Morgunblaðið - 17.04.1958, Page 19

Morgunblaðið - 17.04.1958, Page 19
Fimmtuda^ur 17. apríl 1958 MOnCVlKBLAÐIÐ 19 — ísl. tillagan Framh. af bls. 1. væru 12 mílna fiskifriðunartak- mörk mikilvæg. En reyndust 12 mílurnar ekki nægilegar, væri nauðsynlegt að gera ráð fyrir við- bót, sem miðaðist við þarfir frem- ur en ákveðinn mílufjölda. Benti Hans G. Andersen á, að sumir teldu íslenzku tillöguna ganga of langt, svo að hún veitti ýmsum þjóðum möguleika til mis notkunar. Kvað hann íslenzku nefndina vera fúsa til samvinnu til að fyrirbyggja slíkt, t. d. þrengja tillöguna og fallast á þá tiliögu margra þjóða að bæta gerðardómsákvæði við hana. Fór Andersen fram á samvinnu allra fulltrúanna um slíka lausn. ★ f umræðunum talaði Wall, fiskimálastjóri Breta, gegn tillög- unni og gagnrýndi almennt af- stöðu íslendinga ög óskir þeirra í landhelgismálunum. Ræða Walls var allharðskeytt, og benti hann á, að 200 milljónir manna byggju við Norðursjóinn. Það, sem úr Norðursjónum aflaðist, hrykki ekki til, og því yrðu stórþjóðirn- ar að leita á miðin í Norður- Atlantshafi. Á svæðinu frá Ný- fundnalandi að Spitzbergen byggi aðeins 1 milljón manna, á íslandi, Grænlandi og Færeyjum aðeins 200 þúsund. Ekkert réttlæti væri í því, að slíkt fámenni sæti að auðugustu fiskimiðunum, meðan 200 millj. manna skorti fisk. ★ Sú röksemd íslendinga og ann- arra, að stóru fiskveiðiþjóðirnar eyddu smám saman fiskistofnin- um með ofveiði, væri röng ★ Sagði Wall, að Davíð Ólafsson, fiskimálastjóri, hefði með réttu kveðið íslendinga vera hlutfalls- lega mestu fiskiþjóð heims. því að árlega veiddust 3 lestir á hvern íbúa. Bretar hefðu skýrslu um veiði sína á fslandsmiðum í 500 ár. Þeir hefðu fiskað þar ,að staðaldri í 70—80 áur. Það lítur því sannarlega ekki út fyrir, að við Englendingar höfum eytt fiskistofninum á íslandsmiðum þrátt fyrir langvarandi veiðar, sagði Wall. Auðveldlega má koma í veg fyrir ofveiði, sem ís- lendingar óttast, með þeim ákvæðum, sem þegar hafa verið samþykkt hér á ráðstefnunni um fiskfriðun og vernd fiskimiða. Augljóst sanngirnismál væri, að fiskiþjóðirnar mættu sækja fjar- læg mið. Að baki þessari afstöðu Breta liggur hvorki gróðavon eða heimsyfirráðastefna, sagði Wall. Taldi hann þessa stefnu Breta alls ekki ógna hagsmunum lítilla strandríkja. Stjórn Gaillards fallin Alvarlegar horfur í frönskum stjórnmálum Fréttir í stuttu máli ACCRA, 16. apríl — Fulltrúi upp reisnarmanna í Alsír á ráðstefnu Afríkuríkjanna í Accra gerir á morgun grein fyrir baráttu upp- reisnarmanna. LONDON, 16. apríl — Alþjóða- samband útgerðarmanna sam- þykkti í dag á fundi í London, að öll skip, er sigldu um Súez-skurð- inn, skyldu greiða 3% af sigl- ingargjaldinu aukalega — og skyldi það renna til greiðslu á hreinsun Súez-skurðarins í fyrra. PARÍS, 16. apríl — Stjórn Gail- lards féll í nótt. Kommúnistar og íhaldsmenn greiddu báðir at- kvæði gegn stjórninni, er Gaillard leitaði trausts þingsins á afstöðu sinni til Túnismálanna, en hann vildi ganga til samkomulags við Túnisstjórn á grundvelli sátta- tillagna Murphys og Beeleys. At- kvæði féllu þannig, að 255 þing- menn studdu stjórnina, en 321 greiddi atkvæði gegn ftenni. Hin fimm mánaða gamla stjórn Gaillards, sú 23. síðan styrjöld- inni lauk, hafði þar með beðið ósigur — og baðst Gaillard þeg- ar lausnar. Enda þótt kommúnistar og íhaldsmenn séu á öndverðum meiði hvað viðvíkur stefnunni í málefnum N-Afríku, stóðu þeir saman í atkvæðagreiðslunni að fáeinum íhaldsmönnum undan- skildum. Kommúnistar telja eðli- legt að uppreisnarmenn í Alsir fái stuðning frá Túnis, en íhalds- menn vilja ekki slaka til í neinu við Túnisbúa. Þó hafði Gaillard tekizt að fá ^okkra íhaldsmenn á sitt band áður en yfir lauk. Coty Frakklandsforseti hefur átt viðræður við fjölda stjórn- málaleiðtoga í dag og kynnt sér viðhorf þeirra og afstöðu til deilumálanna. Stjórnarkreppa þessi er álitin mjög alvarleg, en enn sem komið er gera menn sér litlar vonir um að hún leysist skjótlega eða farsællega. Má því segja, að ástandið sé meira en alvarlegt. Leiðréfting í FRÉTT í blaðinu í gær um út- för Ásgríms Jónssonar, listmál- ara, var komizt svo að orði, að menn úr Sinfóníuhljómsveit ís- lands hefðu blásið á lúðra fyrir utan heimili hins látna lista- manns. Var hér um að ræða menn úr Lúðrasveit Reykjavík- ur. Eru lesendur beðnir velvirð- ingar á þessu ranghermi. I. O. G. T. St. Andvari nr. 265 Fundur í kvöld kl. 8,30. — Inn- taka. Hagnefndaratriði. — Æ.t. — Landhelgin Frh. af bls. 1 til máls og lagði til, að önnur ráðstefna yrði kvödd saman inn- an tveggja ára til þess að endur- skoða samþykktir þessarar ráð- stefnu. í fyrri tiilögu Kanada var gert ráð fyrir að lögsögu- landhelgin yrði þrjár mílur, cn fiskveiðilandhelgi tólf mílur. Sagði Kanadamaðurinn, að úr því að Bretar og Bandarikjamenn, sem ættu helming kaupskipaflota heims, hefðu horfið frá þriggja mílna lögsögulandhelginni væri heimskulegt af Kanada að binda sig áfram við hana. Þess vegna hefðu Kanadamenn ásamt Ind- verjum og Mexico borið fram tillögu um sex mílna landhelgi — og að strandríki heiðu einkarétt til fiskveiða á sex milna belti þar fyrir utan. Bandaríkjamenn hefðu áður verið samþykkir til- lögu Kanada þar sem gert var ráð fyrir tólf mílna fiskveiðiland- helgi, en ef gengið yrði að hinni nýju tillögu Bandaríkjamanna væru tólf mílurnar þar með tekn ar af dagskrá. Ríkin þrjú lýstu því yfir að þau mundu aidrei fallast á að erlendum þjóðum yrði leyft að veiða innan jex mílna landhelgi. Meðal þeirra, sem Coty hefur rætt við, er Pinay, leðitogi óháðra íhaldsmanna, sem eiga einna drýgstan þátt í falli stjórnar Gaillards. Pinay er í hópi þeirra, sem taldir eru líklegir til þess að reyna stjórnarmyndun. Enda þótt erfitt sé að spá um það hvaða stjórnmálamaður (eða hverjir) séu líklegir til þess að reyna stjórnarmyndun, eru ýms- ar getgátur á lofti. Pflimlin, fjár- málaráðherra Gaillardstjórnar- innar — úr lýðræðislega þjóð- flokknum, er meðal þeirra — svo og Pleven fyrrum landvarnaráð- herra. Margt þykir benda til þess að erfitt verði að mynda sam- steypustjórn eins og málum er komið, og þykir líklegt að reynt verði að mynda minnihlútastjórn. Adenauer hjá Macmillan LONDON, 16. apríl. — Adenauer kanslari kom til London í dag og hélt þegar til fundar við Mac- millan forsætisráðherra í Down- ingstreet 10. í leiðinni kom Ad- enauer við í Clarence House,, aðsetri Elisabetar drottningar- móður og Margrétar prinsessu, og skráði nafn sitt í gestabók hússins. Munu viðræður þeirra Mac- millans aðailega fjalla um Þýzkalandsmálin með tilliti til þess að þau verði rædd á hugs- anlegura ríkisleiðtogafundi. Síðari fregnir herma, að Aden- auer og Macmillan hafi verið al- gerlega sammála í öllum atriðum við umræðurnar í dag. í kvöld snæðir Adenauer hjá Elísabetu drottningu. Samkomur K. F. U. M. Fundur í kvöld kl. 8,30. Sýnd verður séra Friðriks-niynd Ös- valds Knudsens. Allir karlmenn velkomnir. K. F. U. K_____Ud. Saumafundur og kaffi i kvöld kl. 8,30. Dagskrá: 1. Framhalds- sagan. — 2. Frásögn hjúkrunar- nemans. — 3. Hugleiðing, Helga Hróbjartsdóttir kennari. Sveitastjórarnir. Hjálpræðisherinn 1 kvöld kl. ^0,30: Almenn sam- koma. Allir velkonuiir. SAMKOMAN er i Mjóstræti 3 í kvöld kl. 8,30. Stefán Kunólfsson, Litia-Holti. Filadelfía Almenn samkoma kl. 8,30. — Ester Nilsson og fleiri tala. A'll- ir velkomnir. DICTAFONM eða Iítið segulbandstæki óskast keypt. Tilboð sendist afgr. Morgunbl. merkt: — „8361“. Rýmingarsala Rýmingarsafa I dag og næstu daga seljum við alla okkar morgun- sloppa og kjóla á mjög lágu verði. Notið þetta einstæða tækifæri. Verð frá 95 krónum. |M ARKAÐURI NN| Tempalarasundi. Hjartanlega þakka ég gjafir, skeyti og aílan hlýhug á sjötugsafmæli mínu, Einnig ágætar viðtökur og fyrir- greiðslu á ferðalaginu. Guð blessi ykkur öíi. 7. apríl 1958 Guðrún Guðmundsðóttir, Sveinungseyri, Gufudalssveit. Hjólbarðar 750x20 825x20 P. Stefánsson hf. Hverfisgötu 103 Sími13450 Húseigendur athugið! Get bætt við mig málningarvinnu utanhúss og innan. Unnið eftir tímavinnu. ERLINGUR PAT.SSON málarameis 100:1. — Sími 10910. Konan mín MARf A JÓNSIIÓTTIR lézt af slysförum þriðjudaginn 15. apríl. Jarðarförin aug- lýst síðar. Fyrir mína hönd og annarra vandamanna. Júníus Ólafsson Arnarbæli v/Breiðholtsveg. ÞORVALDUR ÁRNASON fyrrv. skattstjóri andaðist í Landakotsspítala að kvöldi 15. þ.m. Ingibjörg Guðmundsdóttir og börnin. Bróðir minn HELGI PÉTURSSON andaðist 8. þ.m. að heimili sínu Kaplaskjólsvegi 41. Jarðarförin ákveðin föstudaginn 18. þ.m. kl. 1.30. Jarðað verður frá Fossvogskapellu. F.h. aðstandenda. Pétur Ketilsson. Jarðarför mannsins míns og föður okkar GUÐBJÖRNS SIGURÐSSONAR Teigi Dalasýslu, fer fram að Hvammi laugardaginn 19. apríl. Athöfnin hefst kl. 11 á heimili hans. Gísla Kristbjörnsdóttir og börn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð við andlát og jarðarför SALÓME GUÐMUNDSDÓTTUR Hulda Kristjánsdóttir, Kristín Sigvaldadóttir. Hugheilar þakkir færum við öllum þeim, sem veittu okkur hjálp, samúð og styrk, við fráfall og útför BRAGA EGILSSONAR Aðstandendur. Þökkum heilum huga ást og virðingu við Dr. VICTOR URBANCIC og hlýja hluttekningu í okkar sáru sorg. Dr. Melitta Urbancic og fjölskyida.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.