Morgunblaðið - 17.04.1958, Síða 11
Fimmtudagur 17. apríl 1958
M n p r. T’ N p r 4 fíl Ð
11
Upplýsingar Áka Jakobssonar:
Ráðamenn Alþýðubandalagsins
hinir sömu og Kommúnisfa-
flokksins
Ekkert bendir til að þeir
hafi skipt um skoðun
RÆÐA Áka Jakobssonar á fundi
Frjálsrar menningar í Gamla
bíói hinn 10. apríl sl., vakti þá
þegar mikla athygli.
Alþýðublaðið birti ræðu Áka
í fyrradag hinn 15. apríl. Varð
það til þess, að Þjóðviljinn ræðst
í gær með venjulegum rógi að
öllum ræðumönnunum þremur:
Gunnari Gunnarssyni, Frode
Jakobsen og Áka Jakobssyni.
Rógurinn er ekki svara verður.
En hann sýnir, að Áki hefur lýst
starfsháttum og eðli kommúnista
deildarinnar hér rétt.
Þegar af þeirri ástæðu er nauð-
synlegt að birta þann hluta ræðu
Áka, sem fjallar um kommún-
ista hér á landi, í fjöllesnara blaði
en Alþýðublaðinu.
Því meiri ástæða er til að birta
þessa ræðukafla, svo að þeir komi
fyrir augu sem allra flestra, að
Tíminn reyndi vegna fundarins að
gera starf Frjálsrar menningar
tortryggilegt. Kunnugum bland-
aðist ekki hugur um, að Tíman-
um gazt síður en svo að þeim
boðskap, sem fluttur var á þess-
um fundi.
Eitt af því, sem Tíminn vafa-
laust vill láta liggja í þagnar-
gildi, eru uþplýsingar Áka um,
að ráðamenn Alþýðubandalagsins
eru enn hinir sömu og voru í
hinum upphaflega Kommúnista-
flokki á íslandi. ,,Og ekkert bend-
ir til þess að þeir hafi skipt um
skoðanir frá þeim tíma“, að sögn
Áka.
Þá eru frásagnir Áka af sálar-
lífi forystumanna kommúnista
harla lærdómsríkar. Svo og af
áróðursbrögðum þeirra, ekki sízt
af misnotkuninni á rithöfundum
og listamönnum.
Hér fer á eftir sá hluti ræðu
Áka Jakobssonar, sem fjallaði
um starf kommúnistadeildarinn-
ar á íslandi:
—★—
„Þegar Kommúnistaflokkurinn
var siofnaður hér á landi var það
fyrir áhrif frá Rússlandi. Það var
litið upp til þess, sem hins mikla
fyrirheitna lands og lofað að
koma á því skipulagi, sem þar
ríkir. Ég vil taka það fram hér,
að ráðamenn Sósíalistaflokksins
og eins Alþýðubandalagsins eru
hinir sömu og voru í Kommún-
istaflokknum gamla og ekkert
bendir til að þeir hafi skipt um
skoðanir frá þeim tíma. Þannig
er óhjákvæmilegt að skoða bæði
Sósíalistaflokkinn og Alþýðu-
bandalagið, sem kommúnistisk
samtök, þó þar hafi skolast inn
menn, sem ekki eru kommúnist-
ar, en þeir hafa ekki megnað að
breyta stefnunni, og um það vitn-
ar Þjóðviljinn daglega.
Þegar Kommúnistaflokkurinn
hóf göngu sína þá boðaði hann
ekki afnám lýðræðis, heldur
sagðist hann ætla að stofna miklu
fullkomnara lýðræði en hið svo
kallaða borgaralega lýðræði. Lýð
ræðið átti of djúpar rætur í hug-
um íslendinga, til þess að hægt
væri að fara öðruvísi að. En Sovét
ríkin vorú vegsömuð, sem hið
fullkomnasta lýðræðisríki ver-
aldar. Sá áróður festi allmiklar
rætur af ýmsum ástæðum. Hægt
var að benda á ýmsa augljósa
galla á okkar þjóðskipulagi. og
þá einkum hið mikla atvinnu-
leysi, sem hér var á árunum 1930
—1939. Stóran þátt í því að út-
breiða helgisöguna um lýðræði
Sovétríkjanna áttu ýmis af kunn-
ustu skáldum þjóðarinnar, er fóru
skyndiferðir þangað austur og
rituðu hástemdar bækur um hina
miklu blessun þar. Sovétríkin
voru þá íslendingum ókunnari en
þau eru nú, enda voru þau þá
þegar algert lögregluríki, sem
ekki leyfði neinar skoðanir eða
fréttasendingar úr landi, aðrar
en þær, sem stjórnarvöldin á-
kváðu.
Skoðanir manna á Sovétríkj-
unum hafa óhjákvæmilega
breytzt mikið, svo að nú geta
fylgismenn einræðisins ekki boð-
að kenninguna um hina miklu
fyrirmynd án allra gagnrýni af
hendi frjálsra manna. En engu
Áki Jakobsson.
að síður er af hálfu Sósialista-
flokksins og Alþýðubandalagsins
haldið uppi áróðri gegn lýðræði,
áróðri sem er lýðræðinu hér á
landi mjög háskalegur, ef menn
halda ekki vöku sinni. Margir af
meðlimum Sósíalistaflokksins og
Alþýðubandalagsins skilja ekki
þann áróður og þá stefnu, sem
samtök þessi fylgja, og þess vegna
eru þeir áfram í þessum sam-
tökum, án þess þó að vera komm
únistar.
—★—
Einkenni þessarar kommúnist-
isku stefnu Sósíalistaflokksins og
Alþýðubandalagsins eru einkum
þessi:
1. Hvert áróðursbrágð Sov-
étríkjanna er gripið á lofti og
útbásúnað, sem hið eina rétta
og mannúðlega í heiminum,
en allir sem ekki vilja skil-
yrðisiaust fallast á það, sem
þau segja, eru stimplaðir stríðs
æsingamenn og fasistar. Þessi
úráítar er jafnan studdur með
vitnunum í stjórnmálamenn
l/ðræðisþjóðanna, sem gagn-
rýna stjórnir sínar, en þar eru
jafnan uppi margar skoðanir
um hvern hlut. Frá Sovétríkj-
unum heyrist hins vegar að-
eins ein skoðun. Margir falla
fyrir þessum áróðri af því að
þeir skilja ekki eðli hans.
2. Síðan Kommúnistaflokk-
urinn hóf göngu sína hefur all
ur málflutningur hans ein-
kennst af haturs- og öfundar-
áróðri. Dag cftir dag er hamr-
að á þvi að skapa hjá fólki,
einkum vcrkalýðnum, hattur
og öfund gegn þeim þjóðfé-
lagsöflum, sem flokkurinn tel-
ur standa í vegi fyrir sér. —
Þegar mikil átök hafa átt sér
stað, svo sem í verkföllum,
gengur þessi hatursáróður svo
langt, að nánast verður um
geðveilu að ræða. Einstakir
menn eru teknir fyrir og sví-
virtir með hinum verstu orð-
um og getsökum fyrir litlar
eða engar sakir. Ég minnist
sérstaklega slíks hatursáróð-
urs frá verkföllunum 1952 og
1955. Haturs- og öfundaráróð-
ur festir lielzt rætur þegar
mikil örbirgð er rikjandi í
þjóðfélaginu, eins og á at-
vinnuleysistímum. En það er
óþarft að taka það fram, að
hver sá, sem er á valdi hat-
urs og öfundar er sjúkur mað-
ur, sem ekki veit hvað hann
gerir. Hatur og öfund eru lýð-
ræðinu mjög hættuleg og festi
þessir Iestir rætur í þjóðfélag-
inu, svo nokkru nemi, er lýð-
ræðið í háska statt. Það er
heldur ekki tilviljun að hat-
urs- og öfundaráróöur er veiga
mesta vopn einræðisflokka í
tilraunum þeirra til þess að
hrifsa til sín völdin. Með hat-
ursáróðrinum er fólkið sefjað
og tryllt, og það gleymir öllu
öðru en því, að sjá þann, sem
það hefur fest hatur á svívirt-
an eða jafnvel drepinn. Áróð-
ur þýzku nazistanna fyrir
valdatöku þeirra 1933 og rúss-
nesku bolsivikanna fyrir valda
töku þeirra 1917 er mjög á-
þekkur hvað þetta snertir,
enda hófust í báðum tilfellum
hryðýuverk gegn andstæðing-
um þeirra þegar eftir valda-
tökuna.
3. Þá er loks eitt atriði enn,
sem er mjög einkennandi fyr-
ir áróður og bardagaaðferð
kommúnista og sem Sósíalista-
flokkurinn og Alþýðubanda-
lagið og blöð þeirra framfylgja
mjög rækilega. Það er að sví-
virða menn, sem ekki eru
þeim sammála. Þetta hefur sér
staklega komið fram við rit-
höfunda og aðra listamenn.
Svo sem kunnugt er hafa
kommúnistar ætíð lagt mikla
áherzlu á það að fá slíka menn
í lið með sér til að bera fram
áróður sinn. Ef þeir ganga til
liðs við þá, þá eru listamanns-
hæfileikar þeirra hafnir til
skýjanna, stofnað er til alls
konar hátíða í kringum þá og
ekkert um það skeytt hvort
listamannshæfileikarnir gefa
tilefni tii slíks dálætis. Jafn-
framt er rekinn ófyrirleitinn
áróður gegn öðrum listamönn-
um, sem ekki hafa viljað
ganga til liðs við þá. Þeir eru
svívirtir og útskúfaðir, verk
þeirra eru atyrt á allan hátt
og allt gert til þess að sverta
þá og helzt drepa alveg á lista-
mannabrautinni. Því nær hver
ritdómur um bókmenntir og
listir, sem birtist í Þjóðviljan-
um ber þessa ótvírætt vitni,
enda hefur þeim orðið allmik-
ið ágengt í þessum efnum. En
það stafar líka af því að þeim
listamönnum, sem eru sólar-
megin hjá Þjóðviljanum, hef-
ur jafnan þótt lofið gott og
kjósa að njóta þess, heldur en
að setja sig í þá hættu að
koma til liðs við listabræður
sína, sem hafa aðrar póli-
tískar skoðanir.
—★—
Þetta eru þrír aðalþættirnir í
áróðursaðferðum kommúnista,
sem Þjóðviljinn notar daglega í
áróðri sínum. Og það eru líka
einkum þessir þættir í fari Só-
síalistaflokksins og Alþýðu-
bandalagsins, sem gera þessar
bardagaaðferðir hættulegar lýð-
ræðinu. Hér mætti að vísu telja
fleira til, en til þess er enginn
tími nú.
Hatursáróður og ofsóknir
framkalla oft haturs- og ofsókn-
aráfergju hjá þeim sem fyrir
verður. Það eru kannski hættu-
legustu áhrifin af hatursáróðr-
inum. Það er vitatilgangslaust
að rnæta hatursáróðri kommún-
ista með sömu meðulum. Þá eiga
þeir leikinn. Ég hvet alla menn
til þess að forðast hatur og of-
stæki og í baráttunni við skemmd
aröflin setja þeir sig úr leik með
þvi, og verða gagnslausir. I-fatrið
tekur völdin af skynseminni, og
sá, sem verður því að bráð gerir
fátt af viti.
Það er heldur ekki ástæða til
að hatast við þá sem standa að
hinum daglegu haturs- og róg-
skrifum Þjóðviljans. Þeir menn,
sem þar halda á penna, eiga bágt.
Þeir eru miður sín og þeim er
ekki sjálfrátt. Ég þekki persónu-
lega alla forustumenn þessarar
hreyfingar og ég veit, að þetta
eru menn, sem eiga bágt, menn
sem þurfa á hlýju og skilningi að
halda, en ekki hatursskömmum.
Þeir eru ekki vondir menn, en
þeir gætu að vísu orðið hættu-
legir ef þeir fengju of mikil völd,
| vegna þess að þá skortir sjálfs-
stjórn og jafnvægi. Margir þess-
ara manna eru gáfumenn, sem
hófu g'læsilegan námsferil, menn
sem gerðu sér háar vonir í dag-
draumum sínum, vonir um af-
rek í lífinu. En þeir gáfust marg-
ir upp við námið, dagdraumarnir
rættust aldrei og þá féllu þeir
fyrir þeirri freistni, að kenna
öðrum en sjálfum sér um hvernig
fór. En gremjan safnast saman,
þeir hafa látið eftir sér að veita
henni útrás, hún þróast og verður
að hatri, sem snýst upp í nei-
kvæða afstöðu til annarra þjóð-
félagsþegna og þjóðfélagsins í
heild.
Þessum mönnum á að láta i
té hlýju og skilning, það á að
láta þá sem mest njóta sannmæl-
is, njóta kosta hins lýðræðislega
þjóðfélags og i’eyna með því móti
að gera þá jákvæða og bjartsýna
á lífið og tilveruna.
Með mannúð og umburðarlyndi
er hægt að hjálpa þeim sem slitn-
að háfa úr tengslum við hið já-
kvæða í þjóðlífinu, enda eru
mannúð og umburðarlyndi þýð-
ingarmestu hyrningarsteinar
hvers lýðræðisþjóðfélags".
Grœnlandsmálið og grein
Snœbjarnar Jónssonar
ÞANN 4. febrúar þ.a. kom grein-
arkorn í Morgunblaðinu eftir hr.
Sn. Jónsson fyrrv. bóksala, sem
bar heitið „Óviðfelldar ýfingar".
Greinarhöfundur, er þar eins og
oft fyrr, að setja íslendinga á kné
sér, og kenna þeim mannasiði,
bæði í ræðu og riti. Minnsta
krafa sem gerð verður til þeirra,
sem velja sér það hlutverk, er sú,
að þeir séu öðrum fyrirmynd, á
þeim vettvangi. Skal nú með
sýnishornum úr grein hans, leit-
ast við að athuga það.
Aðaltilefni greinar hans eru
umræður sem orðið hafa um hið
svonefnda Grænlandsmál, sem
hann gefur hið hugnæma nafn
„Símalandi sónn“, og telur vera
tilefnislausar og óviðurkvæmi-
legar ýfingar við Dani. „Því við
eigum aðeins eitt mál óleyst við
þá, þar skulum við standa á rétti
okkar. Fjöldi hinna mætustu
manna, á meðal Dana, hafa sjálf-
boðnir gengið þar í lið með okk-
ur. En með tilefnislausum ýfing-
um, erum við að skyrpa framan
í þessa liðsmenn okkar, og það
leyfi ég mér að kalla „ódæðis-
verk“, segir l^inn.
Hingað til hefur sá sem fremur
ódæðisverk, verið talinn ódæðis-
maður. Við sem stofnuðum Græn
landsáhugamannafélagið, og einn
ig hinir mörgu málsmetandi
menn, sem á ýmsum tímum hafa
tekið einarða afstöðu til máls-
staðar íslands í Grænlandsmál-
inu, erum að sjálfsögðu allir í
þeim hópi, að dómi gr.höf. Það er
því ekki furða þótt hann telji sig
rétta manninn, til að kenna al-
mennt velsæmi á ritvellinum.
Hann telur einnig að einu gildi
hvað við segjum eða skrifum, því
aiþj óðadómurinn hafi í eitt skipti
fyrir öll dæmt Dönum réttinn til
Grænlands, árið 1933. Þar að
auki haldið fram af færustu lög-
fræðingum íslenzkum, að ísland
ætti engan rétt, segir hann.
Þessu má svara svo, að í hinni
opinberu útgáfu Grænlandsdóms
ins (Leiden 1933) stendur á bls.
47—48, að þeim landsyfirráðum
sem í fornöld var stofnað til á
Grænlandi, hefði verið það vel
haldið við, að þau væru enn í
gildi, og næðu til alls Grænlands.
En þau landsyfirráð stofnaði Ei-
ríkur rauði 985—86 með land-
námi sínu þar, undir íslenzkum
lögum. Konungdóminn hlutu svo
hinir norsku og dönsku konung-
ar með Garnla sáttmála um leið
°g Þeir urðu konungar íslands
árið 1262—63, um það bera lög-
bækur þeirra tíma öruggt vitni,
og fleiri heimildir. Þegar Al-
þjóðadómurinn kvað upp úr-
skurð sinn 1933, var Danakonung
ur einnig konungur fslands, og
Danir fóru með utanríkismál
þess, þeir voru því af erlendum
þjóðum taldir yfirþjóð íslands.
Heilbrigð dómgreind segir okk-
ur því að úrskurður dómsins
hlaut að verða slíkur, sem hann
varð, úr því að forðast var að
láta hina íslenzku afstöðu til
Grænlands, koma fram í sam-
bandi við málflutninginn, þótt
ísland hefði átt allan réttinn. Við
raunhæfa athugun sést glöggt, að
það er íslenzki rétturinn, sem
sagt er að sé í fullu gildi. Gagn-
vart áliti þeirra lögfræðinga, sem
hann telur að taki af allan vafa,
um réttinn, má benda á, að miklu
fleiri hinna færustu lögfræðinga
eru á gagnstæðri skoðun, enn-
fremur mikill fjöldi hinna fær-
ustu manna, bæði Alþingismanna
og fræðimanna. Ég vísa til tilvitn
ana í umsagnir þeirra, í Alþ.bl.
18. febr. þ.á. En þessi sjónarmið
eru að dómi greinarhöf. óviður-
kvæmilegar ýfingar, og ódæðis-
verk að setja þau fram. Þá telur
hann hina mes'tu fjarstæðu að ís-
lendingar hafi öðlast nokkurn
rétt til alls Grænlands, þótt nor-
rænir menn hafi numið þar lit-
inn skika fyrir 1000 árum. Við
gætum alveg eins gert kröfu til
alls meginlands Ameríku segir
'hann. Norræna nafnið er okkur
allvel kunnugt úr ritum skandí-
navískra söguritara seinni tíma.
Það var notað til að hylja afrek
íslendinga í fornöld, á sviði landa
funda þeirra í vesturálfu heims
og landkönnunar þar, og til að
fela landnám þeirra á Grænlandi,
það hæfir því ágætlega málflutn-
ingi háttv. gr.höf., að gefa íslend-.
ingum norræna nafnið, í sam-
bandi við landnám Grænlands.
Eiginlega er mesta furða að hann
skuli ekki segja að öll atriði séu
uppgerð og full skil gerð, frá sam
búðinni við Dani, því það hefðu
verið norrænir menn, sem skrif-
uðu handritin og norræni háskól-
inn í Kaupmannahöfn, hlotið þau
í afT- frá hinum norræna eiganda
þeirra, Árna Magnússyni, við
andlát hans. Það er nákvæmlega
sami sannleikur og hitt, að hinir
fornu fslendingar, sem fundu og
námu Grænland, hafi verið nor-
rænir menn. Það er einnig mesta
fjarstæða að umræður um Græn-
landsmálið, séu eðlilegri lartsn
handritamáisins nokkur fjötur
um fót. Eða að það sé nokkur
glæpur gagnvart þeim dönsku
heiðursmönnum, sem viðurkenna
rétt okkar til handritanna. Þeir
sýna það með afstöðu sinni, að
þeir þekkja til miðaldasögu
beggja þjóðanna, og skilja þess
Frh. á bls. 18.