Morgunblaðið - 17.04.1958, Side 13

Morgunblaðið - 17.04.1958, Side 13
Fimmtudagur 17. apríl 1958 MORCVTSBLAÐIÐ 13 Frú Guðrún Daníelsdóttir IjósmóBir — minning í DAG er góður Vestfirðingur, frú Guðrún Daníelsdóttir, ljós- móðir, kvödd hinztu kveðju. Hún andaðist í Landakotsspítala 8. þ.m. eftir fáfra daga þunga lcgu. Frú Guðrún fæddist að Kirkju- bóli í Valþjófsdal, Önundarfirði, 19. ág. 1890. Foreldrar hennar voru hjónin Daníel Bjarnasón og Guðný Finnsdóttir, er þá bjuggu þar, en fluttu síðar að Vöðlum í sömu sveit og um 1910 að Suðureyri í Súgandafirði. Þau hjón voru af vestfirzkum ættum, vinsæl og vel metin af öllum. Sex voru börn þeirra alls. Á lífi eru nú Daníel læknir á Dalvík og Finnur, skipstjóri, búsettur á Akureyri. Frú Guðrún hlaut hið bezta uppeldi hjá foreldrum sín- um og með þeim dvaldist hún þar til hún giftist vorið 1918, eft- irlifandi manni sínum, Jóni S. I Jónssyni, traustum og góðum dreng. Sama árið fór hún til Rvíkur að læra ljósmóðurfræði í þágu sveitarinnar og tók ljós- móðurpróf með 1. einkunn vorið 1919. Síðan gerðist hún ljósmóð- ir í sveit sinni og gegndi því starfi til 1922. Þá veiktist frú Guðrún og fluttu þau hjón þá til Reykjavíkur. Dvaldi hún þá all- lengi í sjúkrahúsi, og fékk bót meina sinna. Hóf hún þá ljós- móðurstörf hér syðra, en maður hennar stundaði sjóinn árum saman. Frú Guðrún hefur því stundað ljósmóðurstörf hér í bæ hálfan fjórða áratug og alltaf farnazt vel, enda vel að sér í starf inu, vinsæl og vel metin. Hún rækti starf sitt af alúð og sam- vizkusemi og var gædd ríkri ábyrgðartilfinningu. Árum sam- an tók hún sængurkonur heim til sín og leysti á þann hátt vand- ræði margra. Hjúkrunarstörf fóru henni vel úr hendi. Þeim hjónum varð ekki barna auðið, en ólu upp tvær fóstur- dætur. Kristínu Alexandersdótt- ur, systurdóttur frú Guðrúnar og Bertu Björgvinsdóttur, elztu dóttur Kristínar. Báðar hlutu þær hið bezta upp- eldi og eru nú giftar húsfreyjur hér í bæ og eiga mörg mannvæn- leg börn, sem notið háfa ástríkis Guðrúnar, sem væri hún eigin amma þeirra. Ekki kann ég deili á hvað Guð rún tók á móti mörgum börnum, en hitt veit ég að hún minntist þeirra allra með ástúð og kær- leika, sem eigin börn væru, enda átti hún marga vini í þeirra hópi. Ég mun jafnan minnast þess- arar frændkonu minnar sem kvenskörungs. Hún var mikil á velli og myndarleg í sjón, ágæt- lega greind, allskapmikil, hrein- lynd og djörf. Skemmtileg í við- ræðu hélt vel á máli sínu, við hvern sem hún átti, trygglynd og vinföst. Hún var jafnan tengd átt högunum sterkum vináttubönd- um, enda eru þeir orðnir margir Vestfirðingarnir, áem notið hafa góðvildar og gestrisni þeirra Aðalbólshjóna á liðnum árum. Frú Guðrún var vel ættfróð, sem móðir hennar og mikill unn- andi kirkju og kristindóms, erida uppalin í guðsótta og góðum sið- um. Fyrir það var hún foreldrum sínum þakklát og minntist þeirra jafnan með ást og virðingu. — Þau dóu bæði í hárri elli á Aðal- bóli, fyrir nokrum árum og nutu hjúkrunar og umhyggju þessar- ar dóttur sinnar til síðustu stund- ar. Guðrún rækti vel skyldur sínar, sem dóttir, eiginkona og húsmóðir. Allra síðustu árin var heilsa hepnar syo biluð, að hún gat ekki sinnt ljósmóðurstörfum, en að heimilisstörfunum gekk hún með óbilandi kjarki og þreki þar til nokkrum dögum fyrir andlát sitt.---- En nú eru þáttaskil. — Útförin fer fram í dag frá Neskirkju. Vinir og frændur koma saman í kveðju- og þakkarskyni, um leið og þeir votta öldruðum eigin- manni, fósturdætrum og skyldu- liði þeirra samúð sína. Eftir lifir minningin um merka og góða konu, sem var trú köllun sinni og rækti skyldur sínar til hins ýtrasta, þar til yfir lauk. Slíkra kvenna er gott að minnast. Ingimar Jóhannesson. STÚLKA vön að sníða algengan fatnað óskast strax. Upplýsingar hjá verkstjóranum Skipholti 27. 5 eða 6 herbergja hæð óskast keypt nú þegar helzt á Teigunum eða Laugarneshverfinu. Sérhiti og sérinngangur æskilegast. Tilboð óskast send Morgun blaðinu merkt: — „1313“. 2 kjallaraíbúðir við Njálsgötu, önnur 3 herbergi og eldhús, hin 1 her- bergi og eidhús, eru til sölu nú þegar. Semja ber við Ólaf Þorgrímsson, hrl. Austurstræti 14. Svissneskoi og Hollensknr Dragtir í fjölbreyttu óivoli * Húseign við Efstasund til sölu. íbúðin er 4ra herbergja íbúð á hæð og 2ja herbergja ibúð í kjallara. Góðar geymslur. Ræktuð og girt lóð.Góð lán áhvílandi. Útborgun tvöhundruð þús. kr. Einar Sigurðsson hdl. Ingólfsstræti 4. — Sími 16367. Vorrýmingarsalan heldur . Nýjar gerðir teknar fram daglega Karlmannaskór með tvöföldum leðursólum Nú 190,00 áður 318,00 Karlmannamokkasínur með leðursólum Nú 180,00 áður 298,00 Knattspyrnuskór verð aðeins 100,00 áður 298,00 Kvenskór með hælum Nú 100,00 áður 266,00 Kvenskór sléttbotnaðir Nú 100,00 áður 298,00 Drengjaskór með leðursólum Nú 80,00 áður 247,00 Vorrýmingarsalan stendur aðeins til helgar Opnum klukkan Aðalstrœti 8

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.