ekki skapað ríkinu nein
gjaldeyrisútgjöld. Þessi tekju-
stofn og mikilvægi atvinnuvegur
myndi hróplega skertur, ef fisk-
veiðilandhelgin væri færð út í
12 mílur. Því gætu Bretar ekki
á það fallizt. Utan 6 mílnanna
Sir Reginald Manningham-
Buller, aðalfulltrúi Breta í Genf
myndu þeir ekki þola nein fisk-
veiðiréttindi , strandþjóðarinnar
öðrum fremur.
Eitt atriði var mjög athyglis-
vert um þessa ræðu Sir Reginalds.
í upphafi hennar, þegar hann
hafði borið fram tillöguna, sem
áður er nefnd um 6 mílna heimild
ina, sagði hann þó svo: „Það er
og verður skoðun brezku ríkis-
stjórnarinnar að hámarksvídd
landhelginnar sé samkvæmt
þjóðarétti 3 mílur, nema þar sem
sögulegar ástæður liggja að baki
4 mílum, svo sem í Skandinavíu.
Okkar skoðun er sú, að ekki sé
unnt að krefjast víðari landhelgi
en 3 mílna svo gilt sé gegn
nokkru því landi, sem ekki hefir
viðurkennt að landhelgi megi
vera víðari en 3 mílur. Þessi
er skoðun okkar og ég vil leggja
sérstaka áherzlu á að hin nýja
tillaga okkar táknar á engan hátt
frávik frá þeirri stefnu“.
Bætti hann því síðan við, að
það væri einlæg trú Breta, að
með því væru hagsmunir allra
þjóða heims bezt tryggðir og
sömuleiðis friðurinn í heiminum
ef ráðstefnan vildi viðurkenna
þetta sjónarmið þeirra og ganga
til fylgis við það,
★ Andstæðurnar i málflutningi
Sir Reginalds
Hér er óneitanlega um allund-
arleg ummæli að ræða og vart
verður annað sagt en í ræðu
þessari, sem hér hefur verið gerð
að umtalsefni hafi aðalfulltrúi
Breta verið sjálfum sér ósam-
þykkur. í öðru orðinu er hann
enn við sama gamla heygarðs-
hornið; að það sé ótvíræð þjóð-
réttarregla að hámarksvídd land-
helginnar megi ekki vera meiri
en 3 mílur. Samt sem áður ber
hann fram formlega tillögu
um að landhelgin megi vera 6
mílur, og verður óhjákvæmilega
af því sú ályktun dregin að það
telji brezka stjórnin löglegt og
heimilt mark samkvæmt þjóða-
rétti. Fulltrúi Kanada, G. A.
Drew benti á hið athyglisverða
ósamræmi í málflutningi Sir
Reginalds, þá fullyrðingu hans
að krafa Kanada til 12 mílna
fiskveiðilandhelgi ætti enga laga
lega stoð. Markið væri 3 mílur.
Benti Drew á að samkvæmt því
væri sú 3 mílna viðbót við gömlu
þriggja mílna landhelgina, sem
Bretar nú teldu leyfilega, án
nokkurrar lagalegrar heimildar,
ekki síður en krafa Kanada. Eini
mismunurinn væri sá, að Kanada
menn hefðu gert kröfu til 9 mílna
viðbótar við 3 mílna landhelg-
ina en Bretar aðeins 3 mílna við-
bótar. Þar væri aðeins stigs-
munur á.
Og víst munu margir telja að
þar hafi fulltrúi Kanada haft á
réttu að standa.
★
Sama daginn og Bretar til-
kynntu hvarf sitt til 6 mílna land ■
helgi, hélt A. Dean aðalfulltrúi
Bandaríkjanna og málflutnings-1
félagi John Foster Dulles, ræðu
og harmaði mjög brottför Breta
úr herbúðum þriggja mílna ríkj-
anna. Kvað hann Bandaríkja-
menn vera enn sem fyrr sömu
skoðunar að frávik frá þeirri
reglu myndi mikið óheilla- og
skaðsemdarspor ríkjum veraldar
og með því að stíga það myndu
Bandaríkin bregðast skyldum
sínum á alþjóðavettvangi.
En þrátt fyrir þessa afstöðu
höfðu Bandaríkin fórnir að færa
ekki síður en Bretar. Síðan til-
kynnti Dean að þótt Bandaríkin
stæðu fast á 3 mílunum, þá hefðu
þau ákveðið að styðja tillögu Kan
ada um 12 mílna fiskveiðiland-
helgi (3 mílna landhelgi auk 9
mílna fiskveiðabeltis. Hefði það
þó mikinn skaða fyrir efnahagslíf
landsins í för með sér og sérstak-
lega væri bandarískum fiskveið-
um og fiskiðnaðinum þungt högg
með því greitt. Bandaríkin teldu
eftir sem áður að hin eiginlega
landhelgi mætti ekki vera víðari
en 3 mílur, en heimilt væri að
veita einkafiskveiðiréttindi til
12 mílna marksins. Kvað Dean
það hryggja sig að þurfa að lýsa
yfir andstöðu Bandarikjanna við
tillögu Breta um 6 mílna land-
helgi.
Vafalaust er þessi breytta af-
staða Bandarikjanna til fiskveiði
réttinda sprottin af sömu ástæðu
og hin brezka: Bæði ríkin hafa
séð hvernig straumarnir liggja
hér á ráðstefnunni og ógjarnan
viljað daga uppi í miklum minni
hluta með tillögur sínar. Banda-
ríkin höfðu í upphafi hvergi
nærri tekið jafnvel í að veita
strandríkinu fiskveiðiréttindi
sem nú er komið á daginn. Þann
24. febrúar lýsti Dean því yfir
í ræðu, að ef fiskveiðilandhelgin
væri almennt færð út um 9 míl-
ur í 12, myndi úthafið, þar sem
öllum þjóðum væri frjálst að
fiska, minnka um 2.500.000 fer-
mílur eða um jafnstórt svæði og
öll Bandaríkin. Slíka þróun taldi
hann mjög óæskilega fyrir þjóðir
heims.
★ Tillaga Breta á mjög litlu
fylgi að fagna
En hvernig fer um þessar sátta
tillögur stórveldanna tveggja?
Eru líkur til að um þær náist
samkomulag?
Ekki er vafi á því að sigur-
horfur kanadisku tillögunnar um
12 mílna fiskveiðilandhelgi hafa
mjög aukizt við stuðning Banda-
Framh. á bls. 18.
STAIímiNAR
„Stöðugt unnið
undanfarna daga“
Tíminn segir með þriggja
dálka fyrirsögn svo í gær:
„Viðræður stjórnarflokkanna
um efnahagsmálin að komast á
lokastig.
Sérfræðileg rannsókn á tiltæk-
um aðgerðum í fjárhags- og
cfnahagsvandamálum hefur ver-
ið gerð og liggja helztu niður-
stöður fyrir“.
Síðar áréttar blaðið þetta og
segir:
„Hefir stöðugt verið unnið að
þessum málum undanfarna
daga“.
Þótti engum mikið, má hér um
segja. Einhvern tíma hefði það
ekki verið talið til sérstakra af-
reka, þótt unnið væri að því stöð
ugt undanfarandi daga hins 16.
apríl, að afla fjár til raunveru-
legrar afgreiðslu fjárlaga, sem
formlega voru sett fyrir áramót!
Auðvitað hcfði öllum þessum at-
hugunum sérfræðinga og annarra
átt að vera lokið, áður en Alþingi
kom saman sncmma í október.
„Meiri fastatök
á stjórnarstefnunm“
En það er fleira, sem hefur tek
ið upp hugi stjórnarliða að und-
anförnu, svo sem Þjóðviljinn seg-
ir í fyrradag:
„Því fer ekki hjá því, að stjórn
arstefnan almennt og sambúð
flokkanna hefur verið mjög á
dagskrá í umræðunum að und-
anförnu og að ekki verður skilið
á milli þeirra aðgerða sem rætt
er umi í efnahagsmálum og stjórn
arstefnunnar almennt.
Þessar umræður allar eru nú
komnar á úrslitastig. Alþýðu-
bandalagið mun nú eins og fyrr
leggja áherzlu á það, að----—
mun meiri fastatök verði á stjórn
arstefnunni en reynzt hefur að
undanförnu. Árangurinn sker
úr um það, hvert áframhaldið
verður“.
Árangurinn af hinum nýju fasta
tökum lýsir sér í næstu línu fyr-
ir neðan. Þar hefst önnur forystu
grein Þjóðviijans, sem heitir:
„Afglapaskrif“
Upphafsorð þeirrar greinar eru:
„Enginn utanríkisráðherra i
víðri veröld á sér eins aumt mál-
gagn og Guðmundur í. Guð-
mundsson, enda má segja, að
hann eigi ekki betra skilið".
Síðan rekur Þjóðviljinn þá um
sögn Alþýðublaðsins, að „Rússar
hafi gert það að tillögu sinni, að
hætt verði öllum tilraunum með
kjarnorkuvopn um óákveðinn
tíma“.
Um þetta segir Þjóðviljinn:
„Alþýðublaðið virðist þannig
ekki hafa minnstu hugmynd um
það efni, sem það ræðir“.
„Önnur atriði í leiðara Alþýðu
blaðsins eru á sama stigi vits-
muna og þekkingar“.
„Þetta er glórulaust fábjána-
hjal“.
Loks er Alþýðublaðið sagt vera
eitt af „málgögnum hermennsku
og forheimskunar á íslandi".
Sama daginn kallar Alþýðu-
blaðið yfirlýsingu Rússa um
stöðvun tilrauna með atóm-
sprengjur: „Gagnslausa áróðurs-
tilkynniugu" og finnst ekki meira
til um, en það spyr:
„Skyldi Krústjov setja frí-
merki á svarbréfin . . . .?“
Þegar allt þetta er lesið, þá
hvarflar að manni, að þótt stjóru
arherrarnir hafi vafalaust „unn-
ið stöðugt undanfarna daga“, þá
vanti töluvert enn á „fastatökin
á stjórnarstcfnunni'*.