Morgunblaðið - 01.05.1958, Blaðsíða 2
2
MOnCVTSHL AÐIÐ
Fimmtudagur 1. maí 1958
Rœff um óþurrkalánin á Alþingi:
Án eftirgjafar er
hætta á misrétti
máls. Hann sagði í upphafi, að
sú röksemd, að þessi tillaga gæti
ekki staðizt nú, þar sem lánin
hefðu verið afhent Bjargráða-
sjóði, væri fyrirsláttur einn. Sams
konar tillaga hefði verið flutt á
þinginu 1956 og afgreidd snemma
árs 1957. Þá hefði komið fram
vilja- og skilningsleysi á málinu
hjá Karli Kristjánssyni og öðrum
andstæðingum þess nú og tillag-
an því ekki náð fram að ganga.
Væri þessum mönnum sæmra að
reyna ekki að draga athyglina
frá því, að þeir væru enn sama
sinnis, með því að tala um, að
lánin væru orðin óafturkræf eign
Bjargráðasjóðs. Hefði þeirri kenn
ingu þegar verið hnekkt.
Eitt á yfir alla að ganga
Ingólfur kvaðst hafa kynnt sér
haustið 1956 hvernig staðið var í
skilum með óþurrka- og hallæris
lánin. í>á hefði komið í ljós, að
lánin, sem veitt voru vegna harð
inda og óþurrka á Austur- og
Norðurlandi, hefðu flest verið í
vanskilum. Lánin vegna óþurrk-
anna á Suður-og Suðvestuvlandi
voru enn ekki komm í gjalddaga,
en veruleg vanskii fyrirsjáanleg.
Var eðlilegast að ganga hrcint
til verks og gefa Jánin eftir. Til-
laga um það fékk þá undarlegu
afgreiðslu á þinginu í fyrra, að
ákveðið var að gera upp á miili
landsfjórðunganna, gefa Austur-
iandslánin eftir að mestu, eins og
rétt var, en afhenda Suðurlands-
lánin Bjargráðasjóði. Til að bæta
úr þessu óréttlæti hefði tillagan
verið borin aftur fram í haust. —
Ingólfur gat þess, að aðalrök-
semdin fyrir því að afhenda
féð, sem veitt var vegna óþurrk-
anna á Suður- og Suðvesturlandi
sem lán, hefði verið sú, að sá
háttur var á haíður, þegar fé var
veitt vegna harðæris á Austur-
og Norðurlandi. Ættu því sömu
reglur að gilda um þessa lands-
hiuta að því er uppgjör framlag-
anna snerti.
Þá vék Ingólfur að samþykkt
Búnaðarþings í vetur. Kvað hann
þingið hafa gert skynsamlegar
samþykktir, en vissulega ekki
vera óskeikult. Nyti það ekki á-
vallt almenns trausts hjá bænd-
um, sízt eftir þessa samþykkt.
Ingólfur ræddi síðan um þá erf
iðleika, sem eru á því að meta,
hvort veita skuli bændum íviln-
anir og að hve miklu leyti. Kvað
hann ýmsar sveitastjómir hafa
mælzt undan þeim vanda, enda
væri ekki gerlegt að sýna þar
fullkomið réttlæti, þótt til þess
væri fullur vilji.
Miklar umræður urðu enn um
mál þetta. Allir fyrrgreindir
ræðumenri tóku aftur til máls,
svo og þeir Hannibal Valdimars-
son og Páll Zóphóníasson.
Karl Kristjánsson taldi að 5
bændur sem lánin fengu væru í
stóreignaskatti. Ingólfur Jónsson
taldi sér ekki kunnugt um það,
en stundum væru ríkir menn, er
hafa búskap ekki að atvinnu, en
eiga þó bú og jörð, taldir í hópi
bænda og efnahagur bændastétt-
arinnar miðaður við þessa menn,
þegar talað er um þörf bænda
fyrir eðlilega fyrirgreiðslu á
borð við aðrar stéttir.
Taldi Ingólfur það vera glögg-
an mælikvarða á.efnahag bænda
yfirleitt að ekki væru nema 5
bændur af hátt á 3ja þúsund, er
búa á óþurrkasvæðinu, sem fá
stóreignaskatt. Sennilega hafa
þessir 5 menn búskap ekki að að
alatvinnu. Vill Karl Kristjánsson
láta alla aðra bændur gjalda
þess að 5 í hópi bænda greiða
einhvem stóreignaskatt? Það er
illt verk, sem Karl Kristjánsson
o. fl. vinna með því að koma í
veg fyrir að réttlát lausn fáist á
þessum málum.
Nossei í Moskvu
MOSKVU, 30. apríl (Reuter).
Nasser, forseti Arababanda-
lagsins, sat í dag veizlu í
Kreml. Við það tækifæri flutti
Krúsjeff ræðu, þar sem hann
lýsti því yfir að stefna Rúss-
lands væri að styðja frelsi og
sjálfstæði Arabaþjóðanna. —
Hann lýsti Nasser sem hetju,
sem hefði hafið upp merki
frelsisbaráttu Araba gegn
heimsvaldasinnum.
Síðar um kvöldið var Nass
er viðstaddur ballettsýningu
og sat hann þar í stúku ásamt
Krúsjeff, Voroshilov, Miko-
yan og Kozlov. Sýndur var
ballettinn Svanavatnið.
Færeysku skúfurnar
PATREKSFIRÐI, 30. apríl. — Sl.
laugardag komu fyrstu færeysku
skúturnar hingað til Patreks-
fjarðar. Koma þeirra hingað um
þetta leyti árs er eins óbrigðul og
koma farfuglanna til landsins,
með vorinu. Eftir fregnum að
dæma munu nú vera um 30 fær-
eyskar skútur við strendur lands-
ins og flestar þeirra í Meðallands
bugtinni, fyrir suð-austan landið.
Afli hjá skútunum hefur verið
fremur tregar eno ;em komið er,
er á þeim er eingöngu stur.duð
handfæraveiði. Færeyingarnir
nota gervibeitu.
Nokkrar norsker •J.útur kom'i
einnig hingað í dag. — Karl.
Virki d landomærum flden
og Jemen leyst úr nmsútri
Kjarnorkusprenging í Síberíu og
umeríski flugherinn vur við
öllu búinn
Þingsályktunartillaga Ingóifs
Jónssonar og Sigurðar Ó. Ólafs-
sonar um eftirgjöf hallæris- og
óþurrkalána var rædd á fundi
sameinaðs Alþingis í gær. l'm-
ræður urðu harðar, og varð þeim
ekki lokið.
Frávísunartillaga
Fyrstur tók til máls Karl Krist-
jánsson, framsögumaður meiri-
hluta fjárveitinganefndar, sem
lagt hefur fram svohljóðandi dag
skrártillögu: „Með því að tillaga
þessi fjallar um efni, sem Alþingi
afgreiddi fyrir sitt leyti með heim
ild til ríkisstjórnarinnar í 40. tölu
lið 22. gr. fjárlaga 1957, og ríkis-
stjórnin notaði þá heimild, eins
og til var ætlazt, svo að skulda-
bréf óþurrka- og harðindalán-
anna eru nú eign Bjargráðasjóðs
íslands, en ekki ríkissjóðs, og þar
sem Alþingi treystir stjórn Bjarg
ráðasjóðs til að sýna lántakend-
um fyllstu nærgætni, svo sem
fyrir hana var lagt í bréfi ríkis-
stjórnarinnar, dags 26. apríl 1957,
þá telur Alþingi ekki koma til
greina að samþykkja tillöguna og
tekur fyrir næsta mál á dagskrá".
í ræðu sinni ítrekaði Karl
Kristjánsson þá skoðun, að lánin
væru nú eign Bjargráðasjóðs og
að langsótt væri, ef til þess þyrfti
að koma að breyta lögum sjóðsins
til að efni þingsályktunartillög-
unnar yrði framkvæmt. Þá sagði
ræðumaður, að bæði sveitar-
stjómum og lánþegum hefði ver-
ið ritað um endurgreiðslur lán-
anna. Ýmsar sveitarstjórnir
hefðu svarað og flestar óskað
eftir einhvers konar íviinunum.
Um helmingur vildi fá allt eftir
gefið. Karl kvaðst ekki vorkenna
sveitarstjómum, þótt þeim væri
falið að láta uppi, hverjir þyrftu
ívilnana með, þar sem þær þyrftu
að sinna öðru eins er þær jöfnuðu
niður útsvörum. Loks sagði Karl
Kristjánsson, að ekki væri mikið
byggjandi á ályktunum og bréf-
um bændasamtakanna frá 1955,
þar sem afleiðingar óþurrkanna
á Suður- og Suðvesturlandi það
sumar hefðu þá ekki verið að
fullu séðar. Hins vegar hefði síð-
asta Búnaðarþing lagt til með 20
atkv. gegn 2, að Bjargráðasjóði
væri falið að fjalla um lánin.
Bjargráðasjóður er ríkisstofnun
Pétur Ottesen hafði framsögu
f. h. minnihluta f járveitinganefnd
ar. Álit minnihlutans var prentað
í blaðinu í gær. — Pétur kvað
það á algerum misskilningi byggt,
að Alþingi gæti ekki tekið ákvörð
un um ráðstöfun lánanna, þótt
þau hefðu verið afhent Bjargráða
sjóði. Sjóðurinn væri ríkisstofn-
un, sem heyrði undir valdsvið
Alþingis, og gæti það breytt
ákvörðunum sínum um hann,
eins og það gæti tekið ákvarðanir
um að breyta lögum eða fyrri
ákvörðunum sínum á öðrum svið
um.
Pétur Ottesen sagði frá afstöðu
bændasamtakanna, árið 1955, þeg
ar óþurrkarnir voru. Kvað hann
ríkisstjórnina hafa ákveð ð, að
aðstoðin skyldi vera veitt í formi
lána eins og á Austurlandi.
Þá sagði Pétur, að ekki yrði
um einstæða ákvörðun að ræða,
þótt þingið samþykkti að gefa
eftir þau lán, sem tillagan fjallar
um. Nú væru veittar á fjárlögum
15 millj. kr. árlega til* atvinnu-
jöfnunar og því fé skipt af ríkis-
gtjóminni. Væri þar um framlög
að ræða, sem ekki yrðu endur-
krafin. Kvaðst ræðumaður ekki
vita til, að neitt af þessu fé hefði
runnið til þeirra héraða, sem um
er að ræða í sambandi við ó-
þurrkalánin.
Tillagan áður flutt
Ingólfur Jónsson toK næstur til
ADEN, 30. apríl (Reuter) —
Brezkt herlið hefur nú leyst
Adarir-virki á Aden-verndar-
svæðinu úr umsátri. Herliðið
var búið brynvörðum bifreið-
um og léttum fallbyssum og
naut stuðnings herflugvéla.
Bardagar brutust út á þessu
svæði um helgina, þegar vopn-
að herlið 300 Araba umkringdi
umrætt lahdamæravirki og
hóf skothríð að þvi. í virk-
inu vörðust einn bre/.kur liðs-
foringi og 30 arabiskir her-
menn, hollir Bretum.
Óttaðist brezka herstjórnin
að fall virkisins væri yfirvof-
andi, því að liðsmunur var
mikill og umsátursmennirnir
búnir fullkomnum vopnum.
Það var strax ákveðið að
senda 400 manna herlið með
bifreiðum norður á bóginn.
Þegar það kom á vettvang
höfðu umsátursmenn búið um
sig í hellum utan í fjallshlíð
einni við þjóðveginn. Tókst
þar bardagi, sem stóð í 3 klst.
og var mótspyrna Arabanna
þar með brotin á bak aftur.
ár PRAG, 30. apríl (Reuter) —
Óstaðfestar fregnir, sem geng-
ið hafa í Prag herma, að stór-
kostleg kjarnorkusprenging
hafi orðið af óhappi í rúss-
neskri tilraunastöð á Kams-
jatka-skaga í Austur-Síberíu.
ár Samkvæmt þesaum fregnum á
sprengingin að hafa orsakað
misskilning, sem síðar leiddi
til rússneskra mótmæla fyrir
Öryggisráði S. Þ. vegna að-
gerða bandarískra flugvéla
yfir Norður-íshafinu.
Svo virðist af fréttunum að
sprenging þessi hafi komið
fram á Radar-beitinu, sem
liggur þvert yfir norðanverða
Ameríku og var flugsveitum
Bandaríkjanna fyrirskipað að
vera við öllu búnar, þar sem
ekki væri búið að grafast fyrir
eða skilja orsakir merkjanna
á Radar-tækjunum.
Til öryggis var sprengjuflug-
sveitum Bandaríkjanna, sem
búnar eru kjarnorkusprengj-
um fyrirskipað að fljúga til
fyrirfram ákveðinna staða
yfir Norður-íshafinu og bíða
þar átekta unz skýring feng-
ist á radar-merkjunum. Ferð-
ir sprengjuflugvélanna urðu
síðan tilefni fyrir Rússa til
að saka Bandaríkjamenn um
ógnun við heimsfriðinn.
- 7.
mai-avarp
Framh. af bls. 1.
óvissu, sem ríkir á sumum vöru-
mörkuðum, eins og t. d. á mörk-
uðum fyrir plantekruuppskeru og
helztu málmtegundir. Það er
nauðsynlegt, að komast að al-
þjóðlegum samningum, sem miða
ekki aðeins að því, að skapa ör-
yggi á vörumörkuðum, heldur
tryggja verkamönnum einnig
sanngjörn og örugg laun.
Verkamenn!
Á þessum degi viljum við
einnig lát*a í ljós þá von, að menn
í hinum æðstu ábyrgðarstöðum
muni halda áfram að beita sér
af öllum mætti fyrir því, að dreg-
ið verði úr ósamlyndi í alþjóða-
málum og reyni að leysa mest að-
kallandi vandamál okkar daga:
að stöðva vígbúnaðarkapphlaupið
og forða heiminum frá hættunni
af kjamorkustyrjöld, sem gæti
ekki leitt til annars en endaloka
mannkynsins sjálfs.
Þetta er öld stórstígra vísinda-
legra og tæknilegra framfara á
svo að segja öllum sviðum mann-
legrar viðleitni. Áhrifa sjálf-
virkni er þegar farið að gæta alls
staðar og skapar það vandamál,
sem varða mjög allan verkalýð.
Tilbúnir gervihnettir svífa um-
hverfis hnöttinn. Það er meist-
aralegt afrek mannsandans, þýð-
ingarmikið til að auka þekkingu
mannsins, en viðbjóðslegt, ef
þeim er ætlað að sá ótta og óhug-
í hjörtu mannanna. Um leið og
geysimikil viðleitni er gerð til
þess að rannsaka hinn ytra geim,
skulum við minnast þess, að langt
um meira þarf að gera til þess
að afmá hungur og kvilla, sem
enn ógna miklum hluta mann-
kynsins, af yfirborði jarðar.
Á tíu ára afmæli yfirlýsingar-
Ein bezta vertíð
á Patreksfirði
PATREKSFIRÐI, 30. apríl. —
Hjá bátum frá Patreksfirði og
Tálknafirði hefur verið áfram-
haldandi steinbítsveiði og hefur
afli undanfarið verið 5—10 lestir
í róðri. Vertíðinni er nú senn að
Ijúka og verður hún ein sú bezta
sem komið hefur síðan 1947.
— Karl.
Brefar sakaðir um að misþyrma föngum
NIKOSIA, 30. apríl. — Grísku
blöðin á Kýpur saka Breta enn
um slæma meðferð á föngum í
Kokkino Trimithia fangabúðun-
um um 16 km vestur af Nikosia.
í þessum fangabúðum eru nú
um 550 fangar og kom Sir Hugh
Foot landstjóri í eftirlitsferð til
þeirra sl. laugardag. Grísku blöð-
in staðhæfa, að á sama tíma og
landsstjórinn var að ræða við
nefnd fanga, hafi brezkir fanga-
. verðir verið að misþyrma tveim-
| ur grískum föngum á öðrum stað
í þeim sömu fangabúðum.
Vaxandi ókyrrð er á Kýpur, en
leynihreyfing Grikkja á eynni
hefur fyrirskipað mótmælaað-
gerðir. M. a. hefur Eóka gefið út
fyrirmæli til verzlunarmanna að
taka niður öll auglýsingaspjöld,
sem rituð eru á enska tungu.
Neiti einhverjir að hlýða þeim
fyrirmælum, eiga þeir grimmi-
lega hefnd yfir höfði sér.
innar á mannréttindastofnskrá
Sameinuðu þjóðanna í október
1958, fylkjum við liði með þeim,
sem eru reiðubúnir að berjast
fyrir framkvæmd hennar um all-
an heim. Og við munum jafn-
framt halda áfram baráttu okkar
fyrir því, að Sameinuðu þjóðirn-
ar verði sífellt áhrifameira verk-
færi í þjónustu mannkynsins.
Verkamenn hins frjálsa heims!
f dag helgum við okkur á ný
baráttunni fyrir frelsi mannanna
og lausn úr efnahagslegum, þjóð
félagslegum og stjórnmálalegum
þrældómi.
Ef menn hafa nokkurn tíma
gert sér vonir um, að kommún-
istískt einræði gæti ofðið frjáls-
lynt, þá hafa þær vonir brostið
fyrir fullt og allt. Reyndin hef-
ur verið sú, að allt frá því að
hin djarfa uppreisn ung'versku
þjóðarinnar og baráttu fyrir frelsi
var bæld niður á svo svívirðileg-
an hátt, höfum við horft á það,
að alls staðar hefur verið hert
á ólinni. Jafnframt er haldið
áfram þeirri heimsveldisstefnu
að binda frjálsar þjóðir í þræl-
dóm.
Það getur verið, að hópur ein-
ræðisherra og hernaðareinvalda
hafi minnkað, en það er langt
frá því, að fasistahættan sé enn
úr sögunni, og hin illræmda
Frankóstjórn er enn við lýði.
Og ekki geta stjórnmálalegar
breytingar leynt hinni sáru fá-
tækt almúgans í mið-austur-
löndum.
Enda þótt nýlendustefnan sé
á undanhaldi, megum við aldrei
linna baráttu okkar fyrir rétti
allra þjóða til þess að ráða sjálf-
ar örlögum sínum, né heldur
hverfa af verðinum, þegar um er
að ræða brot á réttindum þeirra,
sem nýlega hafa hlotið frelsi. —
Styrkur hins frjálsa heims er
kominn undir því, að hann sé
fullkomlega frjáls.
Verkamenn hins frjálsa heims!
Á þessu stutta tímabili, aðeins
níu árum, hefur vegur Alþjóða-
sambands frjálsra verkalýðsfé-
laga vaxið ört, og nú nær það til
137 verkalýðsfélaga í 95 löndum,
og meðlimafjöldinn er samtals
55 milljónir. Það talar alls staðar
máli verkalýðsins, hinna frjálsu
og þeirra, sem enn eru undirok-
aðir, og það er enginn sá af-
kimi til á jörðinni, þar sem rödd
þess heyrist ekki.
Aldrei hefur nauðsyn á sam-
heldni meðal verkamanna allra
þjóða verið meiri en nú. Til-
mæli okkar um stuðning við sjóð
þann, sem stofnaður hefur verið
til þess að efla alþjóðlegt sam-
starf, hafa þegar fengið góðar
undirtektir. Sjóðnum er vel varið
í hinni miklu baráttu til þess að
styrkja raðir okkar og skipu-
leggja hina óskipulögðu.
Fylkið ykkur um Alþjóða-
samband frjálsra verkalýðsfélaga
í baráttunni fyrir þjóðfélagslegu
og efnahagslegu réttlæti og fyrir
varanlegum friði!
Sækið fram undir merki frels-
isins með Alþjóðasambandi
frjálsra verkalýðsfélaga!